Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 nn Grautarhausarn- ir í banka- eftirlitinu „Það er áhuggjuefni ef banka- eftirlitið er skipað slíkum graut- arhausum að þeir kunni ekki að lesa úr ársreikningum fyrir- tækja.“ Ástþór Magnússon, í bréfi til bankamálaráöherra, í Degi- Timanum. Firrtir forystumenn „Ég vil segja við forystumenn Alþýðuflokksins: Eruð þið firrt- ir?“ Guðmundur J. Magnússon, um málefni Alþýðublaðsins, í Alþýðublaðinu. Að standa við yfirlýsingar „Það þýðir ekkert að vera með yfirlýsingar um baráttu og standa svo ekki við þær. Það væri uppgjöf. Það verður kosið um verkfall." Halldór Björnsson, form. Dags- brúnar, i DV. Ummæli Best rekni bankinn „Búnaðarbankinn hefur verið best rekni bankinn hérlendis um langt skeið og ég vil ekki að Landsbankinn, aðrir bankar eða sparisjóðimir gleypi hann.“ Guðni Ágústsson alþingismað- ur, í Alþýðublaðinu. Traðkað kerfisbundið „Það hefur kerfisbundið verið traðkað á þessari tegund kvik- myndagerðar og nú gekk Kvik- myndasjóður of langt.“ Þór Elis Pálsson, um það að engin heimildarmynd fékk út- hlutun úr Kvikmyndasjóði, i Degi-Tímanum. Þannig var unnið með talnagrindur áöur fyrr. Fyrirrennarar tölvunnar Elsta reiknivélin er talnagrind, en til eru heimildir um að hún hafi verið notuð um flmm þúsund árum fyrir Krist. Svo viil til að talna- grindur eru enn þann dag i dag notaðar, má þar nefna ríki fyrrum Sovétríkjanna og Kína. Talna- grindin lifði góðu lífi í nokkur þús- und ár en næsta stökk í reiknikúnstinni er talnavél Pascals. Blessuð veröldin 'f I Talnavél Pascals Frakkinn Blaise Pascal bjó til árið 1642 fyrstu reiknivélina til talnameðferðar sem verðskuldar það nafn. Vélin var kynnt opinber- lega árið 1645. Hún lagði saman og dró frá og gat umreiknað gjald- miðla þeirra tíma. Vélin er formóð- ir tölvunnar. Pascal smíðaði þenn- an grip tO að létta fóður sínum erf- iðið, en honum hafði verið falið að endurskipuleggja fjármál og sér í lagi skatflagningu. Vél Babbage Um 1833 fékk enski stærðfræð- ingurinn Charles Babbage hug- mynd að reiknivél. Greiningarvél hans átti að gera kleift að leysa hvaða líkingu sem var og fram- kvæma aðgerðir fræðilegrar grein- ingar. Vél Babbage, sem var und- anfari tölvunnar, reyndist ofraun þeirri tækni sem þá var tiltæk. Snjókoma og skafreimingur Yfir Jan Mayen er nærri kyrr- stæð 975 mb. lægð. Um 700 km suð- ur af Hvarfi er vaxandi 985 mb. lægð sem hefur hreyfst hratt norð- austur og er nú skammt austur af landinu. Veðrið í dag í dag er búist við talsverðu hreti um landið austan- og norðaustan- vert. Það verður allhvöss eða hvöss norðanátt með snjókomu og skafrenningi en hægari norðvestan- átt og rofar til þegar líður á daginn. Á Vestfjörðum verður éljagangur en sunnan- og suðvestanlands úrkomu- lítið. Frost verður töluvert, víða á bilinu 2 til 9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu er minnk- andi norðaustanátt og norðangola og skýjað verður með köflum síð- degis. Sólarlag í Reykjavík: 17.23 Sólarupprás á morgun: 9.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.43 Árdegisflóð á morgun: 3.30 Veörið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri snjóél -.2 Akurnes léttskýjaó 0 Bergstaöir snjókoma -3 Bolungaruík snjóél -7 Egilsstaöir léttskýjað -2 Keflavíkurflugv. snjóél -1 Kirkjubkl. léttskýjaó -2 Raufarhöfn úrkoma í grennd -6 Reykjavík úrkoma í grennd -2 Stórhöföi úrkoma í grennd 0 Helsinki léttskýjað -3 Kaupmannah. léttskýjaö 2 Ósló alskýjaó 1 Stokkhólmur léttskýjaö 0 Þórshöfn snjóél á síö. kls. Amsterdam frostúöi 0 Barcelona þokumóöa 13 Chicago þokumóóa 1 Frankfurt léttskýjaö 2 Clasgow úrkoma í grennd 7 Hamborg léttskýjaö 2 London rign. á síð. kls. 6 Lúxemborg hrímþoka -4 Malaga þokumóóa 17 Mallorca skýjað 15 Miami hálfskýjaö 13 París þokumóöa 0 Róm þokumóóa 12 New York hálfskýjaö 3 Orlando heiöskýrt 6 Nuuk snjókoma -10 Vín léttskýjaö -1 Winnipeg snjókoma -12 -6 _ / -9 . V ^ ^ ^ 3JT * * * * * * w. * * i* -si* _g* * ; * f * * * * I i * M: * Veðrið kl. 12 í dag Högni Þorsteinn Júlíusson þjonn: Takmarkið að allir fari brosandi og ánægðir út „Til að vera góður þjónn verður að hafa í sér þjónustuiundina, að geta gert hluti fyrir aðra án þess að þurfa aö fá eitthvað annað í staðinn. Maður verður að vera mannþekkj- ari og læra inn á þarfir fólksins án þess að það sé að segja manni það alltaf. Fólk kemur með misjöfnu hugarfari inn á veitingastaðina. Aðaltakmarkið er aö allir fari brosandi og ánægðir út. Þá er mark- miðinu náð og þá er það góður dag- ur hjá mér og þá get ég fari að sofa ánægður," sagði Högni Þorsteinn Júlíusson, þjónn á veitingahúsinu Lækjarbrekku í Reykjavík. Maður dagsins Högni útskrifaðist sem fram- reiðslusveinn úr Hótel- og matvæla- skólanum í Kópavogi í janúar. Ár- angur hans var afar glæsilegur og útskrifaðist hann með hæstu ein- kunn úr skólanum. Högni segir að prófin hafi verið strembin. í verk- lega þættinum, sem hann var hæst- ur í, þurfti hann að framleiða flott- an galadinner. Högni segir meðal annars hafa fengið matinn í fötum og síðan þurft að skammta hann á diskana og hella víni í glösin. „Þá var vínfræðin mjög erfið. Það þurfti að fara í gegnum framleiðslu- Högni Þorsteinn Júlíusson. ferli á vínum og bragðprófanir, hvemig á að smakka vín. Það þurfti að vita allt um vínin frá því plantan er gróðursett og þangað til flaskan kemur í veitingahúsið." Högni fékk einnig viðurkenningu fyrir félagsstörf sín í skólanum. Hann segir þó sjálfur að hann sé ekkert félagsmálatröll en geröi það sem hann þurfti að gera í sambandi við félagsmálin. Högni er fæddur og uppalinn í Keflavík en býr i dag í Reykjavík vegna vinnu sinnar. „Ég er búinn að vinna á Lækjarbrekku í 3 ár og líkar mjög vel. Þetta er flottasti staðurinn og ekki hægt að vinna á betri stað. Það er alltaf fullt að gera og aldrei dauður tími. Það er það mikið að gera að ég hef lent í öllum aðstæðum og lært mikið hér sem þjónn." Áður en Högni fór í þjóninn vann hann hjá Pósti og síma í Keflavík í 5 ár sem símsmiður. hann tók sveins- próf í greininni í september á síð- asta ári. „Ég var búinn að læra fag- ið en átti sveinsprófið eftir. Það er nýbúið að lögleiða símsmíði sem iðngrein og þess vegna tók ég prófið. Nú hef ég tvö sveinspróf i tveimur iöngreinum. En þjónninn heillar mig miklu meira þar sem ég hef þjónustulundina í mér og finnst gaman að gera eitthvað fyrir fólk. Nú er ég kominn á rétta hillu en í 5 ár áður en ég fór í skólann hafði þjónninn alltaf verið efst í huga mín- um. Draumurinn er að fara til út- landa til að mennta mig meira og þá í hótel- og veitingarekstrarskóla." Högni sem er 26 ára stundaði knattspyrnu og handbolta í Keflavík en segist vera hættur því vegna anna í vinnu. „Ég hef ekki lengur tima en ég vinn á kvöldin og allar helgar sem er mjög skemmtilegt." -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1725: Hrökkbrauð Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. R-ingar, sem hér sjást í leik gegn Haukum, leika á ísafiröi í kvöld. ÍRtil ísafjarðar Eftir mjög viðburðaríka helgi er frekar rólegt í dag í innlend- um íþróttum. Einn leikur er þó á dagskrá í Úrvalsdeildinni í körfubolta. Er um að ræða frestaðan leik á milli KFÍ og ÍR. ÍR-ingar verða að gera sér ferð til ísafjarðar því leikurinn fer þar fram. ísfirðingar hafa komið á óvart i vetur og staðið sig vel og þeir eru erfiðir heim að sækja svo ÍR verður að taka á öllu sínu eigi þeir að eiga möguleika á sigri. Leikurinn hefst kl. 20.00. í 1. deild kvenna verður einn leik- ur í kvöld. í Kennaraháskólan- um leika ÍS og Grindavík og hefst leikurinn kl. 20.00. íþróttir Veit er að benda þeim sem heima sitja á tvo þætti í sjón- varpinu, Mörk dagsins á Stöð 2, þar sem ítalska knattspyman er í fyrirrúmi, og Markaregn í Sjónvarpinu þar sem enska bolt- anum um helgina eru gerð skil. Bridge Rökrétt hugsun er nauðsynleg við spilaborðið og dugar oft til þess að leysa flókin vandamál á einfaldan hátt. í þessu spili er lausnin einfold ef rökhugsuninni er beitt. Sagnir ganga þannig, suður gjafari: 4 K53 * K972 * 864 * DG10 * 9842 * D108543 -♦ 9 * 42 4 ÁDG106 «4 Á * ÁKG53 * ÁK Suður Vestur Norður Austur 2 * pass 2 Grönd pass 3 4 pass 4 4 pass 5 4 pass 54 pass 64 pass 64 p/h * 7 * G6 * D1072 * 987653 Suður á óvenjulega góð spil og eft- ir tveggja granda svar norðurs við alkröfuopnuninni keyrir hann eðli- lega spilið upp í slemmu. Útspil vesturs er tromp og sagnhafi byrjar á því að taka tvisvar sinnum tromp. Legan í trompinu setur strik í reikninginn en er sagnhafa ekkert vandamál ef hann beitir rökhugsun. Það eru engin vandamál ef tígullinn liggur 3-2 en það er 4-1 legan í tígl- inum sem er hættan og við henni verður að bregðast. Sagnhafi tekur fjórum sinnum tromp, tekur á há- spilin sín í hjarta og laufi, leggur niður tígulásinn og spilar síðan lág- um tígli. Það er alveg sama hvor andstæðinganna á fjórlitinn í tígli, hann verður að spila sagnhafa í hag. Hann verður að spila blindum inn á lauf eða hjarta eða gefa sagn- hafa íferð í tígullitinn. Einföld leið - en samt erfið að finna ef rökhugsun- in er ekki í lagi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.