Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 40 Misstu ekki af spennandi aukablöðum í febrúar og mars: Aukablöb DV eru löngu oröin landsþekkt. Blööin eru bæði fræðandi og skemmtileg og fjalla um margvísleg og gagnleg sérsviö. 5 . f e b r ú a r Tækni og tölvur Spennandi blað um tölvur og intemetið. Fjallað verður um þróun í tölvumálum og flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. 12. f e b r ú a r Bílar '97 í blaðinu er að finna heildstætt yflrlit yfir þá fólksbíla og jeppa sem bílaumboðin hafa í boði á árinu 1997. Blað sem enginn bfla- eigandi má láta fram hjá sér fara. 19. febrúar Feröir til útlanda Itarlegar upplýsingar um þá ferðamöguleika sem í boði á árinu 1997 hjá ferðaskrifstofunum, ásamt ýmsum hollráðum varð- andi ferðalög til útlanda. 26. febrúar Hljómtæki Efmsmikið blað um allt sem viðkemur hljómtækj- um. Þar verður meðal ann- ars fjallað um helstu nýj- ungar á markaðnum. 12. mars Fermingargjafa- handbók Nauðsynleg upplýsinga- og innkaupahandbók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. 19. mars Matur og kökur Lystaukandi blað þar sem fjallað verður um flest það er viðkemur matartilbúning fyrir páskana. Fréttir Leifsstöð: Innritunarborðum fjölgað um sex - og leitað að nýjum hurðum í brottfararsal DV, Suðurnesjum: „Verkinu á að vera lokið 23. apr- íl eða í tæka tíð áður en mesta álagið byrjar fyrir sumarið. Til- gangurinn með fjölgun innritunar- borða er að stytta biðraðir sem hafa myndast," sagði Pétur Guð- mundsson, flugvallarstjóri í Kefla- vík, við DV. Framkvæmdir hefjast bráðlega við að fjölga innritunarborðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar úr 14 í 20. Brotið verður niður húsnæði á hægri hönd við núverandi innrit- unarborð. Þar eru nú snyrtiher- bergi og verður þeim komið fyrir á öðrum stað í byggingunni. Einnig þarf að færa að hluta til starfs- mannaaðstöðu. Búið er að leysa þau mál. Alls bárust sjö tilboð í niðurrifíð og er kostnaðaráætlun tæpar 3 milljónir króna. Fjögur tilboð bár- ust í innréttingar og er kostnaðar- áætlun rúmar 15 milljónir. Búið er að opna tilboðin en verið er að skoða þau hjá Framkvæmdasýslu ríkisins sem er með verkið á sín- um vegum. Að sögn Péturs er veriö að at- huga hvort hægt sé að sefja hring- hurðir f brottfararsal sem myndu þola vindálagið sem þar er á vet- umar. í suðvestanátt geta verið 10-11 vindstig viö bygginguna og verið er aö leita að hurðum sem þola það álag. Eins og staðan er nú hefur oft þurft að loka hurðum þar vegna veðurs. Farþegar hafa þá þurft að fara inn komumegin og síðan að ganga langa leið í brott- fararsal með þungar töskur. -ÆMK íslandsmet í síldarsöltun DV, Neskaupstað: Síldarsöltun er nú lokið á Nes- kaupstað og er verið að pakka á síð- ustu tunnumar þessa dagana. Salt- að var í 55.400 tunnur, þar af 5700 tunnur af flökum. Þetta er metsöltun á íslandi - ís- landsmet og menn hér eru að tala um að það sé jafhvel heimsmet í síldarsöltun hjá einu og sama fyrir- tækinu, Síldarvinnslunni. Ekki hef- ur það fengist staðfest og er senni- lega heldur ólíklegt. Á síðustu vertíð var saltað i 43.000 tunnur hjá Síldarvinnslunni sem er eina söltunarstöðin hér í bæ. Unnið er á fuflum krafti við undir- búning loðnufrystingar hjá fyrir- tækinu. -HS Síldartunnurnar hrannast upp hjá Síldarvinnslunni. DV-mynd Hjörvar Norðurland vestra: Sauðkindin þar í fýrsta sæti DV, Fljótum: Mesta sauöíjárframleiðsla var á Norðurlandi vestra 1995 ef fram- leiöslunni er deilt niður á kjördæm- in í landinu. Þetta á bæði við um hefldarmagn og eins ef afurðir er reiknaðar eftir hverja kind. Svæðið var hins vegar í öðru sæti á eftir Suðurlandi varðandi fjölda ásetts fjár þetta sama ár. Afls vora framleidd 1.667 tonn af kindakjöti á Norðurlandi vestra 1995 sem reyndist 96 tonnum eða 6% minna en árið 1990. Ásett fé var lið- lega 85.400 og hafði fækkað um tæp 17 þúsund eða 17% frá 1990. Miðað við árið 1995 hafði sauðfé i kjör- dæminu fækkað um 49% á 20 ára timabili. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem atvinnumála- nefnd á Norðurl. vestra hefur sent frá sér. Varðandi aörar búgreinar árið 1995 kemur fram að NV er í þriðja sæti varðandi mjólk, nautakjöt og ufl. Mjólkin var 14,7 mifljónir lítra sem er 1% aukning frá árinu 1990. Nautakjöt var 513 tonn og jókst um 210% frá 1990. Framleiðsla á ull var 149 tonn. Mest var framleitt af hrossakjöti í kjördæminu miðað við önnur þetta ár, alls 423 tonn, og reyndist aukningin 67% á 5 ára tímabili. Varðandi svín og egg reyndust bændur í kjördæminu ekki stórir á landsvísu þrátt fyrir 143% aukningu í svínakjöti. Svínakjötsframleiðsla nam 184 tonnum og egg liðlega 50 tonnum. Þar varð 43% minnkun frá 1990. -ÖÞ Enginn veit hvar sundlaug- arævintýrið endar - segir Jenni R. Ólason, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð DV, Vesturlandi: „Það er engin stefnumótun í þessari fjárhagsáætlun og enn er verið að laga hana að rekstri síð- asta árs. Ég er óánægður með þá stefnumótun sem var ákveðin þá, að leggja svo miklar fjárhæðir til íþróttamála," sagði Jenni R. Óla- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Borgarbyggð, við DV um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sem nýlega var lögð fram til fýrri umræðu. Jenni sleit meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokkinn á síðasta ári og nú mynda sjálfstæðismenn og ffamsóknarmenn meirihluta í bæjarstjóm Borgarbyggðar. „Áætlað var að 60 milljónir króna færa í íþróttavöllinn en sú framkvæmd verður mun dýrari. Sundlaugarbyggingin, sem byrjað er á, hleypur á hundmðum millj- óna og fer mikið eftir því hvar við ætlum að stansa við þá fram- kvæmd. Enginn veit hvað það æv- intýri kemur til með að kosta. Það þarf mikið að laga, breyta og byggja upp og við gerð áætlunar- innar í fýrra forðuðust menn að horfa á dæmið til enda. Vafalaust hafa þessar fram- kvæmdir áhrif á rekstur sveitarfé- lagsins. Árið 1995 nægðu tekjur þess fyrir rekstrargjöldum og fjár- magnskostnaði. Rekstrarkostnaöur var kominn upp í 89% og stefht var að því að lækka hann en ég held að það sé meiri ástæða til að hann hækki heldur en hitt,“ sagði Jenni. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.