Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 20
4 20 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 Vefbrim heyrir biátt sögunni til Oft er talað um Intemetið sem upplýsingahraðbraut. Sumir vilja þó meina að það sé einfaldlega fá- ránleg líking. í besta falli megi líkja netinu við illa upplýstan sveitaveg um hánótt. Leiðarvísarn- ir séu fáir og villandi og margir af- leggjarar leiða menn ekkert annað en í villur. Svar við þessu eru svo- kallaðar leitarvélar. Þær eru þó erfiðar í notkun þar sem tilvísanir sem þær gefa em stundum gagns- lausar. Það er til dæmis ekki óal- gengt að finna tilvísun sem lítur afar girnilega út en komast að því að síðan sem um ræðir er lítið ann- að en góö fyrirsögn, annað á henni er tómt auglýsingaskrum. Vandamál sem þessi eru jafn- gömul Internetinu (þau eru sem sagt ekkert mjög gömul) og til eru þeir sem segja að þetta muni ein- faldlega halda áfram að fylgja því, eina leiðin tO að lifa með vanda- málinu er að æfa sig í hinni göfugu list, vefhrimi (Websurfing). Aðrir líta til svokallaðrar „flýti- tækni“ (Push Technology, þeim sem hafa betri hugmyndir að nafni á þetta fyrirbæri er velkomið að hafa samband á dvritst@centrum.is). Hún gengur einfaldlega út á það að þegar notandinn kemur inn á Internetið sér fyrirtæki um að finna fyrir hann upplýsingar sem hann hefur skilgreint að hann vilji sjá. Fréttafíklar geta því strax séð nýjustu fréttir frá CNN, fjármálamenn fá strax nýjustu tölur frá Wall Street og íþróttamenn fá strax að sjá úrslitin í boltanum út um allan heim. Blaðamaður DV hefur kynnst þessari tækni og hún er afar gagnleg (hafi maður ekki ein- faldlega áhuga á öllu). Um það bil 12 aðilar bjóða netbúum upp á „flýtiþjónustu" en þeirra helstir eru oftast taldir vera PointCast. Slóðin til þeirra er http://www.pointcast.com Fyrir- tækið fjármagnar starfsemi sína með auglýsingum. í janúar einum saman seldi það 50 auglýsingar til birtingar á síðu sinni. Það kostar sitt að auglýsa hjá PointCast, aug- lýsingin selst á bilinu 800- 2,8 milljónir króna. Til þess að nýta sér þjónustu PointCast þarf að sækja forrit á vefsíðu þess (brátt kemur út ný útgáfa af því). Þeir sem telja sig vera frum- kvöðlana á þessu sviði kalla sig Cl- ariNet. „Árið 1989 fengu þúsundir notenda Intemetsins sérstaka til- kynningu um að Bandaríkjaher hefði gert árangursríka innrás í Panama," segir Ed Vasquez hjá Cl- ariNet. Um ein og hálf milljón manna nýta sér þjónustu ClariNet. Þeir hjá ClariNet em kannski elsta fyrirtækið á þessu sviði en þeir nýjustu á markaðnum em frá Kanada og kallast HeadLiner. Starfsemi HeadLiner hófst í desem- ber í fyrra en þegar hafa tugþús- undir manna byrjað að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Vefsíða HeadLiner er ólík PointCast að því leyti að hún er alls ekki jafn skrautleg. Þjónustan er líka ólík. HeadLiner er nokkurs konar leit- arvél sem finnur megnið af þeim fréttum sem er að finna á Intemetinu. í stað þess að setja þessar fréttir á tölvu notandans í heild sinni eins og PointCast gerir þá gerir HeadLiner notand- anum kleift að lesa úr- drátt úr fréttunum. Slóðin á vefsíðu He- adLiner http://www.hea- dliner.com Það skyldi aldrei vera að hin göfuga list, vef- brim, heyri brátt sögunni til. -JHÞ ‘ f. \ Þessi stúlka kom ný- lega fram á tískusýningu í Moskvu þar sem hún var klædd sem „ungfrú Internet". Hún á væntanlega ekki i vand- ræöum meö aö finna þær vefsíöur sem hún hefur áhuga á. Þrátt fyrir mikla leit hefur slóöin aö vefsíöu hennar ekki fundist. Þeir stærstu verða stærri America Online er stærsti Inter- netsöluaðili í heimi. Nýlega fór áskrifendafjöldinn í Bandaríkjun- um upp fyrir 8 milljónir. Á hverjum mánuði eyða þessir áskrifendur um 100 milljón klukkustundum á net- inu. í desember síðastliðnum bætt- ust við um hálf milljón manna við áskrifendafj öldann enda hefur fyrir- tækið bætt kjör viðskiptavina veru- lega. í næsta mánuði opnar Amer- ica Online nýja gagnavinnslustöð en hún er hvorki meira né minna en 60 þúsund fermetrar að flatar- máli. Ofurvöxturinn er þó ekki sárs- aukalaus. Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum vegna þess að oft hafa áskrifendur þess ekki kom- ist inn á Netið eða það hefur hrun- ið. Óánægja sumra áskrifenda er svo mikil að þeir hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu. Málshöfðendur saka America Online um svik enda hafí fyrirtækið ekki getað staðið við auglýsingar um ótakmarkaðan að- gang að Internetinu. America Online hefur boðið þessu fólki skaðabætur til þess að sefa það. Nú er bara að sjá hvað íslenskir Internetnotendur gera en það er vel þekkt fyrirbæri hér á landi að erfitt sé að komast inn á Internetið, sér- staklega á kvöldin og um helgar. -JHÞ Nokkrar bjór- og vínsíður Kokkteilar Mikinn fróðleik um kokkteila er aö finna á slóðinni http: //www.hotwlred.com/cocktail/ Hér er til dæmis að sjá margar uppskriftir. Bjór í Ameríku Þeir sem vilja vita allt um bjór ættu að skoða http://www.beer- america.com/ Besti bjórínn Hér kjósa áhugasamir um besta bjór mánaöarins. Bæði þeir sem vilja venjulegan bjór og snobb- bjór. Slóðin er http://www.geociti- es.com/southbeach/7469/ Víndómar Hérna eru margar víntegundir dæmdar og hægt að lesa fréttir úr vlniðnaðinum. Slegið skal inn http://www.smartwine.com Líknardrápsforrít á vefinn r~-, ES'. \ ÍftL, { m*i. i . : f . -r —r - Js Are you auare Ihat if you »» RhrHd tu ihe la\l mtwii aml press the '*Y€»*' button you will l>e uiven a letbol do(c «f ineflk'Mtioiiv uml die? Aiv you ciTtain you uikU'inIuiuí that if you piiMei'd :iml pii>s thr "\vs" buUoii on IÍU' m\t smen lliai ymi uill «lic? Vi:s ■ Ves 1- ^ il 1/ • • — ^ „_J - 'ES '-S2 ln 15 sccomls you »ill hc gi\cn :i lcthiil ínjcction.... No VF.S i ------> —* Ástralskir fylgjendur líknardráps og læknisins Pauls Niethscke (sem er einn helsti talsmaður líknar- dráps í Ástralíu) hafa sett á Inter- netið forrit sem nota má til að stytta dauðveikum sjúklingum aldur. Sið- an er einnig notuð til þess að afla málstaðnum fylgis og þegar hefur safnast upp undir milljón íslenskra króna til frekari áróðurs og baráttu fyrir lögunum sem leyfa líknardráp í norðurhéruöum Ástralíu. -JHÞ Heilsusíða Þeir sem hafa áhuga á því nýjasta sem er að gerast í heilsuræktarmálum ættu að skoða vefsíðu REUTERS sem fjallar sérstaklega um þessi mál. Slóðin er http: | //www.reutershealth.com Ástarmeðul Vilji konur koma köllum sín- um til er tilvalið fyrir þær að skoða síðuna á http://www.santesson.com/ap- skoði síðuna á slóðinni http://www.adopting.org/ Þeim sem vilja fara hefðbundnari I leiðir í bameignum er bent á síðuna hér að ofan. NME Tímaritið NME er á slóðinni http://www.nme.com Djass Þeir sem hafa áhuga á djassi ættu að skoða heimasíðu Her- bie Hancock sem er á slóðinni Íhttp: //www.intelenet.net/her- bie/livingjazz Ennfremur er hægt að skoða Netnoir á slóð- inni http://www.netnoir.com - Rokk og ekkert múður Þeir sem eru leiðir á lyftutón- list (hvort sem það er popp eða klassík) og vilja fá að vita allt ; um alvöru tónlist ættu að heim- 1 sækja http://www.rocknews.com ■ hrodis/aprliome.htm Þar em uppskriftir aö alls konar frygð- armeðölum. Þar er einnig hægt að læra að blóta á sænsku en sá sem þetta skrifar efast reyndar um að sænsk blótsyrði komi nokkmm til. Ættleiðingar Vilji menn fylla líf sitt gleði með yndislegasta fólki í heimi, þ.e.a.s. börnum, er rétt að þeir Legó Þeir sem nutu þess að leika sér með legókubba í bamæsku (og laumast stundum enn til þess þegar enginn sér) ættu að skoða vefsiðu á slóðinni httþ://www.fibblesn- | ork.com/lego/cool/ Þar er að í fmna mikinn fróðleik um þessa ; mannbætandi kubba og hug- ■ myndir að alls kyns breytingum. Þess má geta að Legófyrirtæk- ið í Danmörku hefur sent frá sér j geisladisk þar sem PC-notendum I á öllum aldri er boðið smíða flotta hluti úr tæknikubbum. Verst að maður á víst að vera orðinn of gamall fyrir svona. WKBBSSBBBOBBSSk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.