Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997
Fréttir
8 ára stúlka hætt komin í Suðurbæjarlaug:
Stúlkan reyndi eftir öll-
um mætti að losa sig
- segir Jörgen Albrecht, faðir stúlkunnar, sem bjargaðist
verður tekið á því sem slíku. Pottur-
inn verður lokaður þar til við erum
búnir að rannsaka þetta til hlítar.
Þessi rist er samþykkt af Vinnueft-
irliti ríkisins og mér finnst djúpt í
árinni tekið að kalla þetta slysa-
gildru. Það hefúr enginn svo ég viti
fest sig í ristinni þau 7 ár sem laug-
in hefur verið opin,“ segir Daníel
Pétursson, forstöðumaður Suður-
bæjarlaugar. -RR
Drífa Haröardóttir, starfsmaöur
sundlaugarinnar, geröi stutta lífgun-
artilraun á litlu stúlkunni sem dugöi
til aö hún fékk aftur meövitund.
Drífa sést hér í tómum pottinum viö
ristina þar sem stúlkan festist meö
háriö. DV-mynd S
„Það var ung kona í pottinum
sem kallaði til mín og sagði að það
væri lítil stúlka fóst á botninum. Ég
kafaði niður og sá að hár litlu
stúlkunnar var fast í ristinni. Hún
var búin að missa meðvitund
þannig að ég vissi að ég yrði að hafa
hraðan á. Mér tókst að losa hár
hennar og hífði hana upp úr vatn-
inu,“ segir Guðmundur Ólafsson
hagf'ræðingur sem bjargaði 8 ára
gamalli stúlku sem festist í rist á
botninum í heitum potti í Suðurbæj-
arsundlauginni í Hafnarfirði á laug-
ardag.
Stúlkan var mjög hætt komin og
var meðvitundarlaus þegar Guð-
mundur náði henni upp úr vatninu.
Drífa Harðardóttir, starfskona í
sundlauginni, kom síðan á vettvang
og eftir stutta lífgunartilraun á
stúlkunni komst hún til meðvitund-
ar. Hún þurfti ekki að fara á sjúkra-
hús eftir atvikið.
„Ég er mjög þakklátur björgunar-
aðilum því þetta var mjög tæpt og
aðeins spurning um örfáar sekúnd-
ur. Stúlkan segir sjálf að hún hafl
reynt eftir öllum mætti að losa sig
en ekki tekist. Henni var sem betur
fer bjargað og er nú hin hressasta.
Ristin á botninum er hættuleg slys-
agildra að mínu mati og það þarf að
gera eitthvað til að koma í veg fyrir
að svona slys endurtaki sig,“ sagði
Jörgen Albrecht, læknir og faðir
litlu stúlkunnar, eftir björgunina.
„Þetta er alvarlegt slys og það
Reykholt
Forsetahjónin
í Snorrastofu
Forseti íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, og kona hans,
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir,
heimsóttu Snorrastofu í Reykholti í
gær, sunnudag. Heimsóknin var lið-
ur í væntanlegri opinberri heim-
sókn forsetans til Noregs. Forsetinn
vildi kynna sér og sjá með eigin
augum hina glæsilegu kirkjubygg-
ingu ásamt Snorrastofu, sem að
hluta til er byggð fyrir fjármagn frá
norska ríkinu, áður en hann hitti
Noregskonung að máli. Forsetahjón-
in voru viðstödd guðsþjónustu í
Reykholtskirkju og þáðu að athöfn
lokinni kaffi í Snorrastofu. Sóknar-
presturinn, séra Geir Waage, lýsti
framkvæmdum á staðnum og sögu-
sýningunni, sem staðið hefur yfir í
Snorrastofu.í ávarpi sínu til forset-
ans sagði Guðlaugur Óskarsson, for-
maður sóknarnefndar, m.a. að að-
standendum Reykholtskirkju þætti
það dýrmætt að hann skyldi hefja
sína fyrstu opinberu heimsókn til
Noregs í Snorrastofu. -GE
Forsetahjónin heimsóttu Reykholt í Borgarfiröi í gærdag. Þau hlýddu m.a. á guöþjónustu í hinni nýju kirkju í Reyk-
holti þar sem séra Geir Waage predikaöi. Á myndinni eru forsetahjónin Guörún Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur
Ragnar Grímsson ásamt formanni sóknarnefndar Reykholtskirkju, Guölaugi Óskarssyni, og séra Geir Waage. Krist-
■n, þriggja ára dóttir Guölaugs, gægist á milli fööur síns og forsetans. DV-mynd GE
'í.cý'jt*......................
SNJOBLASARI
Vinnslubreidd 230 cm.
129.000,
stgr. án vsk.
, S.KAPTASQN & CO.
S I l>/l I ; fc* C'V, o
Þokkaleg veiði á loðnumiðunum:
Islandsmet ef við
náum öllum kvótanum
- segir Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg
„Það er þokkaleg veiði hérna
núna og menn eru bara bjartsýnir á
framhaldið,“ segir Þorsteinn Kristj-
ánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU,
þar sem DV ræddi við hann á loðnu-
miðunum í gærdag. Hann var stadd-
ur um 6 sjómílur SA af Papey og var
»1*3
rcra
Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið
föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
með þokkalegt kast á síðunni. Þor-
steinn sagði að eftir brælu á mið-
unum væri sæmileg veiði en erfitt
að eiga við loðnuna sem lægi við
botninn.
„Það er erfltt að eiga við þetta þar
sem botninn er slæmur og hætt við
að rífa nótina," segir Þorsteinn.
Hann var kominn með um 900
tonn í skipið í fjórum köstum og
sagði spennandi að sjá hversu mik-
ið kæmist í skipið eftir að það var
stækkað og buröargetan aukin.
„Við vitum ekki hvað skipið ber
en það eru væntingar um að það
taki nú um 2.600 tonn í stað 1.600
tonna áður,“ segir Þorsteinn.
Heildarkvóti á loðnu er um 1,5
milljónir tonna. Um 600 þúsund
tonn voru eftir á áramótum og segir
Þorsteinn mikið þurfa að koma til ef
sá kvóti náist.
„Ef kvótinn næst þá er það nýtt
íslandsmet. Við náðum 500 þúsund
tonnum eftir áramótin í fyrra við
bestu aðstæður þannig að það má
mikið vera ef kvótinn næst núna,“
segir Þorsteinn. -rt
Dóra Þórisdóttir, Hulda G. Jónsdóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir,
Smárarima 30, Meðalholti 2, Hólagötu 4,
Reykjavík Reykjavík Sandgerði
Björn Sveinsson, Sigurður G. Ólafsson, Ása Torfadóttir,
Hlíðarvegi 31, Ránargötu 21, Strandgötu 10,
Kópavogi Reykjavík Tálknafirði
Stella Heigadóttir, Þórey Gylfadóttir,
Norðurgötu 30, Mávahlíð 27,
Sandgerði Reykjavík
Vinning'Jiöfór geta vitjað vínninga hja Happdrce^i HáskóU [Hjfea
Hland'.. Tjarnargótu 4. 101 Reykjavik, símí 563 8300.
Lýst eftir pilti
Lögreglan i Reykjavík lýsir eftir
14 ár gömlum pilti, Alvari Óskars-
syni, sem strauk frá Stuðlum, með-
ferðarheimili ríkisins, klukkan
22.30 á laugardagskvöld.
Alvar er 165 sm á hæð, Ijóshærð-
ur og stuttklipptur. Hann var
klæddur í gulan jakka, hermanna-
buxur og inniskó þegar hann hvarf.
Þeir sem geta gefið vísbendingar
um ferðir Alvars síðan á laugar-
dagskvöld eru beðnir að láta lög-
reglu vita. -RR
Alvar Óskarsson.
Sandkorn dv
Sá hæfasti
1 þvi ágæta blaði Nýjum mennta-
málum eru alltaf gamansögur úr
skólastofunni. 1 siðasta blaði segir
Knútur Haf-
steinsson sögur
en hann er
kennari við
Menntaskólann
í Reykjavík.
Auðvitað segir
hann sögu af
þjóðsagnaper-
sónunni Guðna
Guðmundssyni
sem var rektor
skólans í aldar-
fjórðung. Knútur segir: „Guðni var
gjaman nefndur Guðni Kj. er hann
heyrði ekki til. Eitt sinn sem oftar
var kennarastaða auglýst laus til
umsóknar og streymdi að pósturinn
eins og gjaman er þegar svo ber
við. Töldu menn nú úr vöndu að
ráða að velja hæfasta umsækjand-
ann úr sliku mannvali. Ungur,
óreyndur og ættlaus drengstauli,
nýskriðinn úr skóla, haföi stílað
umsókn sína svo: „Hr. rektor,
Guðni Kj. Guðmundsson." Það fylg-
ir sögu þessari 'að enn kenni
drengstaulinn viö skólann.
Út og inn
Aðra sögu af Guðna segir Knút-
ur. Segir hann Guðna hafa haldið
uppi aga og það hafi verið eitur í
hans beinum að
sjá nemendur
slæpast og
slugsa. Síðan
segir Knútur:
„Eitt sinn sem
oftar var Guðni
rektor á gangi
um skólahúsið
að líta yfir ríki
sitt. Sér hann þá
hvar sláni nokk-
ur húkir upp
við vegg framan við skólastofú.
Hafði sláninn látið dólgslega í tíma
eöa verið illa lesinn og vísað á dyr.
Var Guðna ókunnugt um það þar
sem hann stikaði hröðum skrefum
að slánanum og sagði stundarhátt
eins og honum einum var lagið:
„Eigið þér ekki að vera í tíma?“
„Jú, e...“ tókst slána að stynja upp
áður en Guðni svipti upp hurðinni
og varpaði honum inn og skellti á
eftir. Vart þarf að geta þess að á
datt dúnalogn í stofúnni. Var nem-
andinn síðan auðkenndur sem -
þessi sem hent var úr og í tíma.“
Sambýll
Ekki var það nema von að sam-
kynheigðir karlmenn í vígðri sam-
búð hrykkju viö þegar þeir fengu
skattaframtals-
eyðublöðin og
annar var sagð-
ur eiginkona.
Þetta er auðvit-
að argasti dóna-
skapur hjá
skattyfirvöldum.
Svör þeirra þeg-
ar leitað var
skýringa á
þessu voru á
þann veg að
þetta yrði bara leiörétt næst! Gár-
ungar fóru hins vegar í gang með að
finna orð í staðinn fyrir eiginkona
og duttu niður á orðið - sambýll.
Hjeppinn
Við birtum á dögunum ljóðið
hans Helga Hóseassonar prentara -
Þegar myrkrið er svart... Halldór
Jakobsson, kaup-
maður á Skóla-
vörðustig, var
einn af félögum
Helga í ferðalag-
inu þegar ijóðið
var ort. Hann
segir í bréfi til
Sandkornsritara
að þeir hafl ekki
veriö á leið nið-
ur af Amar-
vatnsheiði held-
ur á leið að Hitarvatni í svartamyrki
um haust. Ljóðið hafi verið ort i
veiöihúsinu um kvöldið eftir erfitt
feröalag að skálnum. Hann segir að í
mörgum feröum þeirra Helga, Eð-
varðs Sigurössonar, fyrnun for-
manns Dagsbrúnar og Eiriks Þor-
leifssonar rafvirkjameistara hafi bíll
ekki bilað nema tvisar. í annað
skiptið var það þegar þeir voru á
leiö í Landmannalaugar. Þeir
komust þó að lokum á áfangastað og
munu vera annar hópurinn sem
komst á bil í Landmannalaugar. Þá
orti Eiríkur Þorleifsson þessa vísu
en þess bera að geta aö jeppar voru
kallaöir hjeppar hér á landi í fyrstu:
Hóf sig í brekkur býsna snar,
brúnum að lokum náði,
hjeppinn, og kaldar kvislamar,
klauf og í Laugum áði.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson