Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 DV %enning Bæjarprýði í 90 ar Ibsen í endurmati Nýlega kom út ný ævisaga norska leik- skáldsins Henriks Ibsens eftir Robert Ferguson. Um hana skrifar ritdóm í Times Literary Supplement annar ævisöguritari Ibsens, Michael Meyer, og er ekki glaður. „Ferguson hefur gert lúsarleit í gömlum norskum dagblöðum og greinum sem hafa birst síðan bókin mín kom út 1971 og fund- ið eitt merkilegt bréf þar sem kemur fram að Ibsen var nærri því lentur í steininum vegna þess að hann gat ekki borgað meðlag með óskilgetnum syni sínum,“ segir Meyer. „Hann hefur líka fundið dagbók Emilie Bar- dach, sem sögð var týnd, en Ibsen varð gagntekinn af Emilie þegar hann var sextíu og eins. Því miður finnur Ferguson ekkert merkilegra í henni en áður hafði komist á prent. Aðrar við- bætur eru smá- munir og varða fremur lífsskil- yrði í Noregi almennt en einkalíf Ib- sens.“ Enn versnar í því þeg- ar kemur að mati Fergusons á leik- ritum Ibsens. Til dæmis vill hann strika bömin út í Brúðuheimilinu og er óánægður með lokaorð Bracks i Heddu Gabler: annað eins og þetta gera menn þó ekki“. En, segir Ferguson, „auðvitað era leikaramir þeir einu sem verða hissa á því sem gerist í alþekktum leikritum. Við getum dæmt um hvemig setningamar eru leiknar en þær snerta okkur ekki.“ „Ef maður verður svona kaldur á aö þekkja verk vel er borin von aö við komumst við í lokin á Hamlet eða þegar við hlýðum á Níundu sinfóníu Beethovens,“ segir Meyer sár. Ævisagan er gefin út af Cohen. Umræðuefni Ef nýjar ævisögur Henriks Ibsens og Virginíu Wooif eru ekki nóg umræðuefhi með morgunkaffmu þá endurbirtist hér styttur listi yfir umræðuefhi á skrifstofu Nýlistasafnsins úr nýju fréttabréfi þess: .. rætt hefur verið um aldamót - vís- indalega sönnun á tilveru guðs - nærvem alheimsins - einhyminga í útlöndum - veð- urstúlkur - skírnarveislur með rauðrófu- súpu - kúratora - kaledoscope - skort á myndlistarkvenskríbentum - Jón Viðar - listahátið - listamannalaun - menningu og menningarsneidd - bamaheimili og menn- ingarborgir - peningaskort - reykingar - gimd og öskur - kleinur og keppi... Leikfélag Akureyrar minnist 90 ára afmælis Samkomuhússins með skemmtidagskránni Kossum og kúlissum þar sem fleytt er á svið smámyndum úr vin- sælum sýningum fyrri ára. Hallgrímur Helgi Helgason var fenginn til að skrifa handritið og nýstofnaður kór LA spilar stóra rullu í sýn- ingunni ásamt ein- söngvurum. Hallgrímur velm- þá leiö að láta verkin tala eins og kostur er. í tíu söng- og leikatriðum er farið vítt um völl, rifjuð upp lög úr óper- ettum, söngleikjum og íslenskum leikritum og alþekktar persónur skjótast fram úr dimm- um kimum leikhúss- ins þegar minnst var- ir. Hann semur skemmtilega grind í verkið með hæfilega léttum texta, leiðir saman áhyggjufullan leikstjóra sem Guð- björg Thoroddsen leikur, unga leikkonu (Marta Nordal) og ábúðarmikinn bæjarstarfs- mann með stresstösku (Jónsteinn Aðalsteins- son). Fram undan er afmæli Samkomuhúss- ins, fjárhagurinn er bágborinn eins og fyrri daginn og bæjarstjómin hefur áhyggjur. Hvað er til ráða? Þá kemur gamla búningasaumakonan Mál- fríður (Þórey Aðalsteinsdóttir) eins og kölluð inn á sviðið og með hennar hjálp opnast sjóð- ur minninga. Málfríður talar fyrir sál hússins og Þórey nær einkar vel til áhorfendanna með túlkun sinni. Sviðsetningin er blátt áfram og hæfir dag- skránni vel. Þegar skipt er yfir í atriði úr gömlum sýningum bregða leikarar og söngv- arar einfaldlega sjali yfir látlausa leikbúning- ana, setja upp hatt eða fara í jakka, þannig að að sjá hana takast á við dramatísk hlut- verk. Kórinn skilar sínu hlutverki merkilega vel miðað við aldur þó að augljóst sé að ekki era allir jafn sviðsvanir. En Sunna Borg leikstjóri raðar þessu öllu smékk- lega saman þannig að yfir- bragðið verður létt og ásjálegt. Einsöngvar- arnir sem mest mæðir á era Að- alsteinn Bergdal og Sigríður El- liðadóttir. Margir fleiri stíga á stokk en þeim Aðalsteini og Sig- ríði er greinilega ætlað að vera skrautfjaðrimar í söngatriðunum. Kossar og kúlissur er sýn- ing sem þykist ekki vera neitt annað en hún er. Þetta er fyrst og fremst fjörug skemmti- dagskrá þar sem falleg músík er í fyrirrúmi og hún nýtur sín oftast vel í svolítið „öðm- vísi“ útsetningum tónlistarstjórans Roars Kvam. Undirleikaramir Gréta Baldursdóttir (fiðla) og Richard Simm (píanó) bera hitann og þungann af tónlistarflutningnum og eiga sinn þátt í Ijúfri kvöldstund til heiðurs merki- legu og fallegu húsi. Leikfélag Akureyrar og kór LA sýna: Kossa og kúlissur Handrit: Hallgrímur Helgi Helgason Tónlistarstjórn og útsetningar: Roar Kvam Lýsing: Ingvar Björnsson Búningar: Freygerður Magnúsdóttir Leikstjórn: Sunna Borg Leikfélag Akureyrar eys úr minningabrunninum í Kossum og kúlissum. Guðbjörg Thoroddsen og Jónsteinn Aðalsteinsson í hlutverkum sínum. tilfæringar eru litlar en virka ágætlega. Leikaramir fjórir passa vel í hlutverkin og ná upp góðri stemningu. Guðbjörg naut sín til dæmis vel í hlutverki Gróu á Leiti og Jón- steinn var oft launfyndinn þegar hann laum- aði tilsvörum trénaða bæjarfulltrúans út úr Leiklist Auður Eydal sér. Marta er nýráðin hjá LA og stendur sig prýðilega. Hún hefur þægilega sviðsfram- komu og góða framsögn og það verður gaman Eldgamalt afmælisbarn Beygir hjá geðveikinni Annar frægur rithöfundur var að fá um sig nýja ævisögu: Virginia Woolf. Það er Hermione Lee sem skrifar um hana og Chatto gefur út. í löngum ritdómi í London Review of Books gerir Jacqueline Rose að umtalsefni hvað henni finnst Lee forðast að taka á geð- veiki Virginíu. Kaflinn um „Geðveiki" hefst á orðunum: „Vh-ginía Woolf var heilbrigð kona með sjúkdóm", og þar er sagt aftur og aftur að þrátt fyr- ir geðveikiköst og ótta við geðveiki þá hafi hún alltaf bit- ið á jaxlinn og staðið sig. „Það er alltaf þess virði að spyrja ævisöguhöf- und,“ segir Rose, „með hverjum hann stend- ur í sögu sinni - ef hann stend- ur með einhverjum. í þessu til- viki stendur Lee ekki með Virginíu heldur hluta af henni, þeim hluta sem alltaf hélt áfram að skrifa þrátt fyrir sjúklegt hugar- angur.“ En gallinn sá að dauði Virginíu læðist að þrátt fyrir hetjulega baráttu Lee við að draga úr geðsjúkdómi söguhetju sinnar. „Þó að allir viti hvernig þessi saga endar,“ seg- ir Rose, „þá kemur það manni hastarlega á óvart að þessi kona, svo óendanlega sterk og sniðug að reka burtu djöflana - skyldi drepa sig.“ Eins og kunnugt er stendur nú yfir Schuberthá- tíð, enda er meistarinn orðinn hvorki meira né minna en tvö hundruð ára gamall og deyr víst varla úr þessu. Hátíðin hófst fyrir tveim vikum með tónleikum Rannveigar Fríðu Bragadóttur. Næst í röðinni var Sólrún Bragadóttir sópran og vora tónleikar hennar haldnir á laugardaginn í Kirkjuhvoli, Garðabæ. Á efhisskránni voru átján lög eftir afmælisbamið og sá Gerrit Schuil um undirleik- inn. Fyrsta lagið á dag- skránni var Im Frúhling við ljóð eft- ir Schultze en það fjallar um ljúfsárar minning- ar, tengdar vori, ástar- bríma og þess hátt- ar, og fylgdu nokkur áþekk lög. Var þetta í skemmti- legri mót- sögn við hrímþursana sem gengu berserksgang fyrir utan og skóku tónleikasalinn allóþyrmilega á köflum. Eitthvað virtust taugar söngkonunnar lika titra í upphafi tónleik- anna, að minnsta kosti var röddin dálítið ómarkviss fyrst framan af og túlkunin ----------------------------- fremur gleðisnauð, yfir- I' _ op_ spennt og ekki mjög sann- JUIIdo OBII færandi, en sem betur fer náði hún fljótlega jafnvægi. Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil. Tónlist ljóð eftir Von Collin, sömuleiðis Suleika við ljóð eftir Marianne von Willemer, en það var hreint út sagt frábærlega flutt - og kallaði fram sterk við- brögð áheyrenda. Pianóleikarinn, Gerrit Schuil, átti stóran þátt í að túlkun margra laga efnisskrárinnar tókst svona vel. Hann náði að skapa einkar hlýlegt and- rúmsloft með tilþrifamikilli spilamennsku; leikur hans var tilfinningaríkur og fullur af blæbrigðum en hvergi yfirdrif- inn. Einmitt þannig ætti flutn- ingur tón- listar Schuberts að vera, einlægur og flæð- andi, inni- legur, djúpur og skáldleg- ur. Mörgum hljóðfæra- leikaran- um og söngvaran- DV-mynd GVA um hættir því miður til að ofgera tilfinningunum og yfirkeyra róman- tíkina. Þó að Sólrún syngi oftast eins og engill féll hún einstaka sinnum í þessa gryfju; þá lagði hún -------------------- svo mikið í túlkunina að hinn eðlislægi, himneski einfaldleiki tónlistarinnar hvarf. Hið fræga lag, Gréta við rokkinn, var fremur til- gerðarlegt og yfirborðslegt og hefði að ósekju mátt flytja Öllum hlýtur að vera ljóst að Sólrún Bragadótt- ir er ein fremsta söngkona landsins; hún hefur prýðilega tækni og fagra, skæra rödd. Enda söng hún mörg laga Schuberts undursamlega vel; sér- staklega veröur að nefna Nacht und Traume við hraðar. Du bist die Ruhe virkaði sömuleiðis hálf- falskt - ekki raddlega séð - heldur var eins og söngkonan væri alltof meðvituð um sjálfa sig og tækist ekki að týna sér i hinni guðdómlegu ró sem áheyrandinn á að skynja í tónlistinni. Benedikt Erlingsson - fer um heiminn f gervi Gunnlaugs ormstungu. Ormstunga heim Gleðileikurinn vinsæli, Ormstunga ástarsaga, hefur verið sýndur 54 sinnum fyrir fullu húsi í Skemmtihúsinu nýja við Laufásveg síðan 1. ágúst í sumar en nú stendur til að sýna hann á söguslóðum í Borgarfirði. Nánar tiltekið verður sýningin á Hvanneyri annað kvöld, þriöjudagskvöld, og hefst kl. 21. Leikurinn er byggður á Gunnlaugs sögu ormstungu, og ekki þarf að tíunda efni hennar fyrir Borgfirðingum. Leikarar era tveir og fara létt með öll hlutverk. Það eru Benedikt Er- lingsson og Halldóra Geirharðs- dóttir sem hlutu einróma lof gagnrýnenda fyrir frábær tök á íslendingum til foma. Þeim hef- ur verið boöiö að sýna leikinn víða, meðal annars í Tókíó og Buenos Aires, og segja þau Benedikt og Halldóra að Hvann- eyrarferðin sé undirbúningur fyrir heimsreisuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.