Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Qupperneq 16
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 J„>"V ■finennjng__________________ Handverkið og hefðin Á yfirstandandi sýn- ingum Borghildar Ósk- arsdóttur í Ásmundar- sal og Jónínu Guðna- dóttur á Kjarvalsstöðum er að finna mirni, unna að mestu úr leir og gleri, sem vekja til um- hugsunar um sögu, upp- runa og hefö í fleiri en einum skilningi. í fyrsta lagi búa glerið og leir- inn yfir langri hefð og sögu sem fyrst og fremst tengist gerð nytjahluta. Þegar þessi efni eru not- uð í óhefðbundinni formmótun hluta, er hafa ekki öðru nytja- hlutverki að gegna en að miðla merkingu, hugsun eða tilfinningu, þá verð- ur varla komist hjá því að þessi hefð verði hluti af inntaki verksins. í öðru lagi vísa formin sem þær Borghild- ur og Jónína vinna með ótvírætt til íslenskr- ar sögu og hefðar: verk Borghildar fjalla ann- ars vegar um íslensku landvættimar og hins vegar um uppruna og form orðsins íslending- ur. Á sýningu Jónínu er unnið út frá þjóðleg- um fyrirbærum, eins og fjármarki, vegg- hleðslumynstri í torfvegg eða þeirri líkingu sem finna má á milli leirs og glers annars vegar og samspils hrauns og íss/vatns í ís- lenskri náttúru hins vegar. Þetta afturhvarf til þjóðlegra gilda og uppruna er í sjálfu sér athyglisvert, en hyggjum fyrst að hefðinni. Hefð handverksins í leirlist og glerlist er nánast jafngömul siðmenningimni. Sú aðferð að rjúfa tengslin á milli þessarar hefðar og brúkshlutarins með því að gera „gagnslausa“ hluti úr leir á sér hins vegar vart meira en hálfrar aldar sögu. Hún tengist þeim skilum sem urðu á milli fjöldaframleiðslu tæknisam- félagsins og hins einstaklingsbundna hand- verks. Þrátt fyrir þessi skil segir leirhlutur- inn (eða glerverkið) okkur fyrst að hann til- heyri þessari óslitnu hefð nytjalistarinnar. Ástæðan fyrir því að velja leirinn og glerið sem efni hlýtur að markast af hefðinni og hún hlýtur þar með að tengjast hugmynda- legu inntaki verksins. Hættan sem fylgir því að gangast hefðinni á hönd með þessum hætti er sú að handverkið verði að markmiði í sjálfu sér og að útkoman verði eins konar skrautmunur eða „fetish“. Að boðið sé upp á hlutadýrkun í stað miðlunar á bitastæðri hugmynd. Þær Jónína og Borghildur eiga það sam- merkt að leitast við að sneiða hjá þessari hættu með því að vísa beinlínis til sögunnar og uppnmans og gefa þannig tækninni nýtt inntak. Borghildur gengur þar lengra með því að hafna hreinni formhyggju en laga leir- muninn bókstaflega að innihaldinu, sem er annars vegar landvættimar í skjaldarmerk- Myndlist Ólafur Gíslason inu og hins vegar handritsskriftin á orðinu „Islendingar" eins og það kemur fyrst fyrir á Grágásarhandriti frá því um 1250. Leirinn og glerið mætast síðan hjá henni sem samhverfa þar sem leirinn myndar neikvætt steypumó- tið en glerið jákvætt „innihald" þess. Við höf- mn hér fyrir okkur bókstaflega útleggingu á hinni gömlu þrætu um form og innihald þar sem innihaldið er orðið að formi sem jafn- framt býr yfir ákveðinni sögu. Leirinn og glerið í verkinu sækja ekki gildi sitt í snilld- arhandbragð eða tæknibrellur höfundarins heldur er tækninni og efninu ætlað að miðla ákveðinni hugsun. Hughrifm sem þetta stefnumót sögulegra minja og sögulegrar handverkshefðar vekja verður þá inntak verksins. Sýning Borghildar er virðingarverð tilraun til að gefa leirlistinni nýtt inntak. Aðferð Jónínu er önnur: hún hefur yfir- burðavald á leimum og kann líka að tefla saman leir, blýi og gleri svo að unun er að sjá. Tilfinning hennar fyrir þessum efnivið er óbrigðul og áferðin ótrúlega blæbrigðarík. Vandi hennar felst hins vegar í því að hefja tæknina upp yfir það að vera markmið í sjálfri sér. Þær þjóðlegu skírskotanir sem finna má í verkum hennar eru virðingarverð tilraun til að gefa handverkinu nýtt inntak en virðast þó frekar þjóna tækninni en öfugt. Spurningin um inntakið felur í sér spum- inguna um tilgang listarinnar á tímum þegar tæknikunnátta í handverki á í næsta von- lausri samkeppni við tæknibrellur iðnaðar- samfélagsins. Walter Benjamin sagði í frægri ritgerð sinni mn „Listaverkið á tímum tækni- legrar fjölföldunar þess“ að tæknin opnaði listinni leið úr þeirri blindgötu sem hann kallaði „veraldlega fegurðardýrkun“ eða af- helgaða guðfræði hinnar hreinu og ómeng- uðu listar. Tæknin og fjölföldunin opnaði list- inni nýjan aðgang að almenningi og um leið nýjan pólitískan vettvang. Það er eins og við eigum enn margt ólært af Benjamin, þótt sex- tíu ár séu liðin frá útgáfú ritgerðar hans. „Að neita sólinni" Framandleiki, fjarlægö og tómleiki em sterkar kenndir í nýjustu bók Geirlaugs Magnússonar, Þrítengt. Ljóðmælandi er fjar- lægur sjálfum sér og svo illa tengdur eigin til- finningum að stundum virðist hann varla vita hvort hann er að fara eða koma. í sum- um ljóðum er hann einmana og dapur, allt að því hugstola en í öðram-venhann sig með að- stoð kaldhæðni eða annarleika, hjúpar til- fmningar sinar framandlegum og fógram orðum sem hijóma vel en hafna því að lesand- inn fái aðgang að veröld ljóðsins. Dæmi um það síðamefnda er ljóðið „Fugl sem fuglari" (bls. 10-13) þar sem orðalag er bæði upphafið og þunglamalegt. Kynleg framsetning höfund- Bókmenntir Sigríður Albertsddttir ar er ekki beint grípandi: „gelur grimmt/þá bregður fuglsblundi/ert hinn versti fugl/flfl- aðir sjálfan þig“ segir í upphafi 2. hluta þessa ljóðs. Ljóðið er í heild sinni jafn óskýrt og þessar örfáu línur gefa til kynna en þó má túlka það sem leit mannsins að sjálfum sér, leit sem er dæmd til að mistakast. Ljóðlínur eins og „hættir fúgl söng/vígi rís úr rimlum“ og „situr tónninn einn/þér fleygur í holdi/þín eigin snara“ vísa til angistar og sorgar, en þó lesandinn skynji hér einstaka kenndir er ljóðið allt of þungt í vöfum til að heilla. Fleiri ljóð eru þessu marki brennd t.d. „Út í geiminn" (24-25), „Borg“ (22) og „Andóf við stafróf' (54) svo dæmi séu tekin. Þessa til- hneigingu til of mikillar sjálfhverfu vinnur höfundur þó upp í ljóðum eins og „Naglfari" (28) og „Svo kemur svefninn" (30-31), þar er hann örlátari við lesandann og lætur þess ófreistað að drekkja honum í upphöfnum orðavaðli. Síðara erindi „Naglfars" hljómar þannig: núorðið era krossfestingar einkum andlegar án sorgmæddra dökkra skýja myndræns samræmis ræningja hamraðra fleygra orða skilja þó eftir innvortis síðúsár dauft óafmáanlegt naglfar í hveijum lófa hinn í sólinni. Hann skynjar sterka togstreitu milli löngunarinnar til að lifa og löngunar- innar til að farast, togstreitu sem síðan er leyst upp í lokaijóði bókarinnar. Það heitir „Andardráttur" og er eftir Pierre Reverdy en í in. hluta bókarinnar era þýðingar Geir- laugs á nokkrum ljóðum hans. Það er vel til fundið hjá Geirlaugi að setja punktinn við þetta kyrrláta Ijóð sem lokar á aUar svipting- ar hugans eina andartaksstund: Þetta ljóð afhjúpar óhikað einsemdina og depurðina sem gerð er tilraun til að sökkva í ofangreindum ljóðum og það sama má segja um ljóðið „Svo kemur svefninn“ sem end- ar svo: „kominn í þrot/kæna þín horf- in/út í bláinn/bláan fjarskann/veit eng- inn enginn/hvort eða hvar/ber að strönd. í nokkram ljóðum eru kenndir ijóð- mælanda samofnar náttúrunni eins og í „Rökkri“ (29) og „Sumarsút" (41) og era það myndrænar og eftirminnilegar lýs- ingar. „Ég og skaflinn/undir brún- inni/önnum kafnir/að neita sólinni" segir í „Sumarsút" og má vel heimfæra þessi orð upp á ófá ljóð þessarar bókar en að aflokn- um lestri hennar sér lesandinn einmitt fyrir sér mann sem er með annan fótinn í myrkr- inu, Það snjóar á þak mitt og trén. Veggir og garðar hvítir, stígurinn auður og húsið kiknar hljóðlaust. Það snjóar. Geirlaugur Magnússon: Þrí- tengt Mál og menning 1996 Ingibjörg velur fyrst Um það leyti sem lesendur DV fletta þessu blaði á mánudagsmorgni hefst á ný á rás 1 þátturinn Ljóð dagsins. Það verður lesið tvisvar, kl. 8.45 að morgni og 18.45 að kvöldi. Eins og áður hefur komið fram á menningarsíðu verður sá háttur hafður á í ár að ljóðskáldin sem lásu í þættinum hjá Nirði P. Njarðvík í fyrra velja ljóð fyrir nýja lesara í ár. j Fyrsta skáldið sem velur ljóð er Ingibjörg Har- aldsdóttir. Ingibjörg sagðist ekki hafa átt í neinum vandræðum með ljóðavalið, hún hefði bara valið uppáhalds- ljóðin sín eftir uppáhaldsskáldin sín, „ljóð sem mér finnast skemmtileg og langar til að heyra." Eftir á sér hún að stefnan hefúr verið að velja nútimaljóð, en hvemig er kynjahlutfallið? „Ég fékk að velja 20 ljóð og þar af era sex eftir konur og eitt þýtt. Það er „Morgunverður“ eftir Jaques Prévert í þýðingu Sigurðar Pálssonar." Styrktartónleikar Miðvikudagskvöldiö 5. febrúar verða haldnir tónleikar til styrktar Minningar- sjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur í safhaöar- heimili Akureyrarkirkju. Efnisskráin verður fjölbreytt og bæði koma ffarn kenn- arar og nemendur Tónlistarskólans á Ak- ureyri, meðal annars verður flutt „Stúlkan á hamrinum" fyrir söngrödd, píanó og klarínett og þættir úr „Malarastúlkunni fögra“ eftir Schubert. Leikið verður á gít- ar, harmóniku, fiðlu, selló, slagverk, píanó, lágfiðlu og fiautu, og tónleikunum lýkur með atriði frá alþýðutónlistardeild skól- ans. Þorgerður þótti afar efnilegur píanóleik- ari en fórst af slysföram í London, ái’i eft- ir að hún lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri 1971, aðeins sautján ára. Minningarsjóðurinn var stofnaður ári seinna til að styrkja efnilega nemendur Tónlistarskólans á Akureyri til framhalds- náms. Tekjur hafa einkum veriö af tón- leikahaldi og gjöfum, en alls hafa rúmlega 40 nemendur hlotið styrki síðan farið var að veita úr sjóðnum. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Þýski endurreisnarmaöurinn Albrecht Dúrer er eins konar leiösögumaöur les- enda inn í Leskafla i listasögu. Þessa tima- mótamynd teiknaöi hann af móöur sinni snemma ó 16. öld. Ný myndlistaisaga Bókaútgáfan IÐNÚ hefur gefiö út Leskafla í listasögu eftir Þorstein Helgason kennara til að bæta úr brýnni þörf fyrir lestrarefiii á íslensku um þetta efni. „Lengi hafa menn beðið eftir kennslu- bók í listasögu á íslensku,“ segir höfúndur í formála. „Heftið, sem hér liggur fyrir, er ekki sú bók en vonandi er betra en ekki að hafa það í höndunum þegar fjallaö er um tímabilið frá því um 1400 til seinni hluta síð- ustu aldar.“ í frásagnarmiðju er mál- aralist á meginlandi Evrópu og mest er talað um nafnkunna listamenn en vísað er til ýmissa annarra þátta. „Öll þessi sjón- mennt er hluti af evrópskum menningar- arfi sem getur auðgað líf og örvað tilfinn- ingu og vitsmunalíf,“ segir enn í formála. Myndir era í bókinni en aðeins prentaðar í svart- hvítu og flestar valdar út frá því. Umsjón Siija Aðaisteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.