Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 Fólk í fréttum Höskuldur Jónsson Stjóm Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins hefur lagt fram tiliögur þar sem gert er ráö fyrir töluverð- um breytingum á rekstrarformi stofnunarinnar. Höskuldur Jónsson er forstjóri ÁTVR og hefur sinnt því starfi frá 1986. Starfsferill Höskuldur er fæddur 9.8. 1937 á Mýri í Súðavíkurhreppi, Norður- Ísafjarðarsýslu. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1957. Hann lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands 1963 og var síðan í framhaldsnámi í þjóðfélags- fræðum við Institute of Social Stu- dies í Haag í Hollandi 1963-1965. Höskuldur var starfsmaður ríkis- endurskoðunar 1958-1961 og aðstoð- armaður á Hagstofu íslands, efna- hagsráðuneytinu og viðskiptaráðu- neytinu 1961-1962. Hann var við- skiptafræðingur hjá Efnahagsstofnuninni 1963 og 1965 og síðan sett- ur fulltrúi í fjármála- ráðuneytinu og skipaður deildarstjóri í launadeild fjármálaráðuneytisins 1966. Höskuldur varð skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu 1973 og ráðuneytissfjóri þess 1974 uns hann tók við störfum forstjóra ÁTVR. Höskuldur hefur setið í mörgum stjórnum sjóða og fyrirtækja sem full- trúi ríkisins. Hann átti enn fremur sæti f ýmsum nefndum og var m.a. samninganefndar rikisins Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins. formaður í launa- málum í nokkur ár. Höskuldur hefur verið forseti Ferðafélags íslands; í Ferðamálaráði; í stjóm Minjaverndar og í stjórn Lífeyrissjóðs Sóknar. Kona Höskuldar er Guð- laug, framkvæmdastjóri, Sveinbjarnardóttir vél- stjóra, Erlingssonar og konu hans, Guðnýjar Guðjónsdóttur, og eiga þau þrjá syni. Þeir era: Þórður, f. 25.5. 1966, Sveinbjöm, f. 23.11. 1968, og Jón Grétar, f. 15.1. 1976. Höskuldur er yngstur átta systkina, sem misstu foreldra sína þegar hann var sex ára, en þau eru Hallfríður Kristín, f. 19.2. 1920, d. 19.5. 1944, húsmóðir, átti Hálfdán Ömólfsson á Hóli í Bolungarvík; Bjamey Guð- rún, f. 14.7.1921, húsmóðir, átti Þór- arin Ásmundsson á Vifilsstöðum í Hróarstungu; Pálina, f. 27.6. 1925, húsmóðir, átti Guðmund Sigurðs- son; Kristín Guðrún, f. 10.6. 1928, ljósmóðir, átti Odd G. Ömólfsson á Dalshúsum í Valþjófsdal; Halldóra Margrét, f. 25.6. 1930, d. 19.10. 1965, húsmóðir, átti Elías Þ. Ketilsson, sjómann í Bolungarvík; Hermann, lést ungur, og Kristinn Jón, f. 25.12. 1934, rekstrarstjóri. Foreldrar þeirra vora Jón Guðjón Kristján Jónsson, f. 29.6 1892, bóndi á Mýri í Álftafirði í Norður-ísafjarð- arsýslu, ættaður af Snæfjallaströnd, en hann lést 30. september 1943, og kona hans, Halldóra María Kristj- ánsdóttir af Amardalsætt, f. 19.3. 1892, en hún lést 19. mai 1944. Fréttir Hápunktur þingsins er , Hákon fékk gullmerki ÍSI - segir Jón A. Sigurbjörnsson Samþykkt var samhljóða á 7. árs- þingi Hestaíþróttasambands íslands (HÍS), sem var haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ, að halda áfram vinnu með sameiningu HÍS og Landssam- bands hestamannafélaga (LH) í huga. Jafnframt var samþykkt að þegar sameining hefði gengið í gegn yrði HÍS lagf niður. Stjóm HÍS mun skipa þriggja manna sameiningamefnd sem mun vinna með annarri þriggja manna nefnd frá LH. Þingið tók inn grein úr tillögum fyrri sameiningamefndar og jók umfang HÍS en í þeirri grein segir: „...auk þess er í verkáhring HÍS að sinna hagsmunamálum sem tengj- ast hestaíþróttum, svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, sam- göngumála og ferðamála, landnýt- ingar- og umhverfismála." Samþykkt var taka inn til reynslu flokkaskiptingu knapa í meistara- flokk, 1. flokk og 2. flokk. í 2. flokki mega ekki keppa atvinnuknapar heldur skulu þeir keppa í 1. flokki og færast upp í meistaraflokk nái þeir 6,5 í tölti og 6,0 í fjórgangi og fimmgangi. Að sögn Jóns A. Sigurbjömsson- ar, formanns HÍS, var hápunktur þingsins er Ellert B. Schram sæmdi Hákon Bjarnason gullmerki ÍSÍ fyrstan hestamanna. Léttismenn á Akureyri fengu unglingabikar HÍS, sem var afhent- ur í fyrsta skipti, fyrir æskulýðs- mótið Frissa fríska sem haldið var á Akureyri í fyrsta skipti i fyrra. Þá fékk Ragnar Ágústsson bikar frá hestafréttamönnum fyrir frá- bæran árangur á siðastliðnu sumri. -E.J. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sæmdi Hákon Bjarnason gullmerki ÍSÍ, fyrstan hestamanna, á ársþingi Hestaíþróttasambands íslands. DV-mynd E.J. Lokað , ídag Utsalan hefst á morgun, kl. 8.00 oppskórinn Veltusundi v/Ingólfstorg Flugleiöir selja Boeing þotu: Um 400 milljóna hagnaður af sölunni - segir Einar Sigurðsson hjá Flugleiðum Flugleiðir hafa selt eina Boeing 757-200 þotu sína til bandaríska fjár- málafyrirtæksins Heller Financial Inc. Gengið var frá kaupunum sl. fimmtudag en félagið mun leigja vélina síðan af kaupanda til fimm ára. Að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, hagn- ast félagið um 400 milljónir króna af sölunni og niðurstaða rekstrar- reiknings 1997 verður betri sem því nemur og eigið fé eykst tilsvarandi. Flugleiðir seldu sem kunnugt er aðra Boeing 757 vél með svipuðum hagnaði í desember sl. Endurnýjun flugflotans „Þessar sölur Boeing vélanna era liður í áætlunum Flugleiða um end- umýjun flugflotans. Flugvélar í nú- verandi millilandaflugflota Flug- leiða komu til félagsins á árunum 1989-1992. Fyrirtækið keypti þessar þessar vélar nýjar á góðu verði og fjármagnaði kaupin með hagstæð- um lánum með það í huga að selja þær síðan með hagnaði. Flugleiðir hafa nú selt og endurleigt fjórar þot- ur og salan hefur skapað félaginu samtals tæplega 1,5 milljarða króna í hagnað og eigið fé á liðlega tveim- ur árum,“ segir Einar Sigurösson, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Flugleiða, um stöðuna. Að sögn Einars undirbýr félagið nú kaup á nýjum þotum í flugflot- ann og er gert ráð fýrir aö um næstu áramót fái félagið afhenta nýja Boeing 757-200 þotu frá Boeing verksmiðjunum í Seattle. Flugleiðir eiga síðan kauprétt á annarri þotu rúmu ári síðar. Frekari áætlanir um viðbótarvélar era í undirbún- ingi, að sögn Einars. -RR Til hamingju með afmælið 3. febrúar 90 ára Sverrir Bjaxmason, Veslurgötu 81, Akranesi. 85 ára Elias Valgeirsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. 80 ára Kristin Bjarnadóttir, Álftamýri 54, Reykjavík. 75 ára Sigrlður M. Olsen, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Málfríður Eiríksdóttir, Dagverðargerði, Tunguhreppi. 70 ára Bergþóra Jensen, Furugrund 77, Kópavogi. Jónatan Klausen, Grandargötu 7, Akureyri. Gunnar A. Ingvarsson, Nýbýlavegi 58, Kópavogi. 60 ára Öm Erlingsson, Sæbraut 20, Seltjamarnesi. Arnfríður Gunnarsdóttir, Laufskógum 4, Hveragerði. Vilborg Guðrún Þórðardótt- ir, Ytra-Laugalandi, Eyjafjarðar- sveit. Hrafnhildur J. Grimsdóttir, Brekkugötu 19, Ólafsfirði. 50 ára Linda Helena Tryggvadóttir, Miötúni 16, Homafirði. Hrafnhildur Helgadóttir, Fjaröarási 22, Reykjavík. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi 2, Aðaldælahreppi. Sigríður Aradóttir, Bárugötu 2, Dalvík. Baldur Gunnlaugsson, Borgargarði 3, Djúpavogs- hreppi. Baldur Björn Borgþórsson, Hlíðarhjalla 14, Kópavogi. Guðríður Friðriksdóttir, Skólavörðustíg 2, Reykjavík. Anna Sigi íður Zoéga, Hjarðarhaga 28, Réýkjavík. Birgir Hjaltalín, Vallhólma 22, Kópavogi. Kolbrún Þórðardóttir, Vesturbergi 113, Reykjavik. 40 ára Eggert Garðarsson, Saltabergi, Vestmannaeyjum. Jovina M. Sveinbjömsdóttir, Fjarðargötu 51, Þingeyri. Svavar Bragi Jónsson, Laugarvatni, Barði, Laugar- dalshreppi. Ríkharður Gústafsson, Hraunbæ 26, Reykjavík. Rannveig Benediktsdóttir, Núpasíðu lOa, Akureyri. Pétur Ástvaldsson, Otrateigi 14, Reykjavík. Áslaug Þorvaldsdóttir, Berugötu 7, Borgarbyggð. Guðný Jóna Ólafsdóttir, Jörundarholti 31, Akranesi. Helga Guðmundsdóttir, Sævargörðum 18, Seltjamamesi. Héraðsdómur Reykjavíkur: Öryggisbúnaður skipasmíðastöðvar í ólagi Héraðsdómur Reykjavikur dæmdi á dögunum Sjóvá-Almennar til að greiða Sigurði H. Bjamasyni, sem slasaðist á fingri viö vinnu hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi, rúma milljón í bætur, með 2% vöxtum á ári frá 1. júlí 1993 til 11. mai 1995, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 272.400 kr. í málskostnað. Slysið varð í júlí 1993 á verk- stæði stáldeildar hjá Þorgeiri og Ellert hf. Sigurður var aö vinna við að slípa flatjám á bandslípivél þeg- ar jámiö varð á milli bandsins og landsins á vélinni og reistist upp á endann þannig að þumalfingur hægri handar klemmdist á milli flatjámsins og bandsins. Oll nöglin fór af og einnig töluvert af mjúk- pörtum svo sá í kjúkubeinið. Áverkinn var metinn til 5% örorku og komst dómurinn að því að ör- yggisbúnaður vélarinnar heföi ekki veriö fullnægjandi. Þorgeir og Ellert hf. hafði ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá-Almennum. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.