Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Side 5
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Fréttir 5 DV Ferðamannafjöldi í Noregi: Stórjókst eftir að hvalveiðar hófust á ný - segir Guðjón Guðmundsson alþingismaður „Það mæla öll rök með því að hefja veiðar, hvort sem um er að ræða efnahagsleg eða vísindaleg rök,“ segir Guðjón Guðmundsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokks á Vestur- landi, um hvalveiðar. Eins og DV skýrði frá í gær er starfshópur sem skipaður var til að skoða hvort hefja eigi hvaíveiðar á ný sammála um að leggja til einum rómi að veiðar verði hafnar sem fyrst. Guð- jón hefur lengi barist fyrir því að veiðarnar yrðu leyfðar að nýju og hann segir engan vafa leika á því að slíkt sé skynsamlegt. „í fyrsta lagi er það álit vísinda- manna að þessi takmarkalausa ijölgun hvalanna í hafinu leiði af sér mikið álag á fiskistofnana. Það er talið að hvalir éti yfir milljón tonn af fiski árlega. Þá er mikill möguleiki á miklum útflutnings- verðmætum og mörgum störfum í tengslum við veiðar og vinnslu. Þama voru á sínum tíma um 150 ársverk í kringum veiðar og vinnslu á hval,“ segir Guðjón. „Vísindamenn hafa sýnt fram á það með ákveðnum skotheldum rök- um að ákveðnir stofnar þoli mjög vel veiði. Það er því engin spuming um að hefia þessar veiðar,“ segir hann. Guðjón segist ekki óttast afleið- ingar þess fyrir ferðamannaþjónust- una að hefja veiðar á hval. „Það hefur komið fram hjá norsk- um aðilum að ferðamennska stórj- ókst eftir að Norðmenn ákváðu að byrja hvalveiðar að nýju. Ferða- mannafjöldi tvöfaldaðist m.a. frá Þýskalandi þar sem áróðurinn var hvað mestur. Allar greinar útflutn- ings þeirra döfnuðu árin eftir að þeir hófu veiðar að nýju,“ segir Guðjón. -rt Hættulegt hverasvæði: Engar girðingar komnar enn þá um svæðið Það er verið að hefja framkvæmd- ir hér og er stefnt að þvi að byrgja fyrir alla hættulegustu hverina hér Tvo inn- brot í Fiðlarann upplýst DV, Akuieyri: Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur upplýst tvö innbrot í veitingastaðinn Fiðlarann. Fyrra innbrotið var framið fyrir nokkrum vikum en það síð- ara nú í vikunni og var þá stolið um 10 flöskum af áfengi. Um sól- arhring eftir að tilkynnt var um það innbrot hafði lögreglan haft upp á 16 ára pilti sem játaði þann verknað á sig en tveir aðr- ir aðilar hafa játað að hafa verið að verki í fyrra skiptið. gk á svæðinu. Það hefur framkvæmda- aðili verið að skoða aðstæðurnar og ég á von á því að hann hefjist þegar handa. Þetta er allerfitt og mikið verk því hverirnir eru á stóru svæði og því þýðir ekki að girða það af í heilu lagi. Þá eru margir eigendur að þeim jörðum sem hverimir eru á,“ segir Þórður Jónsson, oddviti Reykhólahrepps, aðspurður um þær varúðarráðstafanir sem hreppurinn ætlar að gera vegna mikillar slysa- hættu við heitu hverina á Reykhól- um. Það hefur vakið nokkra athygli að enn hefur ekkert verið gert til að fyrirbyggja að fleiri slys verði á þessum stað. Sem kunnugt er varð mjög alvar- legt slys á Reykhólum um áramótin þegar lítill drengur féll ofan í sjóð- heitan hver og brenndist illa. Dreng- urinn er á batavegi en slysið vakti mikil viðbrögð margra íbúa á svæð- inu. „Þetta eru að sjálfsögðu nauðsyn- legar varúðarráðstafanir en það sem er mikilvægast er að foreldrar og aðrir fullorðnir brýni vel fyrir börn- um sínum þá hættu sem felst í því að fara óvarlega á hverasvæðinu," segir Þórður. -RR NSX-V210 fermingartilboð kr. 35.900 NSX-V700 fermingartilboð kr. 45.900 3 diska geislaspilari Super T-bassi Tengi fyrir auka bassahátalara Tvöfalt segulband Stafrænt útvarp m/32 stöðva minni 20+20W RMS magnari Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Fjarstýring Hljómmikil og falleg tæki 3 diska geislaspilan Super T-bassi Tengi fyrir auka bassahátalara Tvöfalt segulband Stafrænt útvarp m/32 stööva minni Fullkomið Karaokekerfi Tvo hljóönematengi 40+40W RMS surround magnari Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic Segulvarðir hátalarar Fjarstýring ÝJUto Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða fyrir öll flugfargjöld og pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða FLUGLEIÐIR Traustur islenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.