Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
Spurningin
Finnst þér skemmtilegt að
vinna í loðnufrystingu?
- spurt á Eskifirði
Hjálmar Gísli Rafnsson: Það er
allt í lagi, þokkalegt.
Kristján Már Ólafsson: Þaö er best
á fimmtudögum. Þá fáum við út-
borgað.
Guðrún Jónína Guðjónsdóttir:
Já, já, það er fínt.
Hafsteinn Þorsteinsson: Já, mjög.
Virkilega gaman.
Óli Geir Sverrisson: Já, já, það er
alltaf nóg að gera.
Hulda Björk Rósmundsdóttir: Já,
það er mjög gott.
Lesendur________________________
Athugasemd við frétt um launagreiðslur:
Laun mín snöggt
um lægri en ráðu-
neytisstjóra
„Mér var ungum kennt að segja aldrei annaö en sannleikann..." segir Svein-
björn Dagfinnsson m.a. f bréfi sínu.
Sveinbjöm Dagfinnsson skrifar:
Hr. ritstjóri,
Jónas Kristjánsson
Dagblaðinu Vísi
í blaði þínu 28. janúar var á for-
síðu gulletruð frásögn, auk myndar
af imdirrituðum, um launagreiðslur
til mín. Skv. fyrirsögn blaðsins er ég
sagður fá greiddar 5,5 milljónb:
króna á ári úr Jarðasjóði. Á innsíðu
kemur fram skv. viðtali við mig, sem
Stefán Ásgrímsson átti, að 5,5 millj.
fjárveitingaliður á fjárlögum sé not-
aður til margvíslegra annarra
greiðslna en til mín. Mér var ungum
kennt að segja aldrei annað en sann-
leikann og fyrir þá sem vilja trúa frá-
sögn minni er forsíðufrétt blaðs þins
röng - ósannindi.
Ekki er aö efa að fréttin er birt til
að ófrægja mig. Samt er svo að mis-
munandi viðbragða má vænta við
henni, m.a. þeim að ekki þyki mikið
til koma að greidd séu 5,5 millj. kr.
árslaun, þó svo væri fyrir ríkisstarfs-
menn, einnig má þess vænta að ein-
hverjir hneykslist á slíkum greiðsl-
um, en til þess eru refimir væntan-
lega skomir. Þá er einnig sá hópur,
sem veit betur en það sem frá er
greint í fregn blaðs þíns, en hann er
því miöur minnstur.
í von um að þú hafir þann metnað
persónulega og fyrir hönd blaðs þíns
að fara aðeins með það sem sannast
er og réttast skrifa ég þér þessar lín-
ur með ósk um að þú birtir frásögn
mína á sambærilegan hátt við frétt-
ina 28. janúar.
Þá skal þar fyrst frá greint að ég
hef engar greiðslur þegið úr Jarða-
sjóði sem starfar skv. sérstökum lög-
um. Laun mín era greidd úr ríkis-
sjóði af fjárveitingum til Jarðadeild-
ar rikisins og ná hvergi nærri þeim
upphæðum, sem segir í frétt blaðs
þíns. Laun mín em snöggt um lægri
en ráðuneytisstjóra, þó ég hafi átt
kost á að halda launum sambærileg-
um við ráðuneytisstjóra.
Ég bað um að vera leystur frá
stjómandastarfi eftir 22 ár af heilsu-
farsástæðum (höfuðveiki), ekki
heilsubrestsástæðum, eins og segir í
blaði þínu. Ég hef eftir þau starfs-
skipti sinnt fullu starfi við hin að-
skiljanlegustu verkefni, þar sem
starfsreynsla mín hefur oft komið að
gagni, en streita síður komist að.
Risamynd sú af mér, sem fylgdi
fféttinni í blaði þínu, vakti athygli
konu minnar. Hún vissi ekki að svo
góð mynd væri til af mér eftir að árin
hafa sett sitt mark á karl. Hún
klippti myndina út til geymslu, en
mér leiðist áletrnn hinnar gulu
röngu fréttar. Það er ósk min að þú
gefir mér myndina. Ég væri jafn-
framt þakklátur fyrir mynd af þeim
starfsmanni þínum, Stefáni Ásgríms-
syni, sem vann frétt blaösins og setti
upp hina ósönnu risaffétt. Ég hef hug
á að sjá mynd af honum, rétt eins og
þið emð með myndir af mér. Ég vona
að þú sjáir ástæðu til að birta afsök-
unarbeiðni í blaði þínu.
Dómarar og siðferðið
Halldór Ólafsson skrifar:
Nýjustu fréttir frá Noregi um að
þarlendur dómari hefði verið látinn
víkja fyrir það að vera félagi í Frí-
múrarareglunni rótuðu eilítið upp í
þessum málum hér á landi. Ekki
höfðum við þó frumkvæðið. Það eitt
og sér segir nokkuð um afskipta-
leysi okkar og hægfara siðferðis-
þroska. Já, vel að merkja, siðferðis-
þroskinn, hvar er hann?
Hví hefur engum dottið í hug að
dómarar sem era félagar í t.d. Frí-
múrarareglu séu vanhæfir til að
sitja í dómarasæti? Það er lítil stoð
í því fyrir okkur að segja að til
þessa hafi enginn hér gert athuga-
semd við þátttöku dómara í hinu al-
menna félagslífi. Hér áður var sið-
ferðið í stjómsýslunni heldur ekki
upp á marga fiska, og enn eimir af
því siðferði. Því miður.
Nú er öldin einfaldlega önnur.
Við höfum smitast lítillega af sið-
ferðisþroska nágrannaþjóðanna
sem láta það t.d. ekki afskiptalaust í
dag að dómarar fjalli um mál félaga
sinna í hinum og þessum samtökum
og félögum. Þannig mun þaö ekki
tíðkast í framtíðinni hér á landi að
dómarar eða aðrir í embættisstöð-
um geti hagað sér líkt og áöur tíðk-
aðist. En þá var einfaldlega valtað
yfir almenning sem var fáfróður um
réttindi sín og hafði sig lítt eða ekki
í frammi og bar ekki við að rugga
bátnum. Þetta er smám saman að
færast í annað og eðlilegra horf á ís-
landi. Sem betur fer.
Einföldun á launahækkunum
- til útreiknings í kjaradeilum
Launþegi meö 85 þús. 70x10 + 85 = 93,2 þús. greidd laun
85
Launþegi meö 100 þús. 700 + 100 = 107 þús. greidd laun
100
Launþegi meö 150 þús. 700 + 150 = 154 þús. greidd laun
150
Launþegi með 200 þús. 700 + 200 = 203,5 þús. greidd laun
200
Launþegi með 300 þús. 700 + 300 = 302,3 þús. greidd laun
300
Launþegi meö 500 þús. 700 + 500 = 501,4 þús. greidd laun
500 €33
Tölurnar 70 þúsund og 10 þúsund geta svo breyst eftir geöþótta hvers og
eins, segir Þorsteinn f bréfi sínu.
Þorsteinn skrifar:
Þar sem enn er deilt um kaup og
kjör og ekki séð fyrir endann á
vandanum langar mig til að koma
hugmyndum mínum á framfæri ef
einhver vildi gefa þeim gaum.
Væri ekki hægt að nota eftirfar-
andi einfaldan útreikning á kaupi:
- Þannig fengju háttlaunaðir mjög
litla hækkun, en það skeður ekki
ef prósentuútreilmingi er beitt
yfir alla „línuna“.
Ef við hugsum okkur að 70 þús-
und kr. á mánuði sé algjört lág-
mark og jafnframt skattleysismörk,
þá er auövelt að reikna út hækkun
þeirra með laun hærri en 70 þús. á
mánuði. . i v: > j i; t -
Best skýrist þetta með nokkrum
dæmum, sem ég læt fylgja hér með,
og ef 16,7% hækkun kæmi á 60 þús.
kr. yrði það um 70 þús. þ.e.a.s. 10
þús. kr. kaka sem skipta skal.
Bjarni Ara og
tónlist hans
Dagný Jónsdóttir hringdi:
Ég vil senda þakklæti til Bjama
Arasonar fyrir tónlist hans í sjón-
varpsþætti sl. laugardag. Þama var
ekki garg eða öskur heldur þessir
frábæra og þægilegu tónar sem
Bjami Ara er svo þekktur fyrir.
Þetta var einstaklega notalegt
kvöld með Bjama og tónlist hans
og félaga.
Skattur á sparn-
að eldra fólks
Hólmfríöur skrifar:
Undrandi varð ég er ég heyrði að
sá skattur sem lagður hefur verið á
spamað eldri borgara sé til kom-
inn vegna kröfu verkalýðsforyst-
unnar. - Við eldri borgarar höfum
með þrældómi og afheitun byggt
upp velferðarkerfí þjóðfélagsins.
Við gerðum engar kröfur til ann-
arra en sjálfra okkar. Engin náms-
lán eða húsnæðislán, engar bama-
bætur, fæðingarorlof, leikskólar
eða tekjutryggingar, og fjölskyldu-
feður fóra í aðra landsfjórðunga á
vertíð. Við lærðum snemma að ef
engir peningar vora til, þá voru
þeir ekki tiL Engir almennilegir
vegir, brýr né hafriir, engar flugvél-
ar og fáir skólar. Þetta höfúm við
byggt upp. Nú á það að vera krafa
okkar að enginn yfir 70 ára borgi
neina skatta. Við höfum greitt okk-
ar hlut og meira til. Okkur vantar
áhugamenn í forystu eldri borgara
eins og Sverri Hermannsson og
Halldór Þorsteinsson. Vonandi fer
velferðarkerfið ekki dvínandi í
höndum unga og menntaða fólks-
ins í dag.
Hátíðisdagar og
launamál
Jóhannes hringdi:
Einhver umræða hefúr verið
um að færa sumardaginn fyrsta og
tengja hann við helgina, þ.e. á
undan laugardegi eða eftir sunnu-
degi. Jaflivitlaust hvort tveggja.
Má þá ekki rétt eins halda páska
og jól annað hvert ár? Ég er hins
vegar sammála því að laun hér
era allt of lág. Ég er atvinnurek-
andi og borga mönnum laun og
þekki því vel til málanna. En
hvemig er hægt að koma nokkru
heim og saman í þessu snarrugl-
aða kerfi sem hér hefúr verið búiö
til án nokkurrar fyrirhyggju, og
það af mönnum sem lítið þekkja
til atvinnulífs af eigin raun?
íslensku tón-
listarverðlaunin
Ásta Valdimarsdóttir skrifar:
Nú styttist í afhendingu íslensku
tónlistarverðlaunanna og þá lítur
maður yfir sl. ár og sér að margt
stendur upp úr. Ég er sammála
tilnefriingunum, en eitt finnst mér
vanta: í þátt Gísla Rúnars rétt fyr-
ir áramót kom ungur maður með
gítarinn sinn, Ingólfúr að nafni og
lék af fingrum fram. Ég hef e.t.v.
ekki mikið vit á tónlist, en ég fekk
gæsahúð, svo glæsileg var
frammistaða hans, og meira að
segja sonur minn, 10 ára, varð yfir
sig hrifinn. Mér finnst sorglegt ef
þessi ungi maður, með þessa hæfi-
leika, kemst ekki einu sinni á
blað.
Sífellt undir
manna höndum
Þórður P. hringdi:
Ömurlegt er til þess að vita hve
margir íslendingar komast undir
manna hendur, úti um allan heim.
Hvaðanæva berast fréttir um að
íslenskur maður eða kona hafi
verið handtekin fyrir eitt og ann-
að. Og svo á ríkiö að aðstoða við
að koma þessu fólki hingað heim!
Ég segi: Þetta kann að vera ekki
verra fólk almennt en hér býr, en
leyfum því bara að sitja af sér
.dómana.erlendis. ..i