Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Side 29
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 37 Jóhanna Jónas og Hinrik Óiafsson í hlutverkum sínum. Fagra veröld í kvöld sýnir Leikfélag Reykja- víkur á Stóra sviði Borgarleik- hússins Fögru veröld sem er eftir Karl Ágúst Úlfsson og byggir hann leikritið á ljóðum Tómasar Guðmundssonar úr Ijóðbaókinni Fagra veröld. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir og tónlist semur Gunnar Reynir Sveinsson. Sögusviðið er Reykjavík snemma á fjórða áratugnum. Við kynnumst hópi fólks af býsna ólíkum toga - einhvers konar þversniði samfélagsins. Miðdep- ill atburðarásar er kaffihús. Þangað rekast flestar persónur leiksins og eiga spjall saman, en hinir miklu atburðir gerast ann- ars staðar í bænum. Ekki er þó reynt að bregða upp nákvæmri samfélagsmynd þessa tíma en við kynnumst sögu nokkurra ein- staklinga býsna náið. Skáldinu sjálfu bregður fyrir á sviðinu sem áhorfandi og oft og einatt er hann umræðuefni. Leikhús Meðal leikara eru Þórhailur Gunnarsson, Jóhanna Jónas, María Ellingsen, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir, Ellert A. Ingi- mundarson, Hinrik Ólafsson, Ámi Pétur Guðjónsson og Kjart- an Guðjónsson. Skáld lesa úr verkum sínum Upplestur á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs verður i kaffi- stofu Gerðarsafhs í dag, kl. 17. Anton Helgi Jónsson, Bragi Ólafsson og Elísabet Kristín Jök- ulsdóttir lesa úr birtum og óbirt- um verkum sínum. Birtan og myrkrið... Á vegum námsbrautar i hjúkr- unarfræði heldur dr. Marga Thome dósent fyrirlestur sem hann nefnir Birtan og myrkrið - um líðan mæðra með óvær ung- börn til 6 mánaða aldurs, í stofu 101 í Odda, kl. 17 í dag. Guðmundur Rúnar á Ránni í kvöld heldur trúbadúrinn Guðmundur Rúnar tónleika á Ránni í Keflavík. Tónleikarnir verða teknir upp og gefnir út síð- ar á árinu. Trjá- og runna- klippingar Vegna mikillar aðsóknar mun Kristinn H. Þorsteinsson garð- yrkjufræðingur endurtaka fyrir- lestur sinn um trjá- og runna- klippingar i kvöld, kl. 19.30, í húsnæði Landgræðslusjóðs, Suð- urhlíð 38. Samkomur Dúett á Fógetanum í kvöld og næstu kvöld munu þeir Ingvar Valgeirsson og Sig- urður Már skemmta á Fógetan- um. Kammertónleikar Kammertónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík verða haldn- ir í kvöld, kl. 20.30, í Grensás- kirkju. Leikin verða verk eftir Schubert, Haydn og Beethoven. Tvímenningur Bridge, tvímenningur, verður -spilaður í Risinu i dag, kl-13. Skíðagönguleið við Nesjavelli Nú vantar ekki snjóinn á suðvesturhorninu til skíða- iðkana, honum hefur kyngt niður að undanfomu og því lítið mál fyrir göngugarpa að fmna sér skíðagönguleið. Fyrir þá sem vilja fara út úr bænum og út í náttúruna er upplagt að fara að Nesja- vallavirkjun og taka góðan göngutúr þar en á kortinu má sjá skemmtilegar leiðir sem ættu að vekja áhuga. Umhverfi Fyrir þá sem vilja vera innanbæjar eða á bæjar- mörkunum má benda á Fossvogsdalinn sem er slétt- ur og góður til skíðagöngu og Laugardalinn fyrir þá sem búa þar í nágrenninu. Fyrir þá sem vilja erfiða meira er Heiðmörk gott göngusvæði sem býður upp á marga möguleika. SKYRINGAR Vegir m m m ■ Gönguskíöa- leiöir Til Þingvalla EES ÞINGVALLAVATN Þorsteinsvík >** * Grámelur Nesjahraun • Botna- • Ha&vik Lambhagi Ölfusvatns- vík Dyradalur P' ♦* dalur ■ ■ /a\ # Nesbúð g*a Mælifell ♦ ♦ * - 7- % 0 ♦ í Olfus- * vatu*' .r •mmmmm^ Vittinga- ■ £ vatn ♦ ♦ « * ■ • Skeggi Hengill ♦ ■ 0 Súlufell Krossfjöll ^Hrómundar^ 0 .Ulfljóts-’ vatn. !«■ i ■ ■ ■ mf 0 ♦ tindar^* ▲ 2000 metrar w 0 .♦*Laki.« * •* *•*.♦* Dagmála- fell Klóarfjall Bpí Tll Hveragerðl Sir Oliver: Bjartmar kominn heim Það verður gamalkunnugt andlit sem treður upp á Sir Oliver í kvöld, en enginn annar en trúbadorinn góðkunni, Bjartmar Guðlaugsson, er kominn heim á klakann, en hann hefur und- anfarin ár hreiðrað um sig í Danaveldi. Nú er Bjartmar sem sagt kominn í heimsókn og er meðal annars í plötuhugleiðingum. í kvöld mætir hann á sviðið hjá Ladda á Sir Oliver með gítarinn að vopni og syngur örugglega gömlu vinsælu lögin auk þess sem hann kem- ur til með að syngja nýtt efhi. Skemmtanir Prince-kvöld á Astró Head, samtök áhugamanna um Prince á ís- landi, efha til kynningar á tónlistarmanninum, sem eitt sin hét Prince, á veitingastaðnum Astró í kvöld og hefst samkoman kl. 21.00. Með- al annars verður sýnt á risaskjá glænýtt sjón- varpsviðtal sem Prince veitti Ophru Winfrey og þar sýnir hann á sér áður óþekkta hlið. Þetta er fyrsta sjónvarpsviðtal Prince 1 rúman áratug og aðeins hans annað á ferlinum. Einnig verður kikt á ýmislegt efni frá ferli Prince sem spannar tvo áratugi, þar á meðal efni sem ekki hefur komið fyrir sjónir almenn- ings. Bjartmar Guðlaugsson skemmtir gestur á Sir Oliver í kvöld. Vegir víðast færir Vegir í nágrenni Reykjavíkur eru færir. Fært er um Suðumes og fyr- ir Hvalfjörð, einnig er fært um upp- sveitir Ámessýslu. Fært er til Akur- eyrar en víðast hvar er snjór og hálka á vegum. Fróðárheiði er ófær og Kerlingarskarð einnig en fært er Færð á vegum um Heydal. Brattabrekka er ófær. Fært er um Gilsfjörð til Reykhóla, ófært um Kleifarheiði. Fært er með suðurströndinni austur um að Höfn i Homafirði. Þar fýrir austan er þungfært, snjókoma og vonskuveð- ur. Systir Andreu Ýrar Litla stúlkan, sem er í fanginu á stóru systur sinni, fæddist á Akers- sjúkrahúsinu í Ósló 21. desember. Hún var 3.480 Barn dagsins grömm að þyngd við fæð- ingu og 51 sentímetrar á lengd. Hún hefur fengið nafniö Anita Rún. For- eldrar hennar eru Bára Tómasdóttir og Óskar Krisfjánsson. Fjölskyldan er búsett í Romrös í Nor- egi. Laurel Ayres (Whoopi Goldberg) kemur sér í vandræöi þegar hún tekur upp á því aö búa til persónu. Meðeigandinn Háskólabíó hefur haflð sýn- ingar á Meðeigandanum (The Associate), sem er nýjasta kvik- mynd Whoopi Goldberg. Leikur hún hina bráðgreindu Laurel Ayres sem er fjármálaráðgjafi hjá fyrirtæki í Wall Street. Hún hefur lengi gert sér vonir um stöðuhækkun og þegar ein staða losnar telur hún sig eiga rétt á henni en keppinautur hennar, sem er karlmaður, fær stöðuna. Við þessi tímamót gerir Laurel sér grein fyrir því að hún muni aldrei fá stöðuhækkun innan fyrirtækisins þar sem hún er kona. Hún verður þvi að beita brögðum til að komast áfram í hinum harða heimi fjármálanna og það gerir hún svo sannarlega á mjög eftirminnilegan hátt. Kvikmyndir Auk Whoopi Goldberg leika margir þekktir leikarar í mynd- inni. Má nefha Dianne Wiest, Eli Wallach, Tim Daly, Bebe Neuwirth, Austin Pendleton og Lainie Kazan. Nýjar myndir: Háskólabíó: Áttundi dagurinn Laugarásbíó: Koss dauðans Kringlubíó: Ævintýraflakkarinn Saga-bíó: Sonur forsetans Bíóhöllin: Ærsladraugar Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Sú eina rétta Stjörnubíó: Tvö andlit spegils Krossgátan Lárétt: 1 hindra, 6 hætta, 8 lát- bragð, 9 skoðun, 10 úrgangur, 11 spíra, 12 áreitir, 13 kliður, 15 þvær, 16 eyktamark, 17 heiðursmerki, 18 kraftlitlir. Lóðrétt: 1 hreinn, 2 fyrrum, 3 skránar, 4 tungan, 5 sting, 6 loforð, 7 fæða, 11 púkar, 12 jafnt, 14 eyðir, 15 dufl, 17 gat. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 borgun, 8 ófær, 9 nót, 10 kátínan, 12 öln, 13 pati, 15 smits, 17 er, 18 lura, 20 tif, 22 ar, 23 álag. Lóðrétt: 1 bók, 2 of, 3 rætni, 4 gríp, 5 unnast, 6 nóa, 7 ýtnir, 11 álmur, 12 ösla, 14 teig, 16 tal, 19 rá, 21 fá. Gengið Almennt gengi Ll nr. 51 13.02.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,400 70,760 67,130 Pund 114,810 115,400 113,420 Kan. dollar 51,930 52,250 49,080 Dönsk kr. 10,9820 11,0400 11,2880 Norsk kr 10,6290 10,6880 10,4110 Sænsk kr. 9,5020 9,5550 9,7740 Fi. mark 14,1890 14,2720 14,4550 Fra. franki 12,3930 12,4630 12,8020 Belg. franki 2,0275 2,0397 2,0958 Sviss. franki 48,6600 48,9300 49,6600 Holl. gyllini 37,2800 37,5000 38,4800 Þýskt mark 41,8500 42,0700 43,1800 ít lira 0,04259 0,04285 0,04396 Aust. sch. 5,9450 5,9820 6,1380 Port. escudo 0,4161 0,4187 0,4292 Spá. peseti 0,4944 0,4974 0,5126 Jap. yen 0,56730 0,57070 0,57890 írskt pund 111,590 112,290 112,310 SDR 96,47000 97,05000 96,41000 ECU 81,4400 81,9300 83,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.