Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Qupperneq 12
12 Qrikmyndir LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 Ný heimildarmynd eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson sýnd í Sjónvarpinu um páskana: Bóndinn merkilegri en kóngurinn - segir Sigurbjörn sem reynir að skyggnast inn í þjóðarsálina Sigurbjörn Aðalsteinsson við vinnslu á nýjustu heimildarmynd sinni, Fólkið sem iifir, sem frumsýnd verður í Sjónvarpinu um páskana. Dv-mynd þök „Eg framleiði þessa mynd í sam- starfi við Sjónvarpið. Efniviðinn sæki ég í gamlar myndir af Kvik- myndasafni íslands, einkum frá ár- unum 1919-1939, og reyni að skyggn- ast inn í þjóðarsálina á þeim tíma. Fer síðan að spyrja spuminga um okkur sjálf út frá þessu efni, hvernig við erum sem þjóð. Velti þvi t.d. mik- ið fyrir mér hvaða myndefni er tekið og hvar áherslumar liggja. Spurning- ar koma upp um hvað sé merkilegt í dag. Hvernig forgangsröðin hefur breyst á áttatíu árum,“ segir Sigur- björn Aðalsteinsson kvikmyndagerð- armaður en um páskana verður sýnd ný heimildarmynd eftir hann í Sjón- varpinu sem nefnist Fólkið sem liflr. Myndin verður sýnd í tveimur hlut- um, fyrst á pálmasunnudag og síðan á skírdag. Sigurbjörn nefnir sem dæmi, um hvað hann skoðaði, myndir frá þrem- ur konungsheimsóknum á árunum 1919-1930. Myndir hefðu verið af konungnum, Kristjáni tíunda, og þeim sem tóku á móti honum en eng- ar nærmyndir af almenningi, fólkinu sem kom til að horfa á þá konung- bomu. Fyrir honum sé t.d. hverdags- leg mynd af bónda að slá með orfi og ljá mun merkilegri mynd. Eins og að finna kamb frá þjooveldisöld „Þetta er eins og að finna kamb frá þjóðveldisöld, sem þá var verðlaus, en þegar hann er grafinn upp þá er ekki hægt að meta hann. Þannig finnst mér hlutirnir snúast við. Bóndi að slá er orðinn merkilegri en kóngurinn," segir Sigurbjöm. Myndin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hlaut Sigurbjöm styrk vegna hennar frá Menningarsjóði útvarpsstöðva. Sjónvarpið er með- framleiðandi eins og áður segir. Frumsamin tónlist í myndinni er eftir Eyþór Amalds. Hvor þáttur tekur hálftíma í sýningu þannig að myndin er í heild klukkutíma löng. Fjórða heimildarmyndin Þetta er fjórða heimildarmynd Sigurbjörns. Hann hefur einnig gert nokkrar stuttmyndir, einar sjö, og sumar þeirra hlotið verðlaun. Má þar nefna Hundur, hundur frá árinu 1990, sem verðlaunuð var besta stuttmyndin á hátíð í Hamborg og valin í hóp bestu stuttmynda Norð- urlanda síðastliðinn áratug, Ókunn dufl, sem gerð var árið 1991 og verð- launuð á gamanmyndahátíð í Vevey í Sviss og tilnefnd til Menningar- verðlauna DV 1992, sjónvarpsmynd- ina Camera Obscura, sem gerð var 1993 eftir að handrit að henni hafði unnið í samkeppni á vegum Sjón- varpsins, og barnamyndina um Ása sem verðlaunuð var á sjónvarps- myndahátíð í Chicago fyrir tveimur árum. Alls hafa myndir Sigurbjörns verið sýndar í sjónvarpsstöðvum í 15 löndum í þremur heimsálfum. Komst næstum því til Hollywood! Fólkið sem lif- ir er ekki eina verkefni Sigur- bjöms að undan- förnu. Meðal þess sem hann gerði var að senda handrit í keppni í Holly- wood sem nefnist Chesterfield Writer Project. Aðstandendur hennar, Frank Marshall og Kathleen Kenn- edy, hafa m.a. framleitt margar af myndum Stevens Spiel- bergs og áttu með honum Amblin Entertainment áður en hann stofn- aði Dreamworks. Spielberg er hins vegar upphafsmaður keppninnar sem er árleg. Þúsundir handrita eru sendar inn en sjö til tíu eru valin til úrslita. Fá höfundar þeirra að dvelja í eitt ár í Hollywood til að vinna að handritununum undir handleiðslu Franks og Katleenar. „Ég tók þátt í þessu núna og komst í undanúrslit með handrit sem nefnist The Treasure of Hinter- land. í bréfinu sem ég fékk stóð að ég hefði sæmt mér vel sem einn af sigurvegurunum en bara því miður ekki komist áfram í úrslit. Engu aö síður er þetta mikilvægt fyrir mig upp á framhaldið. Keppnin er virt og þetta auðveldar mér t.d. að leita að umboðsmanni. Þeir taka mark á svona löguðu," segir Sigurbjörn en vill ekki fullyrða að sinn draumur sé að „meika það“ í Hollywood. Það haldi ekki fyrir sér vöku. -bjb erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The Upstart. 2. Graham Swift: Last Orders. 3. Helen Forrester: Mourning Doves. 4. Josephine Cox: A Time for Us. 5. Nick Hornby: High Fidelity. 6. Mlchael Klmball: Undone. 7. Marian Keyes: Lucy Sulllvan is Gettlng Married. 8. James Patterson: Hide and Seek. 9. Jostein Gaarder: Sophie's World. 10. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 3. Sebastlan Faulks: The Fatal Engllshman. 4. Griff Rhys Jones ritstjóri: The Natlon’s Favourlte Poems. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Paul Wilson: A Little Book of Calm. 7. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesls. 8. Fergal Keane: Letter to Danlel. 9. Bill Bryson: The Lost Continent. 10. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) Innbundnar skáldsögur: 1. Catherlne Cookson: Bondage of Love. 2. Mary Wesley: Part of the Furnlture. 3. Mlnette Walters: The Echo. 4. Ken Follett: The Thlrd Twln. 5. Michael Crlchton: Airframe. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Anne Frank: Dlary of a Young Glrl. 2. Dava Sobel: Longltude. 3. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 4. Benedict Allen: The Skeleton Coast. 5. Nicholas Faith: Classic Tralns. (öyggt á The Sunday Times) Sjötugur útlagi Gabriel Garcia Marquez: sjötugur og í útlegö. Það vakti eink- um athygli á sjö- tugsafmæli Gabriel Garcia Marques í síðustu viku að nóbels- skáldið frá Kól- umbíu hafði enn eina ferðina flúið frá heimalandi sínu. Hann kvaðst ekki ætla að flytja heim aftur fyrr en núverandi forseti landsins, Ernesto Samper, léti af völdum. Kjörtíma- bili hans lýkur í ágúst 1998. Marquez greip til þessa örþrifa- ráðs á sama tíma og víðtækur undirbúningur á sér stað í Kólumbíu, og reyndar víða annars staðar í Rómönsku Amer- íku, vegna fyrirhugaðra hátiða- halda á komandi sumri. Tilefnið er að sjálfsögðu að þá verða þrjátíu ár liðin síðan frægasta skáldsaga þess- arar heimsálfu leit dagsins ljós. „Hundrað ára einsemd" kom sem sé út í júní árið 1967 og sló strax í gegn. Á þeim þremur áratugum sem síðan eru liðnir hafa selst riflega 30 milljónir eintaka af sögunni, eða að meðaltali um ein milljón bóka á hverju ári, og það á 37 tungumálum. Blóði drifin saga Marquez fæddist 6. mars árið 1927 í smábænum Aracataca í Magda- lena-sýslu í norðurhluta Kólumbíu, skammt frá ströndum Karíbahafs- ins. Sem ungur maður kynntist hann frá fyrstu hendi þeim ógnum sem löngum hafa einkennt stjórnar- farið í landinu, en það hefur verið óvenju blóði drifið, jafnvel á suður- amerískan mælikvarða. Um tíu ára skeið, frá 1948 til 1957, ríkti sann- kölluð ógnaröld og borgarastyrjöld í landinu, ekki síst í valdatíð böðuls- ins Rojas Pinilla sem skreytti sig með forsetanafnbót á árunum 1953-1957. Talið er að a.m.k. þrjú hundruð þúsund manns hafi látið lífið í þeim hildarleik. Eins og margir aörir suður-am- erískir rithöfundar varð Marquez á unga aldri fyrir miklum áhrifum frá kunnasta höfundi suðurrikjanna bandarísku, William Faulkner, en hann fékk nóbelsverðlaunin árið 1950. En Marquez einbeitti sér að því að segja sögu sinnar eigin Umsjón Elías Snæland Jónsson heimsálfu, lands og héraðs. Sögu- svið verka hans fyrstu áratugina var því hinn ímyndaði bær Macondo, sem birtist fyrst í „La hojarasca“ (Laufstormur) árið 1955, náði verulegum þroska í „Liðsfor- ingjanum berst aldrei bréf' árið 1961 og full- komnaðist í „Hundrað ára einsemd" 1967. Reyndar hefur komið fram að Marquez hóf ritun hlið- stæðrar sögu (La Casa) þeg- ar árið 1945, en lagði hana til hliðar. Úttast mann- rán? Síðari ár hefur Marquez lengst af átt heima í borg- inni Cartagena sem er á strönd Karíbahafsins, en hann á einnig heimili í Bogota, höfuðborg lands- ins, og reyndar verulegar eignir, þar á meðal hluta í áhrifamiklum fjölmiðlum. Áður hafði hann löngum búið utan heimalands síns, ekki síst á Kúbu og í Mexíkó - en þangað flutti hann einmitt enn á ný rétt fyrir sjö- tugsafmælið. Hann sagði í yfirlýs- ingu um brottflutninginn að ástand- ið í Kólumbíu væri óþægilegt fyrir rithöfund og mikil óvissa í loftinu. Getum er aö því leitt að Marquez hafi óttast að sér yrði rænt, en Kól- umbía mun eiga heimsmet í mann- ránum og morðum. Það hefur vafalaust aukið skiln- ing nóbelsskáldsins á þeirri hættu sem steðjar að öllum sem eru þekkt- ir eða auðugir í Kólumbíu, hvað þá hvoru tveggja, að hann hefur síð- ustu misseri kynnt sér sérstaklega hvernig eiturlyfjabarónarnir þar í landi notuðu mannrán sem tæki í baráttu sinni viö stjómvöld - en um það fjallar nýjasta bók skáldsins. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grlsham: Runaway Jury. 2. Wally Lamb: She’s Come Undone. 3. David Baldacci: Absolute Power. 4. LaVyrie Spencer: The Camden Summer. 5. Michael Ondaatje: The English Patient. 6. Tom Clancy & Steve Pieczenik: Acts of War. 7. Sandra Brown: Love’s Encore. 8. Llllan Jackson Braun: The Cat Who Sald Cheese. 9. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 10. Marlo Puzo: The Last Don. 11. Danlelle Steel: Rve Days in Paris. 12. John Saul: The Blackstone Chronicles: Parts 1 & 2. 13. Judith Krantz: Spring Collection. 14. Linda Howard: Son of the Morning. 15. Tami Hoag: Gullty as Sln. Rit almenns eðlis: 1 1. Jonathan Harr: A Civil Actlon. 2. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 3. Jon Krakauer: Into the Wild. 4. Thomas Cahill: How the Irish Saved Clvllization. 5. Kay Redfield Jamison: An Unquiet Mind. 6. Andrew Weil: Spontaneous Healing. 7. Dava Sobel: Longitude. 8. Mary Karr: The Liar’s Club. 9. James McBride: The Color of Water. 10. C. A. Darden & J. Walter: In Contempt. 11. M. Scott Peclc The Road Less Traveled. 12. Isabel Fonseca: Bury Me Standlng. 13. Danalel Jonah Goldhagen: Hltler’s Willing Executloners. 14. Richard W. Lewis: Absolut Book. 15. Barbara Kingsolver: Hlgh Tide In Tucson. (Byggt á New York Times Book Review)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.