Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 —:— Briissel er miðstöð alþjóðamála í Evrópu: Brussel hefur að mörgu leyti sér- stöðu innan Belgíu og er nánast eins og sjálfstætt borgríki inni í miðju landi. Brussel er ótrúlega al- þjóðleg borg, enda eru þar heim- kynni 32.000 fyrirtækja, þar af fjöl- margra erlendra. Framleiðslan á þenra vegum til útflutnings er 20% af heildarútflutningi landsins og 15% af allri landsframleiðslunni. Samt þekur borgin ekki nema 0,5% lands í Belgíu. Brússel er pólitísk þungamiðja Evrópu. Þar eru fjöldinn allur af evrópskum stofmmum, einnig höf- uðstöðvar Nato, 1400 alþjóðlegar stofnanir, 65 erlendir bankar og 180 sendiráð. Brússel hefur tekið foryst- una af Washington sem heimiii flestra erlendra blaða- og frétta- manna en í Brússel búa og starfa að staðaldri 800 erlendir fféttaritarar. Um 30% vinnuafls í borginni er erlent og talið er að það hlutfall eigi enn eftir að hækka þegar með frekari útvíkkun Evrópu- sambandsins. Brússel er smám saman að verða meðal aðalráðstefnuborga í Evrópu. Aðeins París og Vín hafa forskot á Brússel í þeim efnum. á bæði pólitíkusa og löggæsluna. Skriðunni var hrint af stað þegar kynferðisleg misnotkun og fjölda- morð barnaníðingsins Marc Dutroux litu dagsins ljós. Þau atvik hefðu í sjálfu sér verið alveg næg en í kjölfarið hafa fylgt hrikaleg hneykslismál og fjölmörg höfuð embættismanna verið látin {júka sem flækt hafa verið í málið. Lands- mönnum er misboðið og fjölda- kröfugöngur skipulagðar til að mót- mæla spillingunni. f október síðast- liðnum flykktust 325.000 manns út á götumar til að krefjast þess að tek- ið verði á spillingunni innan lög- reglunnar. Kreppan hefði varla getað komið á verri tíma. Skattar em óvíða hærri en einmitt í Belgiu og aðgerð- ir kosta skattborgarana peninga. Belgar þurfa einmitt sárlega á pen- ingum að halda vegna óheyrilegs kostnaðar við að mæta þeim kröf- um sem gerðar eru til ríkja sem ætla að taka upp sameiginlega Evr- ópumynt í byrjun ársins 1999. Vaxandi dýrtíð Afleiðingin af breytingum sem gerðar hafa verið er dýrtíð og hvergi er hún meira áberandi en í Brússel. Sú borg er orðin ein af þeim dýrustu í Evrópu, aðeins svissneskar borgir eru dýrari á meginlandi álfunnar. Það er margt sem hefur dregið ferðamanninn til Brússel. Borgin er sérlega falleg og byggingarstíllinn er einstakur, frá blómatíma hennar á 17. öld. Engin þjóð framleiðir eins bragðgott gæðakonfekt og Belgar og hinir sterku bjórar sem framleiddir eru í landinu þykja meðal þeirra bestu í heimi. Fáar borgir bjóða upp á eins marga og góða veitinga- staði og Brússel og fjöl- breytnin er mikil. En dýrtiðin fælir óneit- anlega frá og ferðamönn- um hefur fækkað á síðustu árum. Einnig þykja mörg opinber fyrirtæki ekki standa sig í stykkinu. Símaþjónustan í Belgíu, Belgacom, þykir vera léleg og minna á það sem við- gengst i löndum eins og Búlgaríu. Á sama hátt þykja starfsmenn í hreins- unardeild borgarinnar ekki standa sig vel. Hundaskítur, alls konar rusl og brotnar gangstétt- arhellur hafa neikvæð áhrif á ferðamenn. Um- ferðin er einnig mjög þung, sérstaklega í grennd við torgið fræga, Grand Place. Þar í grennd er ein- kennistákn borgarinnar, Manneken Pis, strákurinn pissandi. Fjölmargir ferðamenn, sem koma til Brússel, berja Ferðamönnum fækkar ■;. Wm Ætla mætti að mikil ánægja ríki með þann ár- angur sem náðst hefur í borginni og ferðamenn flykkist þangað til að virða fyrir sér þetta efnahags- lega undur og fá að njóta þeirra gæða sem hún hefur upp á að bjóða. Vissulega er Brússel eft- irsótt borg meðal ferða- manna en mjög hefúr dreg- ið úr því á síðustu árum. Fyrir því eru margar ástæður. Ein þeirra er sú kreppa sem ríkir í lög- gæslumálum landsins og almenn vantrú almennings Manneken Pis, strákurinn pissandi, er einkennistákn Brússel. ~ir‘~tl~iltiiiitj«. Mj-Il uJui' i: "■ " ' t mwt . '' :Q,ÍJ 'kla ÍTfT! |BHJ ;,,y - f; 114 |; »)• | 7 yv..'. Í: ' XlliJ 'CLlIí LllLÍ _• rrn jih -í'i~' HliF | ,j-. ” | þ * 1, Byggingarnar, sem reistar voru á blómaskeiöi Brússei á Grand Place torgi á 17. öld, eiga engan sinn líka. í grennd viö þær eru fjölmörg skemmtileg kaffi- og veitingahús. DV-mynd (S hann aldrei augum, því erfítt er að komast þangað. Borgaryfirvöld ætla hins vegar að gera átak í hreinsun- armálum og koma þeim málum í lag. Brússel státar reyndar af því að vera ein „grænasta" borg Evrópu en gallinn er hins vegar sá að grænu svæðin eru flest i útjöðrum borgar- innar en lítið ber á þeim í miðborg- inni. Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS Frelsi til að dvetia • •• Verð frá: * ...þar sem þú vilt. Þú siglir með þína fjölskyldu og þinn bíl til Danmerkur á tveimur sólarhringum með Norrænu á ótrúlegu verði. Síðan hefur þú ótakmarkað frelsi til að velja ferðamöguleika. Þú skoðar Norðurlöndin og Evrópu á eigin hraða og siglir svo aftur heim í rólegheitum með Norrænu frá Bergen. Þetta er hið eina sanna frelsi í ferðalögum. Börn yngri en 3 ára ferðast ókeypis. *Verð á mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu á eigin bíl til Evrópu í 2 vikur. Siglt frá Seyðisfirði þann 05.06. Siglt heim 18.06. NDRRÆNA FERÐAS KRIFSTO FAN Laugavegur 3, sími: 562 6362 Austfar ehf. Seyðisfirði, sfmi: 472 I I I I og umboðsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.