Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Síða 38
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997
S+»t> «g sfyf+a
fentjingarbarhsms/
Tölvan er óuimleilanlega stoð og stytta
Jieirra sem ætla sér stóra liluti í
framtíðinni og þvi skiptir val á slíkum
bunaði miklu máli.
ey.foo
íerwimsarf íIboí> í
i
LASER Expression Pentium 133MHz* 16MB minni* 1.6 GB harður diskur • Geisladrif
• Hljóðkort* Hátalarar• 15" lággeisla litaskjár• Skjákortmeð2MBskjáminni« Windows
95 stýrikerfi • HP DeskJet 400 bleksprautuprentari
139.900 kr. stgr.
W//LASER (&'
computer
Heimilistæki hf
TÆKIMl-OC TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is
lífræni
Bændaferð til Þýskalands:
A
Islendingar
kynntu sér líf-
rænan landbúnað
í heimsókn hjá einum bóndanum í Pýskalandi. Þennan dag var Guömundur
Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráöherra, og kona hans með hópn-
um.
DV-mynd Sigrún Bj.
Síðustu viku febrúarmánaðar var
20 manna hópur frá íslandi á ferð
um Þýskaland að kynna sér lífræn-
an landbúnað. Þátttakendur voru
víða að af landinu en þó flestir af
Fljótsdalshéraði. Meðal þátttakenda
voru ráöunautar, bændur sem
stunda lífræna ræktun og sérfræð-
ingm- frá RALA, auk nokkurra
áhugamanna um málefnið.
Fyrsta daginn voru heimsóttar
höfuðstöðvar Heimssambands líf-
rænnar ræktunar í heiminum,
IFOAM, á búgarðinum Imsback,
tveggja tima akstur austur frá Lúx-
emborg. Þar tók á móti hópnum
framkvæmdastjóri þessara sam-
taka, Bemward Geier. Hann var á
ferð hér á landi fyrir ári og hélt þá
fyrirlestur á Egilsstöðum og RALA
um lífræna ræktun.
Þegar Bernward var hér á ferð í
fyrra skoðaði hann Fljótsdalshérað
og kvað upp úr með það að ef vatns-
og skolpmálum yrði komið í gott
horf, gróðureyðing stöðvuð og unn-
ið að skógrækt yrði þar eitt sam-
felldasta og stærsta lífræna svæðið.
í IFOAM era nú 517 aðilar, ein-
staklingar og félagasamtök í 100
löndum. Samtökin standa fyrir
fræðslu um lífræna ræktun um all-
an heim með því að gefa út fræðslu-
efni og reglur þar að lútandi á 18
tungumálum.
30 prósent hærra verð
fyrir lífrænt
Til að framleiðsla á lífrænum vör-
um borgi sig þarf að fást fyrir þær
30% hærra verð en hefðbundna
framleiðslu. Eftirspurn eftir þessum
vörum í Þýskalandi er mikil og þar
er t.d. leyft að selja mjólk beint frá
bóndanum en kaupendum í sjálfs-
vald sett hvort hann gerilsneyðir
hana. í Týrol og Salzburg er helm-
ingur bænda í lífrænni ræktun, í
Sviss um 7%.
Hópurinn skoðaði sýningu í
Frankfurt á lífrænum vörum víðs
vegar að úr heiminum. Það voru
dæmigerðar landbúnaðarvörur,
heilsuvörur og fatnaður. Þar var
bás frá íslandi með ullarvörum,
heilsuvörum og fleiru. Einnig var í
textildeild bás með íslenskum ullar-
flíkum. í forsvari var íslensk kona
búsett í Saarbrucken.
Saga Reytschulen
Á stórum búgarði sunnan við
Saarbrucken skammt frá landamær-
um Frakklands var komið á hesta-
búgarð. Þar voru 200 íslenskir hest-
ar á járnum og 60 kýr í fjósi, auk
ferðaþjónustu og reiðskóla. Salan á
íslenskum hestum hefur verið í
lægð undanfarið en ákveðið hefur
verið að hleypa lífi í hana að nýju.
Þannig á að stofna reiðskóla sem
tengist íslandi og kallaður er Sögu-
reiðskólinn.
Mikill áhugi er á íslenska hestin-
um í Þýskalandi eins og kunnugt er
og talið er að ná mætti til fjögurra
milljóna manna sem áhuga hefðu á
að læra að fara með hestinn, jafnvel
þó viðkomandi hefði ekki tök á að
hugsa um hann sjálfir.
Það var eftirtektarvert að afurðir
þeirra lífrænu búa sem við skoðuð-
um voru fullunnar heima og seldar
á staðnum. Þannig voru á einum
stað framleiddir geitaostar. Kiðling-
arnir voru teknir undan mánað-
argamlir og aldir á kúamjólk en
geiturnar mjólkaðar. Á samyrkju-
búi sem 10 fjölskyldur ráku var
ostabúð, brauðbúð og mjólkurbúð,
allar með heimaframleiddum vör-
um.
Lífræn opin hreinsun á
vatni
Hópurinn heimsótti skolphreinsi-
stöð sem byggð var fyrir tíu árum
fyrir 600 manna þorp. Öllu skolpi
frá byggðinni er veitt í opna tjöm
sem um 50x200 fermetrar að stærð
þar sem fostu efnin setjast á botn-
inn. Þaðan er vatninu dælt upp í
stórt svæði sem er með smávegis-
halla og vaxið hávöxnu sefi. Þarna
seytlar vatnið um jarðveginn og sef-
ið tekur upp næringarefni. Síðan er
vatninu dælt frá lægri helmingi
svæðisins í aðra tjöm og þar botn-
fellur það sem eftir er af fóstum efn-
um. í þeirri tjöm era fiskar sem
þrífast vel. Vatninu er síðan dælt úr
þessari tjörn í skurð og þaðan er
það notað til vökvunar. Á tveggja
ára fresti koma bændur og tæma
botnfallið úr báðum tjörnunum og
nota sem áburð. Engin ólykt var á
þessum stað. Eftir að þetta lífræna
svæði varð til settust þar að sjald-
gæfir fuglar sem voru í útrýmingar-
hættu og dafna vel. Nokkur þorp
hafa nú komið upp álíka hreinsi-
búnaði.
Enginn vafi er að þessi ferð var
lærdómsrík og á eftir að verða líf-
rænum búskap á íslandi mikil lyfti-
stöng.
-SB