Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Page 15
JOV LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 15 í þeirri viku sem nú er að líða undir lok hefur einkum tvennt vakið til umhugsunar um hlut- verk bókmenntanna í íslensku samfélagi í fortíð og nútíð. Annars vegar átak sem staðið hefur yfir alla þessa viku á vegum bókaútgefenda og höfunda barna- bóka í því skyni að undirstrika mikilvægi lesturs fyrir þroska og ánægju bamanna. Hins vegar koma síðustu ís- lensku handritanna úr Konungs- bókhlöðunni í Kaupmannahöfn til íslands með Brúarfossi. Seinna í vor og sumar er von á síðustu handritunum úr sjálfú Árnasafni og mun það tákna lok handrita- málsins. Það á auðvitað við um stríðið um íslensku handritin í Kaup- mannahöfn, eins og öll önnur deilumál sem unnist hafa i reynd fyrir alllöngu, að formleg lok þeirra mörgum árum síðar vekja ekki mikla almenna umræðu. Það voru til dæmis engar þúsundir manna á hafnarbakkanum í Reykjavík í vikunni til að taka á móti handritakössunum frá Kaup- mannahöfn eins og reyndin var árið 1971 þegar fyrsta sendingin barst frá dönskum stjómvöldum. Löng og ströng barátta En þar sem framkvæmd sam- komulagsins um afhendingu handritanna lýkur á þessu ári er auðvitað fúll ástæða til að minn- ast með þakklæti þeirra mörgu góðu manna sem lögðu sig fram um það, jafnvel áratugum saman, að ná farsælli lausn handritamáls- ingar hins vegar dygga stuðnings- menn í Danmörku, ekki aðeins þá mörgu ráðherra og þingmenn sem knúðu fram lausn málsins í heimalandi sínu, heldur einnig dugmikla áhugamenn og íslands- vini. Mikilvirkastur danskra manna í þeirri baráttu var án efa ritstjórinn Bent A. Koch, sem beitti sér fyrir stofnun nefndar til að vinna að lausn málsins og var óþreytandi að halda því vakandi og koma sjónarmiðum íslendinga á framfæri i Danmörku. Sú ákvörðun Dana að skila handritunum heim til íslands var einstæður atburður í samskiptum þjóða og vakti sem slíkur veru- lega athygli. En þótt fyrstu handritin kæmu til íslands árið 1971 var fjarri því að samkomulag lægi fyrir um tæmandi lista yfir þau handrit sem afhenda ætti. Það var ekki fyrr en árið 1986 að endanlega var gengið frá skiptingunni milli safn- anna í Kaupmannahöfn og Stofn- unar Árna Magnússonar á ís- landi, en henni var komið á fót sérstaklega til að geyma handritin og tryggja góða aðstöðu til rann- sóknar á þeim, eins og Alþingi hafði lofað mörgum áratugum áður. Dregur úr lestri Á þeim rúma aldarfjórðungi sem íslensku handritin hafa verið að tínast heim frá Kaupmanna- höfn hefur orðið gjörbylting á ís- lensku þjóðfélagi. Þjóðin hefur óneitanlega þróast hröðum skref- um frá bókinni vegna allra þeirra ins, en það var um langt árabil mikið hitamál ekki aðeins hjá Is- lendingum heldur einnig meðal dönsku þjóðarinnar. Upphaf þess má rekja allt aftur til sjálfstæðisbaráttunnar á sið- ustu öld. Þá var fyrsta sinni sett fram krafa um að öllum íslensk- um skjölum og handritum frá fyrri öldum, sem geymd væru í dönskum söfnum, yrði skilað til íslands. Þetta átti ekki síst við um hið mikla safn sem Ámi Magnús- son hafði dregið saman á sautj- ándu og átjándu öld og ánafhað Hafnarháskóla, sem á þeim tíma var auövitað einnig háskóli ís- lands. Eftir að ísland varð fuílvalda ríki árið 1918 reyndust dönsk stjómvöld fús til að ræða afhend- ingu ýmissa islenskra skjala og náðist um það samkomulag árið 1927. En annað var með handritin, sem íslendingar litu á sem helsta menningararf þjóðarinnar og gera væntanlega enn. Þar mættust stál- in stinn, hin íslensku og dönsku. Málið kom nokkrum sinnum til kasta Alþingis á millistríðsárun- um og var rætt í sameiginlegri nefnd Dana og íslendinga, en þar ítrekuðu íslensku fullfrúamir í bókun árið 1946 að „samningsum- leitanir um íslensku handritin og safngripina séu óaðskiljanlegur hluti af úrlausn á sambandi land- anna“. Dönsku fulltrúamir töldu sig hins vegar ekki hafa heimild til að semja um málið. Árið 1951 var gerð samþykkt á Alþingi um handritamálið og þar á meðal ákveðið að Jafnskjótt og handritin íslensku fást afhent frá Danmörku muni íslenska ríkið reisa byggingu yfir handritin og búa þeim húsnæði á annan hátt, þar sem tryggð verði örugg geymsla þeirra og góð starfsskil- yrði“. Þetta varð að veruleika löngu seinna þegar hús Stofmmar Áma Magnússonar reis á lóð Há- skóla íslands. Þáttaskil árið 1961 Dönsk stjómvöld skipuðu sér- staka nefhd til að gera tiilögur um lausn handritamálsins árið 1947, en hún skilaði ekki áliti fyrr en árið 1954 og var þá margklofin í afstöðu sinni. Til að byrja með snerast deilur íslendinga og Dana í handritamál- inu einkum um tvennt. Annars vegar voru fulltrúar þjóðanna ósammála um hvaða handrit í dönskum söfnum mætti með sanni segja að væru íslensk. Þar var einfaldlega deilt um skilgrein- ingu á því hvað væri íslenskt handrit. Hins vegar vom mjög skiptar skoðanir í Danmörku um eignarhaldið á handritunum - það er hvort dönsk stjórnvöld hefðu yflrleitt lagalegan rétt til að af- henda eignir Árnastofnunar í Kaupmannahöfn yfir hafið til ís- lands. Danskir ráðherrar kynntu árið 1954 sáttatillögu sem fólst í sam- eiginlegri eign íslendinga og Dana Elías Snæland Jónsson aðstoðamtstjóri á handritunum, en þvi var hafnað af íslenskum stjómvöldum sem héldu málinu stöðugt vakandi. Árið 1957 samþykkti Alþingi enn ályktun um að íslensku handrit- unum yrði skilað, og tveimur árum síðar að kjósa sérstaka nefnd til að vinna að endurheimt þjóðardýrgripanna. Þessi nefnd, sem laut forystu Einars Ólafs Sveinssonar, prófessors, vann að málinu i náinni samvinnu við þá- verandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, allt þar til nið- urstaða lá fyrir árið 1961 með samkomulagi við Dani. Danska ríkisstjómin beitti sér þetta sama ár fyrir setningu laga þar sem samþykkt var að afhenda öll þau handrit sem telja mætti íslenska menningareign, og var þá miðað við að handritið væri samið eða þýtt af íslendingi og fjallaði um ís- land og íslenskar aðstæður. Þessi niðurstaða markaði að sjálfsögðu þáttaskil, en var þó að- eins enn einn áfanginn í langvar- andi átökum um handritin - enda tók það tiu ár til viðbótar að koma þeim fyrstu heim til íslands. Andstæðingar og stuðningsmenn Andstæðingar málsins í Dan- mörku ráku ekki aðeins harðvít- ugt áróðursstríð gegn afhending- unni, heldur hófu þeir líka mik- inn málarekstur gegn þessum nýju lögum. Þeim tókst að fá stað- festingu laganna, og þar með framkvæmd þeirra, frestað á með- an dómstólarnir fjölluðu um mál- ið og skæru úr um hvort hér væri um eignarnám að ræða af hálfu dönsku ríkisstjómarinnar. Tafð- ist framkvæmd málsins enn um nokkurra ára skeið vegna mála- ferla, en að lokum var þeirri hindrun mtt úr vegi með dómi hæstaréttar Danmerkur sem féll dönskum stjómvöldum í vil. Allan þennan tíma áttu íslend- nýju myndmiðla sem tæknifram- farimar hafa gert mögulega og fært inn á hvert einasta heimili í landinu. Kannanir sem Þorbjörn Broddason, dósent, hefur gert með reglulegu millibili frá 1968 til 1991 sýna áhrif þessarar þróunar á bóklestur bama. Niðurstaðan er ótvírætt sú að hjá börnum á aldr- inum 10-15 ára hefur lestur bóka minnkað mjög verulega á þessu tímabili, og líklega mest á síðasta áratug eða svo. Þannig hefur fiöldi lesinna bóka minnkað um þriðjung frá árinu 1985 til 1991, en um 45 prósent ef aðeins er litið til höfuðborgarinnar. Þetta er mjög verulegur samdráttur. Sömuleiðis hefur fjöldi þeirra bama sem aldrei líta í aðrar bæk- ur en þær sem tilheyra náminu aukist - úr 11 prósentum árið 1979 í 18 prósent árið 1991. Sannkölluð- um lestrarhestum, þ.e. bömum sem lesa fleiri en tíu bækur á ári, hefur einnig fækkað verulega. Um 30 prósent sögðust hafa lesið svo mikiö árið 1968, en aðeins 6 pró- sent árið 1991. Þrátt fyrir þetta halda íslenskir höfundar sem betur fer áfram að skrifa bækur fyrir unga fólkið. Á síðustu tíu árum hafa 110 íslensk- ir rithöfundar þannig sent frá sér samtals 311 frumsamdar bama- og unglingabækur á þessu tímabili, eða eina nýja bók á tólf daga fresti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.