Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Page 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 711 hamingju með afmælið 12. apríl 80 ára Pálína Pálsdóttir, Mýrargötu 20, Neskaupstað. 75 ára Páll G. Hannesson, Ægisíðu 86, Reykjavík. 70 ára Pálína Þorsteinsdóttir, Kaldárhöfða, Grimsneshreppi. Margrét Marvinsdóttir, Selvogsgötu 22, Hafnarfirði. Björg Ólafsdóttir, Dalseli 12, Reykjavík. 60 ára Guðbjartur Kristinsson, Faxabraut 38A, Keflavik. Guðný Guðnadóttir, Hnotubergi 21, Hafnarfirði. Guðmundur Jónsson, Hólabraut 12, Hafnarfirði. Stella Björk Baldvinsdóttir, Baldursgarði 3, Keflavík. Eiginmaður hennar er Magn- ús Guðmundsson. Þau taka á móti gestum í húsakynnum Karlakórs Kefla- víkur að Vesturbraut 17-19 í dag frá kl. 18.00. Þorbjörn Sigurðsson, Fomastöðum, Blönduósi. 50 ára Þórhallur Borgþórsson, Goðalandi 7, Reykjavík. Helga Þórarinsdóttir, Mararbraut 11, Húsavík. Kristín Aðalsteinsdóttir, Laufskógum 6, Egilsstöðum. Guðmunda Ólafsdóttir, Esjubraut 5, Akranesi. Dagbjört Halldórsdóttir, Vesturási 62, Reykjavík. Karl Lúðvíksson, Otrateigi 52, Reykjavik. Erla Bil Bjarnadóttir, Brekkubyggð 11, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum í Stjörnuheimilinu í Garðabæ laugardaginn 12.4. milli kl. 17.00 og 19.00. 40 ára Kristjana Andrésdóttir, Túngötu 13, Tálknafirði. Ásdís Kristjánsdóttir, Gónhóli 3, Njarðvík. Vigdís Þorsteinsdóttir, Garðavík 7, Borgarnesi. Haukur Vésteinn Gunnars- son, Melgötu 9, Grýtubakkahreppi. Guðmundur Ragnar Guð- mundsson, Lækjarbergi 46, Hafnarfirði. Hrönn Pétursdóttir, Víðibergi 11, Hafnarfirði. Ólöf Ámadóttir, Hraunholti 9, Akureyri. Halldór Sigurðsson, Hjartarstöðum I, Eiðahreppi. Bjarnþór Elís Víðisson, Boðagranda 3, Reykjavík. Jóhannes Bragi Gíslason, Reynimel 62, Reykjavík. Ingibjörg Guðrún Heiðars- dóttir, Brunngötu 10, ísafirði. Ásberg Kristján Pétursson, Hverafold 140, Reykjavík. Hálfdán Örnólfsson, Hamarsstíg 39, Akureyri. Arna Jóna Backman, Jöklafold 7, Reykjavík. Sigurjón Elíasson, Lækjargötu 8, Hafnarfirði. Heiðar Guðbrandsson Valsteinn Heiðar Guðbrandsson sveitastjómarmaður, Ámesi, Súða- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Heiðar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann sótti námskeið hjá Hótel- og veitingaskóla íslands, lauk þaðan prófi með matsveinaréttindi og stundaði nám við Félagsmála- skóla alþýðu í Ölfusborgum. Heiðar stundaði verslunar- og verkamannastörf á unglingsámm, fór til sjós um tvítugt og var lengst af kokkur á togurum og bátum til 1987, vann hjá Frosta í Súðavík, m.a. sem verkstjóri, var bryti við Héraðsskólann í Reykjanesi 1987-89 og stundaði þar hótelrekstur að sumarlagi, vann hjá Súðavíkur- hreppi og stundar nú byggingar- vinnu. Þá var hann fréttaritari DV í Súðavík. Heiðar var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Súðavík 1973-78, sat í sambandsstjórn Sjó- mannasambands íslands, situr í stjóm Matsveinafélags íslands, sat í hreppsnefnd Súðavikur 1982-86 og frá 1990, sat í skólanefnd Grunn- skóla Súðavíkur, var formaður hennar 1982-86, er formaður fræðslunefndar Súðavíkur, var for- maður barnaverndar- nefndar Súðavíkur 1982-86 og situr i henni nú, situr í almanna- vamanefhd Súðavíkur, sat í hafnarnefnd Súða- víkur, situr í bygging- arnefnd Súðavíkur, sat í skipulagsnefnd fyrir nýja Súðavík, var for- maður Björgrmarsveit- arinnar í Súðavík um skeið, sat í stjórn Kaup- félags ísfirðinga, í stjórn Steiniðjunnar hf., í stjóm Sambands ungra fram- sóknarmanna, í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, í stjóm kjördæma- sambands Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og var formaður Fram- sóknarfélagsins í Súðavík. Fjölskylda Heiðar kvæntist 10.8. 1968 Maríu Kristófersdóttur, f. 13.11. 1947, hús- móður og gæðaeftirlitsmanni. Hún er dóttir Kristófers Ingimarssonar á Grafarbakka, og k.h., Kristínar Jónsdóttur húsfreyju. Sonur Heiðars frá því áður er Guðmundur Birgir Heiðarsson, f. 22.5. 1966, forstöðumaður á Akur- eyri. Synir Heiðars og Maríu era Kristófer, f. 31.1. 1969, sjómaður í Súðavík; Albert, f. 6.4. 1970, sjómaður í Súða- vík; Ármann, f. 19.2. 1976, verkamaður í Súðavík. Systkini Heiðars eru Vigdís Alda, f. 14.5.1949, húsmóðir á Breiðavaði, gift Magnúsi Jóhanns- syni verkstjóra; Albert Ómar Guðbrandsson, f. 6.7. 1951, iðnaðarmaður í Garði en kona hans er Guðríður Jónasdóttir húsmóðir; Sævar Guð- brandsson, f. 5.1.1954, útgerðarmað- ur á Húsavík, kvæntur Svölu Björg- vinsdóttur húsmóður; Steinunn Guðbrandsdóttir, f. 3.10.1956, starfs- maður Iðnlánasjóðs, búsett í Hafn- arfirði, gift Hallbergi Svavarssyni, tannsmið og tónlistarmanni; Har- aldur Halldór Guðbrandsson, f. 29.9. 1965, bakari í Borgarnesi, kvænur Svanhildi Ólafsdóttur húsmóður; Rögnvaldur Guðbrandsson, f. 16.12. 1967, matreiðslumaður í Garðabæ, kvæntur Ólöfu Eysteinsdóttur hús- móður. Foreldrar Heiðars eru Guðbrand- ur Rögnvaldsson, f. 29.10. 1926, fyrrv. bílamálarameistari í Reykja- vík og síðar starfsmaður hjá Secur- itas, og k.h., Bjamdís Inga Alberts- dóttir, f. 18.8. 1926, húsmóðir. Ætt Guðbrandur er sonur Rögnvalds, verkamanns í Reykjavík. Guð- brandssonar, b. í Sælingsdalstungu, Ormssonar, af Ormsætt. Móðir Rögnvalds var Guðfríður Sólmund- ardóttir frá Mjóhóli. Móðir Guðbrands var Steinunn Þorkelsdóttir, b. í Lambhaga, Árna- sonar. Móðir Þorkels í Lambhaga var Steinunn Þorkelsdóttir af Bergs- ætt. Móðir Steinunnar var Ingveld- ur, systir Sigríðar, langömmu Harð- ar Sigurgestssonar. Ingveldur var dóttir Jóns, ættföður Setbergsættar- innar. Bjarndís er dóttir Alberts, frá Hvítanesi í Djúpi, Magnússonar, frá Skáleyjum, Guðmundssonar. Móðir Alberts var Ingibjörg Sigurðardóttir frá Amardal, þremenningur við Jón forseta, frá Ólafi lögsagnara á Eyri. Móðir Bjarndísar var Vigdís, dóttir Benedikts, sjómanns á ísafirði, Sveinssonar, af Pálsætt, og Ingunn- ar Jóhannsdóttur. Heiðar og María taka á móti gest- um að heimili sínu i kvöld frá kl. 19.00. Heiöar Guöbrandsson. Gunnar Ingvarsson, vélfræðingur og forstjóri, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og í Sandgerði og Grindavík og siðan á Eskifirði frá 1958. Hann lauk gagnfræðaprófi í Vestmanna- eyjum 1963 og vélfræðiprófi frá Vél- skóla íslands 1971. Gunnar fór ungur til sjós en hann stundaði sjómennsku sem aðalstarf um árabil á bátum, togurum og ís- lenskum og erlendum farskipum. Hann varð vélstjóri hjá Nesskipum Gunnar Ingvarsson 1980, varð síðan skipaeftirlitsmaður til 1990 en stofnaði þá eigið fyrir- tæki, Skipavarahluti ehf. Fjölskylda Gunnar kvæntist 1.6. 1968 Hólm- fríði Friðriksdóttur, f. 13.12. 1948, húsmóður. Hún er dóttir Friðriks Hafsteins Sigurðssonar, og Jónu Ólafíu Þorfinnsdóttur. Dóttir Gunnars og Hólmfríðar er Hafdis Jóna Gunnarsdóttir, f. 22.1. 1966, húsmóðir á Seltjarnarnesi, gift Snorra Magnússyni rannsóknarlög- reglumanni og eiga þau þrjú börn, Gunnar Dag, f. 6.3.1984, Snorra Hall- dór, f. 26.1. 1989, og Dag- mar Ýr, f. 19.12. 1990. Bróðir Gunnars er Sig- urður Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austur- lands. Foreldrar Gunnars voru Ingvar Gunnarsson, f. 18.2. 1919, d. 23.6. 1991, vélstjóri í Grindavík og á Eskifirði, og Dagmar Sig- uröardóttir, f. 29.5. 1912, d. 17.3. 1980, húsmóðir. Ætt Gunnar Ingvarsson. vegsb. á Bakkagerði Reyðarfirði, Bóasson- ar, b. á Stuðlum í Reyðarfirði. Móðir Ingvars var Una Sig- ríður Jónsdóttir frá Teigagerði í Reyðar- firði. Dagmar var dóttir Sigurðar Jónssonar Árnes ættfræðings og Jónínu Sesselíu Hall- grímsdóttur úr Borg- arfirði eystra. Gunnar er að heim- an um þessar mundir. Ingvar var sonur Gunnars, út- andlát Eyjólfur Ágústsson Eyjólfur Ágústsson, bóndi og sýslunefndar- maður í Hvammi á Landi, lést þann 30.3. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Skarðs- kirkju á Landi, í dag, laugardaginn 12.4. kl. 14. Starfsferill Eyjólfur fæddist í Hvammi á Landi og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann hóf búskap í Hvammi 1942 og var þar bóndi til dauðadags. Auk þess var hann oft leiðsögumaður inn í Veiðivötn og á Landmannaafrétt. Eyjólfur var sýslunefndarmaður um árabil, sat i jarðanefnd og gróð- urnefnd Rangárvallasýslu, var bað- stjóri sveitar sinnar og refaskytta. Þá sinnti hann trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fjölskylda Eyjólfur kvæntist 22.5. 1942, eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu S. Kristinsdóttur, f. 9.12. 1921, hús- freyju. Hún er dóttir Kristins Guðnasonar, hreppstjóra í Skarði á Landi, og k.h., Sigríðar Eyjólfsdóttur ljósmóður. Börn Eyjólfs og Guð- rúnar: Kristinn, f. 24.2. 1942, d. 13.11. 1996, bif- reiðarstjóri á Hellu, var kvæntur Önnu Magnús- dóttur tónlistarkennara og eru börn þeirra þrjú; Katrín, f. 19.9. 1943, póst- fulltrúi í Reykjavík, gift Má Jónssyni pípulagn- ingameistara og á hún þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi; Ágúst Sigurvin, f. 5.6. 1945, d. 7.12. 1996, málarameist- ari í Stokkhólmi, var kvæntur Ástríði Elsu Stefánsdóttur kjóla- meistara og eignaðist hann þrjú börn; Ævar Pálmi, f. 21.8. 1946, lög- regluþjónn í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Sveinsdóttur verslunar- manni og eiga þau þrjú börn; Knút- ur, f. 7.1. 1949, strætisvagnastjóri í Reykjavík en kona hans er Edda Halldórsdóttir og á hann tvær dæt- ur frá fyrra hjónabandi; Selma Huld, f. 25.7. 1961, sjúkraliði í Brússel en maður hennar er Jó- hann Guðmundsson skrifstofustjóri og eiga þau tvö börn. Systkini Eyjólfs eru Þórður, f. 5.3. 1920, d. 14.5. 1990, verslunarmaður í Reykjavík; Eyjólfur Karl, f. 5.9. 1922, arkitekt í Svíþjóð; Guðbjörg, f. 5.12. 1924, verslunarmaður í Banda- rikjunum; og Sæmundur, f. 5.4. 1930, verslunarmaður á Hellu. Foreldrar Eyjólfs voru Ágúst Kristinn Eyjólfsson, f. 28.3. 1889, d. 11.11. 1947, bóndi og kennari í Hvammi, og k.h., Sigurlaug Eyjólfs- dóttir, f. 23.10.1894, d. 1.3.1977, hús- freyja. Ætt Systir Ágústs var Guðríður í Tryggvaskála á Selfossi, amma Guðlaugs Bergmanns í Karnabæ, Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings, Egils Gr. Thorarensens, forstjóra i Reykjavík, og Guðlaugs Ægis Magnússonar, forstjóra á Sel- fossi. Bræður Ágústs voru m.a. Einar kaupmaður, faðir Eyjólfs listmálara, föður séra Óskars í Hafnarfirði, og Óskar, faðir Bald- urs fréttamanns. Ágústs var sonur Eyjólfs, „landshöfðingja“ í Hvammi á Landi, Guðmundssonar, b. í Hvammi, Þórðarsonar. Móðir Guð- mundar var Þorbjörg Eyjólfsdóttir, b. í Kampholti í Flóa, Guðmunds- sonar, sonarsonar Herdísar í Ysta- bæli undir Eyjafjöllum, Markús- dóttur, sýslumanns í Ögri, Bergs- sonar, forföður Jóns Baldvins Eyjólfur Ágústsson. Hannibalssonar og Jóhannesar Nordals. Móðir Eyjólfs „landshöfð- ingja“ var Guðríður Jónsdóttir frá Gunnarsholti, af ætt Presta-Högna, þeirra Tómasar Sæmundssonar, Þorsteins Erlingssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Móðir Ágústs var Guðbjörg, Jónsdóttir, b. í Skarði, Árnasonar, af Bolholts- og Víkingslækjarætt Davíðs Oddssonar og Ingólfs Jóns- sonar, og Geirlandsættinni á Síðu, en af henni er t.d. Jón Helgason, fyrrv. ráðherra, Helgi Bergs for- stjóri og Jóhannes Kjarval. Móðir Guðbjargar var Guðrún Kolbeins- dóttir af Reykjaætt og Fjallsætt á Skeiðum. Sigurlaug var dóttir Eyjólfs, tré- smiðs í Reykjavík, Ófeigssonar, b. á Nesjum í Grafningi, Vigfússonar, b. á Nesjum, Ófeigssonar, málara í Heiðarbæ í Þingvallasveit, Jóns- sonar. Móðir Ófeigs í Nesjum var Anna Gísladóttir, b. á Villingavatni í Grafningi, Gíslasonar, b. i Ás- garði, Sigurðssonar, bróður Jóns á Hrafnseyri, afa Jóns forseta. Móðir Önnu var Þorbjörg Guðnadóttir, b. í Reykjakoti í Ölfusi, Jónssonar en afkomendur hans eru m.a. Halldór Laxness, Vigdís forseti og Ólafur Ólafsson landlæknir. Móðir Sigm- laugar var Guðný Aradóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.