Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Qupperneq 50
58 &ikmyndir
MLIjJiiYjJI
Michael Collins:
fltakalítil átök ***.
Smilla og snjórinn:
Lesið í snjóinn ***
Mynd Neils
Jordans um
Michael Collins
kemur fram á
mjög áhuga-
verðum tíma í
írskum stjórn-
málttin þegar
þreytan á átök-
unum er orðin
almenn. Jordan
leitar í upphaf
vandamálanna,
samninginn
sem skilur
Norður-írland
frá lýðveldinu.
Hann býður
upp á endur-
mat á Collins
sem er fremur
umdeild þjóðar-
hetja og er um
leið væntan-
lega að segja eitthvað um samtíma sinn. Því miður er þetta endurmat mjög
átaka- og bitlítið. Jordan virðist skyndilega mikið í mun að styggja engan og jpví
verður myndin eins og hálfköruð. Ekki vantar þó fæmi, það er engum blöðum
um að fletta að hér er fagmaður á ferð og fyrri hluti myndarinnar er hlýr og þétt-
ur og lofar góðu. Jordan segist vilja sýna söguna gegnum fólk en ekki atburði og
sú stefiia gefst honum vel þama. Þegar sígur á seinni hlutann leysist myndin
hins vegar upp i fyrirsjáanlegt yfirkeyrt drama, tapar sjarma byrjunarinnar og
um leið kemur holhljóð í söguna. Liam Neeson stendur sig vel í hlutverki Coll-
ins, Aidan Quinn, sem besti vinur Harrys Bolands, og Alan Rickmann, sem De
Valera forseti, era góðir en tilþrifalausir meðan Stephen Rea er framúrskarandi
sterkur i hlutverki sínu sem uppljóstrari. Hvað Julia Roberts er að gera þarna er
aftur á móti spuming. Hlutverk hennar sem bitbein vinanna tveggja er hvorki
fugl né fiskur og svo leikur hún svo illa að hún hreinlega brýtur upp stemningu,
sérstaklega þegar írski hreimurinn hrynur.
Það hlýtur að vera tilflnngaþrungið fyrir íra að horfa þarna á vel útfærða
kvikmyndun á mörgum frægustu sögulegu atburðmn sínum, svo sem Páskaupp-
reisninni og Blóðuga sunnudeginum, og þessi saga á vissulega erindi til annarra
þjóða en einmitt þess vegna á sagan heimtingu á sterkari tökum en hér er að
finna.
Handrit og leikstjórn: Neil Jordan. Kvikmyndataka: Chris Menges. Tónlist: Elliot Gold-
enthal. Aöalleikarar: Liam Neason, Aidan Quinn, Stephen Rea, Alan Rickman og Julia
Roberts.
Það er ekki í
fyrsta sinn sem
samstarf dansks
leikstjóra og al-
þjóðlegra leik-
ara skilar mjög
undarlegri nið-
urstöðu, sem
markast fyrst og
fremst af ein-
hvers konar
menningará-
rekstri eða
menningarsig-
gengi öllu held-
ur. Þetta þarf
ekki að vera
slæmt, slík sig-
gengi geta ein-
mitt virkað sem
drifkraftur, líkt
og misfellan
milli glæpasögu
og þjóðfélags-
gagnrýni drífur sjálfa skáldsöguna, Lesið í snjóinn, áfram. Myndin segir frá hálf-
grænlenskri Smillu sem trúir ekki að 6 ára grænlenskur vinur hennar hafi dáið
af slysforam og rannsakar málið með hjálp vélvirkja sem aldrei virðist gera við
vélar. Rannsókn hennar kemur við kaunin á mörgum og leiðir hana á endanum
tU Grænlands þar sem lokauppgjörið gerist. Myndin er sögunni trú, of trú að
mínu mati, og nær því Ula að standa sem sjálfstætt verk, án þess þó að ná að
halda þeirri áhugaverðu spennu sem í bókinni flnnst. August þáttar út
glæpaplottið, en tekst hvorki að ijá því aukavægi með þjóðfélagsádeUu, né að láta
það virka mjög vel; í leit að meðalvegi situr hann uppi með meðalmennsku. Þó
Julia Ormond sem SmUla sé ekki sannfærandi sem hálfgrænlensk skUar hún
hlutverki sínu aö öðra leyti vel, og sömuleiðis er Gabriel Byme, sem vélvirkinn,
traustur. Robert Loggia sem faðir SmUlu, Moritz, sýnir góða takta og samspU
hans við bamunga konu sína og uppkomna dóttur er fyndið. Lokasenumar sem
gerast á Grænlandi eru íðilfaUegar og greinilegt að þar var mikið í borið,
Ormond meir að segja minnir á Björk um tíma, eins og tU að hnykkja frekar á
norðurslóðatengslunum. Það hefði verið gaman að sjá meira af þeirri kyrrlátri
tign sem einkenndi endalokin. í þeim senrnn sást vel hvað þessi mynd hefði get-
að orðið og hvað snjórinn getur verið faUegur á mynd.
Leikstjóri: Bille August. Handrit: Ann Biderman. Kvikmyndataka: Jorgen Persson. Tón-
list: Harry Gregson-Williams og Hans Zimmer. Aðalleikarar: Julia Ormond, Gabriel Byr-
ne, Richard Harris, Vanessa Redgrave, Robert Loggia.
-Úd
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997
Richard Harris hefur leikiö í fjölmörgum myndum, allt frá því aö hann lék í Mutiny of the Bounty
1961. Frægasta mynd hans er líklega A Man Called Horse en meöal nýrra mynda meö honum má
nefna Unforgiven. í Lesiö í snjóinn leikur hann viðskiptajöfur sem gerir hvaö sem er fyrir peninga
og völd.
Leikstjórann BUle August þarf vart að kynna
fyrir íslendingum en hann leikstýrir nýrri mynd
sem Sambíóin frumsýndu í Bíóborginni í gær-
kvöld. Þetta er dansk-ameríska stórmyndin
Smilla’s Sense of Snow eða Lesið i snjóinn sem
gerð er eftir heimsþekktri metsölubók hins
kunna rithöfúndar Peters Höegs.
Myndin segir af stærðfræðingnum og jöklasér-
fræðingnum Smillu Jasperson sem flytur með
bandarískum fóður síns til Kaupmannahafnar
eftir að grænlensk móðir deyr á Grænlandi. Það
er Julia Ormond sem leikur þessa sjálfstæðu,
greindu konu sem hefur gífurlega ríka réttlætis-
kennd.
Lítill vinur deyr
Sex ára grænlenskur vinur hennar, Esajas,
flnnst látinn í snjónum fyrir utan byggingu í
Kaupmannahöfn stuttu fyrir jól og lögreglan
kemst að þeirri niðurstöðu að um slys hafi verið
að ræða. Réttlætiskenndin rekur Smillu af stað,
hún er fær um að lesa ýmislegt úr snjónum sem
aðrir sjá ekki og henni sýnist augljóst á sporun-
um í snjónum að strákurinn hafi verið á flótta,
ekki í leik heldur vegna hræðslu við einhvem
sem elti hann.
Rannsókn Smillu leiðir það í ljós að móðir
Esajasar fær greiddan einkennilega háan ekkna-
lífeyri frá vinnuveitendum manns hennar, vold-
ugu en skuggalegu fyrirtæki, eftir að maður
hennar hafði látið lífið í óútskýrðri sprengingu í
rannsóknarleiðangri á Grænlandi. Eini banda-
maður Smillu er nágranni hennar einn, ungur
maður sem hún þekkir aðeins undir nafninu vél-
virkinn. Hann verður ástmaður hennar og sam-
an komast þau á slóðir ótrúlegustu mála, mála
sem gerast 27 ámm áður en Esajas dó en tengjast
þó dauða hans að nokkm leyti. Þau leita svara
við ótal spumingum og spennan magnast þegar
á líður og heldur áhorfandanum fongnum.
Ormond rátta konan
„Hér hafði ég fullkomið dæmi, glæpasögu þar
sem notuð em öll brögð spennumynda til þess aö
segja hluti sem em alvarlegs eðlis.
Bille August ákvað að Julia Ormond væri
rétta konan í hlutverkið eftir að hann hafði horft
á atriðið í Legends of the Fall þar sem hún játar
ást sína fyrir Brad Pitt.
„Hún var ekki aðeins gædd þeim þremur lyk-
ilhæfileikum sem við sóttumst eftir heldur hatði
hún margt til hlutverksins að leggja frá eigin
bijósti. Hún krafðist að fá að undirbúa sig svo
mikið að okkur fannst nóg um. Hlutverkið krefst
mikils, bæði andlega og líkamlega, og Julia æfði
líkt og hún ætlaði að taka þátt á sjálfum ólymp-
íuleikunum. Þegar við svo loks byrjuðum var
hún meira en tilbúin til þess að takast á við
verkið," segir Bille um leikkonuna Juliu
Ormond sem túlkar Smillu í Sambíóunum þessa
dagana -sv
Bók ársins
Anna Biderman (Copycat, Primal Fear) skrif-
aði handrit að myndinni eftir sögu Höges sem
var t.d. valin bók ársins hjá tímaritinu Time
1992. Síðan þá hefúr bókin verið þýdd á „nánast
öllum“ tungumálum og umskrifuð fyrir útvarp í
nokkrum löndum.
Kvikmyndagerðarmenn runnu fljótt á lyktina
og tugir tOboða streymdu að, frá Hollywood og
víðar, en fullur þjóðerniskenndar valdi Höeg
samlanda sinn, Bille August, til þess að gera
myndina. August var á þeim tíma á kafi í gerð
myndarinnar Jerúsalem en gaf sér engu að síður
tíma til þess að lesa bókina. Hann heillaðist á
augabragði og engu minna hrifinn varð framleið-
andinn, Bemd Eichinger, stjóri hjá Constantin
Films, náinn vinur Bille August frá því að þeir
gerðu saman verðlaunamyndina Hús andanna.
Eichinger segir að tvennt hafi dregið sig að
þessu verki; annað var tækifærið til þess að
segja sögu í óvenjulegu umhverfi, líkt og hann
gerði í myndinni í nafni rósarinnar, og hitt sú
einlæga trú hans að vinsæl afþreying geti verið
beintengd við gæði.
Julia Ormond tók hlutverk sitt í myndinni grfö-
arlega alvarlega og Bille August segir hana hafa
æft líkt og hún ætlaöi aö taka þátt á sjálfum
ólympíuleikunum.
Sambíóin frumsýndu Lesið í snjóinn í gærkvöld:
Glæpasaga með öllum
brögðum spennumynda
- óskarsverðlaunahafinn Bille August leikstýrði myndinni