Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 199' Hugmyndin var samspilshóp - segir Gylfi Gunnarsson skólastjóri „Hugmyndin var sú að stofna ein- hvers konar samspilshóp sem átti að vera andstæða við það sem verið var að gera í tónlistarskólanum að öllu jöfnu. Ég hafði reynslu af sam- spili og vissi að hægt var að gera þetta með góðum hópi. Þessi hug- mynd varð að veruleika árið 1991 þegar nokkrir nýir strákar komu í skólann, 7-9 ára gamlir. Fjórir strákar byrjuðu þá á saxófón og við röðuðum í kringum hann rafmagns- bassa, rafmagnsgítar, pianói og trommum. Þannig má segja að æv- intýrið hafi byrjað,“ segir Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Seltjarnarness, en hann hefur verið aðalmaðurinn á bak við hljómsveitina Bossanova. Gylfi er einn af þremur tónlistarkennurum sem sáu um að stofna sveitina á sín- um tíma ásamt þeim Einari Braga Bragasyni og Kára Einarssyni. „Við vildum gefa strákunum tæk- ifæri á að spila aðra tónlist en klassíska sem alla jafna er kennd í skólanum. Hljómsveitin spilaði fyrst aðallega suður-am- eríska tónlist en hefur jafnt og þétt bætt djassi inn á efnis- skrána. Fljótlega varð hljóm- sveitin fullmótuð eins og hún er í dag en hún samanstend ur af 8 strákum. Þrír eru blásarar, tveir spila á gítar og einn hver á hljómborð, bassa og trommur. Við lögðum áherslu frá byrjun að þeir lærðu allt utanbók- ar sem þeir hafa og gert. Þeir hafa alls staðar vak- ið athygli, bæði hér heima og eins á ferðalög um erlendis og verið landi og þjóð til sóma,“ segir Gylfi. að stofna Gylfi Gunnarsson og Sigurður Flosason við flygilinn í húsakynnum Tónlistar- skóla Seltjarnarness. DV-mynd S 8 hressir strákar mynda hljómsveitina Bossanova: Þrælgaman að spila þessa tónlist - segja strákarnir sem spila djass og suður-ameríska tónlist Þeir eru átta hressir strákar á aldrinum 14-17 ára og flestir búsett- ir á Seltjamamesi. Þeir hafa haldið hópinn í 6 ár eftir að þeir komu fyrst saman til að spila suður-amer- íska tónlist og djass. Þeir stofnuðu hljómsveitina Bossanova og hafa síðan slegið í gegn. Þeir hafa spilað um allt land, í sjónvarpssal og meira að segja farið þrívegis í tónleika- ferðir til útlanda. DV leit inn á æf- ingu hjá Bossanova-strákunum eitt kvöldið í síðustu viku þar sem þeir vom í húsakynnum Tónlistarskóla Seltjarnamess, á heimavelli sínum þar sem ævintýrið byrjaði fyrir sex árum. „Það er þrælgaman að spila þessa tónlist, djass og suður-ameríska, því annars væmm við jú ekki í þessu. Við höfðum fæstir verið í tónlist áður en við byrjuðum að spila sam- an en nú teljum við okkur vera orðna þokkalega góða i þessu. Við höfum æft lengi saman og hittumst nokkuð oft, bæði á æfingum og eins þegar við spilum á hinum ýmsu stöðum," segja Bossanova-strákam- ir. Þeir gáfu út geisladisk fyrir síð- ustu jól og segjast stefna á annan á þessu ári. Þeir munu halda tónleika í ráðhúsinu nk. sunnudag kl. 17 og em að æfa sérstaklega fyrir þá und- ir stjórn Sigðurðar Flosasonar, djassatvinnumanns og tónlistar- kennara. Hann hefur æft hljómsveit- Strákarnir í Bossanova- hljómsveitinni voru hressir þegar DV leit inn á æfingu hjá þeim á dögunum. Þeir eru að æfa fyrir tónleika sem fram fara í ráöhúsinu nk. sunnudag klukkan 17. DV-mynd S Þjóöhátíð í Vestmannaeyjum 1997 ÍBV - íþróttafélag óskar eftir tillögum aö þjóöhátíöar- lagi vegna þjóöhátíöar, sem haldin veröur 1.-3. ágúst 1997. Tillögum skal skila á kasettu til þjóðhátíðarnefndar eigi síöar en 1. maí nk. og berist til: ÍBV - íþróttafélag/þjóöhátíöarnefnd. BOX 175, 902 Vestmannaeyjar. „Þetta gengur mjög vel hjá strák- unum enda eru þeir mjög góðir. Það hefur verið gaman að fá tækifæri til að starfa með þessum ungu mönn- um. Þeir eru tónlistarskólanum og bæjarfélaginu hér á Seltjarnarnesi til mikils framdráttar," segir Sig- urður og hann hvetur sem flesta til að mæta á tónleikana í ráðhúsinu á sunnudag. -RR Nauðungarsala á lausafé Eftir kröfu Sigurbjörns Þorbergssonar hdl., skiptastjóra dánarbús Sjgurgeirs Sigurðs- sonar, fer fram uppboð á safni málverka eftir Sigurgéir Sigurðsson. Nauðungarsalan ferfram á skrifstofu Sigurbjörns Þorbergssonar hdl., Ingólfsstræti 3, Reykjavík, þriðjudaginn 22. apríl 1997 kl. 13.30. Sýslumaðurinn I Reykjavik ina í tengslum við þemaviku í tón- listarskólanum. Toppurinn að spila í Kbben „Við höfum farið til þriggja Norð- urlanda og spilað þar en toppurinn var að spila í Köben á síðasta ári. Það var líka mjög gaman að ná að gefa út geisladiskinn," segja félag- arnir. Samba og sagan Orðið samba á portúgölsku er komið af orðinu semba sem er algengt í bantu-máli í Vestur- I Afríku. Afrísku þrælamir, sem fluttir vom til Brasilíu á 17. og (18. öld, notuðu orðið samba mikið því það þýddi að biðja til guða eða anda forfeðranna. Það var síðan notað um helgiathöfn þar sem afrísku þrælamir döns- uðu trúardansa í afrískum rytma. í Brasilíu er samba einnig konunafn og þá þýðir það helgur dansari eða dóttir dýrlings. Samba á hljómplötu Árið 1838 kom orðið samba Ífram í fyrsta skipti sem portú- galskt orð í merkingunni dans og rytmi. Það var í dagblaðinu 0 Carapuceiro í grein sem presturinn Lopes Gama skrif- | aði. Árið 1917 hljóðritaði söngvar- inn Ernesto dos Santos lagið SPelo telefone og sönglaði með samba, samba. Upp frá því byij- uðu tónlistarmenn, sem vom af- komendur þræla, að sjá samba sem tákn um aukna sókn og möguleika í samfélagi hvítra manna. Þeh- bjuggu til samtök sem nefndust Samba-skólamir. Fátæklingar og bófar Einn af þekktum sambadönsurum um miðja þessa öld, Angenor de Oliveira, sagði í blaðaviðtali að þegar hann var ungur hefði veriö álit- ið að þeir sem dönsuðu samba væru fátæklingar eða jafhvel bófar. Þegar fólk dansaði samba á götunum í finu hverfunum eða í bakgörðum hvita fólksins stöðvaði lögreglan oftast nær dansarana. Neðanjarðar- menning Þrátt fyrir miklar vinsældir sambadansins í Brasilíu í dag er ekki litið á hann sem brasil- íska menningu heldur sem neð- anjarðarmenningu og hann nýt- ur ekki hárrar virðingar. Á hin- um þekktu og vinsælu kjöt- kveðjuhátíðum í Ríó de Janeiro og víðar í Brasilíu er samba vinsælasti dansinn og jafnframt vinsælasta tónlistin. Samba og fótbolti A knattspymuleikjum í Bras- ilíu má þó sjá fólk dansa samba á áhorfendapöllunum alls stað- ar þar sem brasilíska landsliðið fer. Það hefur meira að segja verið sagt að Brassamir leiki sambafótbolta, léttan og lipran bolta með rytma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.