Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1997 * Uppruni pitsunnar Uppruna pitsunnar er aö finna á Ítalíu eða nánar tiltekið í sunnanverðu landinu. Þeir ítalir sem urðu innflytjendur í öðrum löndum fluttu með sér menningu sína og kynntu heimsbyggðinni matinn að heiman, rétti á borð við pitsu og spagettí. Fom hefð pitsunnar Pitsa á sér forna hefð á Ítalíu og jaíhvel enn fornari heldur en pasta. Fyrstu pitsurnar voru bragögott brauð, bakað í viðar- kyntum steinofnum. Ólífum, tómötum og lauk var bætt við deigið og loks vai- svo komið að höfð var við þetta sérstök að- ferð í hverju héraði. Pitsa þró- aðist smám saman sjálfkrafa úr þessu brauði og varð að ódýr- um rétti sem dugði i heila mál- tíö. Rustica Diana Seed, höfundur met- sölubókarinnar Hundrað góðar pastasósur, gefur uppskrift að þunnri, stökkri pitsu eða Pizza rustica eins og þær heita á ítölsku. Þær eru bakaðar á svörtum plötum og seldar í sneiðum í Róm og víðar á ítal- íu. Diana segir að fyllingarnar, sem hún er langhrifnust af sjálf, séu kartöflusneiðar með rós- maríni eða sneiðar af dvergkúr- bít með mozzarella-osti. botn Pitsubotn búum við til með 25 grömmum af nýju geri. Yl- volgt vatn, 1 teskeið af salti, ein matskeið af ólífuoliu og 500 grömm af hveiti. Uppskrift og aðferð Leysið geriö upp í dálitlu yl- volgu vatni og bætið síðan við salti og olíu. Setjið hveitið í skál eða blandara og hellið ger- blöndunni út í. Bætið smátt og smátt við meira ylvolgu vatni þar til deigið er nokkuð þétt og hrærið þar til það er mjúkt og | teygjanlegt. Setjið plastþynnu ofan á skálina eða etjið deigið í stóran, olíuborinn plastpoka. Látið deigið lyfta sér í um 45 mínútur á hlýjum stað. Skiptið deiginu í sex hluta og fletjið hvem þeirra út í þunna kring- lótta köku. Kartöflu- fylling Sjóðið kartöflumar með hýð- inu þar til þær eru rétt soðnar. Afhýðið þær og skerið í þunnar sneiðar og raðið þeim á pitsu- botninn þannig að þær skarist aðeins. Stráið rósmaríni ofan á og verið óspör á það. Kryddið með salti og miklu af svörtum pipar. Dreypið dálitilli ólífuolíu á pitsurnar og bakið þær í 250 gráðu heitum í 15 mínútur. Kúrbíts- fylling Steikið létt þunnar sneiðar af Sdvergkúrbút (zucchini) í ögn af ólífuolíu. Ki-yddiö þær með salti og svörtum pipar og raðið þeim á pitsuna þannig að þær skarist. Setjið 4 eða 5 sneiðar af mozzarella ofan á og stráið ögn af nýrifnum parmaosti efst. Bakið pitsurnar í 250 gráöu heitum ofni í 15 mínútur. 15 - segir Devito Alilucio Peperóní og pipar er t.d. mjög vinsælt ofan á pits- urnar hér,“ segir Devito Alilucio. „íslendingar era góðir viðskipta- vinir og þeir elska pitsur. Ég tek eft- ir því að íslendingar vflja hafa pits- umar sterkar. Peperóní og pipar er t.d. mjög vinsælt ofan á pits- urnar hér,“ segir Devito Alilucio, sem rekur pitsastað- inn Devitos við Hlemm. Devito hefur búið á íslandi undanfarin 5 ár og er allt í senn, eigandi staðarins, matreiðslumeistari og pitsasendill. Hann opnaði staðinn sinn í febrúar 1994 og þó hann sé ekki stór þá er hann mjög vin- sæll. „Ég get ekki kvartað því það er alveg nóg að gera. Þetta kemur í lot- um og á matmálstímum er auðvitað mest að gera hjá okkur. Ég á góða viðskiptavini sem koma mjög oft og ég matreiði reglulega fyrir nokkur erlend sendi- ráð hér í borginni," segir Devito. Hann er fæddur í Alsír en ólst upp í ítölsku borginni Napólí. Hann hefur farið víða og búið m.a. í Frakklandi og Noregi áður en hann fluttist hingað til lands. Úr fiski í pitsugerð „Ég dvaldi fyrst á Isafirði eftir að ég kom til íslands og vann þar í fiski. Það var ágæt tilbreyting en síðan kom ég til Reykjavíkur og opnaði Devitos. Ég hef búið til pits- ur í 15 ár og vann mikið við það í Noregi. Mér líður vel á íslandi, land- ið er fallegt og fólkið vingjamlegt og gott,“ segir Devito. -RR Finnbjörn Ólafsson tilbúinn í slaginn meö pitsu í höndinni fyrir utan vinnustaö sinn, Domino's. Hann segir aö þaö sé mikil keyrsla aö vera pitsa- sendill. DV-mynd S *"• t fullu segir Finnbjörn Olafsson pitsasendill „Þetta er oft mikil keyrsla i orðs- ins fyllstu merkingu. Við vinnum um 50 tíma í viku og keyram eflaust yfir 100 kílómetra á hverri vakt. Að- altömin er um kvöldmatarleytið á fóstudögum og laugardögum og þá má segja að allt sé á fullu hjá okkur pitsasendlum. Það eru um 25 pitsu- sendlar hér á Grensásveginum og góður mórall í liðinu,“ segir Finn- bjöm Ólafsson, pitsusendill hjá Domino’s á Grensásveginum. Finn- bjöm er einnig nemi í viðskipta- fræði í Háskólanum. „Þetta er fint starf og sérstaklega með skólanum. Ég hef verið hér í þrjú ár eða frá því staðurinn opnaði og lengst af unnið í hlutastarfí þó ég sé fastráðinn nú,“ segir Finnbjöm. Hann segir að starfið geti stund- um verið erfitt og jafnvel dálítið hættulegt og þá sérstaklega á nótt- inni. „Ég man eftir því einu sinni þegar ég var beðinn að fara með pitsu i Mjölnisholt. Það var reyndar um hábjartan dag en liðið þar var skuyggalegt og manni stóð ekki á sama. Mér var sagt að það ætti að skrifa pitsuna á einn forsetafram- bjóðandann sem ég vissi auðvitað að var lygi en ég var smeykur og ákvað að vera ekkert að fórna mér fyrir eina pitsu. Ég lét þau því hafa pits- una og dreif mig bara hið snarasta í burtu,“ segir Finnbjöm. Hann segir að viðskiptavinimir séu í langflestum tilfellum gott fólk og skilningsríkt þó það komi fyrir að sendlunum seinki örlítið í um- ferðinni. „Það kemur þó fýrir að maður hittir á óþolinmóða einstaklinga en við sendlamir þurfum að sýna um- burðarlyndi og kurteisi. Mottóið er jú að gera allt fyrir kúnnann," segir Finnbjörn. -RR § pioimeer; The Art of Entertainment GEISLASPILARI 19.900, & SJÓNVORP OG MYNDBANDSTÆKI LOEWE.H Hljómtækja- VClðlUII Akureyri Ð462 3626 Norðurlands örugg þjónusta ífjörtíu ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.