Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 Sesselja Sólheimar voru stofnaöir 5. júlí 1930 af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur (1902-1974) sem veitti heimilinu forstöðu allt til dánardags. Sesselja var fyrsti ís- lendingurinn sem lærði um- mönnun þroskaheftra en hún stundaði nám í Sviss og Þýska- landi. Sesselja hreifst af hug- myndafræði þýska bókmennta- fræðingsins og heimspekingsins Rudolfs Steiners og studdist um margt við hugmyndafræði hans í störfum sínum. Hún lagði ríka áhersla á heilnæmt fæði, lífræna ræktim og listræna tjáningu í meðferðar- og umönnunarstarfi. Sólheimahús Starfsemin hófst 5. júlí 1930 í tjöldum og bárujámsskúr sem í var matreitt. Á sama tíma hófst bygging Sólheimahúss. Um haustið, 4. nóvember, var húsiö fokhelt og starfsemin flutt í kjall- arann. Sesselja bjó alla tíð i her- bergi í kvisti Sólheimahúss. Byggð í Grímsnesi Sólheimar eru byggðahverfi. Þar búa nú um 100 manns, þar af 40 fatlaðir einstaklingar. Vist- heimiliö á Sólheimum var lagt niður 1993 og sjálfstæð búseta tók við. Allir íbúarnir búða í íbúðarhúsnæði sem Sólheimar og Styrktarsjóður Sólheima hafa byggt. 1 einbýlishúsum búa 4-5 saman en hluti íbúa býr í ein- staklings- eða paríbúðum og standa sjálfir fyrir heimilishaldi en geta sótt aðstoð til heimilis- þjónustu með þá þætti sem þeir valda ekki að fullu eða þarfhast stuðnings með. Nöfn úr verkum Lax- ness íbúðarhúsnæði á Sólheimum ber nöfn úr verkum Halldórs Laxness. Má þar nefha Steina- hlíö, Brautarholt, Sumarhús og íbúöir standa við götuna Undir- hlið. Starfsemi þjónustumið- stöövar er þríþætt og nær til bú- setu, atvinnu- og tómstunda- starfs. Skógræktar- og garð- yrkjustöð í skógræktarstööinni Ölri eru ræktaðar trjáplöntur, runnar og blóm með lifrænum aðferðum. Alls eru þar í ræktun um 120 teg- undir. Meginhluti framleiðsl- unnar er seldur til sumarbú- staðafólks og bæjarfélaga en einnig er mikið gróðursett í landi Sólheima. Garðyrkjustöðin Sunnar hefur með höndum um- fangsmikla framleiðslu lífræns ræktaðs grænmetis í gróðurhús- um og útimatjurtargöröum. Helstu tegundir eru tómatar, gúrkur og paprikur í gróðurhús- um en gulrætur, kartöflur, rófur og kál í útiræktun. Lífræn rækt- un byggist á því að varðveita frjósemi jarðvegsins fyrir okkur sjálf og framtíðina. Þess vegna eru hvorki notuö eiturefhi né til- búinn áburður. Sólheimaíbúar eru frumkvöðlar í lífrænni rækt- un á íslandi. Sundlaug og íþrótta- hús Sundlaugin var byggð 1942 og er mikið notuð af íbúum og gest- um. Öll hús á Sólheimum eru hituð með heitu vatni úr Sól- heimahvernum. íþróttaleikhús var byggt árið 1986. Safhað var fyrir byggingunni með íslands- göngu Reynis Péturs Ingvarsson- ar. íþróttaleikhúsið gegnir miklu hlutverki í félags- og menningar- lífi íbúa Sólheima. Aðalsalur hússins er notaður undir sam- verustund að morgni hvers starfsdags, líkamsþjálfun, leik- listarstarfsemi, fundi og ráð- stefhur. í kjallara er nú unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun, nudd, heilsurækt, fótsnyrtingu og hárgreiðslu. M Jr ^ 4í M* /íinÉHHA Sólheimar, og um leið ísland, fengu þá alþjóöaviöurkenningu aö vera valdir I hóp 15 sjálfbærra og vistvænna byggöahverfa. Þessi samfélög mynda meb sér samtök sem nefnast Global Eco-Village Network. Sólheimar hafa jákvæöa sérstöbu meöal þessara samfélaga vegna fatlaöra fbúa. Eco-Village er öflug alþjóöleg hreyfing sem byggir upp samfélög og byggöahverfi sem eiga aö vera fordæmi og fyrirmyndir fyrir abra byggöarkjarna. Hér spila saman svib um- hverfismála, í vlöustu merkingu, félagsmála og andlegra sjónarmiða. Sjálfbær þróun hefur veriö skilgreind sem þróun sem fullnægir þörfum íbúa heims án þess aö rýra möguleika komandi kynslóöa til ab fullnægja þörfum sínum og velja sér sér eigin lífshætti. Bryndís Schram, spilastjóri í svartapétri: Vann tvítug að aldri á Sólheimum „Ég tengist Sólheimum frá fomu fari því ég vann þar sem einstæð móðir, rétt tvítug að aldri,“ segir Bryndís Schram en hún stjómaði svartapétursmótinu á Sólheimum sem haldið var fyrir tíu dögum. Þetta er annað skiptið í röð sem Bryndís er spilastjómandi en áður hafði hún hlaupið í skarðið tvisvar sinnum og leyst Svavar heitinn Gests af en hann var spilastjóri í mörg ár. „Ég vann og bjó með þeirri merku konu Sesselju Sigmundsdóttur, stofhanda Sólheima, þetta sumar. Hún var brautryðjandi og byggði að- ferðir sínar á kenningum Rudolfs Steiners. Húsið, sem við bjuggum í, var merkilegt að því leyti að þar var engin bein lína og enginn nagli í innviðum. Þetta var í upphafi starfs Sólheima og þau böm sem voru þá heimilismenn eru sum ennþá bú- andi þama, nú fullorðið fólk. Mér finnst alltaf gaman að koma í heim- sókn og rifja upp gömul kynni við þau. Það er svo margt gott í þessu fólki sem ekki finnst í mörgiun sem teljast heilbrigðir. Það er folskva- laus einlægni og væntumþykja sem er sérstök.“ Sólheimar hugleiknir frá upphafi Bryndís segir að frá upphafi hafi Sólheimar verið henni hugleiknir en aðstæður hafi orðið til þess að sambandið var stundum stopult. Þegar hún tók við stjórn Stundar- innar okkar var hennar fyrsta verk að fara í heimsókn að Sólheimum og spjalla við heimilismenn. Á sextíu ára afmæli Sólheima fyrir sex árum gerði hún þátt ásamt Tage Amm- endrap um starfsemina og var hann sýndur í Sjónvarpinu. „Lionshreyfingin með Svavar Gests í fararbroddi hefur stutt dyggilega við starf Sólheima, svo og margir aðrir. Það hefur margt breyst á þeim tæpum fjöratíu árum frá því ég kom að Sólheimum fyrst. Núna em Sólheimar fallegur og yndislegur staður þar sem starfsem- in er til mikillar fyrirmyndar. Það er mikil starfsemi í gangi og nú eru Sólheimar komnir í hóp 14 vist- þorpa í heiminum sem er mikill heiður fyrir byggðina," segir Bryn- dís Schram, spilastjóri í svartapétri. -jáhj Spilastjórinn Bryndfs í hópi verölaunahafanna f svartapétri. íslandsmeistari f svartapétri 1997 er Smári Ársælsson frá Selfossi (meö gleraugun), f ööru sæfi varö Hafsteinn Magnússon og f þvf þribja Arna Rós Sigurjónsdóttir en þau tvö síöasttöldu búa á Sólheimum. Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd Vinningshafar í litaleik Verölaunin eru glæsileg: 30 myndbönd: Óskar Elías Sigurfisson Katrfn Ósk Jóhannesdóttir Stetán Páll Þóröarson Nr. 5950 Nr. 8626 Nr. 9069 Jóhann P. Bergþórsson Helórún Þóróardóttlr Auöur Allansdóttlr Nr. 5640 Nr. 5833 Nr. 9463 Bryndls Valdimarsdóttir Sandra Dögg Svansdóttir Slgrún Eir Elnarsdóttlr Nr. 9862 Nr. 6180 Nr. 7290 Hilmar Hjartarson Heba Katrfn Slgþórsdóttír Þórarinn Magnússon Nr. 2213 Nr. 7998 Nr. 3050 Haraldur Lúóvfk Þorgeröur og Kristín Llnd Tanja Huld Guömundsdóttlr Nr. 5498 Nr. 1671 Nr. 7393 Jón Þór Arngrímsson Sara K. Svelnsdóttir Unnur Einarsdóttir Nr. 2203 Nr. 10423 Nr. 5287 Dagrún Jónasdóttir Eva Hrund Aóalbjarnardóttir Kári Guómundsson Nr. 6826 Nr. 6612 Nr. 10374 Sunna Lind Brynjar Örn Harpa Sll Þórsdóttir Nr. 5673 Nr. 3151 Nr. 4126 Þóra Lllja Ragnarsdótllr Margrét Ó. Halldórsdóttlr Jóhanna M. Hlynsdóttlr Nr. 9290 Nr. 9357 Nr. 7932 Harpa Hrönn Harpa Gunnarsdóttir Velgar Þór Ástvaldsson Nr. 9423 Nr.6430 Nr. 9864 Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Vinningarnir veröa sendir í pósti næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.