Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 miöná Uppreisnarforinginn í Saír hulin ráðgáta BílavörubúSin FJÖDRIN I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI588 2550 Q0B Ibúar Kisanganis, áöur Stanleyville, fögnuöu ákaft er Kabila tók borgina í mars síöastliönum. Símamynd Reuter Uppreisnarforinginn Laurent Kabila þykir vera ráðgáta. Hann er að vísu hetja í augum skæruliða en stjórn Mobutus Seses Sekos lýsir honum sem leikbrúðu yfírvalda í nágrannaríkinu Úganda. Lýsing byltingarforingjans Che Guevara á Kabila þykir enn háðulegri. Þegar leiðir þeirra lágu saman í nokkra mánuði á miðjum sjöunda áratugn- um kallaði Che Guevara Kabila „túrista“. Kabila fæddist í borginni Kalemie sem á dögrnn nýlendutímabils Belga Erlent fréttaljós á laugardegi hét Albertville. Fyrirmynd Kabiia var Patrise Lumumba, fyrsti forsæt- isráðherra sjálfstæðs Kongós, sem var myrtur 1961. Þremur árum seinna, er Kabila var 23 ára, tók hann þátt í uppreisn marxista. Uppreisninni, sem kost- aði 500 þúsund manns lífið, lauk ekki fyrr en eftir tvö ár þegar ofur- stinn Joseph-Desiré Mobuto tók völdin 24. nóvember 1965. Með sigri Mobutus hörfuðu skæruliðar til fjalla í austurhluta landsins. Che Guevara kallaði Kabila túrista Meðan þeir dvöldu þar tókst engu. Hann sagði Kabila ekkert annað en túrista sem væri oft á ferðalögum erlendis. „Hann sagði mér aldrei að hann væri óánægöur," sagði Kabila í við- tali við fréttamenn frönsku frétta- stofunnar AFP í Goma í janúar síð- astliðnum. „Það er munur á milli landa. Byltingar hafa ekki allar sama markmið." Minnir á vingjarnlegan föður Kabila, sem er 56 ára, er meðal- maður á hæð, snöggklipptur og minnir í fyrstu á vingjarnlegan fóð- ur. Það hversu bústinn hann er ýtir undir þá ímynd. Þessi ímynd er þveröfug við þá sem menn hafa af grönnum og stæltum skæruliða. Uppreisnarforinginn klæðist oft kakílituðum safarífötum og tenniss- kóm. Þannig var hann einnig klæddur er hann tók á móti frétta- mönnum AFP i Goma i íburðarmik- illi villu sem tilheyrði Mobutu. Vill- an er við Kivuvatn og ungir menn, vopnaðir AK-47 rifflum, gættu henn- ar. Kabila virtist ekki passa inn i þetta lúxusumhverfi. Mobutu er einn af ríkustu mönnum í heimi og eru auðæfi hans metin á um 300 milljarða íslenskra króna. Kabila talar rólega og vandar yfirleitt orðaval sitt. Þegar talið berst að Mobutu reynir hann hins vegar ekki að stilla sig og kallar for- setann bölvaðan einræðisherra. Kabila hefur veriö sakaöur um aö bera ábyrgö á fjöldamoröum á flóttamönn- um. Hann hefur einnig skipt sér af starfsemi hjálparstofnana. Símamynd Reuter Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli í flestar gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- mönnum okkar í síma 588 2550. Mobutu Sese Seko, forseti Saírs, Nelson Mandela, forseti Suöur-Afríku, og Laurent Kabila uppreisnarleiötogi hittust fyrir viku og ræddu valda- skipti í Saír. Símamynd Reuter þeim að afla málstað sínum fylgis hjá Che Guevara. Honum hafði sinnast við félaga sinn, Fídel Kastró, sem þá þegar var orðinn leiðtogi Kúbu. Ásamt nokkrum hópi Kúbu- manna leit Che Guevara á hjarta Afríku sem stökkbretti byltingar marxista um allan heim. Á sjö mán- uðum varð draumur Guevara að Sakaður um smygl á gulli og demöntum Lítið er vitaö hvað dreif á daga Kabila milli 1960 og 1990. „Ég var úti í skóginum," hefur hann sagt. Einn af aðstoðarmönnum Kabila sagði að hann hefði um skeið búið í Tansaníu, Keníu og Úganda. Kabila hefur vísað á bug fullyrð- ingum um að hann hafi grætt tals- vert á gull- og demantaviöskiptum við aðila í Bujumbura, höfuðborg Búrúndí, þar sem mikilvægir mark- aðir eru fyrir málm. Því hefur reyndar verið haldið fram að Kabila hafi smyglað filabeini, gulli og demöntum í gegnum Búrúndí. Stjóm Mobutus hefur haldið því fram að Kabila sé ekkert annað en strengjabrúða Rúanda og Úganda. Nágrannarnir í austri hafi kynt undir uppreisn tútsa. Yfirvöld Uppreisnarleiðtoginn Laurent Kabila ræöir viö liösmenn sína f Uvira þar sem borgarastríðiö í Saír hófst í október siö- astliönum. Símamynd Reuter geti komið á sáttum í Saír. Hann hefúr verið sakaður um að bera ábyrgð á fjöldamorðum á flótta- mönnum. Hann hefur einnig skipt sér af starfsemi hjálparstofnana. Kabila er hins vegar augljós sig- urvegari í borgarastyrjöldinni í Saír. Og það er við hann sem Bandaríkin og aðrar þjóðir þurfa í auknum mæli að semja. Gefur loforð en svíkur þau síðan Bandarískir embættismenn við- urkenna að þeir þekki lítið til Kab- ila. Enginn viti í raun til hvaða að- gerða hann muni grípa. Bandaríkjamenn hafa hvatt Kab- ila til að samþykkja bráðabirgða- stjórn með þátttöku annarra stjóm- arandstæðinga, eins og til dæmis Etienne Tshisekedis. Ekki er talið ólíklegt að Kabila virði ekki þessa ósk. Tshiekedi er vinsæll og Kabila gæti stafað pólitísk hætta af honum. Bandarískir embættismenn benda á að það geti orðið dýrt spaug að virða að vettugi ósk bandarískra yfirvalda. Aðstoð Bandaríkjanna við aö enduruppbyggja Saír sé háð vilja Kabila til að framfylgja lýð- ræði, stuðla að frjálsum mörkuðum og halda kosningar. Fufltrúi alþjóðlegrar hjálparstofn- unar segir að Kabila þurfi að út- skýra ýmislegt þegar hann kemst til valda. Jafnframt verði að hafa í huga að Kabila sé vanur að gefa lof- orð og svikja þau. Byggt á AFP og Reuter Ibrink beggja ríkja hafa neitað allri aðild og sömuleiðis Búrúndí. Tútsar eru við völd í öllum þremur ríkjunum. Tútsar voru fórnarlömbin í þjóðar- morðinu sem öfgamenn af ættbálki hútúa frömdu í Rúanda fyrir þrem- ur árum. í október síðastliðnum sameinað- ist flokkur tútsa í Saír Þjóðbylting- arflokki Kabila. Saman mynduðu flokkamir Bandalag lýðræðisaf- lanna sem berst fyrir frelsi Saírs. Grunsamlegt viðhorf til lýðræðis Bandaríkjamenn, sem hafa veitt Mobutu mifljónir dollara í aðstoð undanfarna þrjá áratugi vegna stuðnings hans í baráttunni gegn kommúnisma, hafa vaxandi áhyggj- ur af væntanlegum valdaskiptum í Saír. Laurent Kabila hefur aldrei stjórnað landi og viðhorf hans til lýðræðis og frjálsra markaða þykir grunsamlegt. Vafi þykir leika á því að hann Skák & mát Fylgstu með einvíginu: http//www.nyher ji.is m Unix iölva ====-= NYHERJl RS/6000 DRÁTTAR- BEISLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.