Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 ^3"V ★ errir '★ ★' Leikskólakennarar og sveitarfélögin: Kjaradeilan í hörðum hnút „Ég get ekki verið bjartsýn. Launanefnd sveitarfélaga hefur staðið fast á 20% hækkun og segir að það sé ekki meira í pottinum en ég hef nefnt töluna 30% sem algjört lágmark,“ sagði Björg Bjamadóttir, formaður Félags íslenskra leik- skólakennara, við DV. Kjaradeila leikskólakennara og sveitarfélaganna er nú í hörðum hnút og mikið ber á milli. Ekkert þokaðist á síðasta samningafundi en næsti fundur var boðaður í morgun. Hátt á fjórða hundrað manns mætti á baráttufund sem félagið gekkst fyrir í fyrradag. Björg sagði að þar hefði verið mikil stemning, fullur stuðningur hefði komið fram og það gæfi forystunni byr undir báða vængi að halda áfram í fúllri sókn en hopa hvergi. Allt að þúsund leikskólakennarar munu fara í verkfall, ef til þess kem- ur, þann 22. september nk. í um 200 leikskólum víðs vegar um landiö. í þeim eru um 15.000 böm. Þá starfa leikskólakennarar víða í gmnnskól- um þar sem starfræktur er heils- dagsskóli og eins inni í sérdeildum grunnskólanna, barnadeildum á sjúkrahúsum og sambýlum fyrir fatlaða. Loks era ótaldar þær fjöl- mörgu fjölskyldur sem hafa engin úrræði hvað varðar bamapössun ef af verkfalli verður. Verkfall leik- skólakennara hefði því mjög víðtæk áhrif. Björg benti á að huga þyrfti að stöðu þess starfsfólks í leikskólum sem ekki hefði réttindi sem leik- skólakennarar. Sá hópur væri nær 60% allra þeirra er störfuðu á leik- skólum. „Þessir starfsmenn leggja ekki niður vinnu þar sem þeir era i öðr- um stéttarfélögum. En þeir mega ekki taka á móti bömum þar sem það eru leikskólakennaramir sem bera faglega ábyrgð.“ -JSS Kjarabarátta leikskólakennara ÖNú OTilboö sveitarfélaga @ Kröfur leikskólakennara 120.000 kr. 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 Byrjunarlaun Eftlr 18 ár Framkvæmdastjóri Dagvistar barna: Leikskól- unum ein- faldlega lokað „Það er alveg ljóst, að það verður engin starfsemi fyrir böm hjá okkur ef til verkfalls kemur. Leikskólunum verður einfaldlega lokað,“ sagöi Berg- ur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar bama, vegna yfirvofandi verkfalls leikskóla- kennara. Aðspurður um þá starfs- menn leikskólanna sem eru í öðrum stéttarfélögum sagöi Bergur að flestir þeirra væru í starfsmannafélaginu Sókn. „Þessir starfsmenn mega ekki reka leikskóla og það væri klárt verkfallsbrot ef þeir reyndu að ganga í verk leik- skólakennaranna." Bergur sagði að fjörmargir foreldrar hefðu haft samband viö Dagvist bama vegna þeirr- ar alvarlegu stöðu sem komin væri upp í kjaradeilu leik- skólakennara og sveitarfélag- anna. „Fólk hefur eðlilega þimgar áhyggjur af þessu en við getum náttúrlega ekkert sagt.“ -JSS Landssamtök foreldra barna á leikskólum: Pringles-kartöfluflögur í röngum tollflokki: Mikil ringul- reið á vinnu- markaði „Ef kemur til verkfalls mun skap- ast mikil ringulreið úti á vinnu- markaðinum,“ sagði Elisabet Gísla- dóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Landssamtaka foreldra barna í leik- skólum. Deildin mun hitta Lands- samtökin á fundi nk. mánudag ef kjaradeila leikskólakennara verður ekki leyst þá. Þar verður staðan rædd og hvað hægt sé að taka til bragðs ef verkfall skellur á. Elisabet sagði að landssamtökin væra enn ekki farin að hugleiða viðbúnað ef til verkfalls kæmi. „En því er ekki að neita að fólk er vissulega farið að hafa áhyggjur af því hvað það á að gera. Um er að ræða minnstu böm- in og foreldrar verða hreinlega að taka þau með sér í vinnuna eða taka sér frí. Ég er mjög hneyksluð á því hvemig framkvæmdin á samninga- viðræðunum hefur verið. Leikskóla- kennarar boðuðu verkfall i maí en ekki var boðað til fundar fyrr en 1. ágúst. Þetta eru fomeskjuleg vinnu- brögð að til verkfalla þurfi að koma. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að virða manneskjuna meira en svo að það skuli koma til þess að það þurfi að grípa til örþrifaráða." -JSS Skúlagötudeilan: Fimmfalt brot borgaryfirvalda - segir Svan Friögeirsson byggingameistari Vegna fréttar í DV á fóstudag um deilu íbúa að Skúlagötu 40 við skipu- lagsyfirvöld Reykjavíkurborgar vill Svan Friðgeirsson byggingameistari taka fram að skipulagsyfirvöld séu að brjóta gegn skipulagsákvæðum og deiliskipulagi Skúlagötusvæðisins í fimm atriðum. Svan segir að í fyrsta lagi sé bygg- ingareitum breytt frá samþykktu deiliskipulagi svæðisins. í öðru lagi sé leyft portbyggt þak sem einungis er leyft á fjölbýlishúsum á Skúlagötusvæðinu en ekki á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði sem sam- kvæmt skipulaginu skal rísa við norð- anverða Skúlagötu. Þessi hús megi samkvæmt því einungis hafa flöt þök. í þriðja lagi mega port á fjölbýlis- húsum sunnanmegin við Skúlagötu aðeins vera 1,3 metrar á hæð en verða á þessu nýja verslunarhúsi 2,20 m. í fjórða lagi er farið með bygging- amar út fyrir fyrir fram útmælda byggingareiti sem þýðir það að húsin verða stækkuð að flatarmáli frá því sem leyfilegt er samkvæmt skipulagi. í fimmta lagi verður hæð húsanna um 10 metra umfram leyfilega hæð húsa norðan Skúlagötu samkvæmt skipulagi. -SÁ Borga lægri toll - mistök en ekki misferli, segir deildarstjóri Tollsins Pringles-kartöfluflögurnar hafa veriö f röngum tollflokki i heilt ár. Þar meö hafa innflutningsaöilar borgaö mun lægri tollgjöld en þeir áttu aö gera. Innflutningsaðilar Pringles-kart- öfluflaganna hafa borgað mun lægri tollgjöld fyrir vörana en þeir áttu að gera. Ástæðan er sú aö kartöfluflög- urnar hafa verið í röngum tollflokki i heilt ár. Pringles-flögumar vora fluttar inn sem komflögur, en þær tilheyra öðrum tollflokki með lægri tollgjöld- um en sá flokkur sem kartöfluflögur tilheyra. Málið er nú til rannsóknar hjá Tollstjóraembættinu. • Sveinbjöm Guðmundsson, deildarstjóri hjá embættinu, segir að svo virðist sem um mistök sé að ræða en enginn grunur um tollmisferli. „Við erum að kanna þetta mál. í þessum kartöfluflögum er ekki ein- ungis kartöflumjöl heldur ýmis önn- ur mjöl líka. Það virðist ekkert mis- ferli vera í gangi heldur er hér um að ræða mistök og athugunarleysi í tollafgreiðslunni. Þetta þarf að leið- rétta og koma á hreint,“ sagði Sveinbjöm, aðspurður um málið. Getur skipt milljónum Aðspurður um upphæðir sem misfarast við mistök sem þessi sagði Sveinbjöm: „Ég er nú ekki með neinar tölur fyrir framan mig enda ekki búið að fullrannsaka þetta. Það er ljóst að það geta verið verulegir hagsmunir og upphæðir í veöi þegar vörar era misreiknaðar á milli tollflokka. Ef varan er í mik- illi umferð á markaði þá getur þetta skipt milljónum króna.“ Gerist of oft Sveinbjöm segir að mistök sem þessi gerist oft í tollafgreiðslu. „Manni fmnst þetta gerast of oft og auðvitað þarf að hafa þessi atriði í betra lagi. En ef við eigum að vera vissir um að allt sé 100 prósent rétt þá kostar það mikla vinnu, mann- skap og peninga. Þetta er ekki talið neitt forgangsverkefni. Það kemur oft fyrir að vörur era ekki fluttar í réttum tollflokkum og þá era toll- gjöld kannski of há eða of lág. 1 langflestum tilfellum kemur hið rétta i ljós og þá er þetta leiðrétt. Spumingin er hvort þetta er vísvit- andi gert eða mistök séu í gangi,“ sagði Sveinbjöm. -RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.