Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 DV dagur í lífi Dagur í lífi Auflar Bjarnadóttur. leikstjóra Ástarsögu 3: Annríkisáráttan - landlægur sjúkdómur Ég vaknaði árla morguns löngu áður en klukkan, bömin og skyld- ur dagsins ætluðust til. Greip þess vegna bók Fríðu Á. Sig., í luktum heimi, sem fjallar m.a. um áleitnar spumingar mannsins um ástina, hamingjuna og dauðann ... efni sem er mér mjög hugleikið þessa dagana enda að undirbúa fmmsýn- ingu á Ástarsögu 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur í Borgarleikhúsinu á fóstudag. Morgundrykkja verka- mannsins Mundi þá að mig hafði dreymt leikarana mína þrjá eins og fyrri daginn. í þetta sinn vorum við komin í útilegu. Börnin minntu á indælan hversdaginn, morgun- matur, iþróttaíot, nesti og af stað inn í daginn. Rakst í fang vin- konu minnar og gáfum við okkur leyfi til morgundrykkju verka- mannsins á kaffistofu í Ármúlan- um. Hitti blaðamann Mbl. meö Kristínu Ómarsdóttur kl. 10 þar sem við ræddum um leikritið, ástina, dauðann og Díönu prinsessu. Eftir að hafa skotist á kaffihús með Kristínu hófum við síðan æfingu með leikurunum kl. 12, fórum yfir stöðuna og rædd- um ýmis mál. Hittum blaðamann DV og ræddum við hann um sýn- inguna. Kenndi Þorsteini að prjóna Fór heim um þrjúleytið, borð- aði og fór með syni mínum að kaupa Arsenal-íþróttabol - glöð að geta staðið við loforðið. Keyrði hann á fótboltaæfingu en fór sjálf að hlusta á undurfagran söng i miðbænum þar sem verið er að leita að söngvara fyrir eitt hlut- verkið í Söngvaseiði sem ég mun leikstýra á Akureyri seinna í vet- ur. Átti stuttan fund með Láru Stefánsdóttur til að ræða dans- sýningu okkar hjá Svöluleikhús- inu í Tjamarbíói í lok þessa mán- aðar. Fór síðan aftur upp í Borg- arleikhús og undirbjó forsýningu á Ástarsögu 3 sem byrjaði kl. 20. Kenndi Þorsteini Gunnarssyni að prjóna i hléinu. Ánægð með kvöldið Það var gott að fá fólk í salinn eftir að hafa verið að vinna náiö í litlum hóp svo lengi. Ánægðar með kvöldið og frábærar viðtökur áhorfenda, vitandi að nú getum við fljótlega klippt á naflastreng vinnu okkar, fórum við Kristín, Þórunn leikmynda- og búningahönnuður og ég á Kringlukrána. Fengum okkur rauðvínsglas og ræddum auðvitað áfram um leikritið, ást- ina, dauðann og Díönu prinsessu. Fór heim þreytt en ánægð með að eiga góðan stuöningshóp í bænum sem tekst á við annríkisáráttuna, landlægan sjúkdóm okkar íslend- inga. En gott er að sofna (segi ekki klukkan hvað!) í góðu trausti á Guð og lukkuna. Finnur þú fimm breytingar? 428 Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrír getraun nr. 426 eru: Þorsteinn A. Georgsson, Norðurvellir 6. 230 Keflavík. Anna Aðalheiður. Lyngmóar 9. 210 Garðabær. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfii sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 428 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.