Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 DV
dagur í lífi
Dagur í lífi Auflar Bjarnadóttur. leikstjóra Ástarsögu 3:
Annríkisáráttan - landlægur sjúkdómur
Ég vaknaði árla morguns löngu
áður en klukkan, bömin og skyld-
ur dagsins ætluðust til. Greip þess
vegna bók Fríðu Á. Sig., í luktum
heimi, sem fjallar m.a. um áleitnar
spumingar mannsins um ástina,
hamingjuna og dauðann ... efni
sem er mér mjög hugleikið þessa
dagana enda að undirbúa fmmsýn-
ingu á Ástarsögu 3 eftir Kristínu
Ómarsdóttur í Borgarleikhúsinu á
fóstudag.
Morgundrykkja verka-
mannsins
Mundi þá að mig hafði dreymt
leikarana mína þrjá eins og fyrri
daginn. í þetta sinn vorum við
komin í útilegu. Börnin minntu á
indælan hversdaginn, morgun-
matur, iþróttaíot, nesti og af stað
inn í daginn. Rakst í fang vin-
konu minnar og gáfum við okkur
leyfi til morgundrykkju verka-
mannsins á kaffistofu í Ármúlan-
um. Hitti blaðamann Mbl. meö
Kristínu Ómarsdóttur kl. 10 þar
sem við ræddum um leikritið,
ástina, dauðann og Díönu
prinsessu. Eftir að hafa skotist á
kaffihús með Kristínu hófum við
síðan æfingu með leikurunum kl.
12, fórum yfir stöðuna og rædd-
um ýmis mál. Hittum blaðamann
DV og ræddum við hann um sýn-
inguna.
Kenndi Þorsteini að
prjóna
Fór heim um þrjúleytið, borð-
aði og fór með syni mínum að
kaupa Arsenal-íþróttabol - glöð
að geta staðið við loforðið. Keyrði
hann á fótboltaæfingu en fór sjálf
að hlusta á undurfagran söng i
miðbænum þar sem verið er að
leita að söngvara fyrir eitt hlut-
verkið í Söngvaseiði sem ég mun
leikstýra á Akureyri seinna í vet-
ur. Átti stuttan fund með Láru
Stefánsdóttur til að ræða dans-
sýningu okkar hjá Svöluleikhús-
inu í Tjamarbíói í lok þessa mán-
aðar. Fór síðan aftur upp í Borg-
arleikhús og undirbjó forsýningu
á Ástarsögu 3 sem byrjaði kl. 20.
Kenndi Þorsteini Gunnarssyni að
prjóna i hléinu.
Ánægð með kvöldið
Það var gott að fá fólk í salinn
eftir að hafa verið að vinna náiö í
litlum hóp svo lengi. Ánægðar með
kvöldið og frábærar viðtökur
áhorfenda, vitandi að nú getum við
fljótlega klippt á naflastreng vinnu
okkar, fórum við Kristín, Þórunn
leikmynda- og búningahönnuður
og ég á Kringlukrána. Fengum
okkur rauðvínsglas og ræddum
auðvitað áfram um leikritið, ást-
ina, dauðann og Díönu prinsessu.
Fór heim þreytt en ánægð með að
eiga góðan stuöningshóp í bænum
sem tekst á við annríkisáráttuna,
landlægan sjúkdóm okkar íslend-
inga. En gott er að sofna (segi ekki
klukkan hvað!) í góðu trausti á
Guð og lukkuna.
Finnur þú fimm breytingar? 428
Nafn: _
Heimili:
Vinningshafar fyrír getraun nr. 426 eru:
Þorsteinn A. Georgsson,
Norðurvellir 6.
230 Keflavík.
Anna Aðalheiður.
Lyngmóar 9.
210 Garðabær.
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfii sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 428
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík