Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 10
.o yfirheyrsla LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 JD,"V’ Nýkjörinn biskup, sára Karl Sigurbjörnsson, í DV-yfirheyrslu: mína andstæðinga - Hvemig skýrir þú þann fjölda úrsagna sem orðið hefur úr þjóð- kirkjunni að undanfömu? „Það er engin ein skýring, ótal margt kemur þar til. Ljóst er að þau erfiðu mál sem einkenndu umræðu um kirkjuna á undanfórnum miss- erum hafa haft áhrif. Hins vegar hefur fylgi við þjóðkirkjuna verið nokkuð stöðugt miðað við það sem ætla mætti af þjóðfélagsþróuninni." - Hvað hyggst þú gera til að ná til baka því fólki sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni? „Ég held að eina svarið sem kirkj- an hefur sé að vanda sig betur. Vanda betur það sem hún er að gera og muna eftir því að hún er kristin kirkja. Ég legg mikla áherslu á að hún takist á við innri uppbyggingu og endurnýjun hins andlega lífs kirkjunnar. Að það sé hugað að þeim þáttum er snerta tilbeiðslu og trúarlíf og þátt kirkjunnar í leiö- sögn um þá hluti. Það er mikil trú- arleit í samfélaginu og kirkjan hef- ur oft ekki verið í stakk búin til að mæta henni. Hún þarf að gera það með markvissari hætti en hún hef- ur gert.“ Viðhorfsmótandi skoðanakannanir - Nýlegar kannanir hafa sýnt að sex af hverjum tíu vilji að- skilnað ríkis og kirkju. Hvernig hyggst þú sannfæra þennan hóp um að hann hafi rangt fyrir sér? „Ég tel að spurningar í þessum könnunum séu án forsendu, hvað sé átt við með aðskilnaði ríkis og kirkju. Sambúð ríkis og kirkju á ís- Yfirheyrsla Björn Jóhann Bjömsson landi er þúsund ára hjónaband og þar áður 700 ára í Evrópu, allt frá dögum Konstantínusar mikla. Á ýmsu hefur gengið í þessu sam- bandi en ég tel að það hafi haft ómetanlega þýðingu fyrir menningu okkar heimshluta og þjóðar. Þegar spurt er um aðskilnað þá liggur ekki fyrir til hvers og af hverju. Tengslin veröa aldrei rofin með einu pennastriki því ríki og kirkja eru samofin í þjóðfélaginu. Kirkjan getur aldrei sagt skilið við það ríki sem hún býr í. Ríkið getur aldrei sagt skilið við átrúnaðinn í landinu. Það er meiningarlaust. Sambúðin getur hins vegar verið með ýmsu móti. Eru menn að tala um aðskiln- að ríkis og kirkju með þeim for- merkjum að ísland verði gjörsam- lega hlutlaust í siðgæðisefnum? Eru menn að tala um að hætt verði aö kenna kristinfræði i skólum? Á að hafa Kringluna opna á aðfangadags- kvöld? Á að hætta að syngja Ó, Guð vors lands? Þannig er hægt að spyrja margs um hvað býr að baki spurningunni um aðskilnað áður en maður getur sagt já eða nei. Síend- urteknar skoðanakannanir í þessa veru eru viöhorfsmótandi.“ Kirkja sem boðar og hlustar - Hvort á kirkjan að þróast sem safnaðarkirkja eða kennimanna- kirkja? „Ég lít ekki á þetta sem andstæð- ur. Ég vil sjá kirkjuna opna, víð- sýna og umburöarlynda, með breið- an snertiflöt við þjóðina. Ég vil styrkja samfylgd kirkju og fólksins í blíðu og stríðu. Að kirkjan sé þess meövituð að hún sé kirkja Jesú að vissulega megi gera enn betur. Kirkjan þarf til dæmis með mark- vissari hætti að hlúa að trúarupp- eldinu sem á sér stað inni á heimil- um landsins. Um 150 prestar eru starfandi í landinu og það er mikil- vægt starf sem þeir vinna en mikil- vægasta hlutverkið í kirkjunni og veigamesta embættið er hjá fóður eða móður sem biður fyrir baminu sínu. Kennir því að biðja og þekkja Guð og Jesú Krist, breyta rétt, elska hið góða.“ Prestskosningar lítt fýsilegar - Við erum að tala um þjóð- kirkju, kirkju fólksins. Er ekki í ljósi þess eðlilegt að fólkið fái að kjósa sér presta og biskupa? „Þetta hefur til langs tíma verið vandasöm spuming innan íslensku þjóðkirkjunnar. Kirkjunnar menn hafa oft talað um það að losna við prestskosningar þar sem með þeim hafi fagleg sjónarmið við ráðningu ekki verið tryggð. Nú er komið ann- að upp á teninginn sem gerir prests- kosningar lítt fýsilegan kost frá sjónarmiði prestsins, þ.e. skipun presta til 5 ára. Það getur ekki geng- ið að prestar séu kosnir á fimm ára fresti líkt og sveitarstjórnarmenn og þingmenn." - Af hverju ekki? „Það mun að mínu mati raska um of öllu lífi safnaðanna og friði innan kirkjunnar. Við þurfum að flnna leiðir þar sem atbeini safnaðarins er tryggður annars vegar og hins vegar hin faglegu og kirkjulegu sjónarmið." - Hvaða leiðir eru það? „Það eru til leiðir til að sætta þau sjónarmið. Eitt er punktakerfi sem rætt hefur verið um innan kirkj- unnar, að prestarnir safni punktum með störfum sínum og menntun. I ljósi nýrra laga um kirkjuna sem taka gildi um áramót þarf að setja nýjar reglur um þetta. Ég tel afar mikilvægt að sátt náist í kirkjunni á milli safnaðanna, leikfólksins og prestanna þannig að kirkjan geti einbeitt sér að þeim hlutum sein við að vera sáttur við sjálfan sig. Ég er ég og faðir minn er sá sem hann er. Ég fer ekki í fötin hans. Hann er yf- irburðamaður og það er ég ekki, langt í frá.“ Guð hvorki karl né kona - Ertu hlynntur þvi að kirkjan leggi blessun sína yflr hjóna- vígslu samkynhneigðra? „Kirkjan blessar ekki, það er Guð sem blessar. Kirkjan lýsir blessun Guðs í hverri guðsþjónustu, sálgæslu og fyrirbæn. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Vigsla samkyn- hneigðra með sérstakri athöfn er spuming sem rekst á við guðfræðileg vandamál sem kirkjan hefur ekki gert upp við sig. Kirkjan fagnaði lög- gjöflnni um staðfesta samvist sem nauðsynlegri réttarbót í fjölskyldu- málum. Þar þarf víða að taka til hendinni í okkar þjóðfélagi. Ég tel að kirkjan sé ekki tilbúin að skera úr hvað varðar hjónavígslu samkyn- hneigðra. Hún hefur ekki, frekar en nokkur önnur kirkja á Norðurlönd- um, komist að niðurstöðu. Slík nið- urstaða verður að nást í sæmilegri sátt vegna þess að þetta er svo flókin spurning, jafnt siðferðislega sem guð- fræðilega. Það gæti, þvert á móti því sem til væri ætlast, eflt andstæðurn- ar og umburðarleysið í samfélaginu. Kallar á þau hörðu viðbrögð. Ég vil að við flýtum okkur hægt. “ - Hvort er Guð karl eða kona? „Hvorugt. En orðið Guð er karl- kyns. Það er veigamikill þáttur í Guðsmynd kristins manns það sem Jesús kennir, að Guð er faðir Jesú Krists. Kristur kennir okkur að ávarpa hann sem „Faðir vor“. Til eru fleiri myndir í Biblíunni, til dæmis að Guö sé eins og móðir sem huggar barn sitt. Skýrasta myndin af Guði er Jesús Kristur. Þegar sagt er að Guð sé kona þá er verið að skilgreina Guð afar þröngt, utan við þann ramma sem kristin trú hefur gert. Guð er ekki skilgreindur sem karl. Enginn hefur nokkurn tímann séð Guð en Jesús Kristur hefur veitt okkur þekkingu á honum. Hann sagði: Sá sem hefur séð mig hefur séð föður minn.“ Ekki með skrúbbinn - Þú talar um endumýjun inn- an kirkjunnar. Þarf ekki einmitt að taka til innan kirkjunnar áður en farið verður að bæta sam- skiptin við fólkið í landinu? „Þetta gerist samhliða. í það heila á kirkjan afar góð samskipti við fólkið í landinu. Þorri fólks leitar til hennar og þarf á henni að halda. Oft er tédað um vanhæfa presta, misklíð presta á milli og þar fram eftir göt- unum. Þetta eru algjörar undan- tekningar. Úti um allt land eru prestar og söfnuðir í blómlegu starfi í friði og spekt. Það er dýrmætt fyr- ir alla þjóðina. Þetta eru störf sem fara fram algerlega í kyrrþey, aldrei er um þau talað.“ - Þannig að það er ekki víða sem þú þarft að taka til? „Ég ætla ekki að standa með ein- hvem skrúbb í hendi. Ég er afar glaður og þakklátur yfir þeirri þjón- ustu sem kirkjan innir af hendi þó Væntí þess að sárin grói - Miklar deilur hafa ríkt innan kirkjunnar og forveri þinn á bisk- upsstóli lent í hremmingum. Hvaða áhrif telurðu þetta hafa haft á ímynd biskupsembættisins? „Ég átta mig ekki á því. Vel má vera að þetta hafi haft skaðleg áhrif í hita stundarinnar, æst upp tilfinn- ingar og reiði. Ég vænti þess að þau sár grói. Breyting hefur orðið gagn- vart bæði forsetaembætti og biskup- sembætti. Áður voru þetta friðhelg embætti í hugum fólks. Það er ekki lengur. Kirkjan verður að búa við það, sem og biskup. Ég vona bara að erindi kirkjunnar bíði ekki hnekki. Við erum mistækir, þjónarnir, en það má ekki falla skuggi á það er- indi sem við berum fram, vitnis- burðinn um Jesú Krist.“ Á mína andstæðinga - Forveri þinn, herra Ólafur Skúlason, sagði m.a. eftir kjör þitt um síðustu helgi að hann vonaðist til að þú þyrftir ekki að kljást við stjórnarandstöðu inn- an kirkjunnar líkt og hann. Óttastu þessa stjórnarandstöðu? „Nei, ég er afar æðrulaus maður og óttast ekkert. Það eru andstæð sjónarmið og hugsanlega andstöðu- hópur til staðar og verða vafalaust. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir sáttir við mig eða mín sjónarmið. Ég vil mæta þeim með virðingu og hlusta á þá. Ég vænti þess sama af þeim.“ - Nú var faðir þinn, Sigurbjörn Einarsson, farsæll biskup í fjölda ára. Gæti samanburður við hann truflað þig með einhverjum hætti eða haft áhrif á þín störf sem biskups? „Ég hef gengið í gegnum það að vera prestur líkt og hann var. Mað- ur hlýtur alltaf að búa við það að vera borinn saman við einhvern annan: föður, samstarfsmann, for- vera, eftirmann. Maður verður bara Krists. Hennar frumskylda og köll- un í samfélaginu er að boða Krist. Það er i hans nafni sem hún vinnur og starfar. Kirkjan þarf að standa fóstum fótum á grundvelli fagnaðar- erindisins. Hún á að vera kirkja sem boðar orðið en hlustar £if at- hygli og nærfærni á fólkið „með hik sitt og efa og hálfvolga skoðun“.“ - Er það ekki nákvæmlega þetta sem hefur ekki tekist nægj- anlega vel? „Bæði og. Það er erfitt að alhæfa um þetta. Við erum að tala um afar flókið fyrirbrigði sem er hlutur kirkjunnar í samfélaginu. Hún mætti gera miklu, miklu betur. Þess vegna þarf hún á endumýjun að halda í hinu innra. Það sem hún þarf að gera miklu betur er að tala skýrar máli fagnaðarerindisins í samtíöinni. Hún verður að vera boðandi kirkja. Vera sterkari far- vegur fyrir kærleiksþjónustu af ýmsu tagi, þjónustu við hina bág- stöddu og líðandi. Reyna að and- mæla þessari makráðu neyslumenn- ingu þar sem við heimtum og hrifs- um til okkar endalaust en erum síð- ur fús að gefa af okkur.“ blasa í samtíðinni. Sáttin næst kannski ekki auðveldlega en ég er bjartsýnn á-að hún náist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.