Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 JD"V viðtal Jón Axel Úlafsson í útvarpsrekstur á ný: Örlögin réöust kannski í október árið 1977. Þá var Jón Axel Ólafsson 14 ára og stofnaði sína fyrstu út- varpsstöð ásamt Gulla vini sínum. Ríkisstarfsmenn voru í verkfalli og ein afleiðing þess var sú að útvarps- sendingar lögðust niður. Útvarp Matthildur var starfrækt í 10 daga en þá var sendingum hætt enda þótti útvarpið stofna þjóðaröryggi í hættu. Nú, 20 árum síðar, er Jón Axel á leiðinni í loftið á ný með eig- in útvarpsstöð. Eftir að hafa unnið hjá Islenska útvarpsfélaginu í fimm ár og Stöð 3 í fimm klukkutíma (eða hér um bil) hefur hann staðið í mörgu. Hann hefur rekið markaðs- og auglýsingafyrirtæki, internet- þjónustu og stundað ýmis önnur viðskipti og ætlar nú að setja á stofn nýja útvarpsstöð. Hann var reyndar einn af stofnendum Stjörnunnar árið 1987 sem var vinsælasta út- varpsstöðin á landinu. Það ævintýri endaði ekki eins og góðu ævintýri sæmir og sú spuming kemur upp í hugann hvort hann sé ekki smeyk- ur við að fara af stað með útvarps- stöð á ný: „Nei, þvert á móti. Ég vonast til að reynslan sem ég bý yfir nýtist mér vel. Þetta er auðvitað dýrt fyr- irtæki en með sameiginlegu átaki hefur tekist að útvega nægilegt fé til að gera þetta þannig að fagmann- lega verður aö öllu staöið. Stöðin verður skuldlaus þegar hún fer í loftið. Ekki full af sápuleikjum - Hvernig útvarpsstöð verður þetta? „Þetta verður skemmtileg út- varpsstöð sem þú hættir ekki að hlusta á. Þegar ég segi skemmtileg þá á ég viö stöð sem fólk vill hlusta á. Hún verður t.d. ekki yfirfull af sápuleikjum og pitsugjöfum. Hún verður fyrir fólk sem vill njóta þess að hlusta á þægilegt gæðaútvarp. Það verður mikið lagt upp úr vandaðri dagskrá. Við verðum með fréttir og ætlum að halda úti lifandi og skemmtilegri dagskrá allan sól- arhringinn. Útvarpsleyflð er reynd- ar ekki enn í höfn. Ég lagði inn um- sókn sl. mánudag og þó ekkert sé ör- uggt nema skattar og dauði á ég von á þvi að það verði ekki vand- kvæðum bundið að fá leyfi. Hitt er annað hvort tekst að koma stöðinni í loftið þann 27. september en það er stefnan. Það fer m.a. eft- ir því hvort tækin verða komin til landsins i tæka tíð og að ég fái leyfið. „Nokkrir góðir vinir mínir í faginu hafa ákveðið að ganga til iiðs við mig,“ segir Jón Axel sem er á ieið í loftið á ný. koma til með að halda uppi dag- skránni en það verður allt þekkt fjölmiðlafólk. Ég vil aðeins laða til mín besta fólk sem unnt er og það verður mikið lagt upp úr því að skapa ferskan og jákvæðan anda í fyrirtækinu. Stöðin verður öðruvísi en aðrar að því leyti að markmið hennar er að hafa dreift eignarhald í framtíðinni og starfsmenn stöðvar- innar eiga að njóta velgengninnar í takt við hagsæld og vöxt fyrirtækis- ins. Við höfum tekið frá ákveðið hlutafé sem á að fréttum þegar Jón Axel yfirgaf ís- lenska útvarpsfélagið ásamt fjór- um öðrum og gekk til liðs við Stöð 3. Það gerðist mjög snögg- lega og úr varð heilmikið mál því í kjölfarið var farið fram á hús- leitir hjá þeim félögum og þeir sakaðir um að hafa m.a. haft á brott með sér gögn sem tilheyrðu fyrirtækinu. En af hverju að fara með þessum hætti? „Það var okkar mat sem hættum að það væri ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Atburðarásin Dreift eignar- hald var ganga - Ekki stendurðu einn i þessu? Jón Axel var í byrjunarliði rásar 2 árið 1983. Pessi mynd er tekin tæpu ári eftir aö rásin hóf „Ég sæki um leyfið í göngu sína. Rásarstjórinn, Þorgeir Ástvaldsson, er viö hlið Jóns í klossunum sínum. Paö mínu nafni en eins og er greinilegt að hvítir skór hafa verið í tísku á þessum árum. ég tilgreini í umsókn minni um útvarpsleyfi þá er fyrir- hugað að stofna fyrirtæki um rekst- urinn og það verður gert. Það er ætlunin að inn í reksturinn komi fleiri aðilar en að svo stöddu get ég ekki tjáð mig um hverjir það verða.“ - Heyrst hefur að erlendir aðil- ar komi að rekstrinum: „Ég get ekki tjáð mig um það núna hvaöa aðilar koma inn í rekst- urinn. Það kemur í ljós áður en langt um líður.“ - Hverjir koma svo til með að sjá um dagskrána? Ertu búinn að ráða fólk? „Ég hef þegar verið í sambandi við nokkra góða vini mína í faginu sem hafa ákveöið að ganga til liðs við mig og þeir munu koma til starfa. Ég get ekki sagt hverjir til starfsmanna og þeir eiga að taka virkan þátt í rekstrinum og upp- byggingu stöðvarinnar.“ - Er einhver ein stöð frekar en önnur sem þú verður í sam- keppni við? „Vissulega, það kemur í ljós á næstunni hvernig landið liggur í þeim málum. Stöðin verður mjög vel afmörkuð og kemur til með að þjóna sínum viðskiptavinum mjög vel. Hún verður ekki allra og það er heldur ekki ætlunin. Viö ætlum að vera besta stöðin fyrir okkar mark- hóp.“ í viðskiptum rekast menn a -Öll þjóðin fylgdist með því í mjög hröð. Þetta dæmi með Stöð 3 bar mjög brátt að og ég t.a.m. tók þessa örlagaríku ákvörðun á þrem- ur dögum. Eftir á að hyggja má segja að það hefði verið skemmtilegra að fara út með öðrum hætti en eðli málsins samkvæmt og hvernig þetta bar að þá kusum við að gera þetta svona. Það var auðvit- að sárt að fara svona frá starfsfólk- inu sínu en það var okkar mat á þessum tíma að ekki væri hægt að gera þetta öðruvísi." - Það hafa þá líklega verið mik- il vonbrigði þegar Stöð 2, með Jón Ólafsson í broddi fylkingar, yfirtók Stöð 3 stuttu síðar: „Þetta voru viðskipti og þau eru þess eðlis að menn rekast á öðru hverju. Það er ekki hægt að taka þessu persónulega því þetta eru við- skipti og við vorum leiksoppar í þessu tafli. Það er engin spurning að við sköpuðum Stöð 3 samnings- aðstöðu. Jón Ólafsson leiddi viðræð- urnar, sem enduðu með yfirtöku Stöðvar 2, mjög vel. Jón sló vel í gegn þar. Það er enginn færari en hann í svona samningaviðræðum. Hann sér marga leiki fram í tímann og er að mínu mati með klárari bis- nessmönnum á landinu í dag. Hann er mjög umdeildur en menn geta bara ekki verið klárir á öllum svið- um. Hann hefur ekki þá eiginleika að skapa sér vini. Ég hef lært á reynslunni að það er betra að eiga vini heldur en óvini. Það er ekki gott að fara í gegnum lífið þegar öll spjót standa á manni. Hvað Jón varðar þá hefur mér oft fundist ómaklega að honum vegið. Ég ber engan kala til hans þó ég hafi mína skoðun á honum. Ég hef unnið mik- ið með honum og ég held að við vit- um báðir hvar við höfum hvor ann- an. Það hafði ekkert með Jón Ólafs- son persónulega að gera að ég hætti hjá íslenska útvarpsfélaginu þó að hann hafl reynt að draga það niður á persónulegar nótur. Það var ég hins vegar mjög ósáttur við. Það var reynt að draga okkur niður í svaðið með beiðni um húsleitir, handtökur og gera okkur að glæpamönnum í fjölmiölum. Það eru umdeilanlegar aðferðir en ég ætla ekki að eyða líf- inu i að bera haturshug til hans eða annarra. Við Jón erum ekki á jóla- kortalistum hvor annars þessa stundina en ég yrði ekkert hissa þótt við ættum eftir að vinna saman aftur. Ég lærði mikið af þessu en þetta er búið mál og afgreitt. Það hvarflaði auðvitað að mér eft- ir þetta að nú væri komið nóg og tími til kominn að prófa eitthvað annað. Það virðist þó eins og mér sé ætlað að vera í fjölmiðlum. Mér flnnst þetta mjög gaman og því ætla ég að halda áfram.“ Með Top of the Pops plöturnar í fanginu Eins og kom fram í byrjun stofn- aði Jón Axel sína fyrstu útvarpsstöð fyrir 20 árum. Fréttir birtust i Dag- DV-mynd PÖK blaðinu og Vísi um Útvarp Matt- hildi, leynilega stöð sem tók til starfa í verkfalli ríkisstarfsmanna. „Okkur Gunnlaugi Helgasyni fannst ótækt að ekki væri neitt út- varp í gangi og tókum því til okkar ráða. Ég tók stereogræjurnar frá mömmu og pabba og allar Top of the Pops plöturnar og svo sátum við á dívaninum í herberginu mínu með plöturnar í fanginu og spiluð- um. Helsti kostnaðurinn var batterí í sendinn. Hann var nú svo lítill að það lá við að hann kæmist í eld- spýtustokk en það heyrðist í stöð- inni um allan bæ því við vorum með gott loftnet. Þetta vakti gifur- lega athygli enda var þetta kolólög- legt. Við fengum viðvörun sem varð til þess að við ákváðum að hætta enda var þetta bara leikur. En þetta var mjög gaman. Ég man eftir frétt í Vísi sem greindi frá því að stúlku- rödd hefði tilkynnt að starfsemi stöðvarinnar hefði verið kærð og út- sendingum yrði hætt. Það var Gulli. Hann var aðalþulur stöðvarinnar og ég tæknistjóri. Við höfum báðir verið meira og minna í fjölmiðlum síðan rás 2 var opnuð árið 1983. Okkar vinskapur hefur verið mikill og haldist síðan við vorum 7 ára gamlir. Þó svo að viö séum ekki alltaf að vinna á sama stað þá skiptir það engu máli. Við tölum helst ekki um útvarp þeg- ar við hittumst og okkur hefur tek- ist að komast í gegnum þetta líf án þess að lenda upp á kant í tengslum við útvarp. Þarf að virða samskiptareglur Ég hefði ekki viljað missa af því sem gerst hefur síðustu ár þó oft og tíöum hafi þetta verið erfitt. Ég hef unnið með góðu fólki sem hefur kennt mér margt. Það er alltaf leið- inlegt í viðskiptum þegar hiutir fara niður á persónulegt plan þar sem það á ekki við. Þá veröur maður helst fyrir vonbrigðum með sam- ferðafólk sitt. Sem betur fer heyrir þetta þó til undantekninga. Líf mitt í fjölmiölum hefur kennt mér að maður á aldrei að loka dyrum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.