Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 fréttaljós 27 Norðmenn velja sár nýtt þing á mánudaginn: Olíulausar kosningar DV, Ósló: Norski olíusjóðurinn er stór og þungur. Hann var í gærmorgun tíu sinnum stærri en íslensku fjárlögin og alltaf bætist í hann. Sjóðurinn svo stór að venjulegir fátæklingar geta ekki einu sinni hugsað um svo mikla peninga. Þetta eru bara enda- lausar runur af núllum. Og stöðugt streymir í sjóðinn, rík- issjóður er í ár rekinn með 600 millj- arða ísl.kr. í hagnaði, og ef Saddam Hussein hóstar í spennitreyjunni hjá Könunum þá rýkur olíuverðið upp og enn meira gusast í sjóðinn. Eðlilega er freistandi fyrir alla norsku stjórnmálaflokkana að fjármagna kosningaloforð sín með olíupeningunum - bara lítið loforð fyrir fáa peninga - en samt þorir enginn að sækja sér hnefa. Carl I. Hagen þó er einna brattastur eins og alltaf og hann býðst til að taka eina lúku kasta til fólksins. Gamla fólkið á það skilið segir hann og veit þó að hugmyndin ein gengur guðlasti næst. Hagen nær því ekki einu sinni að rétta fram kruml- una áður en slegið er á hana - og höggin koma bæði frá hægri og vinstri. Láttu kjurrtl Ingve Hágensen, forseti Al- þýðusambands Noregs, verður æfur ef einhver ætl- ar að snerta olíupeningana. Fáir vilja mæta honum reið- um. Dyggasta hjálparhella forsetans við peningavörsl- una er forseti Vinnuveitendasam- bandsins. Þeir tveir eru yfirleitt sammála um allt og þó sérstaklega um olíupeningana - blessaða oliu- peningana. Thorbjörn Jagland for- sætisráðherra er svo alltaf sammála Hágensen. Þetta er helsta ástæða þess að ol- íusjóðurinn norski er varla á dag- skrá í kosningabaráttunni. Þessir peningar eru einfaldlega ekki á lausu vegna þess að háæruverðugir og voldugir aðilar vinnumarkaðar- ins sitja á þeim. Að vísu notar ríkið 220 mÚljai'ða ísl.kr. af olíupeningum í ár og Hagen vill nota 280 milljarða, en lengra gengur enginn. Rökin fyrir að geyma nær hverja krónu eru tvíþætt. í fyrsta lagi gæti fjáraustur úr olíusjóðnum leitt til þenslu og óðaverðbólgu. í öðru lagi á að geyma sjóðinn til mögru ár- anna þegar öll olía er búin og norska þjóðin er orðin að gamal- mennum. Olíusjóðurinn er lífeyris- sjóður Norðmanna og hann á að duga til eilífðarnóns. Flestir Norðmenn treysta Verka- mannaflokknum og Jagland forsæt- isráðherra best til að varðveita olíu- auðinn. Norðmenn eru hagsýnir og sparsamir að upplagi og því hrífa kosningaloforð um að nota meiri ol- íupeninga ekkert sérstaklega. Félagi Jagland Allt bendir til að Verkamanna- flokkurinn verði áfram við völd eft- ir kosningarnar á mánudaginn - og að olíusjóðurinn standi óhreyfður. Gro Harlem Brundtland er að vísu hætt en flokksvélin malar af fullum þunga eftir sem áður. Skip- stjórar koma og fara en erfiðismennirnir neð- an þilja halda áfram hefur aldrei gert neitt annað en að vera flokksmaður og Verkamanna- flokkurinn nýtur þess í dag að hafa verið stjómað af lúsiðnum skipu- leggjanda í 16 ár. Óvinurinn Hagen Hin fullkomna andstæða þessarar stóm og þungu flokksvélar, ríkisins í ríkinu, þessa þrautskipulögðu kjötkatlabandalags, er Framfara- flokkurinn. Formaðurinn Carl I. Hagen er brjóstvörn smælingjanna, refsivöndur kerfiskarlanna og hin hættulega rödd innst úr djúpum þjóðarsálarinnar. Nú stefnir í að Hagen þrefaldi þingstyrk sinn við Thorbjörn Jagland tók viö embætti forsætisráðherra af Gro Harlem Brundtland í október í fyrra. Hann hefur aldrei gert neitt annaö en að vera flokksmaður. að vinna. Thorbjöm Jagland hefur verið smyrjari og vélstjóri á þessum togara frá árinu 1981. Og nú er vél- stjórinn kominn í brúna. Verkamannaflokkurinn norski er gamaldags stofnun. Þar ríkir flokksagi, sannkallaður járnagi en um leið örlátt kerfi bitlinga; þeim sem vinna verk sín vel í þágu flokksins er umbunað ríkulega. Prófkjör eru t.d. óþekkt því innsti kjarni flokksins ákveður hverju sinni hverjum er veitt þingsæti. Verkamannaflokkurinn skiptist í þrjá hagsmunahópa: Fyrst koma gömlu ættirnar. Gro Harlem Brundtland var helsti full- trúi þeirra en nú gætir Jens Stolten- berg, fjármálaráðherra og sonur föð- ur síns, silfurs gömlu ættanna. Næst er verkalýðshreyfmgin. Forseti Alþýðusambandsins er ná- inn vinur og nánasti pólitískur sam- verkamaður Jaglands. Verkalýðs- hreyfingin á fjóra ráðherra í ríkis- stjóminni. Dómsmálaráðherrann er t.d. einn varaforseta Alþýðusam- bandsins. í þriðja lagi er það flokkurinn sjálfur. Jagland er öðrum fremur fulltrúi flokksins í flokknum. Hann 40 35 30 25 20 15 10 5 % Þingkosningar Kostningaúrslit og spá - □ '89 Q '93 m Sp n Verkamanna- Hægri Miðflokkurinn Kristilegi Sósíalíski Framfara- Fijálslyndíi flokkurinn flokkurinn þjóöarflokkurinn vinstri kosn- ingarn- ar. Það gerir flokk hans ekki sterkari vegna þess að Fram- faraflokkinn skortir skipulag Verka- mannaflokksins. Með- an Verkamannaflokk- urinn liggur eins og þéttriðið net yfir norsku þjóðfélagi er Framfaraflokkurinn bara einn maður í ræðustól. Að baki formanninum stendur sundurleitur hópur reiðra eftirlaunaþega, rótlausra unglinga, kynþáttahatara, trúarofstækis- manna og hatursmanna ríkisvalds- ins. Þessir hópar mynda enga valda- stofnun. Jagland hefur útnefht Hagen sem höfuðandstæðing sinn. Báðum líkar sú staða vel og þeir tveir munu skipta með sér nær 60% atkvæð- anna á mánudaginn. Þar af fær Jag- land bróðurpartinn. Afgangurinn skiptist á sex flokka. Hagen hefur komið á óvart með því að halda dampi alla kosningabaráttuna. Inn- flytjendur eru helsti skotspónninn en síðustu daga hefur hann einnig beint spjótum sínum að sömum. Samar hafa lengi verið illa séðir meðal annarra Norðmanna á Finn- mörku vegna samkeppni um beiti- lönd og einnig kennslu í samísku í skólunum. Nú vill Hagen að samíska verði sett skör lægra en norska - og vinnur trúlega þingsæti á Finnmörku eins og í öllum öðrum kjördæmum. Um flokkana Verkamannaflokkurinn Kosningar 1993: 36,9% atkvæða, 67 þingsæti Nýjustu skoðanakannanir: 37,5% atkvæða, 70 þingmenn Formaður: Thorbjorn Jagland forsætisráðherra. Stærsti flokkur Noregs um langt árabil og helsti valdaflokkur frá ár- inu 1935. Hefur leitt minnihluta- stjórn samfleytt frá 1990. Jagland hefur átt í erfiðleikum með að fylla það skarð sem Gro Harlem Brundtland skildi eftir sig þegar hún dró sig í hlé í fyrra. Jagland hefur þó þótt standa sig vel í kosn- ingabaráttunni og nýtur vaxandi vinsælda fyrir alþýðlegan stil. Stundum er sagt að hann sé sönnun þess að allir geti orðið forsætisráð- herrar í Noregi. Framfaraflokkurinn Kosningar 1993: 6,3% atkvæða, 10 þingmenn Nýjustu skoðanakannanir: 17,5% atkvæða, 29 þingmenn Formaður: Carl I. Hagen. Allt bendir til að Framfaraflokk- urinn verði annar stærsti flokkur Noregs eftir kosningarnar og helsta aflið til hægri. Hagen hefur sópað til sín fylgi á miðju og hægri væng stjómmálanna með loforðum um að stemma stigu við straumi innflytj- enda til landsins. Hagen fær einnig fylgi vegna óánægju með aðhald og sparnað í heilbrigðis- og félagsmál- um. Hægri flokkurinn Síðustu kosningar: 17% atkvæða, 28 þingmenn Nýjustu skoðanakannanir: 14,5% atkvæða, 22 þingmenn Formaður: Jan Petersen. Hægri flokkurinn tapaði 9 þing- mönnum við síðustu kosningar og allt bendir til að fleiri þingsæti tap- ist í ár. Flokkurinn var lengi höfuð- keppinautur Verkamannaflokksins um völdin en er nú að breytast í smáflokk. Formaðurinn á í mesta basli við að ná til kjósenda þrátt fyr- ir að hann njóti virðingar sem ábyrgur stjórnmálamaður. Kristilegi þjdðarflokkurinn Kosningar 1993: 7,9% atkvæða, 13 þingsæti Nýjustu skoðanakannanir: 11% atkvæða, 19 þingsæti Formaður: Valgerd Svarstad Haugland. Æm ___ Erlent fréttaljós _ Gísli Kristjánsson Kristilegir hafa í sjö áratugi barist við að halda lífi í flokki sín- um. Nú bregður svo við að kjósend- ur flykkjast um hófsama, hægri- sinnaða og sannkristna stefnu flokksins. Þótt Valgerd sé formaður er Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi formaður, helsti leiðtoginn og nú eini maðurinn sem gæti velt Jag- land úr stóli forsætisráðherra. Kristilegir berjast fyrir bindindi og afnámi fóstureyðinga en fylgja ann- ars frjálslyndri hægristefnu í efna- hags- og þjóðmálum. Miðflokkurinn Kosningar 1993: 16,8% atkvæða, 32 þingmenn Nýjustu skoðanakannanir: 5,5% atkvæða, 8 þingmenn Formaður: Anne Enger Lahnstein. Miðflokkurinn er flokkur bænda og landsbyggðarfólks. Hann var ótvíræður sigurvegari í síðustu kosningum og vann þá 21 nýtt þing- sæti. Nú lítur út fyrir að þau tapist öll. Lahnstein hefur ekki náð að sameina flokkinn að baki sér þrátt fyrir góða möguleika eftir að hafa leitt andstöðuna gegn aðild að Evr- ópusambandinu. Frjálslyndir (Venstre) Kosningar 1993: 3,6% atkvæða, 1 þingmaður Nýjustu skoðanakannanir: 5,5% atkvæða, 8 þingmenn Formaður: Lars Sponheim. Frjálslyndi flokkurinn var lengi helsti valdaflokkur Noregs, en það var á síðustu öld! Eftir áratuga eyði- merkurgöngu stefnir í að flokkur- inn nái að nýju fótfestu í stjórnmál- unum. Erfiðleikar Hægri flokksins - og sömuleiðis Miðflokksins - hafa leitt til hóps kjósenda til Frjálslynda flokksins. Flokkurinn á þó í erfið- leikum með að skapa sér sérstöðu, sérstaklega vegna þess að stefnan þekkist ekki frá stefnu hinna mið- og hægri flokkanna og jafnvel ekki Verkamannaflokksins heldur. Sósíalíski vinstriflokkurinn Kosningar 1993: 7,9% atkvæða, 13 þingsæti Nýjustu skoðanakannanir: 5,5% atkvæða, 8 þingmenn Formaður: Kristin Halvorsen. Flokkurinn tapar fylgi til Verka- mannaflokksins enda varð hann upphaflega til vegna ósættis innan Verkamannaflokksins um afstöð- una til NATO á hörðustu kalda- stríðsárunum. Eins og meðal kristi- legra feflur formaðurinn í skuggann af fyrri formanni, Erik Solheim. Flokkurinn er og þjáður af tilvistar- kreppu, ekki síst vegna þess að Verkamannaflokkurinn gerir öll baráttumál hans að sínum. Rauða kosningabandalagið Kosningar 1993: 1,1% atkvæða, 1 þingmaður Nýjustu skoðanakannanir 1,5% atkvæða, enginn þingmaður Formaður: Aslak Sira Myhre. Rauða kosningabandalagið er í stórum dráttum skipað marx/lenínistum og vann óvænt eitt þingsæti við síðustu kosningar. Nú er reiknað með að bandalagið vinni á, einkum á kostnað Sósial- íska vinstriflokksins. Flokkurinn gagnrýnir stjórn Verkamanna- flokksins harðlega fyrir slappa um- hverfisstefnu og lítinn áhuga á mannréttindamálum. Annars er bylting og marxismi enn á stefnu- skránni þótt bæði byggða- og kvennapólitík séu æ meira áber- andi. Aðrir Fjöldi smáflokka býður fram í Noregi en enginn þeirra á mögu- leika á þingsæti nema ef vera skyldi Steinar Bastesen, hvalfangarinn kjaftfori, sem stofnað hefur Sjávar- byggðaflokkinn og býður fram í Norðlandsfylki. Hann lofar að brýna raustina á þingi! Annars má nefna Samfélagsflokk- inn, sem lengi hefur haft það eitt að markmiði að taka Óslómörkina af Lovenskjold-fjölskyldunni og færa hana fólkinu! Náttúrulögmálsflokkurinn vill láta 1000 menn læra listir flugjóga á kostnað ríkisins til að mynda já- kvæð orkusvæði í þjóðfélaginu! Þá býður Kommúnistaflokkur Noregs fram í öllum kjördæmum. Flokkurinn ætlar enn sem fyrr að bylta þjóðfélaginu og koma á skipu- lagi í anda Jósefs Stalíns enda eru hér á ferðinni harðlinumoskvu- kommúnistar af gamla skólanum. Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónustájyrir brúðkaupið , SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfærðu gjöfina -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.