Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 28
28 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona á tónleikaferðalagi um heiminr „Eg var rétt nýbúin að hætta við að fara frá Los Angeles heim til ís- lands í mars síðastliðinn þegar ég fékk skilaboð á símsvarann og spurt var hvort ég vildi syngja með Julio Iglesias. Fyrst hélt ég að vinur minn væri að gera at i mér, fannst skila- boðin fáránleg. Síðan reyndist þetta vera hljómsveitarstjóri Julios og samkvæmt ósk hans sendi ég honum lagaupptökur með mér. Nokkrum dögum seinna fékk ég senda þrjá geisladiska með Julio og sagt var að ég fengi viku til að læra lögin. Ég æfði mig úti í bíl frá níu á morgn- anna til átta á kvöldin í sjö daga með einu matarhléi og tveimur klósett- ferðum. Síðan fékk ég farseðil til Mi- ami á Flórída. Mætti þangað skjálf- andi á beinunum og vissi ekki hverju mátti búast við,“ segir Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona í viðtali við helgarblaðið um upphaf þess að hún fór að syngja með hinum 53 ára spænska söngvara og sjarmör, Julio Iglesias. Hefur síðustu mánuði verið á stífu tónleikaferðalagi með honum um Bandaríkin, Kanada og Evrópu ásamt 9 manna hljómsveit, dönsur- um, annarri söngkonu og 30 manna starfsliði. Hún kom heim til íslands nýlega í smáfrí en fór aftur út i gær vestur um haf, nánar til- tekið til Suður-Kar- ólínu vegna tónleika sem verða þar í kvöld. Verða þau á ferðalagi um Banda- ríkin fram i miðjan desember næstkom- andi. Anna Mjöll syngur nokkur lög með Julio og er síðan í bak- röddum fyrir hann. Þannig byrjaði þetta,“ segir Anna Mjöll og ekki fráleitt að sjáist í ævin- týraglampa í augunum! Með Taylor í Tyrklandi Frá Las Vegas lá leiðin norður vesturströnd Bandaríkjanna og það- an til Texas. Næst tók Kanada við með tónleikum í Vancouver, Edmon- ton, Calgary og víðar. Síðan til Los Angeles þar sem stórtónleikar voru haldnir í júní sl. Þaðan lá leiðin aust- ur yfir Atlantshafið til Evrópu, þvers og kruss um Spán og loks til Istanbul í Tyrklandi og Kiev í Úkraínu. í Ist- anbul söng Julio á góðgerðartónleik- um og þar hitti Anna Mjöll sjálfa El- ísabetu Taylor. „Ég henti mér á milli lífvarðanna, hrifsaði í höndina á henni og sagði bara hæ! Ég hafði að öðru leyti ekki mikil samskipti við stjörnuna." Frá Istanbul var aftur farið til Spánar og Evrópurúntinum lauk 20. ágúst sl. Anna Mjöll segir að fríið hafi verið kærkomið. „Þetta er ákaflega erfið og krefj- andi vinna, um leið og hún er mjög skemmtileg. Tónleikar eru ann- undanskilinni að sjálf- sögðu. Fljótlega eftir að hún fór að syngja með Julio barst honum til eyrna að pabbi hennar, Ólafur Gaukur, væri vel liðtækur tónlist- armaður og útsetjari. Það varð úr að Ólafur Gaukur gerði nýja útsetningu á laginu Unforgettable. Julio heillaðist, sem og áhorf- endur, því lagið er flutt á hverjum einustu tónleik- um við miklar vinsældir. „Julio er yfirleitt ekki ánægður með það sem hann heyrir í fyrsta skipt- ið. Vill breyta hlutunum sjálfur. En þegar hann heyrði þetta sagði hann / strax: Þetta er flott, við spilum þetta í kvöld.“ Þá reið áfallið yfir Hvar er )essi frá slandi? Víkjum aftur að upp- hafi sam- starfsins. Er til Miami kom fór Anna Mjöll fyrst í prufu með hljómsveitinni á laugardegi. Hún gekk það vel að þeir báðu hana að vera til þriðju- dags til að geta hitt Julio. Mætti þá á aðra prufu í stór- um æfingasal ásamt þremur öðrum söngv- urum. „Við vorum öll mjög stressuð þegar hann kom inn í salinn. „Hvar er þessi frá ís- landi?“ spurði hann, voða léttur. Ég söng með honum einn dúett. Það var ofsalega óþægilegt því hann var alltaf að toga í mig og stara i augun á mér. Ég var að reyna að einbeita mér en ég get svarið það, ég bara man ekki hvernig ég söng lagið. Þeg- ar ég var búinn kyssti hann mig rembingskoss á munninn. Þetta var mitt áheyrnarpróf. Hálftíma seinna kom hljómsveitarstjórinn til mín og bað mig að vera eftir. Hin þrjú voru send heim morguninn eftir. Ég var áfram á æfingum næstu daga og síð- an bara sagt að pakka niður, við værum á leiðinni til Las Vegas. Julio kyssir Önnu Mjöll rembingskoss á kinnina. Hún segir hann ekki vera þann kvennamann sem af sé látið, enda harögiftur og nýorðinn pabbi, 53 ára gamall! hvern dag og þess á milli ferðast. All- ir tónleikar eru teknir upp og farið yfir hvernig til tókst. Ef Julio er ósáttur við eitthvað lætur hann það í ljósi og hikar ekki við að reka fólk ef það stendur sig ekki,“ segir Anna Mjöll. Úlafur Gaukur útsetti Unforgettable Til marks um þetta þá skipti hann nánast um hljómsveit fyrir þremur árum, rak alla nema þá tvo samlanda sína sem hafa verið með honum frá upphafi. Allir aörir í liði hans í dag eru Bandaríkjamenn, að Önnu Mjöll Julio var á yngri árum atvinnumaður í fótbolta með hinu fræga spænska liði, Real Madrid. Hann fór i lagaskóla og útskrif- aðist þaðan rúmlega tví- tugur. Það var þá sem áfallið reið yfir. Að loknu útskriftarteiti lenti hann í bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti, lá rúmfastur í fjögur ár. Læknar sögðu að hann myndi líklega aldrei stíga i fæturna framar. Julio neitaði að gefast upp og eftir ára- langa þrotlausa baráttu gat hann gengið á ný. Anna Mjöll segir okkur hvernig það gerðist: „Hann fór heim af sjúkrahúsinu með þennan úrskurð að hann gæti aldrei gengið aftur. Þegar foreldrar hans voru sofnaðir tók hann upp á þvi að velta sér fram úr rúm- inu á nóttunni og skríða á gólfinu með höndunum. Eina nóttina kom pabbi hans að hon- um, skammaði hann og sagði honum að fara upp í rúm. Dag- inn eftir kom hann með hjólastól handa Julio en hann harðneitaði að setjast upp í hann, sagðist ætla að ganga á ný. Pabbi hans samþykkti að hjálpa honum. Hafði lesið sér til um aðferð við að ná mætti á ný með því að synda. Sigldi með hann út í sjó og sagði honum að synda i land. „Ef þú segist geta synt, syntu þá,“ sagði pabbinn harður. Svona gekk þetta á hverjum degi í nokkur ár, eða þar til Julio fékk smám saman máttinn í fæturna á ný.“ Ummerki Slyssins sjást reyndar enn á Julio. Hann haltrar örlítið og segir Anna Mjöll að margir haldi að hann sé drukkinn þegar hann gengur! m- „Eg var að reyna að einbeita mér en ég get svarið koss á munninn," segir Anna Mjöll í viötalinu um það, ég bara man ekki hvernig ég söng I; áheyrnarprófiö með Julio Iglesias. Fyrir utan það að geta bæði sung- ið eiga þau Anna Mjöll og Julio eitt sameiginlegt; að hafa sungið í Eurovision fyrir hönd þjóða sinna. Hann fyrir Spán árið 1970 og hún í fyrra sem kunnugt er. Hún segir söngferil hans reyndar hafa byrjað árið 1968 með sigri í söngvakeppni á Spáni. Þetta sé honum ofarlega í huga því einkennisstafir einkaflug- vélar hans sé dagsetningin þegar hann vann þessa keppni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.