Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 51 Bikarkeppni BSÍ 1997: bridge Undanúrsiit og úrslit um helgina í dag hefjast undanúrslit í einni af vinsælustu keppni ársins, sem er Bikarkeppni Bridgesambands ís- lands. Úrslitin verða síðan spiluð á morgun. Þegar þetta er skrifað þá er ein- um leik ólokið í íjórðungsúrslitum, leik Samvinnuferða/Landsýnar og bridgefjöldskyldunnar á Siglufirði, þ.e. sveit Jóns Sigurbjömssonar. Hann mun hafa verið spilaður í gærkvöldi. Úrslit í hinum leikjun- um þremur voru þannig: Dagur-Timinn vann Hjólbarða- höllina 95-67. Sveinn Aðalgeirsson vann Neon 119-96. Anton Haraldsson vann Steinar Jónsson 147-66. Þá hefír verið dregið í undanúr- slitaleikina, sveitir Dags-Tímans og Sveins spila saman og sveitir Ant- ons og Samvinnuferða/Landsýnar eða Jóns Sigurbjömssonar. Ég spái því að sú sveit sem sigrar í síðar- nefnda undanúrslitaleiknum verði bikarmeistari Bridgesambands Is- lands 1997. Ég hefi áður fjallað um leik Dags- Tímans og Hjólbarðahállarinnar, en Húsvíkingamir, sveit Sveins Aðal- geirssonar, fóru létt með sveit Ne- ons. í þriðja leiknum valtaði sveit Antons Haraldssonar, íslandsmeist- aramir, yfir sveit Steinars eftir að hafa verið 30 stigum undir eftir fyrstu lotu. Þeir minnkuðu munin í 22 stig eftir tvær lotur, en unnu síð- an tvær síðustu loturnar með 118 stigum gegn 15! Þokkalegt burst það! En skoðum eitt spil frá annarri lotu í þeirri viðureign. N/N-S 4 G954 »75 V G93 4 8765 4 K1063 » KDG109 4 D10 4 K4 4 A2 V A83 4 A72 4 ADG92 í lokaða salnum var lítið rnn að vera. Þar sátu n-s bræðurnir Anton og Sigurbjörn Hcualdssynir, en a-v Jónas P. Erlingsson og Steinar Jóns- son. Eftir að vestur hafði barist í tvö hjörtu þá varð suður sagnhafi í þremur laufum, sem urðu einn nið- ur. Það voru 100 til a-v. í opna salnum sátu n-s Rúnar Magnússon og Kristján Blöndal, en a-v Pétur Guðjónsson og Magnús Magnússon. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestm- pass pass 14* 3» pass pass 3 G pass pass pass * Precision 16+ Magnús með 30 impa á bakinu reyndi að hræra í sagnröðinni með því að stökkva i þrjú hjörtu, þótt hann ætti aðeins fimmlit, en Krist- ján vildi ekki láta stinga sig frá geimi og reyndi þrjú grönd. Þau gátu hæglega staðið, þótt makker ætti aðeins einn kóng og lauftíu. Betri ákvörðun í þetta sinn hefði Umsjón Stefán GuJjohnsen hins vegar verið að dobla. Kristján fékk sína upplögðu sjö slagi og sveit Antons 3 impa, sem urðu grannur- inn að mikilli uppsveiflu í leiknum. Áhorfendur ættu ekki að missa af skemmtilegu tækifæri til þess að horfa á góðan bridge i Bridgehöll- inni við Þönglabakka um helgina. Skákþing íslands á Akureyri: Jóhann og Hannes Hlífar byrja vel Er tefldar höfðu verið þrjár um- ferðir í landsliðsflokki á Skákþingi íslands höfðu stórmeistararnir Jó- hann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson unnið allar sínar skákir. í þriðju umferð, sem tefld var á flmmtudagskvöld, tókst Jóhanni að vinna Rúnar Sigurpálsson og Hann- es Hlífar vann Jón Garðar Viðars- son. Jón Viktor Gunnarsson varð einn í 3. sæti með 2,5 vinninga og Þorsteinn Þorsteinsson varð í fjórða sæti með 2 vinninga. Þrír stórmeistarar eru meðal tólf keppenda mótsins. Jóhann er þeirra stigahæstur, þá kemur Hannes Hlíf- ar og síðan Þröstur Þórhallsson. í fyrstu umferðinni vann Jóhann mikilvæga skák af Þresti. Skákin var bráðfjörug og hefur eflaust hald- ið áhorfendum í Alþýðuhúsinu hug- föngnum. Umferðir hefjast kl. 17 virka daga en um helgina hefst taflið kl. 14, bæði á sunnudag og mánudag. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be2 Bg7 7. Rb3 Rc6 8. (M) 0-0 9. Bg5 a6 10. Hel h6 11. Bh4 Be6 12. Bfl g5 13. Bg3 Rg4 14. h3 Rge5 15. Rd5 Rg6 16. c3 Hc8 17. Re3 Kh7 18. Rf5 Be5 19. Bxe5 Rgxe5 20. Rbd4 Rxd4 21. cxd4 Bxf5 22. exf5 Rc6 23. h4 Hg8 24. Db3 d5 25. Dxb7 gxh4 26. f6 Hc7 27. Dxa6 e6 28. Db6 Dd6 29. Hacl h3 30. g3 30. - Hxg3+ Afar freistandi, því að svo virðist sem svartur hljóti að ná þráskák ef hvítur þiggur fórnina. Allt kemin' fyrir ekki - þótt ótrúlegt sé á hvítur leið út úr myllunni. 31. fxg3 Dxg3+ 32. Khl Df3+ 33. Kh2 Df2+ 34. Kxh3 Re5! Góð tilraun en Jóhann hefur séð þetta fyrir. 35. Dxc7 Df3+ 36. Kh2 Df4+ Ef 36. - Rg4+ 37. Kgl Df2+ 38. Khl Df3+ 39. Bg2 Rf2+ 40. Kgl og hvítur sleppur. 37. Khl Dh4+ 38. Kgl Dg4+ 39. Kf2 Dxd4+ 40. He3 Rg4+ 41. Kf3 Dxe3+ 42. Kxg4 h5+ 43. Dxh5 Df3+ 44. Kh4 Dxf6+ 45. Kg3 - og Þröstur gafst upp. Helgi Áss Islandsmeistari Fyrsta íslandsmótið i blindskák fór fram um síðustu helgi og var úr- slitaeinvíginu sjónvarpað beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Blindrafé- lagið og Skáksamband íslands stóðu að mótinu og fengu til þess stuðning Nýherja, Búnaðarbanka íslands og íslenska útvarpsfélagsins. Með mótshaldinu vekur blindra- félagið á skemmtilegan hátt athygli á málefnum blindra og sjónskertra og kynnir um leið hugarleikfimi, sem allir geta tekið þátt í. Sérstök Umsjón Jón LÁrnason taflborð, með upphleyptum reitum, era ætluð blindum og hefur vösk sveit blindra meðal annars teflt á ólympíuskákmótum. Á íslandsmót- inu var hins vegar engu slíku til að dreifa, heldur sátu skákmennirnir fyrir framan tölvuskjái, þar sem einungis var að sjá mynd af auðu taflborði og síðasti leikur taflsins. Með músarbendlinum gáfú skák- mennirnir leik sinn til kynna, sem birtist þá jafnóðum á skjá mótherj- ans. Fyrst var skipt í riðla og sigraði Hannes Hlifar Stefánsson í A-riðli og Helgi Áss Grétarsson varð í 2. sæti. í B-riðli varð Þröstur Þórhalls- son efstur en Dan Hansson í 2. sæti. í undanúrslitum vann Hannes Dan en Helgi Áss lagði Þröst. Úrslitaein- vígið á Sýn var því háð milli Helga Áss og Hannesar. Einvíginu lyktaði með þvi að hvor vann sína skák en í bráðabana hafði Helgi Áss betur eftir að Hannes lék riddara beint í dauðann í vinningsstöðu. Helgi Áss Grétarsson er því fyrsti íslands- meistarinn í blindskák. Skoðum úrslitaskákina drama- tísku. Helgi Áss dró svart og nægði jafntefli til þess að hreppa titilinn. Hvítt: Hannes Hlífar Svart: Helgi Áss Grétarsson Philidor-vöm. 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Be6 4. Bxe6 fxe6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Dd7 7. 0-0 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. e5 0-0-0 10. exd6 Bxd6 11. De2 Kb8 12. Rc3 Rf6 13. Be3 a6 14. Hadl h5 15. Bg5 HdfB 16. h3 Rh7 17. Be3 Hf5 18. Re4 Rf6 19. Rg5 He8 20. Dd3 Rd5 21. Re4 Be5 22. c3 g5 23. Bxg5 Hg8 24. h4 Rf4 25. De3 Bd6 26. Hxd6 Rxg2 27. Hxc6 Rxe3 28. Hxe6 Rxfl 29. Kxfl Hf3 30. Ke2 Hh3 31. Rf6 Hh8 32. He8+ Hxe8 33. Rxe8 Kc8 34. Rd6+?? cxd6 - og Hannes Hlífar kaus að leggja niður vopn, minnugur þess að svörtum nægir jafntefli til þess að hreppa íslandsmeistaratitilinn. Á hinn bóginn væri hvíta taflið auð- unnið eftir 34. RfB. Trúlega eiga mis- tök Hannesar rætur sínar að rekja til 26. leiks hans er hann drap svarta drottningu á d6. Helgi Áss drap aldrei til baka með c-peðinu sem var því ekki komið til d6 held- ur stóð það lævíslega á upphafs- reitnum og bjargaði konungsríkinu. [B SÆTAj 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 IITTU A VERÐIO I SV-120Xer6hausa Jicam Stereo-myndbandstæki meb sjálfv. stöðvaleit, hrabspólun meb mynd, Scart-tengi, Long Play, abgerbastýr- ingum á skjá sjónvarps, fjarstýringu o.fl. mmmm 4j^^5^SV-145 XKer 6 hausa Nicam Stereo-myndbandstæki meb sjálfv. stöbvaleit, hrabspólun meb mynd, 2 Scart-tengi, Long Play, Show View (myndvaka), abgerbastýr. á skjá sjónvarps, fjarstýringu o.fl. Opií laugardaga Itl. 10:00 -14:00 Grensásvegi 1 1 Sfmi: 5 886 886 LEiURHORN “|A ------------------------------1 1 Í/iííSá; , & i'i1"'l : ''v' ■000| TM - HÚSGÖGN I SíSumúla 30 - Sími 568 6822
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.