Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Síða 22
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 D V 22 sérstæð sakamál Brannið lík hinnar tólf ára gömlu Shöndu Sharer fannst á engi. Það voru tvéír skot- veiðimenn sem komu að því þegar þeir voru á andaveiðum árla morguns 11. janúar 1992. Greinilegt var að stúlkunni hafði verið misþyrmt áður en hún lést, en siðan hafði bensíni verið hellt yfir líkið og kveikt í því. Aðeins leið hálftími frá því að móðir Shöndu tilkynnti hvarf hennar og þar til líkið fannst. Móð- ir hennar hafði vaknað snemma þennan morgun og komist aö því að dóttirin var ekki í rúmi sínu. Lög- reglurannsókn var því ekki hafin er örlög Shöndu urðu ljós. Fólk sem lamað Morðið, en ljóst var að Shanda hafði verið myrt á grimmilegan hátt, vakti mikla athygli í bæjunum New Albany og Madison í Indíana- ríki. Það var til umfjöllunar í blöð- um víða um Bandaríkin og veitti fólki innsýn í sjúkleg viðhorf ungs fólks sem fór sínar eigin leiðir. Shanda Sharer var lagleg stúlka og þroskuð eftir aldri. Hún bjó ein hjá móður sinni eftir að hún og fað- ir hennar skildu. Shanda var ekki vandræðabarn, heldur þvert á móti. Hún var úthverf, vel gefin, góð í íþróttum og klappstýra í kaþólska skólanum sem hún gekk í fram að tólf ára aldri í Louisville í Kent- ucky. Vandamálin sem tengjast um háls hennar. Tóku þær Laurie og Melinda hvor í sinn enda. Þegar Shanda féll loks meðvitundarlaus niður rak Melinda hnif í bakið á henni. Enn á lífi Stúlkurnar drógu Shöndu, sem var nú máttlaus og blóðug, út að bílnum og settu hana í farangurs- geymsluna. Síðan óku þær heim til Laurie til að halda upp á drápið. En meðan veislan stóð yfir heyrðu þær óp úr bílnum. Melinda og Laurie flýttu sér þá út til að líta á „líkið“. Shanda var enn á lífi og með nokkra meðvitund. Þegar stúlkurn- ar tvær opnuðu farangsurgeymsl- una stundi Shanda upp einu orði: „Mamma.“ Laurie tók nú felgujárn og sló hana þrívegis í höfuðið. Þegar þær Melinda gengu aftur inn i húsið voru þær blóðugar. Nokkrum tímum síðar var veisl- an á enda og stúlkurnar fjórar aftur sestar út í bílinn. Var ferðinni heit- ið út fyrir bæjarmörkin. Hope Ripp- ey ók, Laurie og Melinda töluðu um „afrekið“ en Toni Lawrence grét og bað um að fá að fara heim. Fyrir norðan bæinn var akur. Það var bíllinn stöðvaður, en síðan var það sem nú var haldið líkið af Shöndu dregið út á akurinn. Laurie skipaði Hope að hella bensíni yfir hina myrtu. Hope hikaði, en hugs- aði með sér að Shanda væri dáin og bjó sig undir að gera það. En þá gaf sjónvarpsþátt. Um mið- nættið kom Chevrolet-bíll Laurie að húsinu og tvær stúlkur sem Shanda hafði aldrei séð börðu á gluggann. Þegar hún opnaði sögðu þær að Amanda Heavrin væri úti í bílnum og vildi tala við hana. Misþyrming- arnar byrja Shanda hafði ekki séð Amöndu í marga mánuði og vildi gjarnan heilsa upp á hana. Án þess að gera sér nokkra grein fyrir þeirri hættu sem hún var í gekk hún með stúlkunum út að bílnum. Þar þreif Laurie í hana og neyddi hana til að setjast í framsætið milli sín og Hope Rippey sem ók. Shanda hafði ekki séð að Melinda sat i aft- morðinu komu fyrst til sögunnar þegar hún fluttist til New Albany, en þar fór hún í Hazelwood-fram- haldsskólann. Bæði piltar og stúlkur veittu henni athygli þegar hún kom þang- að. Shanda var því ekki óvön, þótt ung væri, aö piltar gæfu henni hýrt auga, en hún vísaði þeim jafnan frá sér. Hún hafði hins vegar ekki gert sér ljóst að stúlkur með lesbískar tilhneigingar kynnu að vilja nálgast hana. En á þessum tíma var það í tísku í efri bekkjunum að gera hvers kyns tilraunir með kynlíf og fikniefni, og þungarokk og djöfla- dýrkun var einnig á dagskrá. Lesbískar skólastúlkur Ein af eldri stúlkunum í skólan- um, Amanda Heavrin, sextán ára, fékk strax i upphafi áhuga á Shöndu sem hafði þörf fyrir að eignast vini í hinum nýja skóla. Hún hafði hins vegar ekki reynslu til aö greina á milli náinna kynna og vináttu og tengsla sem vora ætluð til að koma síðar á lesbísku sambandi. Amanda hafði um lengri tíma staðið í lesbisku sambandi við þá skólastúlku sem þótti fara fyrir í flestu, Melindu Loveless. Melinda þóttist nú greina að hún væri búin að eignast keppinaut um hylli Amöndu þar sem Shanda væri. Hún tók því höndum saman við nokkrar aðrar stúlkur um að refsa Shöndu. Árásin sem þær gerðu á hana kom henni í opna skjöldu, því hún hafði alltaf verið vinsæl í hópi skólasystk- ina sinna, og hafði aöeins viljað vingast viö Amöndu. I framhaldi af þessari árás lýsti Melinda því svo yfir að hún myndi síðar drepa Shöndu. Bráfin Dag einn fann móðir Shöndu bréf sem Amanda hafði sent Shöndu þar sem þau lágu í herbergi dóttur hennar. Ekki var vikiö beinum orð- um að kynmökum, en í bréfunum var undirtónn sem tók af allan vafa um hvaö það var í raun og vera sem Amanda hafði í huga með nánum kynnum við Shöndu. í framhaldi af þessu áttu mæðgumar samtal, og það leiddi til þess að þær ákváðu að Shanda færi úr skólanum sem hún var í og í kaþólska skólann í New Albany. Jafnframt myndi hún hætta að umgangast Amöndu. í nýja skólanum tók Shanda gleði sína á ný. Og hún gerði sér enga grein fyrir því að hatur Melindu Loveless á henni fór vaxandi og var orðið að þráhyggju. Melinda hafði, er hér var komið, eignast nýja vin- konu, Laurie Tackett, sautján ára. Hún klæddist svörtu, var lesbísk og stundaði djöfladýrkun. Sjálf hafði hún gefið sé nafnið „Vampýru- drottningin Díana" og hún hafði á orði að stærsta ósk sín væri að drepa einhvem, bara til þess að vita hvemig það væri. Samráð Melinda sagði Laurie frá hatri sínu á Shöndu. Þá lagði Laurie til að þær myrtu hana og féllst Me- linda á hugmyndina. Þær fóru ekki leynt með fyrirætlun sína, því þær sögðu vinum og kunningjum frá því hvað þær hefðu í huga. En það trúði þeim enginn og því varaði enginn Shöndu við og enginn sagði lögregl- unni að hætta gæti verið á ferðum. Á nýársdag 1992 hringdi Melinda til Amöndu Heavrin og sagði að ný- ársheit sitt gengi út á það að drepa Shöndu. Amanda bað hana um að gera það ekki, en varaði ekki held- ur neinn við því sem gerst gæti. Föstudagskvöldið 10. janúar stóð þungarokkskonsert fyrir dyrum í New Albany og Melinda Loveless, Laurie Tackett og tvær af vinkonum þeirra, Toni Lawrence og Hope Rip- pey, báðar fimmtán ára, ákváðu að fara á hann. Sama kvöld var Shanda í heim- sókn hjá föður sínum og konunni sem hann var nýkvæntur. Hún vakti lengur en þau til að horfa á ursætinu. Skyndilega greip hún í hár Shöndu, dró höfuð hennar aftur yfir sætisbakið og brá hnífi að hálsi hennar. „Kemur þetta þér á óvart?“ spurði Melinda. Leiðin lá nú að auðri byggingu í útjaðri bæjarins, en þar hafði fyrr- Melinda Loveless. um verið starfrækt verksmiðja. Hún gekk nú undir nafninu „Nornahöll- in“ meðal unglinga. Melinda dró Shöndu nú inn í húsið og byrjaði að berja hana. Smám saman færðist mikil harka í barsmíðarnar og loks varð það að æði. Á meðan þetta gerðist hélt Laurie hinni fimm áram yngri stúlku, en Melinda fór nú að sparka í kviðinn á henni hvað eftir annað. Brátt gat Shanda ekki staðið lengur, en þá reistu stúlkum- ar hana við aftur og brugðu reipi Shanda frá sér stunu. „Hún er lifandi!" hrópaði Hope og fór að gráta. Melinda beygði sig nú yfir Shöndu og sagði ískaldri haturs- röddu: „Hvað ertu að segja? Ertu að biðja mig að kveikja á eldspýt- unni?“ Svo tók hún eitt skref aftur á bak, kveikti á henni og kastaði á bensínið. „Loksins er ég laus við þig!“ hróp- aði Melinda. Svo leit hún á hinar stúlkumar þrjár og sagði: „Ef við stöndum saman verður allt í lagi.“ Málalok Fréttin um morðið barst út, en þrátt fyrir að þær Laurie og Melinda státuðu af því sem þær höfðu gert fór engin af vinkonum þeirra til lögreglunnar. í þeim sjúk- lega hópi unglinga sem þær um- gengust var morðið talið óhugnan- legt, en „æðisleg uppákoma". Toni Lawrence gat hins vegar ekki lifað með það á samviskunni að gera ekki hreint fyrir sinum dyr- um. Fimm dögum eftir morðið brotnaði hún saman og sagði fóður sínum frá því sem gerst hafði. Hann hafði þegar í stað samband við lög- regluna. I réttarsalnum leit út fyrir að þær Laurie Tackett og Melinda Loveless teldu sig hafa unnið dáð. Laurie vakti athygli fyrir að lýsa með ótrú- legum tilfinningakulda smáatriðum ódæðisins. í janúar 1993 voru þær Laurie og Melinda dæmdar í sextiu ára fang- elsi og fylgdi dóminum það ákvæði að þær mætti ekki láta lausar fyrr en eftir fjörutiu ár. Hope Rippey fékk fjörutíu ára fangelsisdóm og Toni Lawrence tuttugu ára fangelsisdóm. Laurie Tackett á leið í réttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.