Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 T*feTLiT
20 (fréttaljós___________________________________
Norski dómurinn í máli Sigurðar VE-15
Stirð samskipti
við Noreg stirðna enn
- reglur Norðmanna ekki pappírsins virði, segir utanríkisráðherra
Sigurðarmálið í hnotskurn
Föstudagur 6. júní
Kt. 9.30: Noiska Strandgæslan krofst þess aö senda monn
um borö f Sigurö VE 15 til eftirlits.
Kl. 14.30: Norömenn lýsa því yflr aö skipiö hafi veriö
tekiö fast.
Kl. 14.40: Siguröi VE Siglt af staö fyrir eigin vélarafli
Sleiöis til Noregs.
Laugardagur 7. Júnf:
. - Kl. 1.07: Aöalvélar Siguröar VE stöövaöar T samráöi viö
útgerö skipsins og íslensk stjórnvöld.
Kl. 5.25: Norömenn krefjast þess aö aöalvélar Siguröar
veröi gangsettar á ný og skipiö sigli áfram áleiöis til
Noregs. Kröfunni er umsvifalaust hafnaö.
# i.n
Kl. 5.59: Norömenn skjóta taug frá varöskipinu
Nordkap yfir í Sigurö VE.
Kl. 6.08: Nordkap tekur Sigurö VE í tog áleiöis til
Noregs í rysjóttu veöri.
Sunnudagur 8. júnf
Kl. 17.00: Siguröur VE Iagöur aö bryggju I Bodö.
Kl. 19.00: Kristbjörn Árnason skipstjóri færöur á
lögreglustöö til yfirheyrslu.
Flmmtudagur 11. september
Dómur fellur í Salten-héraðsréttinum í Bodö. Skipstjóri
og útgerö dæmd til aö greiöa 4,3 milljónir íslenskra
króna I sektir og málskostnaö.
„Viö komum til meö að
áfrýja málinu," sagði Sigurð-
ur Einarsson, útgerðarmaður
nótaskipsins Sigurðar VE-15,
í gær um dóminn sem kveð-
inn var upp í Salten-héraðs-
réttinum í Bodö i máli nóta-
skipsins Sigurðar VE-15 í
Bodö í Noregi á fimmtudags-
morguninn. Hinar dæmdu
sakir eru þær að tilkynning
um veiðar skipsins til
norskra stjórnvalda, sem
send var á faxi úr skipinu,
bárst yfirvöldum ekki. Dóms-
orðið er 4,3 milljóna ísl.
króna fjárútlát í sektir og
málskostnað.
Ráðherrum blöskrar
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra hefur lýst undr-
un sinni yfir dómnum. Hon-
um blöskrar niðurstaðan nú
vegna þess að dómurinn sé
beint framhald af atburðarás
sem stórspillti sambúð Norð-
manna og íslendinga fýrr í
sumar. Halldór Ásgrimsson
utanríkisráðherra tekur enn
dýpra í árinni og segir að
fréttir af dóminum staðfesti
endanlega að samskipti okkar við
norsk sjávarútvegsyfirvöld hvað
varðar reglur í kringum gagnkvæm-
ar nótaveiðar íslendinga og Norð-
manna í lögsögu hver annars séu
ekki pappírsins virði. Utanríkisráð-
herra segist hafa talið allan málatil-
búnaðinn í Sigurðarmálinu frá upp-
hafi til enda vera út í hött af hálfú
Norðmanna og sú skoðun hafi ekki
breyst við það að dómur sé fallinn.
Hann segir að haldinn hafi verið
fundur íslenskra og norskra emb-
ættismanna í vor um þær reglur
sem gilda um þessar gagnkvæmu
veiðar en engin niðurstaða fengist
þá og hann búist við að annar fund-
ur verði haldinn vegna málsins.
Hann sagði að ef ekki væri hægt að
treysta þvi sem fram fari milli
Norðmanna og íslendinga þá væru
öll íslensk skip og skipstjómar-
menn í hættu í norskri lögsögu.
Vilja lumbra
á Islendingum
„Það segir sína sögu að þessi nið-
urstaða skuli fyrst og fremst vera
niðurstaða meödómendanna en
ekki eina löglærða mannsins sem
skipaði dóminn. Þessi dómur þeirra
ber keim af því aö menn hafi vUjað
refsa íslendingum með einhverjum
hætti,“ segir Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Farmanna- og fiski-
mannasambandsins. Hann segir að
auðvitað hljóti íslendingar að taka
mið af þessum dómi og öðrum dóm-
um norskra dómstóla sem sýni að
íslenskir sjómenn og útgerðir njóti
ekki réttaröryggis hjá Norðmönn-
um.
Guðjón segir að dómurinn sé an-
kannalegur þar sem sakarefni séu
einungis þau að faxskeyti sem sent
var frá Sigurði VE barst ekki til
norskra yfirvalda vegna einhvers
misskilnings sem virðist hafa falist
í því að íslenskir skipstjórnarmenn
hafi ekki taliö sig hafa réttar upp-
lýsingar um hvemig ætti að hringja
upp norsk símanúmer.
„í ljósi samskipta við Norðmenn
og þeirrar framkomu sem þeir hafa
sýnt okkur þá tel ég auðvitað að við
verðum aö hafa mikla fyrirvara
framvegis á um hvemig staðið verði
aö því að stunda veiðar þar sem
Norðmenn gera tilkall til lögsögu.
Það er eins gott að hafa vaðið þar
fyrir neðan sig því Norðmenn bera
engan hlýhug til okkar, síður en
svo,“ segir Guðjón A. Kristjánsson.
Lærum af reynslunni
„Auðvitað læra menn af reynsl-
unni í þessum efnum sem öðrum og
ráðuneytið hefur verið í sambandi
við Norðmenn um upplýsinga-
streymi og framkvæmd á eftirliti
meö fiskveiðum í lögsögum beggja,"
segir Jón B. Jónasson, deildarstjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, við DV.
Jón segir að Norðmenn hafi vissu-
lega lýst yfir miklum áhuga á því að
hitta ráðuneytismenn á ný til að
ræða þessi mál og leggja um þau
skýrar línur þannig að menn verði
ekki teknir og dæmdir vegna þess
að ekki lágu fyrir nægar upplýsing-
ar.
„Það verður að segjast eins og er
að norskar reglur eru talsvert flókn-
ar. Því erum við nú að útbúa fyrir
síldarskip sem fara til veiða innan
norskrar lögsögu fljótlega nokkurs
konar leiðbeiningapakka," segir
Jón. Hann segir að við þetta starf
þurfi ráðuneytismenn að pæla í
gegnum mikinn frumskóg norskra
laga og reglna. „Það er stundum tal-
að um að hér sé mikill, flókinn og
erfiður frumskógur laga og reglu-
gerða en hjá Norðmönnum er hann
miklu flóknari. Hjá þeim gilda t.d.
einar fjórar reglugerðir um síldveið-
ar hjá Norðmönnum og mörgu
blandað saman í þeim. Við erum að
vinna í þvi að taka saman útdrátt
úr þessu öllu saman og semja leið-
beiningar til skipstjómarmanna um
hvað helst beri að varast og hvað
leggja skuli áherslu á til að komast
hjá vandræðum. Inni í þessum síld-
veiðireglum þeirra eru síðan aðrir
hlutir sem okkur hér finnast ekki
skipta máli í sambandi við þennan
veiðiskap og geta auðveldlega leitt
til þess að mönnum yfirsjáist og
þeir misstígi sig. Þetta hefur allt
veriö rætt við Norðmenn og þeir
hafa lýst vilja sínum til þess að
reyna að gera þessa hluti eitthvað
liölegri og þægúegri viðfangs,“ seg-
ir Jón B. Jónasson.
Stífari reglur
- harðari viðurlög
Jón B. Jónasson segir að á það
verði að líta í þessu sambandi að
hjá Norðmönnum gildi á heildina
litið miklu harðari reglur og ekki
síst harðari viðurlög við brotum en
hér á landi. Segja megi meö ein-
hverjum rétti að hér á landi viö-
gangist fullmikið agaleysi á köflum
og viðurlög við brotum heldur við-
Innlent
fréttaljós
Stefán Ásgnmsson
urhlutalítil. Sektir við brotum sem
á íslandi skoðist léttvæg séu gríðar-
háar í Noregi og margfalt hærri en
hér. Þannig sé ekki óvenjulegt að
Norðmenn beiti sektum upp á tugi
milljóna ísl. króna við fiskveiðibrot-
um. „Þeir taka mjög hart á brotum
sem okkur finnast smávægileg, t.d.
þegar ekki er fullt samræmi milli
afla í lestum og afladagbóka. Við
slíku eru mjög þung refsiviðurlög í
Noregi og miklu hærri en verið er
að tala um í Sigurðarmálinu - refs-
ingar upp á tugmilljóna króna sekt-
ir. Þeir beita sina menn slíkum refs-
ingum og við getum ekki vænst þess
að þeir taki mildar á okkur. Þetta er
ástæða þess að við í ráðuneytinu
teljum mjög mikilvægt að koma
þessum reglum Norðmanna á fram-
færi við íslenska skipstjórnarmenn
sem eftir þeim þurfa að fara,“ sagði
Jón B. Jónasson.
íslenska dómskerfið
ráttlátara en það norska
„Okkar dómskerfi er réttlátara en
það norska," segir Kristján Ragn-
arsson, formaður Landssambands
ísl. útvegsmanna, við DV þegar
hann ber saman niðurstöðima í Sig-
urðarmálinu í Noregi við niður-
stööu málsins gegn skipstjóra
norska skipsins Kristian Ryggefjord
sem, eins og Kristján orðar það, var
að svindla. hér heima í sumar.
Norski skipstjórinn var sýknaður af
ákæru vegna formgalla á reglugerð
sjávarútvegsráðuneytisins um til-
kynningaskyldu erlendra skipa að
veiðum í íslenskri lögsögu.
Kristján Ragnarsson áréttar að í
Sigurðarmálinu var ekkert brot
framið því að ekkert var veitt sem
var óheimilt að veiða og engu var
leynt. Það sé mergurinn málsins.
„Það voru hins vegar send röng
skilaboð sem byggðust á röngum
upplýsingum opinberra aöila hér
heirna," segir Kristján og bætir við
að í öðru lagi hafi skipstjómar-
mönnum verið sagt hér heima að
nota mætti íslenska afladagbók en
ekki norska. Það hafi þegar til
stykkisins kom einnig reynst rangt.
„Það er ekkert samkomulag milli ís-
lenskra og norskra stjómvalda og
svo hljóta okkar menn dóm fýrir að
hafa farið að leiðbeiningum ís-
lenskra stjórnvalda. Það er hlutur
sem við verðum að skoða,“ sagði
Kristján Ragnarsson.
Harkaleg milliríkjadeila
Þegar norskt varðskip stöðvaði
nótaskipið Sigurð að veiðum
skammt innan norskrar fisk-
veiðilögsögu umhverfis Jan
Mayen um kl. 9.30 fostudag-
inn 6. júní sl. óskuðu varð-
skipsmenn eftir að koma um
borð til eftirlits og leyfði
Kristbjörn Árnason skip-
stjóri það, enda taldi hann
sig hafa hreinan skjöld að
öllu leyti. Norsku varðskips-
mennimir vom mjög lengi
um borð í Sigurði VE, eða í
um fimm klst., og notuðu
þann tima til þess að gramsa
fram og aftur 1 skipsskjölun-
um. Loks gáfu þeir út þá yf-
irlýsingu að skipið væri tek-
ið fast og skyldi halda til
Noregs sem var um 400
mílna sigling. Spurðir um
ástæðu sögðu Norðmenn
ranglega færða veiðidagbók
og að skipstjóri hefði í þrí-
gang vanrækt tilkynninga-
skyldu til norskra stjórn-
valda inn og út úr lögsögu
Jan Mayen.
Eftir nokkurt þjark ákvað
skipstjórinn að drepa á aðal-
vél skipsins þar sem hann
taldi sakareöii ekki eiga við
nein rök að styðjast en við
það skaut varðskipið norska
línu milli skipanna og tók Sigurö í
tog og dró hann síðan til Bodö þar
sem lögreglurannsókn fór fram. Að
henni lokinni var skipstjóra og út-
gerð Sigurðar boðið að ljúka málinu
með dómsátt en verulega hafði þá af
Norðmanna háifu verið dregið úr
sakargiftum og var í raun það eitt
eftir að tilkynningaskylda hefði ver-
ið vanrækt.
Dómsáttinni var hafnað en þær
upphæðir sem héraðsdómurinn í
Bodö dæmdi skipstjóra og útgerð til
að greiða á fimmtudagsmorguninn
var er nánast upp á krónu sú sama
og dómsáttin átti að hijóða upp á.
íslensk stjómvöld gerðu töku Sig-
uröar VE að milliríkjamáli með því
m.a. að mótmæla tökunni formlega,
senda ráðuneytisstjóra utanríkis-
ráðuneytisins til Bodö vegna máls-
ins og kalla síðan sendiherra ís-
lands í Noregi heim um óákveðinn
tíma.
Norsk stjómvöld vísuöu því alfar-
ið á bug að meöhöndla málið sem
milliríkjamál heldur einungis sem
venjulegt sakamál. Geir Petersen,
talsmaður norska utanríkisráðherr-
ans, sagði-í samtali við DV meðan
Sigurðarmálið var enn á frumstigi
að norsk stjómvöld myndu ekki
grípa inn í Sigurðarmálið. „Ef upp
kemur grunur um glæpsamlegt at-
hæfi þá hringja viðkomandi lög-
gæslumenn ekki í ráðherrann og
spyrja hvað eigi að gera í málinu.
Nei, þeir fylgja sínum vinnureglum
og handtaka viðkomandi,“ sagði
Geir Petersen.
Þegar norska varðskipið kom til
hafnar í Bodö með Sigurð VE í eft-
irdragi að kvöldi sunnudagsins 8.
júní voru á bryggjunni ráðuneytis-
stjórar utanrikis- og sjávarútvegs-
ráðuneytis íslands. Helgi Ágústs-
son, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins, lýsti framgöngu Norð-
manna í málinu þá sem ruddalegri
og að norska strandgæslan hefði far-
ið offari á forsendum veiks gruns
um lögbrot.