Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 19
JLJX. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 19 dýrlingur í Sálarrannsóknarskólanum Móðir Teresa, engill göturæsanna, borin til grafar í dag: Opiö hús og kynningarfundir veröa í Sálarrannsóknarskólanum í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 14.00. Þar veröur í skólastofu skólans flutt stutt erindi um starf- semi skólans, s.s. um líf eftir dauöann, starfsemi miöla og um álfa og huldufólk og önnur dulræn mál. - Allir velkomnir. Sálarrannsóknarskólinn er vandaður skóli þar sem almenningi eins og þér gefst kostur á að vita allt sem vitað er um dulræn mál, líf eftir dauðann, afturgöngur, berdreymi, fyrirboða, heil- un, líkamninga, segulbandsmiðla, Ijósmyndamiðla og um flestöll önnur dulræn mál sem hugsast getur. - Skólinn er eitt kvöld í viku eöa eitt laugardagssiðdegi í viku. - Yfir 600 ánægöir nemendur hafa notiö þægilegrar og fræöandi skólavistar í skólanum sl. 3 ár. - Hringdu og fáöu allar nánari upplýsingar um lang- skemmtilegasta skólann í bænum sem í boöi er í dag. - Svaraö er í síma skólans alla dag vikunnar kl. 14.00 til 19.00. Kynningarfundirnir verða endurteknir á þriðjudagskvöldið og miðvikudagskvöldið, kl. 20.30. Sálarrannsóknarskólinn, -„skólinn fyrir fordómalaust og leitandi fólk“- Vegmúla 2, s. 561 9015 & 5886050 Hann er undarlegur, söfnuðurinn sem verður við útfor móður Teresu í Kalkútta á Indlandi í dag. En kannski dæmigerður fyrir þá tvo ólíku heima sem hún hræðist í, að minnsta kosti hin síðari ár. Þar verða líkþráir, heimilisleysingjar og aðrir fátæklingar innan um erlenda forseta og önnur fyrirmenni. Forsætisráðherra Indlands líkti litlu nunnunni, sem lést úr hjartaslagi í síðustu viku, 87 ára að aldri, við Mahatma Gandhi, helstu frelsishetju Indverja. Lík móður Teresu verður líka flutt til hinstu hvílu á sama byssuvagninum og lík þeirra Gandhis og Jawaharlals Ner- us, annars mikilmennis í stjórn- málasögu Indlands, á sínum tíma. Fátækt ógnun við friðinn í fimmtíu ár helgaði móðir Teresa líf sitt fátækum, sjúkum, útskúfuð- um og deyjandi á Indlandi og um heim allan. Fyrir það starf hlaut hún viðurnefnið „engill götu- ræsanna" og friðarverðlaun Nóhels árið 1979, af því að „fátækt og ör- birgð eru líka ógnun við friðinn." Tíu árum áður hafði breski sjón- varpsmaðurinn Mcdcolm Mugger- idge vakið athygli heimsins á starfi þessarar albönsku nunnu þegar hann gerði um hana heimildar- mynd fyrir breska sjónvarpið BBC. Þá varð ekki aftur snúið. Móðir Ter- esa var orðin stjarna. Konan sem kallaði sig móður Ter- esu fæddist i Skopje, sem nú er höf- uðborg Makedóníu, þann 26. ágúst 1910 og hlaut nafnið Agnes Gonxha Bojaxhiu. Faðir hennar var vel meg- andi albanskur kaupsýslumaður í borginni. Hann lést þegar litla stúlkan var aðeins sjö ára, að því er virðist i erjum milli þjóðarbrota. Móðir Teresa var alltaf fámál um fortíð sína en hún sagði Muggeridge þó að hún hefði fengið köllun um að þjóna fátæklingum þegar hún var 12 ára. Átján ára gömul gekk hún til liðs við reglu Loretosystra á írlandi og tók upp Teresunafnið í virðingar- skyni við franska dýrlinginn Teresu af Lisieux. Frá írlandi lá leiðin til Indlands þar sem Teresa kenndi í skóla fyrir stúlkur af vel stæðum bengalíættum í Kalkútta. Þar var hún í 17 ár. Köllun í járnbrautarlest Þann 10. september 1946, þegar Teresa var í lest á leið til Darjeel- ing, fékk hún „köllun innan köllun- arinnar" eins og hún orðaði það, þar sem henni fannst guð beina sér að fátækrahverfunum. „Skilaboðin voru skýr,“ sagði hún við hinar nunnurnar í regl- unni. „Ég átti að yfirgefa klaustrið Móðir Teresa var dáö um heim allan fyrir störf sin aö líknarmálum en hún var líka gagnrýnd fyrir aö þiggja fé til starfsemi sinnar af mönnum á borö viö Baby Doc, harðstjóra á Haítí. Símamynd Reuter Albanskt barn kyssir mynd af móöur Teresu eftir aö frétt um andlát henn- ar barst tii lands feöra hennar, Albaníu. Móðir Teresa lést í hárri elli í síöustu viku. Símamynd Reuter og hjálpa fátækum og búa með þeim. Það var fyrirskipun." Tveimur árum síðar fékk hún svo leyfi frá páfanum í Róm til að starfa upp á eigin spýtur og stofnaði reglu sem brátt laðaði að sér fjölda ungra kvenna. Nú starfa um fjögur þús- und nunnur í reglunni í 120 lönd- um, allar klæddar i hvitan sarí með bláum röndum. Hálft flmmta hund- rað karla er í aðskilinni karlareglu. Stefán Ásgrímsson, blaðamaður á DV, hitti móður Teresu í Róm í vor þegar hann var þar á ferð með fólki úr kaþólska söfnuðinum á íslandi. Gefum Stefáni lokaorðin: „Það var greinilegt að þessi lág- vaxna aldraða kona í hjólastólnum, sem klappaði á koll blaðamanni og bað guð brosandi að blessa hann, bar mikla persónu og að glaðlyndi ásamt öruggri trúarvissu voru sterkir þættir persónuleika hennar, enda þótt líkaminn væri farinn að gefa sig.“ Byggt á Reuter og Time. INTERNATIONAL SNAKE SH0W /v, r ■ Otrúleg eitursnákasýning í fyrsta skipti í Evrópu. Opið daglega frá kl. 14-20 til 28. september í JL-húsinu. Eftirlaunafólk og námsmenn=600 Börn=500 Fullorðnir=700 Tilboð fyrir hópa. Einnig yfir 100 tegundir lifandi skriðdýra. Upplysingar gefur Gula linan 580-8000. fKynningarfundir Fátækir og fyrirmenni saman í Kalkútta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.