Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 39 Fimm til sjö stjörnu hótelið „Al Bustan" í Dubai er nýopnað. Það er ný viðmiðun á ferðalögum. ísland er enn ekki í alfaraleið. Á liðnum öldum sýndu ferðamenn landinu lítinn áhuga, nema forvitn- ir ævintýramenn og sérvitringar. Þeir sem komu skrifuðu gjaman bækur um ferð sína og báru landi og þjóð misjafnlega söguna. íslend- ingar voru ofurviðkvæmir fyrir áliti útlendinga og eru enn, sbr. hina sígildu spumingu í tíma og ótíma: „How do you like Iceland?“ Frumstæður aðbúnaður Lélegir vegir, frumstæður aðbún- aður og hátt verð valda því að mörg- um ferðamanninum líkar illa við Is- land og þó ekki landið sjálft nema helst veðráttuna sem ekki verður breytt og kemur sjaldnast mjög á óvart, heldur hitt fyrst og fremst, hvernig ferðaþjónustan er rekin og agaleysið sem einkennir þjóðfélag- ið. Hinar fáu og strjálu heimsóknir til landsins byggðust fyrr á öldum eingöngu á heimagistingu hjá meira eða minna gestrisnum bændum því að gistihúsum var ekki til að dreifa. Margir hallast að því enn í dag að bændagisting sé einna besti kostur- inn á ferð kringum landið. Nú á sið- ustu dögum koma menn fyrst auga á það vegna ábendingar íslendings búsetts erlendis að engin fyrsta flokks hótel eru til í landinu og skástu hótelin eru í líkingu við vegahótel í útlandinu. Svona áminn- ingar eru nauðsynlegar þótt þær særi viðkvæmt þjóðarstoltið. Það ótrúlega er að enginn skyldi koma auga á þessa staðreynd fyrr svo að þessi saga líkist helst „Nýju fötun- um keisarans.“ Góð hótel menningarauki Alþingishátiðin árið 1930 var fýrsti stórviðburður íslandssögunn- ar með þátttöku útlendinga. Ekki verður séö að hægt hefði verið að framkvæma hana með sóma nema fyrir framtak Jóhannesar að reisa Hótel Borg til að hýsa tigna gesti. í viöræðum við fulltrúa BBC fyrir nokkrum dögum var álit hans að Hótel Borg væri enn skemmtilegasti kosturinn. Fákeppni ríkir í hótel- rekstri eins og fleiri þjónustugrein- um hér á landi. Fyrir bragðið stönd- umst við engan samanburð við þró- uð lönd í ferðamálum. Svo virðist að Islendingar almennt viti varla hvað hótelþjónusta er á alþjóða- mælikvarða, enda ekki við að búast. Þótt íslendingar berist mikið á og eyði oft stórfé á ferðalögum tíma fæstir þeirra að borga fyrir al- mennileg hótel og er það svo áber- andi að ég er margsinnis spurður að því á erlendum ferðakaupstefnum hvort íslendingar kaupi aldrei ann- að en það lélegasta? Þá kemur upp í mér þjóðarstoltið því að ég hef árum saman stuðlað að því að íslendingar ættu kost á ferðum þar sem búið er á sumum bestu hótelum heimsins. Slíkt er menningarauki, einungis með samanburði við aðrar þjóðir gerum við okkur ljóst hvar við stöndum. Þeir sem þekkja þennan valkost vilja fyrir engan mun skipta, einkum þegar í ljós kemur að fræg heimsklassahótel kosta minna en vegahótelin á íslandi. Heilbrigð lífsnautn á úrvalshóteli Á ferðum mínum um allar álfur heimsins hef ég á síðustu tveimur áratugum lagt áherslu á að komast að samningum við valin hótel víða um heim svo að félagar Heims- klúbbsins geti kynnst því fegursta og besta við bestu aðstæður. Kröf- umar aukast stöðugt á alþjóðamæli- kvarða. Margt sem þótti fullgott fyr- ir áratug er nú ekki lengur sam- keppnishæft. Sífellt meira vægi er lagt á fagurt umhverfi á gististaðn- um og fullkomna aðstöðu til hvíldar og endurhæfingar, hvort sem fólk er í viðskiptaerindum eða fríi. Alls konar tæknibúnaður, sem áður þótti í frásögur færandi, þykir nú sjálfsagður standard en enginn lúx- us. Svo virðist sem hinum almenna íslenska ferðamanni finnist hótel aðeins vera rúm til að sofa í, hinn reyndi, heimsvani hefur allt aðrar hugmyndir um þægindi og heil- brigða lífsnautn sem fylgir dvöl á úrvcdshóteli. Ekki niðurrif Engum blöðum er um að fletta að nýtt glæsihótel í Reykjavík mundi draga aukinn straum ferðcunanna með sér og skapa mótvægi við bak- pokaferðamennsku. ísland verður aldrei eftirsóknarvert fyrir hinn kröfuharða gest fyrr en hann á kost á gististað sem stenst samanburð við bestu ferðamannalöndin og veit- ir honum þau þægindi sem hann er vanur á ferðum sínum um allan heiminn. Að mínu mati er slíkt hót- el þó enn langt undan. Stofnkostn- aður yrði mjög hár en aðalvandinn að tryggja nýtingu allt árið. Sam- kvæmt reynslu erlendis yrði mark- aössetning erfið nema í tengslum við þekktan alþjóðlegan hótelhring. Erlent íjármagn þyrfti að koma til og gæti verið auðfengið í ljósi nýrra aðstæðna og bættrar stöðu um láns- hæfni. Öll ferðaþjónusta í landinu mundi njóta góðs af þeirri viðmiðun sem verður til af samanburði við það besta. Ekki má túlka orð mín sem nið- urrif á íslenskri hótelstarfsemi held- ur hvatningu til að efla hana í takt við tímann. Þvert á móti finnst mér framfarir síðustu ára ótrúlegar mið- að við aðstæður. íslensk hótel eru hvorki lélegri né dýrari en gerist í mörgum öðrum Evrópulöndum. Afburðahótel í Austurlöndum Ætli íslendingar hins vegar að njóta dvalar á bestu hótelum heims- ins á skikkanlegu verði þurfa þeir að leita út fyrir landsteinana og alla leið til Austurlanda, eins og kunn- áttufólk um ferðalög gerir einnig í öðrum löndum. Á fyrri hluta þessa árs kynntist ég hótelum í Austur- löndum sem á margan hátt bera af öflu er áður þekktist í aðbúnaði og þjónustu við ferðamenn. Meðal þeirra er New World Hotel í Kuala Lumpur, sem sameinar létt- an glæsileika, birtu og þægindi and- spænis hæstu húsum heimsins. Einnig Grand Plaza Hotel í Singa- pore, þokkafullt og þægilegt hótel, sem er byggt á afar skemmtilegan hátt inn í gamla nýlendustílinn. Þá má nefna Höll gylltu hestanna við stöðuvatn rétt utan Kuala Lumpur, ævintýraheimur, sem minnir á Þús- und og eina nótt, sambland austur- lenskra, arabískra og vestrænna áhrifa. Loks er það A1 Bustan í Dubai, atríumbyggt hótel með döðlupálmum, gosbrunnum, lindum og fossum, svo og glerhvolfi yfir öllu saman. íslenskir hótel- og ferðafrömuðir gætu margt lært af aðstandendum slíkra hótela. Ingólfur Guðbrandsson Líf í stórborgum: Dýrast í austurátt Dýrustu borgir heims eru Tokyo, Hong Kong og Moskva í ár sam- kvæmt nýrri svissneskri neyslu- könnun. Verðlag í borgum Norður- Ameriku er hins vegar einna hag- stæðast um þessar mundir. Samkvæmt könnuninni er þrisvar sinnum dýrara að búa í Moskvu en í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afriku en þar var búseta ódýrust af þeim 145 borgum sem voru bom- ar saman. London reyndist há- stökkvari Evrópuborganna frá fyrra ári en hún er 14. dýrasta borgin á listanum. Við könnunina var borið saman verð á yfir 200 vörum og þjónustu- liðum, svo sem á mat, áfengi, fatn- aði, samgöngum og skemmtunum. -ST Haustáætlun íslandsflugs Nýttu þér óiýru fargjöldin áfram! Brottför frá Reykjavík Brottför frá áfangastað Akureyri Mán-fös 07:40-08:25 08:45-09:30 Alla daga 12:00-12:45 13:05-13:50 Alla daga 17:30-18:15 18:35-19:20 Egilsstaðir Alla daga 14:35-15:35 16:00-17:00 Fös-Sun 18:15-19:15 19:40-20:40 Vestmannaeyjar Mán-fös 08:00-08:25 Alla daga 11:45-12:15 12:35-13:05 Alla daga 16:00-16:30 16:50-17:20 Mán-fös 18:00-18:30 Sauðárkrókur Mán-fös 08:20-09:00 10:25-11:05 Mán-fös/Sun 17:45-18:25 18:45-19:25 Siglufjörður Mán-fös 08:20-09:35 09:45-11:05* Fös/Sun 13:30-14:20 14:40-15:300 ‘Flogið um Sauðárkrók ísafjörður . Mán-fös Yfir nótt á ísafiröi 08:00-08:45 Mán-fös 11:30-12:15 12:35-13:20 Fös-sun 16:00-16:45 17:05-17:50 Sun-fim 17:00-17:45 Vesturbyggð Mán-lau 09:15-09:55 10:20-11:00 Þri/mi/fös/sun 14:10-14:50 15:15-15:55 Hólmavlk Mán/fim 14:10-14:50 15:10-16:25 Gjögur Mán-fim 14:10-15:25 15:45-16:25 Þegar þú flýgur meö (slandsflugi tryggir þú áfram lág fargjöld f innanlandsflugi. ISLANDSFLUG gerir fleirum fært að fljúga Sími 570 8090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.