Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 myndbðnth. Star Trek First Contact er áttunda Star Trek myndin en þegar hún kom í kvikmyndahús i fyrra voru liðin þrjátíu ár síðan fyrsti Star Trek sjón- varpsþátturinn var sýndur 8. sept- ember 1966. Eftir að þeir þættir höfðu runnið sitt skeið á enda tóku við nýir þættir með nýjum söguper- sónum en það voru Star Trek: The Next Generation, Star Trek: Deep Space Nine og Star Trek: Voyager. Sex myndir voru gerðar með sögu- hetjum upprunalegu Star Trek-þátt- anna: Star Trek - The Motion Pic- ture, Star Trek II: The Wrath of Khan, Star Trek III: The Search for Spock, Star Trek IV: The Voyage Home, Star Trek V: The Final Frontier og Star Trek VI: The Und- iscovered Country. 1994 var síðan gerð Star Trek-mynd með söguhetj- unum úr Star Trek: The Next Generation og var hún kölluð Star Trek: Generations. Star Trek First Contact er önnur myndin með þeim persón- um. Fyrsti þáttur- inn í The Next Gen- aration - þáttaröð- inni var sýndur 8, september 1987 og hún entist i tæp sjö ár fram í maí og náði síðasti þáttúrinn 40% áhorfun í Banda- ríkjunum. Þáttaröð- in hlaut alls 18 Emmy-verðlaun og 37 tilnefningar að auki. Patrick Stewart þykir taka sig vel út í hlutverki kapteins Jeans- Lucs Picards og gefur ekkert eftir fyrir- rennara sínum í Star Trek- mynd- unum, William Shatner. Jákvæð framtílarsýn UPPAHALDSMYNDBANDIÐ MITT Vinsældir Star Trek hafa verið gríðarlegar og er Star Trek orðinn e.k. menningargeiri innan vísinda- skáldsagnahefðarinnar. Vinsældir Star Trek eru sennilega að hluta til komnar vegna öðruvísi fram- tíðarsýnar heldur en sjá má í flestum öðrum framtíðar- myndum. Hér er ekki verið að reyna að sýna skugga- hliðar framtiðarinnar, sundurtætta veröld eftir sjálfstortímingarstríð mannkynsins eða ein- hverja ámóta drungalega framtíðarsýn. Framtiðar- sýn Star Trek er jákvæð og upplífgandi. Mannkynið blómstr- ar í samskiptum við aðrar vits- munaverur og leggur óhrætt upp í könnunarleiðangra um hinn víða geim. Persónumar eru ekki hinar lifsþreyttu andhetjur nútímahasar- mynda heldur ástríkt og ábyrgðar- fullt fólk sem sýnir hollustu og stendur saman. Paö eru aðeins mennskir um borö í Enterprise. Einn þeirra sem lýtur stjórn Jeans-Lucs Picards er Worf sem er Klingon-ættar. Paö er Mich- ael Dorn sem leikur hann. í aðalhlutverkum myndarinnar eru góðkunningjar Star Trek-aðdá- enda úr sjónvarpsþáttunum, en það eru Patrick Stewart (Robin Hood: Men in Tights, L.A. Story, Dune, Excalibur), Jonathan Frakes (sem einnig leikstýrir myndinni en hann hefur leikstýrt fjölmörgum af Star Trek-þáttunum), Brent Spiner, Le- Var Burton, Michael Dorn, Gates McFadden og Marina Sirtis. Neal McDonough leikur nýjan áhafnar- meðlim og Alice Krige (Chariots of Fire) leikur borgadrottninguna. í hlutverkum visindamannsins Ze- frams Cochranes og aðstoðarkonu hans eru James Cromwell (The Man with Two Brains, Babe, Eraser, The People vs. Larry Flynt) og Alfre Woodard (Cross Creek, Primal Fear, Crooklyn, Passion Fish, How to Make an American Quilt). Myndin hefst á því að kafteinn Picard fær boð um að Borgarnir (sjá siðar) stefni í átt að jörðu. Eftir mik- inn geimbardaga er árás Borganna hrundið og þeir setja þá nýja áætlun í gang. Þeir fara aftur í tíma til árs- ins 2063 til að koma í veg fyrir mik- ilvæga uppfinningu Zeframs Cochra- nes (sem er fræg persóna í Star Trek), uppfinningu sem leiddi til fyrstu kynna mannkynsins af vits- munaverum frá öðrum hnöttum. Picard og áhöfn hans veita Borgun- um eftirfór og reyna að koma í veg fyrir ill áform þeirra en lenda í mikl- um vandræðum þegar Borgunum tekst að komast í gegnum vamir skipsins og ná þar fótfestu. Áhöfn skipsins neyðist þá til að berjast við Borgana í eigin skipi. Borgarnir komu fyrst fram á öðru misseri The Next Generation-sjón- varpsþáttanna. Borgarnir eru verur sem í upphafi voru af holdi og blóði en uppgötvuðu að þær gætu endur- bætt sig með því að bæta við sig vél- rænum og rafrænum hlutum. Nafn- gift þeirra (Borg) er stytting úr orð- inu cyborg sem aftur er stytting á cybernetic organism sem stendur fyrir verur sem eru samblanda vél- rænna hluta og lifandi vefja. Þeir hafa eins konar „samhuga" (hive mind) þar sem allir eru hluti af einni heild fremur en sjálfstæðir einstakl- ingar. Hæfileiki þeirra til að innlima hluti nær ekki aðeins til vélrænna og rafrænna hluta heldur einnig til annarra lifvera. Þeir yfirtaka hugi þeirra og líkama og endurbæta með eigin Borgatækni. Markmið Borg- anna er að innlima allar lífverur vetrarbrautarinnar. -PJ Star Trek First Contact Vélrænar lífverur og tímaflakk „Ég gæti hugsað mér fjöl- margar myndir sem væru í sérstöku uppáhaldi hjá mér,“ segir Har- aldur Guðni Eiðsson, formaður Stúdenta- ráðs. „Af nýlegri myndum er ég lík- lega spenntast- ur fyrir myndum sem Quentin Tarantino hefur gert eða komið nálægt að einhverju leyti - á ég þá við myndir eins og Reservoir Dogs, True Romance og Pulp Fiction. Þetta eru fjörugar og skemmti- legar myndir sem hafa haft ým- islegt nýtt fram að færa og þess vegna skorið sig úr á siðari árum. Tar- antino kemur inn með fersk- an stíl - hráan og skemmti- lega öfga- kenndan. í framhaldi af þessu dettur mér einnig í hug kvik- myndin Trainspott- ing en hún hafði einmitt til að bera svipaðan ferskleika og myndir Tarantinos. Af eldri myndum liggur að sjálfsögðu beint við að nefna Citizen Kane sem er nátt- úrlega sígild að öllu leyti. Að lok- um vil ég gjaman nefna kvik- myndina Brimbrot eftir Lars von Trier, en þar er tvímæla- laust um að ræða eina áhrifa- mestu kvikmynd síðustu ára.“ ® TOYOTA NÝBÝLAVEGUR 4 • SÍMI 563-4400 TIL SÖLU LEXUS SC 400 ‘93 • 4.0 litra V8, 32 ventla, 4 knastásar með beinni innspýtingu • 4 þrepa rafeindastýrð sjálfskipting • Sjálfstxð fjöðrun á hverju hjóli • Gasdemparar • Loftkækiar diskabremsur á öllum hjólum • ABS bremsukerfi • Hraðatengt aflstýri • 16“ álgelgur • Öryggispúðar fyrir ökumann og farþega • Rafstýrðir og upphitaðir speglar • Sjálfvirk stýring á aðalljósum • Leður, ekta viðarklæðning • Hraðastillir • Rafstýrt miðstöðvarkerfi • Rafstillt sæti • Fjarstýrðar hurðalæsingar • Afturrúðuhitari með tímarofa • Minni fyrir stillingu á speglum, stýri, sæti og fleiru • Þjófavarnarkerfi • Rafstýrðar stillingar á stýrishjóli: upp/niður, að/frá • Rafstýrð opnun á skottioki og bensínloki • Tvivirk sóllúga • 280 watta LEXUS/NAKAMICHI hljómflutningstæki • 12 diska geislaspilari • Vindkljúfur með LED-bremsuljósi * X.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.