Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 15
I> V LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 15 „Þau voru með allt niðrum sig. Glætan að ég fari þangað aftur,“ hrópaði táningsdóttirin á heimil- inu þegar hún kom heim frá sín- um daglega blaðburði. Hún var al- veg á innsoginu þegar móðirin tók á móti henni og svo mikið niðri fyrir að orðin hreinlega frussuðust út úr henni. „Hvað ertu að segja, bam?“ sagði móðirin sem náði ekki alveg samhenginu. Það var komið fram yfir miðnætti. Fjölskyldan var á leið í helgarfrí út úr bænum. Blað- burðurinn var hins vegar skylda sem gekk fyrir. Helgarblaðinu þurfti að koma til lesenda svo þeir ættu sælar stundir með morgun- kaffinu komandi laugardagsmorg- un. „Ég er ekkert bam,“ sagði stelp- an „og ég sá alveg hvað var í gangi. Það var allt á fullu hjá þeim og ég komst ekki einu sinni að póstkössunum í blokkinni. Þau gátu ekki einu sinni komið sér inn á stigaganginn heldur vora fremst þar sem póstkassarnir eru.“ Ástarbrími í anddyrinu Augun í móður bamsins urðu æ stærri. Hún fór að fá samhengi í frásögn táningsins og ástæður þess að ein blokk í hverfinu varð út undan í blaðburðinmn. Stelpan hafði skotist sinn hefðbundna hring með blöðin. Það verk hafði verið tíðindalaust með öllu í mörg ár. Systkinin höfðu tekið við blað- burðinum hvert af öðm. Bræður hennar höfðu áður sinnt þessu holla skokki áður en hún tók við verkinu. Venjulegur útburðartimi var í hádeginu en helgarblaðinu har að koma árla til kaupenda. Hún hafði þvi farið með það strax og það barst um miðnættið. Hún fór sinn venjubundna hring í einbýlishús jafnt sem fjöl- býlishús. í einu hinna síðar- nefiidu kom babb í bátinn. Húsið er margra hæða og í fremsta Fyrir utan það horfði ég ekkert á þau og ég efast um að þau hafi veriö með hugann við þetta blað þitt.“ „Það ætti að kæra þetta fólk,“ sagði konan. Hún var enn í upp- námi vegna óþægilegrar lífs- reynslu dóttur okkar. Ég dró held- ur úr því og benti henni á að í hverfinu okkar byggi friðsemdar- fólk. „Þau réðu bara ekki við sig,“ sagði ég og bar blak af ástfangna fólkinu. „Auk þess vora þau kom- in inn. Kannski hafa þau ekki ver- ið með lykla. Hvaö er þá til ráða ef svara þarf kalli náttúrunnar," spurði ég og var heimspekilegur í framan. Enn í markaðs- stellingum „Dauðans della er þetta i þér, maður," sagði konan. „Það er ekki eins og þetta séu skynlausar skepnur. Það em takmörk fyrir öliu.“ „Hefði ekki verið ráð að bjóða manninum að kaupa aukablað eða gerast áskrifandi?" sagði ég við stelpuna og var aftur kominn í markaðsstellingar fyrir hennar hönd og blaðsins. „Hann var í þeirri stöðu að hann hefði varla geta neitað. Það hefði jafnvel mátt selja þeim báðum blað.“ Ég komst ekki lengra í mark- aðssókn helgarútgáfu dagblaðs- ins. Mæðgurnar sameinuðust gegn mér í stað þess að hugsa um bera manninn og konuna í fjölbýl- ishúsinu. Ég sá þann kost vænst- an að bakka þótt í hjarta mínu hafi ég verið sannfærður um að þarna var sóknarfæri fyrir blaðið. Maðurinn var þarna meö spari- buxurnar á hælunum og konan líka. Hugsanlega var annað hvort eða bæði áskrifendur. Það lá ekki fyrir hvort um hjón var að ræða en ég taldi það ólíklegt miðað við aðstæður. Væri fólkið ekki í hópi áskrifenda er líklegt að þau hefðu Blaðberi óskast gangi eru póstkassar hverrar íbúðar i röðum. í þessum gangi logar eilíft ljós líkt og gjaman í ijölbýlishúsum. Það var síðsum- amótt og þvi farið að skyggja. Enn var þó sumar í parinu sem blaðberinn rakst á í anddyri húss- ins. Ástarbríminn var þvílíkur að fólkið hafði ekki komist lengra. Það var þvi heitt í kolunum i ei- lífri birtu forstofunnar. Enn við sama heygarðshornið Blaðberinn ungi hrökklaðist frá. Stúlkan reyndi ekki inngöngu við þessar aðstæður. Blöðin í blokkina urðu að bíða um sinn. Hún ákvað því að klára hringinn í þeirri von að ástarlífið væri hefðbundnara í þeim húsum sem eftir voru. Sú var og raunin enda ekki vitað annað en fólk í þessu góða hverfi sé tiltölulega venju- legt í kynferðismálum. Eftir ára- langa búsetu í hverfinu hefur hvorki frést af fólki vera að gera það í görðum né á göngum. Blaöburður er ábyrgðarstarf. Þar sem fjölskyldan hefúr lengi haft lífsviðurværi sitt af nefndu blaði hafði bömunum verið gert það ljóst að kaupendum blaðsins bæri að fá sitt blað sem fyrst og þar væru engar undantekningar. Stúlkan gekk því hikandi heim tröðina að fjölbýlishúsinu þegar hún hafði farið í öll önnur hús. Tuttugu mínútur vom liðnar síð- an hún varð frá að hverfa. Ekkert vissi hún um upphaf ástarleiksins eða á hvaöa stigi hann var þegar hana bar að í hið fyrra sinni. Von- ir stóöu því til að parið hefði lok- ið sér af, hysjað upp um sig og væri gengið til náða. Sú von var borin. í flóðlýsingu anddyrisins glitti i parið við sömu iðju. Blaðberinn reyndi ekki inngöngu heldur hrökklaðist burtu. Málið var full- reynt. Ástfangna parið varð til þess aö blaðið hlaut að berast seint til kaupendanna í fjölbýlis- húsinu. Stúlkan hraðaði sér heim. Úviðeigandi vangaveltur „Andskotans óeðli er þetta,“ hrópaði móðir táningsins þegar hún náði áttum. „Getur þetta lið ekki komið sér inn til sín?“ í geðs- Laugardagspistill Jónas Haraldsson hræringunni blótaði hún fyrir framan táninginn og tók ekki eft- ir því. „Hefurðu heyrt annað eins?“ spurði hún mig. „Ha, héma, hum heyrðist í mér. Ég hafði nefnilega heyrt slitur sam- ræðna mæðgnanna og var svona rétt að setja upp ástandið í hugan- um. Ég var því óviðbúinn spurn- ingunni. „Var maðurinn alveg berrass- aður þama?“ sagði ég og sneri mér að dóttur okkar hjóna. „Oj, hvað þú getur verið ógeðslegur, pabbi,“ sagði stelpan. „Heldurðu að ég fari að lýsa þessu eitthvað nákvæmlega? Þau vom þama al- veg á fullu. Þetta vom sko engir krakkar. Þetta pakk var ábyggi- lega 35 ára ef ekki eldra." „Þetta er nú þrekskrokkur að halda þetta svona lengi út,“ hrökk upp úr mér við konuna,, ja, nema hann hafi verið svona fullur." Konan sendi mér þannig svip að ég sá að þessar vangaveltur mínar væru lítt eða ekki viðeigandi fyr- ir framan 16 ára dóttur okkar. Með kveðju? „Veistu hvort þau eru áskrif- endur?" spurði ég blaðberann, dóttur mína. „Hefði ekki verið til- valið að rétta þeim blaðið með sérstökum kveðjum?" „Ertu gal- inn?“ sagði stelpan. „Heldurðu að ég þekki alla áskrifendur i sjón? veriö fljót að samþykkja og þá helst á Vísa eða Júró. Ég geri mér nefnilega grein fyrir því að erfitt hefði feynst að eiga við peninga- seðla á staðnum. Þá hefði ekki verið sama reisn í framhaldinu. Blaðberar bjóðast „Þú getur selt þitt blað sjálfur," sagði stelpan. „Ég ber bara út til þeirra sem haga sér eins og menn.“ Hún gerði mér það fylli- lega ljóst, með stuðningi móður sinnar, að sölu- og markaðshug- myndir mínar væru mislukkaðar með öllu. Ég gæti þess vegna tek- ið við blaðburðinum, að minnsta kosti í títtnefnt fjölbýlishús. Ég mat stöðu mína svo að rétt væri að láta undan síga. Það varð ekki komist hjá því að morgun- lesningunni seinkaði í þessu húsi. Blaðburður um helgar í fjölbýl- ishúsið verður hins vegar ekki vandamál í framtíðinni. Það þarf ekki að óska eftir blaðbera því at- burður næturinnar hefur spurst út. Því hafa ýmsir áhugaaðilar gefið sig fram og vilja spreyta sig. Hin eilífa birta andyrisins hef- ur lúmskt aðdráttarafl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.