Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 ifelgarviðtalið & i með spænska söngvaranum og hjartaknúsaranum Julio Iglesias: ; í fyrsta dúett agiö. Þegar ég var búinn kyssti hann mig rembings- DV-mynd ÞÖK „Þetta er hress og skemmtilegur náungi, ofboðslega mikill kraftur í honum. Þegar hann birtist fara allir viðstaddir að snúast í hringi af stressi. Veit nákvæmlega hvað hann vill. Ég hélt að svona ofurstjörnur væru með fuilt af liði í kringum sig til að fram- kvæma hlutina. En hann gerir allt sjálfur. Er ekki með neina umboðsmenn né sérstaka fram- kvæmdastjóm." Að verða goð- sögn Anna Mjöll segir það af og frá að Julio sé fallandi stjarna. „Hann stendur ávallt fyrir sinu og er mjög eft- irsóttur. Ég held að hann sé að verða hálfgerð goð- sögn líkt og t.d. Frank Sinatra. Fólk kemur til að sjá hann frekar en eingöngu til að hlusta á hann. Tónleikar eru hvarvetna haldnir fyrir fullu húsi, stundum á íþróttavöllum þar sem koma hátt í 40-50 þúsund manns þegar best lætur. Á Spáni er hann skiljan- lega allra vinsælastur, nánast í guðatölu. Hvað þá í Madríd þaðan sem hann er ættaður. Ég held að ég sé búin að koma til allra kmmmaskuða Spánar," segir Anna Mjöll og skellihlær. „Áhorfendim em á öll- um aldri, sérstaklega í Evrópu. í Bandaríkjun- um er meira um eldra fólk.“ Með skarann á eftir sár Hún segir margt skrautlegt hafa komið fyrir, stundum allt að því hættulegt. í því sam- bandi rifjar hún upp at- vik eftir tónleika á knatt- spyrnuvelli á Spáni. „Við söngkonurnar erum það næsta sem fólk kemst að Julio. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Á tón- leikunum var okkur ekið frá einu hliðanna að sviðinu. Að tónleik- unum loknum hlupum við baksviðs en þar var enginn bíll sem beið eft- ir okkur. Við ákváðum að labba fyrir utan vall- arhringinn að búnings- herbergjum. Fundum fljótlega að fólk fór að hnippa i hvert annað og segja „þarna eru þær, þama eru þær“. Okkur leist ekki á blikuna og fórum að labba hraðar. Fundum fyrir mann- fjöldanum koma nær okkur. Við tókum á rás og hlupum til baka inn á völlinn. Fólkið hljóp á eftir okkur þar til náð- um að stökkva yfir girð- ingu í siðu kjólunum. Þar tók öryggisvörður á móti okkur og spurði hvort við væram brjálaðar!" í felum fyrir paparazzi Sökum frægðar sinnar hefur Julio oft þurft að flýja undan Ijósmyndur- Um borð í snekkju úti fyrir ströndum Flórída ásamt lækni Julios og dansara frá Kúbu, henni Everlyne. Dýrt að vera ríkur um, hinum svokölluðu „paparazzi" sem hafa verið svo umtalaðir eftir fráfall Díönu prinsessu. „Eini hvíldarstaðurinn fyrir hann er oft að komast út á sjó í snekkju. Það er vonlaust fyrir hann að fara í sólbað niður á strönd. Þegar við for- um út að sigla með honum er hann fyrst keyrður niður á höfn þar sem hann fer um borð. Síðan erum við sóttar. Þegar við förum um borð er hann kominn inn en við förum upp á þilfar. Þegar við siglum út úr höfninni er hann í felum um borð og okkur er skipað að liggja niðri þar til við eram komin nógu langt frá landi og paparazzi-gæjunum. Þá finnum við rólega vík, hend- um okkur í sjóinn og sleikjum sólina. Síðan á heimleiðinni leggjumst við aftur niður og hann fer í felur niðri í skip- inu.“ Julio hefur mikinn áhuga á íslandi. Kynnir mig alltaf sérstaklega á hverjum tónleikum: „Anna from Reykjavik Iceland". Hann vill koma til íslands og aldrei að vita nema að það gerist áður en langt um líður. Hann spurði mig einu sinni: Eru góð- IV* nniTO v' o Tolovr/liO Hún segir hann vel efnaðan mann. Hann eigi einkaflugvél, seglskútu, glæsivillur á Spáni og í Flórída. „Hann sagði mér einu sinni að ég gæti ekki ímyndað mér hvað væri dýrt að vera ríkur. Stundum vakni hann á morgnanna og hugsi hvað margir peningar eigi eftir að streyma út þann daginn. Það er víst ekki lítið,“ segir Anna Mjöll. Julio Iglesias ólst upp í Bandaríkj- unum. Faðir hans er þekktur kven- læknir og í kringum árið 1980 var honum rænt af spænskum hryðju- verkamönnum, eingöngu fyrir þá sök að vera faðir sonar síns! Julio var þá á hátindi frægðar sinnar og krafinn um himinhátt lausnargjald. Föðurins var leitað í mánuð af lög- reglu um aUt land og fannst hann rétt áður en leggja átti út fyrir lausn- argjaldinu. Anna Mjöll segir þá feðga vera mjög samrýnda i dag. Faðirinn komi á hverja ein- ustu tón- leika sem sonurinn haldi. Ekki reynt við Hér er Anna Mjöll meö dr. Iglesias, fööur söngvarans, og Enrique, syni söngvarans, sem far- inn er að feta í fótspor pabba gamla meö góöum árangri. mig Sú ímynd hefur fylgt Julio að hann sé mikill kvennamaður. Anna Mjöll segist vera sammála að því leyti að flestar konur séu brjálaðar í hann. Hann sé mikiU sjarmur. „Það er ekkert annað hægt en að heillast af honum þegar hann byrjar að tala. Hann veit alveg hvað hann á að segja. Ég var vömð við honum en hann hefur ekkert verið að reyna við mig né neina af öðrum þeim stelpum sem hafa verið að syngja með honum. Þess í stað er komið fram við okkur eins og drottningar. Hann hefur verið með hinni hol- lensku Miröndu síðustu sjö ár,“ seg- ir Anna MjöU en þess má til gamans geta að daginn áður en viðtalið fór fram varð Julio faðir i fjórða sinn. Miranda ól honum son á sjúkrahúsi í Flórída síðastliðinn sunnudag sem þegar var skírður Michael Alexand- er. Fyrir á Julio þrjú börn með fyrr- verandi eiginkonu sinni, öU komin á þrítugsaldur. Julio vill til íslands Eins og áður sagði verður Anna Mjöll á ferðalagi með söngvaranum fram í desember. Þá segist hún ætla að koma heim í gott jólafrí. Hvað við taki eftir áramót sé óljóst ennþá. Hún geti vel hugsað sér að halda áfram að koma fram með Julio ef aUt gengur að óskum. „Það er mikUl heiður fyrir mann að fá að starfa með svona listamanni. Maður aflar sér dýrmætrar reynslu. hlæja og sagði að sjálfsögðu væri hægt að fá góða sjávarrétti hér. Þá sagðist hann þess vegna getað stokk- ið upp í vél fyrirvaralaust og Uogið tU íslands,“ segir Anna MjöU og bætti viö að hérlendir tónleikahald- arar væru búnir að setja sig í sam- band við kappann nú þegar. Að hennar sögn hefur Julio einu sinni komið tU íslands. Það var fyrir mörgum árum þegar hann miUUenti á leiðinni frá Spáni tU Boston í Bandaríkjunum. Eina sem hann muni eftir þá ferð sé Reykjavíkur- flugvöllur og reyktur lax! Von á nýrri plötu Af Önnu MjöU er það annars að frétta að hún notaði sumarfríið til að vinna að lagasmíðum og taka upp. Hún segist nota hvert tækifæri til að semja og er kominn með bunka af lögum sem bíði þess að koma út. Það er því aldrei að vita nema að ný plata með söngkon- unni komi út á næsta ári. „Ég stefni ótrauð áfram í tónlist- inni. Ég kann ekkert annað,“ segir Anna MjöU og hlær innUega, nokkuð sem hún kann líka! -bjb Úkraínskum hermönnum og öryggisvöröum þótti ekki amalegt aö láta mynda sig meö Önnu Mjöll er hún var í Kíev í sumar á tónleikum meö Julio. Hún tel- ur aö þau hafi gist á sama hóteli og fegurðardrottningarnar á dögunum og segist ekki hafa undan því aö kvarta eöa öryggisvörðunum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.