Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 JL>"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Límið í þjóðfélaginu í frystihúsi á Vestfjöröum var nýlega farið að hengja upp á töflu tvisvar á dag niðurstöður tölvumælingar á mætingu starfskvenna, vinnsluhraða þeirra, fjölda galla, og lengd kaffitíma þeirra. í töflufréttum þessum var ekki fjallað á hliðstæðan hátt um karlana í frystihúsinu. Ef vinnubrögð af þessu tagi breiðast út í fiskvinnslu, verður ekki hægt að búast við, að margar konur fýsi að starfa að henni. Það verður helzt hægt í afskekktum sjávarplássum, þar sem ekki er völ á annarri vinnu með- an fólk er að leita tækifæra til að flýja suður. Hugsunarhátturinn að baki vinnubragðanna breiðist víðar út en í Bolungarvík. í fræðum atvinnurekstrar hef- ur komið til sögunnar ný hugmyndafræði, sem lítur á skjóttekinn arð sem eina markmiðið. Hún telur starfs- fólk vera eins konar hilluvöru, er megi nýta og kasta. Af þessum toga eru tilraunir til að ráða starfsfólk sem verktaka, svo og uppsagnir starfsfólks til að ráða það að nýju á lakari kjörum. Af sama toga eru hreinsanir, sem taldar eru gulls ígildi, því að þær spari í rekstri og rækti ótta starfsfólks um, að vinnan sé ekki örugg. Kennisetningar þessar koma frá Bandaríkjunum, þar sem gengið hefur bylgja arðhyggju og mannfyrirlitning- ar. Litið er á starfsfólk, sem hálfgerða þræla, er píska skuli sem mest og kasta síðan burt að nokkrum tíma liðnum. Sagt er, að þetta auki velmegun í þjóðfélaginu. Staðreyndin er hins vegar sú, að mikil hagþróun í Bandaríkjunum hefur eingöngu gert hina ríku ríkari, en skilið hina fátæku eftir í skítnum. Þeir hafa staðið í stað í tvo áratugi. Munurinn á ríkum og fátækum þar vestra er aftur orðinn eins mikill og hann var árið 1930. í vaxandi mæli býr efsti fimmtungur bandánsku þjóð- arinnar í afgirtum og vöktuðum hverfum, þar sem óboðnum er ekki hleypt inn. Innan hverfisins er fagurt umhverfi og fyrirtaks þjónusta á öllum sviðum. Ucan veggjar er hins vegar allt í sóðaskap og niðurníðslur Almannaskólar drabbast niður og einkaskólar blómstra. Almannasamgöngur drabbast niður og einka- samgöngur blómstra. Almannasorphreinsun drabbast niður og einkasorphreinsun blómstrar. Almannasjúkra- hús drabbast niður og einkasjúkrahús blómstra. Þessi skipting í yfirstétt og undirstétt er ekki eins langt frá ströndum íslands og við höfum hingað til hald- ið. Við sjáum hana í ýmsum myndum, svo sem í frysti- húsi í Bolungarvík og við sjáum hana í hugmyndum um, að fólk geti keypt sig upp eftir biðlistum sjúkrahúsa. Stéttaskiptingin í Bandaríkjunum er á hraðri leið í átt til þess, sem hún er í þriðja heiminum. Þótt af þessu skapist mikill skammtímaarður, er hann ekki ókeypis frekar en hádegisverður Hannesar. Hann kostar rotnun samfélagsins að innan. Límið í þjóðfélaginu gefur sig. Lýðræðislegt nútímaþjóðfélag stenzt ekki til lengdar, ef límið gefur sig. Þá fara hóparnir hver í sína átt. Ríka fólkið flýr inn í afgirt hverfi og fátæklingarnir flýja inn i glæpi og fikniefni. Ef þetta ferli verður ekki stöðvað, getur það ekki endað öðru vísi en með byltingu. Skammtímaarður dugir ekki sem markmið. Mannleg sjónarmið eru mikilvægari. Þau gefa betri útkomu, þeg- ar til langs tíma er litið. Vesturlönd voru lengi á réttri leið, en misstu velferðarkostnaðinn úr skorðum og fóru þá að gæla við öfgana á hinum kantinum. Aldrei má ganga svo langt í arðhyggju, að það leiði til, að þjóðfélag fari að skiptast í afmarkaðar stéttir á nýjan leik. Við skulum víkja af þeirri braut í tæka tíð. Jónas Kristjánsson Duldir straumar samtímans Tveir heimskunnir blaðamenn, Carl Bernstein og Marco Politi, sendu í fyrra frá sér bók um Jó- hannes Pál páfa II, sem heitir á ensku His Holiness eða Hans heil- agleiki. í undirtitli segir, að í bók- inni sé greint frá páfanum og hul- inni sögu okkar tíma. Að megin- stofni snýst bókin um hlutdeild Jóhannesar Páls páfa II í hruni kommúnismans og upplausn Sov- étríkjanna. Er því lýst, hve náið páflnn og Ronadd Reagan Banda- ríkjaforseti störfuðu saman að því að koma einræðiskerfi marxism- ans fyrir kattamef. Þótt sá, sem þetta ritar, hafl á níunda áratugnum fylgst náið með því, sem efst var á baugi í al- þjóðamálum og ekki síst í sam- skiptum austurs og vesturs, kem- ur margt á óvart, þegar lesið er um hlut páfa í atburðarásinni. Hann beitti sér með slíkum innri styrk, að ekkert fékk bugað hann, auk þess sem hann hafði öðlast trúarlega vissu fyrir því, að Sovét- ríkin mundu líða undir lok. Tengdist hún spádómi heilagrar Maríu, þegar hún birtist þremur börnum í Fatíma í Portúgal, en þau sáu hana fyrst 13. maí 1917. Hinn 13. maí 1981 varð páfmn fyrir skotárás á Péturstorgi í Róm. Hefur aldrei verið upplýst til fulln- ustu, hverjir stóðu á bak við árás- armanninn en böndin bárust að Búlgörum, sem á þessum árum voru helstu skósveinar rússneska Sovétvaldsins. Telur páfi, að lífl sínu hafi verið bjargað með krafta- verki Meyjarinnar frá Fatíma. Skírskotun til æskunnar Jóhannes Páll páfi II hefur lagt sig sérstaklega fram um að ná til ungs fólks. í því skyni stofnaði hann til æskulýðshátíðar árið 1986. Er hún haldin annað hvort ár í Evrópu, Asíu og Ameríku. Til hátíðarinnar koma pílagrímar úr öllum heimshornum og leggja sameiginlega rækt við trú sína. Hátíðin var haldin í París um miðjan ágúst síðastliðinn. Var talið, að hún yrði líklega ekki sér- lega rismikil. Mikið var rætt um mengunarhættu í París í óvenju- miklum sumarhitum og fólk kysi vafalaust frekar að fara úr borg- Erlend tíðindi Björn Bjarnason inni í þessum frímánuði Frakka en taka þátt í hátíð með hinum gamla, íhaldssama páfa. Töldu hinir bjartsýnustu, að um 300 þús- und manns myndu sækja hátíð- ina. Svartsýnismennirnir sögðu, að það myndu áreiðanlega færri hlýða á páfann en tóku þátt í mót- mælagöngu samkynhneigðra í París fyrr i sumar. Þegar á reyndi varð þátttaka I hátíðarhöldunum miklu meiri en nokkur þorði að vona. Lokamess- una í rúmlega 30 stiga hita og sól- skini á sunnudagsmorgni sóttu meira en milljón manns - hefur varla meiri mannfjöldi komið saman í París. Áhuginn var ekki minni hjá þeim, sem sátu heima við sjónvarpið og fylgdust með þriggja tíma athöfhinni. Leit að gildum Afstaða páfans til manna og mál- efna byggist á fastmótuðum gildum en ekki tískusveiflum. Hann hafn- aði alfarið daðri kirkjunnar við marxískar kenningar og snerist gegn svonefndri frelsunarguðfræði í Suður-Ameríku. Þá hefur hann stjómað innri málefnum kirkjunn- ar af mikilli festu. Hann vill alls ekki slaka neitt á hinu óskoraöa valdi páfa og krefst skilyrðislausr- ar hlýðni. Afstaða hans til kynlífs og fóstureyðinga á ekki upp á pall- borðið hjá þeim, sem boða frjáls- lyndi í þessum efhum. Þeir, sem hafa leitast við að skilgreina hið mikla aðdráttarafl páfans í París, segja, að stefnu- festa hans hafi ráðið mestu. Þótt áheyrendur hans séu honum ekki sammála um allt, virði þeir heið- arleika hans, einlægni og hug- rekki. Metin að verðleikum Móðir Teresa er jarðsett í dag í Kalkútta. Hún hefur eins og Jó- hannes Páll páfi II sett einstakan svip á samtiðina og höfðað til manna um heim allan vegna trúar sinnar og fórnfýsi. Lýsingin á hinni huldu sögu samtímans í lífi og starfi þeirra, sem vinna undir heilagri forsjón, minnir okkur á, að víða eru að gerast atburðir, sem við skiljum hvorki né skynjum til fulls. Virðing fyrir móður Teresu og áhuginn á því að hlusta á páfann í París sýna, að enn meta margir störf, sem unnin eru af einlægni í þágu góðs málstaðar en ekki til þess að sýnast eða svala eigin at- hyglissýki. Útför móöur Teresu fer fram í dag í Kalkútta. Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki í Indlandi. Hér er móðir Teresa að koma frá sjúkrahúsi eftir hjartaáfall sem hún fékk í fyrra. Sfmamynd * skoðanir annarra Erfið friðarferð „Madeleine Albright gæti varla hafa valið erfið- ari tíma til að fara í fyrstu heimsókn sína til Mið- austurlanda sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Friðartilraunir ísraela og Palestínumanna hafa nær farið út um þúfur og valdamikil ríki á svæðinu, eins og Sádi-Arabía og íran, láta til sín taka á þann hátt að það getur grafið undan forystu Bandaríkj- anna þar. í ferð sinni um Miðausturlönd þarf Al- bright á allri þeirri hreinskilni og ákveðni sem hún er þekkt fyrir til að bægja óstöðugleikanum frá.“ Úr forystugrein New York Times 10. sept. Ógnir hafsins „Við erum vön því hér í landi að það geti verið hættulegt að sækja gull sitt í greipar Ægis. Þúsund- ir fiskimanna og sjómanna hafa í aldanna rás feng- ið vota gröf. Engu að síður hefur þaö alltaf sterk áhrif á okkur þegar mannskæð slys veröa. Þyrluslysið úti fyrir Hálogalandi er þar engin und- antekning. Harmleikurinn í Noregshafi varpar dimmum skugga sinum á kosningabaráttu sem að miklu leyti hefui- snúist um hvemig við eigum að meðhöndla auðævin sem við sækjum í olíulindir okkar.“ Úr forystugrein Dagbladet 10. september. Stíll Díönu „Stíll Díönu hentaði nýju Stóra-Bretlandi þar sem fjarlægð og kuldaleg sjálfsstjórn er ekki lengur taliö sjálfsagt; Stóra-Bretlandi sem hún átti ef til vill sjálf þátt í að skapa vegna þess hversu opin hún var og vegna táranna fyrir framan sjónvarpsvélamar. Þetta eru eiginleikar sem fyrrverandi tengdamóðir hennar virðist enn eiga eftir að uppgötva. Háttur Díönu var tilraun til að koma á lýðræði innan stofnunar sem sífellt fleiri Bretar líta á sem for- stokkað höfðingjaveldi og timaskekkju." Úr forystugrein Politiken 6. september.in
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.