Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 8
s sælkerinn LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 V Anna Hinriksdóttir er sælkeri vikunnar: Islenskir villisveppir í maísköku „Ég hef gaman af íslensku hrá- efni og geta farið út í náttúruna og tínt eitthvað upp. Þannig fór ég í Öskjuhlíðina og tíndi nokkra sveppi í uppskriftina sem er reyndar ítölsk að uppruna. Ég hef prófað réttinn nokkrum sinnum og hann hefur alltaf gefið góða raun,“ sagði Anna Hinríksdóttir fjölmiðlafræðingur sem er sælkeri vikunnar að þessu sinni. Býður okkur upp á „íslenska villisveppi í maísköku" eins og hún kallar réttinn. Á frummálinu nefn- ist hann Polenta. Margir kannast áreiðanlega við Önnu frá því hún lék Pálu pensil í Stundinni okkar fyrir nokkrum árum. Anna segist oftast nota uppskrift- ina sem forrétt en hana megi einnig nota sem aðalrétt og þá með ein- hverju meðlæti, t.d. salati. Upp- skriftin miðast við fjóra og er eftir- farandi: 2!4 bolli vatn 3 bollar mjólk 1 bolli maísmjöl V2 bolli símiljumjöl (semolina) 350-450 g íslenskir villisveppir (furusveppir) 6 msk. smjör 2V2 tsk. hveiti múskat 1 bolli niðurrifinn emmental-ostur (eða t.d. Óðalsostur) 2 eggjarauður 1 hvítlauksgeiri handfylli af steinselju 2 msk ólífuolía tímían salt og pipar Aðferðin Setjið vatnið og 2!4 bolla af mjólk í frekar stóran pott og látið suðu koma upp við lágan hita. Blandið maísmjöli og símiljumjöli saman. Setjið svolítið salt í pottinn og bæt- ið síðan mjölinu varlega út i. Hrær- ið fyrst með litlum þeytara, síðan trésleif. Sjóðið við frekar lágan hita í 40 mínútur, hrærið reglulega. Bræðið 2 msk. af smjöri í litlum potti, bætið hveitinu út í og hrærið með trésleif svo ekki hlaupi í kekki. Hellið !4 bolla af sjóðandi mjólk var- lega út í og hrærið stöðugt þar til Anna Hinriksdóttir er sælkerinn aö þessu sinni og býöur upp á skemmtilegan rétt, byggöan á íslenskum villisveppum. DV-mynd E.ÓI. suða kemur upp. Takið pottinn af hellunni, bætið salti og múskati út í, síðan osti og eggjarauðum. Hrærið vel við hverja viðbót. Haldið sósunni heitri og hrærið í öðru hverju. Hreins- ið svepp- ina og skerið í sneiðar. Fínsaxið hvítlauk og stein- selju og mýkið í 5 tsk. af smjöri og 2 msk. af ólífuolíu, brúnið ekki. Bætið sveppunum út í og steikið. Bragðbætið með salti, pipar og tímían. Takið maísökuna af hellunni og bætið afgangnum af smjörinu út í, bræddu. Setjið kökuna (sem á að vera eins og þykkur hafragrautur viðkomu) á hringlaga fat og hafið gat i miðjunni. Hellið ostasósunni í miðjuna, bætið sveppunum ofan á og stráið svolítilli steinselju yfir. Borðið strax. Anna mælir með þurru, bragðmiklu hvltvíni með. Verði ykkur að góðu! -bjb : 9 fe l;.: i': I I 8 Tortillur með kjúklingi og papriku Rétturinn kemur alla matgæðingur vikunnar Agnes Kristjónsdóttir, matgæðingur, söngvari og dansari: leið frá Mexíkó en réttir þaðan eiga vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi. Hægt er að kaupa tortillakökurnar í búð en fyrir þá sem vilja baka þær sjálfir fylgir hér upp- skrift að kökunum. 200 g maísmjöl salt á hnifsoddi 2 dl vatn Fylling 3 steiktar kjúklingabringur 54 græn paprika % rauð paprika y2 gul paprika 2 laukar salatblöð pipar Blandið saman maís- mjöli (ekki maísenna- mjöli), salti og vatni og hnoðið deig. Skiptið deig- inu i 12 jafnstóra hluta og fletjið út þannig að úr verði 12 kökur. Steikið kökumar á þurri pönnu þar til þær fá gylltan blæ. Haldið á þeim hita. Skerið kjötið í strimla. Paprikurnar eru hreinsað- ar, sneiddar niður og soðn- ar í fimm mínútur. Salti og pipar stráð yfir. Skerið laukinn í þunna hringi og salatblöðin í grófa strimla. Blandið öllu saman. Blandið saman tómötun- um, söxuðum lauk og hvít- lauk, kóríander og salti. Látið blönduna liggja í olíu í 5 mínútur. Hrærið chil- ipipar saman við. Fyllið tortillakökurnar með kjúklingasalatinu og hafið sósuna til hliðar. y2 dós niðursoðnir tómatar 1 laukur 1 hvítlauksrif 3 stilkar kóríander 2 msk. ólifuolía 1 lítill rauður chilipipar salt Pastaréttur, sajat og sósur Evítu-pasta 1 pakki Gnocci núðlur (má vera annað) 3 paprikur 2 pakkar af sveppum 1 poki perlulaukur eða 2-3 laukar 54-4 gráðostur 2-3 msk. rjómaostur 1 peli rjómi chilipipar, salt og pipar Laukurinn er brúnaður og settur í pott. Hið sama er gert við paprikurn- ar. Sveppirnir brúnaðir og kryddið sett út í og sett í pott. Rjómi settur á pönnu ásamt ostinum og kryddað vel. Pastað er soðið og síðan er öllu blandað saman í pott og parmesan osti stráð yfir. „Þetta er einfaldur, fljótlegur og ljúffengur pastaréttur. Hann er sæmilega hollur ef rjóminn er und- anskilinn. Það er hægt að hafa hann sem partírétt eða sem kvöldmat og hádegisrétt. Ég prófaði réttinn í saumaklúbbnum mínum og stelp- urnar voru yfir sig hrifnar þannig að ég ákvað að velja hann. Salatið, sem er hoUt og létt í maga, sló í gegn á æfingum á Evítu,“ segir matgæðingurinn Agnes Kristjóns- dóttir, söngvari og dansari með meiru, sem tekur þátt í uppfærslu Pé leikhópsins á Evítu. Hún gefur okkur einnig uppskrift að tveimur sósum sem eru mjög góðar með salötum og grænmetisréttum Sollu-sósa y2 ferna AB-mjólk (u.þ.b.) 2-3 msk. ljóst Tahini (sesam smjör) 2-3 hvítlauksrif (kramin) cayenne-pipar á hnífsoddi salt og safi úr sítrónu Kóríander-sósa 1 poki ferskt kóríanderkrydd 2-3 bollar AB-mjólk 1 dós sýrður rjómi 1- 2 msk. majones (má sleppa) 2- 3 hvitlauksrif (kramin) AUt hrært saman í blandara eða í höndum og kóríander klippt og sett út i. Geymt í kæli í u.þ.b. hálfa klst. Mjög gott með indverskum réttum og salati. Agnes skorar á félaga sinn í Evítu, stórsöngvarann Björgvin HaUdórs- son, að vera næsti matgæðingur í helgarblaði. bjb/gdt Lúxus-salat 1 kínakálshaus 2 avocado 1 dós fetaostur 4-5 tómatar 1-2 pokar cashew-hnetur sem eru ristaðar á pönnu og kældar 1 dós svartar ólífur Vr-l gúrka sem er skorin í tvennt langsum og mjúki hlutinn fjarlægö- ur. Síðan er hún skorin í sneiðar 1-2 tsk. sítróna (kreist yfir salatið) Fetaostur og avocado sett út í sal- Agnes Kristjónsdóttir gefur upp girnilegan pastarétt, salat og sósur. atið rétt áður en það er borið fram. DV-mynd E.ÓI. I : Valhnetu- brauð Þjóðin borðar mikið brauð og úr- valið af góöu brauði er aUtaf að aukast. Hér er uppskrift að hoUu brauði sem einfalt er að búa tU. 3 dl soðið vatn 1)4 dl gróft hveiti 50 g ger 1 tsk. salt 2!4 dl súrmjólk 4 msk. valhnetuoUa 100 g gróft skornir valhnetukjamar 10 dl hveiti egg tU penslunar valhnetukjamar tU skrauts Hellið vatninu yfir grófa hveitið og látið standa í nokkrar mínútur. Dreifið gerinu yfir og látið það leys- ast upp. Blandið salti, mjólk, olíu, valhnetukjömum og hveiti saman við. Látið deigið lyfta sér í u.þ.b. eina klukkustund. Skiptið deiginu í þrjá jafna hluta og mótið þrjú ávöl brauð. Látið þau standa í u.þ.b. 15 mínútur áður en þau eru bökuð við 200 gráðu hita í 25 mínútur. Eggaldin í sítrónulegi Uppskriftin að þessum ferska og hoUa rétti er fyrir fjóra. 1 kg eggaldin 1 rauð paprika 1 sítróna í legi 3 hvítlauksrif 2 dl ólífuolía 1 tsk. kúmen salt Skrælið og þurrkið eggaldinin og skerið þau í ca 1 cm þykkar skífur. Steikið skífúrnar I heitri olíu og þerrið síðan. Skiptið skífunum í fjóra hluta. Skerið paprikuna í tvennt og leggið í eldfast mót. Paprikan er bökuð þar fil hún hef- ur tekið nokkuð jafnan lit. Síðan er hún sett í plastpoka og honum lok- að. Þegar hún er orðin köld er húð- in tekin af og paprikan skorin í litla teninga eða strimla. Sítrónum- ar eru skornar í þríhyrnda bita. Merjið hvitlaukinn og setjið saman við eggaldin, sítrónur og papriku í salatskál. Dreifið kúmeni og salti yfir. Berist kalt fram. Sítrónulögur Skerið sítrónurnar í skífur. Hitið upp 3 dl vatn og 1)4 dl sykur. Sjóðið Euskífurnar í leginum í ca 30 :ur. m&m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.