Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Side 8
8
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997
Útlönd
Stuttar fréttir jdv
Ölóður Þjóðverji myrti tvo Dani með hnífi á HM kvenna í handbolta:
Nær hálftími leið áður
en kallað var á lækni
Tæplega fimmtugur Þjóðverji
gekk berserksgang í Max-Schmeling
íþróttahöllinni í Berlín á laugardag
og myrti tvo danska áhorfendur
með hnífi. Maðurinn stakk annan
Danann í hjartastað og dó sá sam-
stundis. Hinn var skorinn á háls og
í likamann og blæddi út skömmu
síðar. Lífgunartiiraunir báru ekki
árangur. Kona sem var í fylgd með
Dönunum tveimur særðist illa og
var flutt á brott vegna taugaáfalls.
Þjóðverjinn reyndi að flýja af
vettvangi en öryggisvörðum tókst
að góma hann. Réðust margir þeirra
á hann, skelltu honum i gólfið og
létu spörkin dynja á honum. Var
hann síðan dreginn blóðugur í
burtu. Hann mun vera smákrimmi,
góðkunningi lögreglunnar í Berlín.
Atburðurinn átti sér stað baka til
í hálfleik undanúrslitaleiks í heims-
meistarakeppni kvenna í handbolta.
Danir voru þá á góðri leið með að
gersigra Rússa. í öðrum úrslitaleik,
sem fór fram áður, höfðu norsku
stúlkumar unnið þær þýsku.
Aðventukrans
kostaði þrjú
börn lífið
DV, Ósló:
íbúar smábæjarins Alta í
Norður-Noregi fagna jólunum í
skugga ægilegs slyss. í gærmorg-
un brunnu þrjú böm inni á heim-
ili sínu en móöirin slapp út við
illan leik með tvö böm. Fjöl-
skyldan bjó í einbýlishúsi sem
brann til grunna. Eru lík barn-
anna þriggja enn ófundin.
Það vom þriggja ára tví-
buradrengir og 13 ára gömul syst-
ir þeirra sem bmnnu inni. Rjöl-
skyldufaðirinn var í Ósló. Líklegt
er talið að kviknað hafi í út frá
aöventukransi. Þau sem komust
lífs af hafa ekki getaö greint frá
því sem geröist í húsinu áður en
það varö alelda. Slökkviliðið kom
á ellefta timanum í gærmorgun
en þá varð engu bjargaö. -GK
Hvutti heim
Von var á þriggja mánaða
labrador-hvolpi Clintons Banda-
ríkjaforseta heim 5 Hvíta húsið í
gær. Átti strax að hefjast handa
viö að gera hundinn húshreinan
svo hann gæti notið samvista
Hosu, heimiliskattar forsetahjón-
anna. Clinton hefur enn ekki
gefið hundinum nafn en landar
hans hafa sent honum ótal tiliög-
ur að nafni. Hann er mjög heill-
aöur af hvolpinum og keypti ný-
lega þrjár peysur með mynd af
labradorhundi í verslunarferð í
New York.
Sófi og leður-
jakki fyrir 100
miiijónir
DV, Ósló
Sófi í stofúna og leðurjakki fyr-
ir manninn vom fyrstu óskimar
sem fertug kona á Upplandi í
Noregi gat stuniö upp þegar hún
fékk tilkynningu um stærsta
lottóvinning Noregssögunnar,
100 milijónir íslenskra króna, nú
um helgina. Það næsta sem kon-
unni datt í hug var aö leita eftir
áfallahjálp hjá getraununum.
Hjálpina fær hún og nú í gær var
konan oröin svo vön því að vera
milljónamæringur að hún sagðist
ætla að nota vinninginn til að
tryggja framtíð barna sinna og
borga skuldir. Afgangurinn gæti
síðan farið í sófann og leöurjakk-
ann fyrir karlinn. -GK
Sjónarvottar segja að Daninn,
sem stunginn var í hjartastað, hafi
verið að stríða Þjóðverjanum vegna
tapsins gegn Noregi. Þjóðverjinn
hafi dregið upp hníf og lagt til
hans. Þegar annar Dani kom landa
sínum til hjálpar var sá skorinn á
háls.
í kjölfarið ríkti alger ringulreið í
íþróttahöllinni. Síðari hálfleikur í
leik Dana og Rússa var hafinn og
baka til stumraði fólk yfir blóðug-
um fórnarlömbunum. Ríflega 20
mínútur liðu áður en auglýst var
eftir lækni um hátalarakerfi íþrótta-
hallarinnar. Danski landsliðslækn-
irinn hljóp strax á vettvang. Þá var
annar mannanna látinn. Þá hljóp
hann inn á gang þar sem starfsfólk
hallarinnar stumraði yfir hinum.
Honum blæddi út áður en lækn-
irinn gat aðhafst neitt af viti.
Stjórnendur keppninnar em
gagnrýndir fyrir seinagang og
skipulagsleysi þar sem nær háiftími
leið áður en kallað var á lækni.
Kom sjúkrabíll ekki til íþróttahall-
arinnar fýrr en um hálftíma eftir að
Hinn 47 ára gamli Þjóðverji, morö-
ingi Dananna tveggja, er hér leiddur
burt eftir ódæöiö.
Símamynd Reuter
hnifstungurnar áttu sér stað.
Bemd Steinhauser, forseti þýska
handknattleikssambandsins, sagði
að ítarleg rannsókn mundi fara
fram á tildrögum þessa atburðar og
hvernig tryggja mætti öryggi áhorf-
enda í íþóttahöllinni.
Skipuleggjendur keppninnar full-
yrða að um 100 öryggisverðir hafi
verið í höllinni, 40 frá einkafyrir-
tæki, 40 sérþjálfaðir lögreglumenn
og 20 almennir lögreglumenn.
„Hér hefur gerst það versta sem
hægt er að hugsa sér við íþróttavið-
burð og við erum öll harmi slegin,"
sagði Steinhauser.
Þrátt fyrir að atburðurinn
skyggði á gleði hina norrænu kepp-
enda var ákveðið að úrslitaleikur-
inn milli Danmerkur og Noregs færi
fram i gær. Sögðust dönsku stúlk-
umar ætla að spila til heiðurs þeim
látnu. Var einnar mínútu þögn fyr-
ir leikinn og fór lítið fyrir því £md-
rúmslofti sem fylgir úrslitaleikjum í
heimsmeistarakeppni. Takmarka
átti hátíðahöld til heiðurs sigurveg-
umnum og lokað var fyrir bjór-
krana í höllinni. Fór svo að dönsku
stúlkurnar burstuðu þær norsku,
33-20. Sjá allt um leikinn á bls.
32-33. Reuter
! V?
Borgarstarfsmaöur í Moskvu hreinsar hér snjó af fslistaverkum sem prýöa borgina fyrir jólin. Þar eystra er virkilega
vetrarlegt, snjór og um 20 stiga frost, meöan viö hér ó Fróni spókum okkur um í vorblíðu. Símamynd Reuter
Léleg kjörsókn í borgarstjórnarkosningum í Moskvu:
Jeltsín enn slappur
og kaus á heilsuhæli
Borís Jeltsin Rússlandsforseti tók
þátt í borgarstjómarkosningunum í
Moskvu í gær. Reyndar þurfti að út-
búa sérstakan kjörklefa á heilsu-
hælinu þar sem hann dvelur eftir
bráða vírassýkingu í öndunarfær-
um. Jeltsín ræddi við blaðamenn
eftir að hafa stungið kjörseðlinum í
kassann. Hann sagðist hafa fulla
stjórn á landsmálum þótt hann
hefði ekki náð sér að fullu.
„Ég fékk illt í hálsinn og er hálf-
slappur. Mér hefur oft liðið betur,"
sagði Jeltsín hásri röddu.
Þetta var í fyrsta skipti sem
Jeltsín talaði opinberlega eftir að
hann veiktist illa á miðvikudag.
Hann hafði eftir læknunum að hann
hefði þjáðst af venjulegum háls-
bólguvírus sem gengi i Moskvu um
þessar mundir. Harm mundi ná sér
að fullu eftir 10 daga.
„Ég er Moskvubúi og því smitað-
ist ég. Það sýnir bara hvað ég er í
Jeltsín sagöist vera aö hressast
þegar hann kaus á heilsuhæli f gær.
Símamynd Reuter
góðum tengslum við borgarbúa,“
sagði Jeltsín.
Aðspurður sagöist hann vinna á
hveijum degi, aðstoðarmenn færðu hon-
um daglega stóra bunka af skjölum.
En þó Jeltsín hafi kosiö var áhug-
inn á kosningunum afar lítiil. Kjör-
sókn var einungis 29-36 prósent en
25 prósent þurfa að kjósa til að
kosningamar séu gildar. Kosið var í
35 manna borgarstjóm en ekki um
embætti borgarstjóra.
Yuri Luzhkov borgarstjóri hvatti
Moskvubúa til að taka þátt í kosn-
ingunum og sagði hina 35 mánna
borgarstjóm afar mikilvæga. í ný-
■legri könnun kom hins vegar í ljós
að yfir helmingur borgarbúa hafði
ekki einu sinni heyrt um borgar-
stjórnina.
Embættismenn kenndu köldu
veðri um dræma kjörsókn en um 20
stiga frost var í Moskvu í gær.
Reuter
Þrýsti á ísraela
Louis Farrakhan, leiðtogi
múslíma í Bandaríkjunum, fór í
óvænta heimsókn til yfirráða-
svæða Palestínumanna í gær og
hvatti þar Clinton Bandaríkjafor-
seta að þrýsta á ísraela að halda
friðarsamkomulagið.
Ræddu vopn
Tareq Aziz, varaforsætisráð-
herra íraks, og
Richard
Butler, yfir-
maður vopna-
eftirlitssveita
Sameinuðu
þjóðanna,
ræddu í þrjá
tíma um
hvemig ætti að gera gereyðingar-
vopn íraka óvirk.
Kosningasigur
Útlit var fyrir sigur sósíalista í
borgar- og sveitarstjómarkosn-
ingum í Portúgal.
Afþakkaði
Mesut Yilmaz, forsætisráð-
herra Tyrkja, þótti hafa gert
langþráðan draum Tyrkja um að-
ild að Evrópusambandinu að
engu þegar hann afþakkaði boö
um að sækja ráðstefiiu ESB um
stækkun bandalagsins á næsta
ári. Boðið var háö skilyrðum.
Jólafrí
Vatíkanið fagnaði mjög
ákvörðun
Fidels Castros
um aö gefa
Kúbönum einn
fi-idag um jól-
in. Vonast
menn til að
fríið veröi
gefið árlega.
Handtekinn
Franska lögreglan handtók
ítalskan mafiuforingja á frönsku
Rivierunni. Sá er grunaöur um
aðild að sjö moröum.
Vilja aðgerðir
Búist er við að leiðtogar Asíu-
þjóða muni auglýsa eftir aðgerö-
um til að stööva gengissig gjald-
miöla sinna.
Leita sátta
Viðræður hófust um sam-
komulag milli gyðinga og sviss-
neskra banka. Gyðingarnir gera
tilkall til auöæfa fjölskyldna
sinna sem þeir saka bankana um
að hafa stolið eftir seinni heims-
styrjöldina.
Sáttavilji
Mohammad Khatami, forseti
írans, þykir hafa teygt sig lengra
i samkomulagsátt gagnvart
Bandaríkjunum en nokkur for-
veri hans í klerkastjóminni.
Hvergi banginn
Jose Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar,
gekk um götur
San Sebastian,
höfuðborgar
Baskalands.
Var hann að
sýna að hann
væri ekki
hræddur við
skæruliða ETA, aðskilnaðar-
hreyfingar Baska. Liðsmenn ETA
myrtu á dögunum bæjarráös-
mann úr flokki Aznars.
í NATO?
Austurríkismenn mimu brátt
gera upp hug sinn gagnvart hlut-
leysi sínu og hvort þeir eigi að
sækja um aðild að NATO.
Fjöldamorð
Lík átta manna fjölskyldu
fundust i skóglendi í Uttar
Pradesh héraði á Indlandi. Grun-
aður fjöldamorðingi hefur verið
handtekinn.
Kuldakast
Snjór og kuldi hefur geisað í
norðurhluta Mexíkó og orðið að
minnsta kosti 12 manns að bana.
Reuter