Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Fréttir Sveitarfélög deila enn um greiðslur vegna 8 ára drengs: Án skólavistar í rúma 3 mánuði - fósturmóðir drengsins segir enga lausn í sjónmáli „Það hefur ekkert gerst í þessu máli. Ég hef reynt ítrekað en það virðist engin lausn í sjónmáli. Ég hef skrifað menntamálaráðuneyt- inu en þeir vísa á sveitarfélögin. Menn vísa hver á annan og það er eins og enginn viiji taka á þessu og leysa þetta," segir Soffia Sig- urðardóttir, fósturmóðir 8 ára drengs sem hefur ekki fengið að sækja skóla í vetur. DV fjallaöi um málið í septem- ber sl. Litli drengurinn á lögheim- ili í Reykjavík en vegna mis- þroska hans og skertra félags- legra aðstæðna býr hann hjá fóst- urfjölskyldu sinni að Neistastöð- um í Villingaholtshreppi. Haust- ið 1996 hóf drengurinn nám í Grunnskólanum Þingborg í Hraungerðishreppi. Sl. haust var drengnum hins vegar neitað um áframhaldandi skólavist þar vegna ósamkomulags á milli sveitarfélaga um greiðslur fyrir skólavist bamsins. Alveg siölaust „Auðvitað er það alveg siðlaust að sveitarstjómarmenn skuli tala um aö þeir hafi enga skyldu gagn- vart skólavist 8 ára drengs vegna þess að hann á ekki lögheimili í hreppnum. Formlega séð strandar þetta á fjármálahliðinni en undir niðri veit ég að málið er að engan langar til að hafa drenginn af því hann hefur verið erfiður. Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur hefur alger- lega bragðist í þessu máli því hún gekk ekki frá samningum um skóla- vist drengsins á sínum tíma. Fræðslumiðstöðin hefúr ekki einu sinni vitjað drengsins. Þetta era ótrúleg vinnubrögð hjá þeim aðilum sem komið hafa aö þessu máli. Nú hefúr drengurinn misst úr rúma þrjá mánuði í skóla og þaö virðist öllum standa á sama. Alla vega er ekki reynt að leysa málið. Ég hef setið með drengnum í eldhúsinu og reynt að láta hann lesa bamabæk- ur. Það er sú menntun sem hann hefúr fengið í vetur,“ segir Soffia. Ráöuneytiö á aö leysa máliö „Sú staða virðist vera uppi að vandræöagangur vegna skólamála er farin að hafa verulega neikvæð áhrif á fósturráðstafanir. Þegar þarf að finna þessum bömum, sem ekki geta búiö á eigin heimili, nýtt heim- ili þá erum við því miður að sjá dæmi þess aö næstbesta eða jafhvel þriðja besta heimili er valiö fyrir bömin því skólamálin era ekki í lagi þar sem besti kosturinn er. Heimilið er undirstaðan fyrir þessi böm og það þarf að geta mætt þörf- um þeirra. Mér finnst það algerlega óþolandi að hindranir varðandi skólagöngu verði til þess að bömun- um er ekki tryggt besta heimilið," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamavemdarstofú. „Þetta dæmi er mjög sérstakt. Barnið fær ekki lögbundna skóla- göngu og það er grafalvarlegt mál. Þegar ekki er hægt að tryggja böm- W&Sfi Smá sýnisborn frá AEG kr. 2.S AO AKG Kaffikvörn KFM103 npHOm AK, Brauörist AT 229 Vöflujárn WE100 Hraðsuðukanna 1.5L EWA1520 2L A l t Expressokaffivél EA100 aeg Expresso og kaffikvél KFEA100 1000 arg Hraðsuðukanna1L SWA10101L ist AT 250 Gufustraujarn OB 4040 lDI ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 533 2800 I :ðf*B J Jjf' Reykjavfk: Hagkaup Skeifuni, Kringluni. Vosturland: Málningarþjónusta Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Boraarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö, Búöardal. Vestfiróir: Geirseyarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolunarvlk. Straumur, Isafiröi. Noróurland: Kf. Steingrlmsfjaröar. Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka. Akureyri. KEA, Dalvlk. KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urö Raufarhöfn. Lóniö Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnafiröinga, Vopnafiröi. Verslunin Vfk, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga Stöövarfiröi. Kf. Fáskrúösfiöinga, Fáskúösfiröi. KASK, Höfn. KASK Djúpavogi. Suóurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli. Klakkur, Vlk. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavlk. Soffía Siguröardóttir er fósturmóöir 8 ára drengs sem hefur ekki fengiö aö sækja skóla f rúma 3 mánuöi. DV-mynd ÞÖK tun þau gnmvallarmaimréttindi að ganga í skóla þá hlýtur það að kalla á viðbrögð. Það þarf að finna lausn en ég er sammála Soffiu að ég sé hana ekki í sjónmáli. Ég tel að menntamálaráðuneytið eigi að leysa svona mál,“ segir Bragi. -RR Hvalveiöar þyrftu aö hefjast aö nýju til aö hægt væri aö rannsaka áhrif þeirra á Iffríki sjávar nægilega. Áhrif hrefnu á þorskstofninn óljós: Þurfum að krukka í hvalamaga - segir Gunnar Stefánsson hjá Hafrannsóknastofnun Áhrif hvala á þorskstofninn við landið eru mjög óljós og gera því allan framreikning á þorskstofn- inum mun óvissari, segir Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Ha- frannsóknastofnun. Fram kom í vikunni að stofnunin telur að þorskveiði geti minnkað um 10% nái hvalastofnar hámarksstærð. Mjög erfitt er hins vegar að áætla raunverulega stærð hvalastofna, hvort þeir séu í vexti eða standi í stað og hversu mikið þeir éti af fiski. Því eru þessi 10% sett fram með talsverðum skekkjumörkum. Það eina sem getur hjálpað Haf- rannsóknastofnim við að minnka óvissu þessara útreikninga eru frekari rannsóknir og þær er bara hægt að framkvæma með einum hætti. „Án þess að ég taki nokkra afstöðu til hins pólitíska þáttar þessa máls, get ég ekki séð annað en við þurfum að krukka í hvalamaga til að átta okkur á áhrifum hvala á þorskstofninn" segir Gunnar. „Þær upplýsingar sem Hafrannsóknastofnim hefm- nú um hvali og æti þeirra eru of litlar og óljósar til að við getum sagt fyrir um málið af mikilli vissu.“ Hann er hins vegar viss um að þær hvalveiðar sem stundaðar voru áður hafi lítil áhrif haft á hrefnustofninn. Eins muni þær hrefnuveiðar sem Hafrannsókna- stofnun hefur mælt með, 200 dýr á ári, heldur ekki breyta miklu rnn stofiistærðina þó af þeim yrði. „í dag eru um 50.000 hrefnur í stofh- inum og 200 dýr til eða frá skipta litlu máli. Ef menn myndu hins vegar ákveða einn daginn að hefja hrefnuveiðar með það að mark- miði að halda stofninum niðri eða minnka í honum þyrfti að koma til miklu umfangsmeiri veiði,“ segir Gunnar. Talsmenn hvalafriðunar eru á öndverðri skoðun því þeirra rök fyrir friðun eru að hvalveiðar hafi umtalsverð áhrif á hvala- stofiiinn. Mikill munur er því á skoðunum Hafrannsóknastofnun- ar og hvalfriðunarmanna. Til þess að komast nær sannleikanum i málinu verður Hafrannsókna- stofnun að geta rannsakað mun fleiri hvali en mögulegt hefúr ver- ið hingað til, að mati Gimnars Stefánssonar. Þeir sem það vilja verða hins vegar að spyrja sig hvort borgi sig að hefja hvalveið- ar, annaðhvort í ábataskyni eða til þess eins að rannsaka hvalina. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.