Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Side 33
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 41 Skrifstofa framtíðarinnar Á arkitektasýningu sem haldin var í Seattle nýlega var sýnd skrif- stofa framtíðarinnar. í stuttu máli verður sú skrif- stofa . ekkert meira. Takmarkið er að sýna fólki að lítið rými getur verið ánægjulegt. Margar skrifstofúmar eru t.d. lítið annað en skrifborðs- stóll, lítið kringlótt borð og sófi. Einnig er nokkuð um að starfs- menn deili skrifborði og eru það þá aðeins lítið þil sem skilur þá að. Hljóðbylgjur finna jarðsprengjur Vísindamenn hafa farið fram á að að prófað verði að nota högg- bylgjur svo að hægt verði að leita skipulega að jarðsprengjum. Rann- sóknir vísindamannanna benda til þess að slíkar bylgjur geti komist gegnum venjulegan jarðveg. Ef eitt- hvað leynist undir honum berast sérstök merki þess efnis og þannig er hægt að komast að því á einfald- an hátt hvort eitthvað hættulegt sé þar undir. Höggbylgjur hafa reynd- ar verið rannsakaðar i nokkur ár en það hefúr ekki verið fyrr en nú sem mönnum hefúr dottið í hug að þær geti hjálpað til við að finna jarðsprengjur. Þessi skaðræðisvopn drepa og limlesta ótrúlegan fjölda fólks daglega og því gæti þarna ver- ið um mikilvægt vopn að ræða í baráttunni gegn þeim. r. Umdeild vísindakenning veldur fjaðrafoki á vísindafundi: Rifrildi um snjóboltahugmyndina Á fundi vísindamanna, sem hcddinn var í San Francisco, spunnust miklar umræður um hugmynd þess efnis að á hverjum degi rækjust á jörðina þúsundir smástirna úr nokkurs konar geimsnjó. Sumum finnst kenning- in fáránleg og segja aðrar ástæður vera fyrir þeim fyrirbærum sem niðurstöður rannsóknanna byggjast á. Þeir sem styðja kenninguna eru hins vegar þeirrar skoðunar að hún skýri margt sem áður hefur verið mönnum hulin ráðgáta, meðal annars um hvernig líf varð til á jörðinni. Bull Það voru samtök bandarískra jarðeðlisfræðinga sem héldu þenn- an fund. Sumir á fundinum sögðu kenninguna vera bull og byggðist á villandi hljóðum svipuðum þeim sem heyrast í hljómflutningstækj- um. Höfundur kenningarinnar, Louis Frank, sem er prófessor við háskólann í Iowa, varði hana hins vegar með kjafti og klóm og segir að hún varpi nýju ljósi á hvemig líf kviknaði á jörðinni. Þessu til sönnunar kynnti Frank niðurstöður nýrrar rann- sóknar sem eru byggðar á mynd- um sem teknar voru úr einu geim- faranna frá NASA. Hann segir að þessar myndir færi sönnur á kenninguna um þessi snjósmá- stirni, sem á ensku kallast at- mospheric holes (loftgöt). Frank hristi nokkuð duglega upp í vísindaheiminum þegar hann lagði fram þá kenningu að myndir sem bárust um gervihnött frá áðurnefndu geimfari gæfu til kynna að um 20 snjóboltastimi sem em um 12 metrar í þvermál bærust inn í andrúmsloft jarðar á hverri mínútu. Þessi smástirni sundrist í 10-26 þús. km hæð frá jörðu og verði að skýi sem feyktist til í vindinum. Þessi ský blandast síðan hefðbundnu veðurkerfi og þannig fengi jörðin eins konar geimrigningu sem gæti innihaldið lífrænar agnir, sem aftur gæti gef- ið til kynna upphaf lífs. ar sannanir umræddum fundi vom hins vegar margir vísindamenn sem draga þessa kenningu mjög í efa, svo ekki sé meira sagt. I farar- broddi þess hóps var George Parks jarðeðlisfræðingur. Hann segist hafa prófað þessa tilgátu með því að beina myndavél sem var sams konar og sú sem notuð var í rann- sókn Franks að venjulegu útfjólu- bláu ljósi á skrifstofunni sinni. í myndavélinni hafi komið fram ná- kvæmlega sömu „sannanir" fyrir slíkum loftgötum. Með þessu færir Parks þau rök aö það sem Frank hafi séð á umræddri myndavél hafi einfaldlega verið áhrif útfjólublárra geisla sólarinnar sem hafi sést á myndavélinni, ekki einhver dularfull smástirni úr snjó. Annar hópur vísindamanna, frá háskólanum i Arizona, benti á að mun meiri raunverulegar sannan- ir lægju fyrir ef þessir snjóboltar væru til. „Himininn myndi glitra eins og jólatré, um 30.000 sinnum meira eðalgas væri í loftinu og mun fleiri gígar væru á tunglinu heldur en eru á því núna,“ sögðu vísindamennirnir á fundinum. „Hvar er þetta allt saman?“ Ekki fylgdi sögunni hvernig Frank svaraði þessum rökum hjá þessum vísindamönnum. Hann hefur orðið að aðhlátursefni hjá allmörgum í þeirra hópi vegna þessarar vægast sagt furðulegu kenningar. Hvort sem það er með réttu eða ekki þá má ljóst vera að ^ hann þarf að hafa fyrir því að sanna að það sem hann heldur fram eigi við rök að styðjast. Frank hefur reyndar þegar fengið aðstoð við það verk. NASA hefur nú ákveðið að reyna að kom- ast endanlega að þvi hvort þessi kenning eigi við rök að styðjast með eigin aðgerðum. Það verður spennandi að sjá hvemig sú athugim kemur út. -HI/CNN Faxafeni 5 • Sfmi 533 2323 tolvukjor@itn.is . Trust Lf.xm vrk TOLVUBUNAÐUR PRENTARAR Trust Intel Pentium 166 MMX Abit TX móðurborð - 32 Mb EDO minni - 512 Kb skyndiminni 4,3 Gb Quantum harður diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort - 24 x Toshiba geisladrif Trust Soundwave 300W 3D hátalarar -15 Trust Precision Viewer skjár 33.600 Baud utanáliggjandi motald Allir viðskiptavinir fá frábæran jólayeisladisk með Sixties í kaupbæti sé keypt fyrir meira en kr. 1.000.- Internet Kit fylgir öllum tölvum og prenturum - magnaður hugbúnaður með frábæra möguleika! Lexmark 1000 bleksprautuprentari Ein nettasta litableksprautan a markaðnum í dag! Alvöru 600 x 600 dpi upplausn bæði i lit og svart livítu Með Lexmark 1000 getur þú utbuið falleg verkefni og skýrslur fyrir skólann og vinnuna. gert skemmtilega afmælisborða og boðskort og prentað þina eigin T-boli! Pottþéttur prentari fyrir börn, namsfolk, mömmur og pabba - hvern þann sem vill lifga upp á lifið með hressilegum litum! Fyrir aðeins 3.900 kr. til viðbótar fylgir Lotus SmartSuite með. Öflug ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur, dagbók og fleira - allt sem þarf fyrir skólann eða skrifstofuna! .Tölvukiör rolVUr verslun heimilanna Jólabónus að verðmæti kr. 8.280,- fylgir meó! 'Hercules Print Studio' fra Disney. Jóladiskur með Sixties og Internet Kit fra Canon Afgreiðslutími í desember: 13.12 10-22 20.12 10-22 14.12 13-18 21.12 13-18 15.12 12-18.30 22.12 12-22 16.12 12-18.30 23.12 12-23 17.12 12-18.30 24.12 10-12 18.12 12-22 27.12 Lokað 19.12 12-22 31.12 10-12 afsláttur Við erum aðili að Fríðindakorti VISA og veitum handhöfum þess 5% afslátt af öllum vörum gegn framvísun kortsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.