Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Side 2
2 fréWr LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998 Guöjón Garðarsson leigubílstjóri bjargaöi lífi konu meö blástursaðferö: Það var um líf eða dauða að tefla „Ég vissi að það var um líf eða dauða að tefla. Konan var hætt að anda, púlsinn var vart merkjanlegur og hörund hennar hafði skipt um lit. Ég hóf að gera lífgunartilraunir í gegnum vit konunnar og þrýsti á bijóst hennar. Það liðu síðan nokkrar mínútur þangað til lögregla og sjúkra- bíll komu á staðinn," sagði Guðjón Garðarsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli, við DV um atvik sem varð í Kópavogi um síðustu helgi þegar hann bjargaði lífi miðaldra konu frá Suðumesjum. Atburðurinn varð á föstudags- kvöldið. Konan var að koma úr húsi Hús brennd á hættusvæði DV, ísafjarðarbæ: Húsum á snjóflóðahættusvæði sem Ofanflóðasjóður keypti á sínum tima í Hnífsdal er nú farið að fækka. Nýlega voru þrjú þessara húsa sem stóðu við Strandgötu brennd til grunna en Slökkvilið ísa- fjarðar hafði fengið þau til afnota fyrir brunaæfingar. Gott veður var Jægar kveikt var í húsunum og því engin hætta á ferðum fyrir nærliggj- andi hús. Þann 12. nóvember var fyrsta húsið á hættusvæðinu í Hnífsdal, Fitjateigur 5, flutt af grunni sínum og að bænum Innra- Hjarðardal í Önundarfirði. Það var verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi sem flutti húsið í tvennu lagi og þurfti að fara um gamla fjaflveginn yfir Breiðadalsheiði með húsið og gekk það eins og í sögu. Önnur hús í hverfinu em til sölu. -HKr. í Kópavogi og var á leið heim til sín á Suðumesjum þegar hún fór að finna fyrir þyngslum fyrir hjarta. Hún var með vinkonu sinni og ók bíl suöur Kópavogsháls og stöðvaði við leigubílastæði Hreyfils, skammt frá Digraneskirkju og menningarmið- stöð sem þar er. Vinkona konur aar sá að ekki var allt með felldu, ffjrði hana í aftursæt- ið, hljóp síðan aó aftasta leigubílnum og óskaði eftir aö hringt yrði strax á sjúkrabíl. Bílstjórinn hringdi og náði síöan í annan leigubílstjóra, Guðjón, sem beið í bíl fyrir framan. Guðjón er einnig starfandi lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli og hefur verið lögregluþjónn í Reykjavík um árabil - hann kunni því réttu handtökin. Á meöan sjúkrabíll var á leiðinni reyndi Guöjón að blása lífi í konuna og veita henni hjartahnoö. Þegar sjúkrabíllinn kom var konan komin með „einhvern púls“. Talsverö stund leið síðan áður en sjúkrabíllinn lagöi af stað með konuna í hraði á Borgar- spítalann. „Ætli ég hafi ekki verið réttur mað- ur á réttum stað,“ sagði Guðjón. DV náði sambandi við konuna. Henni var ekki gefið um að ræða atburðinn op- inberlega en kvaðst að vonum afar þakklát vinkonu sinni, sem náði í að- stoð, og lögreglumanninum sem veitti henni skyndihjálp. Mál manna sem DV ræddi við var að mikið lán hefði verið að vinkonurnar voru ekki komnar lengra en raun bar vitni. Hefðu þær t.d. verið staddar á Reykja- nesbrautinni mitt á milli höfuðborg- arsvæðisins og Keflavíkur hefði verið mun erfiðara bæði að hringja eftir hjálp auk þess sem miklu lengri tími heföi liðið þangað til aðstoð hjúkrun- arfólks á sjúkrabíl hefði borist. -Ótt Slökkviliðið á ísafirði brenndi þrjú hús við Strandgötuna í Hnífsdal til grunna þann 17. janúar. Ljósmynd Hörður Rannsókn á meintum listaverkafölsunum: Seldi 5 myndir hjá Gallerí Borg - segir Jónas Freydal sem veit ekki til að vera „grunaður“ „Ég veit ekki til þess að ég hafi verið grunaður í þessu máli. Ég ræddi við lögreglu sem vitni vegna þess að ég seldi 5 myndir hjá Gallerí Borg. Ef ég hef verið grunaður, án minnar vitundar, þá ættu líka miklu fleiri, sem hafa keypt íslensk verk í Danmörku, að liggja undir grun. Þessar 5 myndir sem ég seldi hjá Galleri Borg voru til rannsóknar vegna orða Ólafs Inga Jónssonar for- varðar. Það er ekkert sem bendir til að um falsanir sé að ræða nema vegna þess að Ólafur Ingi taldi þær eitthvað skrýtnar. Ég tel það fráleitt að þessar myndir séu falsaðar," seg- ir Jónas Freydal Thorsteinsson, for- stjóri í Kaupmannahöfn, í samtali við DV. Jónas vísar því á bug að hafa ver- ið yfirheyrður af lögreglu með réttar- stöðu grunaðs manns í rannsókn rík- islögreglustjóra sem beinist að meintum fólsuðum listaverkum. „Ég hef í fleiri ár keypt og selt listaverk í Danmörku. Ég hef að- stoðað íslendinga við að fiárfesta í íslenskum og erlendum listaverk- um. Ólafur Ingi hefur mér vitanlega verið að hringja í þessa aðila og skoða þær myndir. Ekki ein af þess- um myndum hefur verið til rann- sóknar vegna meintra falsana. Mér finnst að rannsóknin eigi fyrst að beinast að þvi hvort um fals- anir sé að ræða áður en menn eru grunaðir. Mér vitanlega er ekki búið að sanna að um neinar falsanir sé að ræða. Mér vitanlega hef ég ekki selt falsaða mynd en ég er maður til að taka því hafi ég gert það. Mér þætti þaö mjög leiðinlegt og það væri áfall fyrir mig. Ég myndi að sjálfsögðu endurgreiða þá mynd. En ég tel mig hafa það mikið vit á myndum að ég myndi sjá ef um fölsun væri að ræða,“ segir Jónas. -RR Árbæingar vilja hverfislögreglu á ný Fulltrúar almenningsfélaga, skóla og félagsmiðstöövar í Árbæ hafa sent formlegt bréf til borgarstjóra, lög- reglustjóra og dómsmálaráöuneytis þar sem þau lýsa yfir mikilli óá- nægju með þá ákvörðun lögreglu- stjóra að leggja niður hverfislögreglu í Árbæ. í bréfinu segja fulltrúarnir að lög- gæslan hafi fiarlægst borgarana og orðið ópersónuleg. Þessi öfugþróun sé á skjön við hagsmuni íbúanna og stefnu dómsmálaráðherra og borgar- stjóra um að vinna markvisst gegn eiturlyfium á íslandi. I bréfinu segir m.a.: „Við höfum á undanförnum mánuðum fundið fyrir vaxandi óróa og öryggisleysi meðal íbúa. Vímuefnaneysla ungmenna svo og endurtekin atvik þar sem ofbeldi er beitt og spjöll unnin á einka- og al- mannaeign, eru orðin það áberandi að við svo búiö má ekki láta standa." í bréfinu segir enn fremur að stað- setning sérstaks lögreglumanns í hverfinu undanfarin ár hafi reynst afar jákvæð. Starf hans, viövera og persónulegt viðmót hafi veitt veru- legt aðhald, ekki síst ungu fólki. Mat íbúanna er að sú löggæsluþjónusta sem þeir hafi fengið frá öðrum hverf- isstöðvum hafi haft lítið forvamar- gildi. Það sé brýn þörf fyrir lögreglu- varðstofu í Árbæ þar sem 9 þúsund manns búa. Skoða hvernig kerfið gengur „Þetta er tengt skipulagsbreyting- Frá Árbæjarhverfi þar sem óánægja er með að ekki skuli vera hverfislög- regla. ' DV-mynd GVA um sem urðu í löggæslu á síðasta ári. Eftirlitið i Árbæ er nú gert út frá lögreglustöðinni í Breiðholti. Þar er sérstakur lögreglumaður sem sinnir því að vísu með öðrum hætti en áð- ur var. Við erum að skoða hvernig þetta kerfi gengur upp. Það var óheppilegt að sá lögreglumaður sem var í Árbænum, Ólafur Guðmunds- son, fékk nýja stöðu innan embættis- ins og fluttist í hana. Okkur er vel kunnugt um áhyggjur íbúanna. Þaö hafa verið viss vandamál kringum unga fólkið í hverfinu nú í haust sem við höfum reynt að taka á,“ segir Böðvar Bragason lögreglustjóri. -RR : stuttar fréttir 16 ára handtekinn Sextán ára piltur hefur hand- tekinn fyrir ránstilraunina í sölu- :i tumi við Gnoðarvogi í vikunni. í Farið hefur verið fram á síbrota- j gæslu yfir honum og fær hann j sennilega að gista í Hegningar- | húsinu. Pilturinn, sem er ekki úr J hverfinu, hefur áður komið við j sögu hjá lögreglunni og á þar önn- j ur mál óafgreidd. Kynþokkafyllstur í tilefni bóndadagsins kaus j þjóðin kynþokkafyllsta mann árs- j ins á rás 2 í gær. | Það var Sveinn | Ari Guðjónsson, | knattspyrnumað- ur frá Grindavík, sem hlaut flest stig. í öðra sæti lenti Hilmir Snær j Guðnason og i því 3. varð Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður. RÚV greindi frá. Nýr framkvæmdastjóri Stefán Reynir Kristinsson fiár- í málastjóri hefur verið ráðinn fram- ! kvæmdastjóri Spalar ehf., sem á og j rekur göngin undir Hvalfiörð. Stefi án er ráðinn til tveggja ára og tekur við nýja starfinu 1. mars nk. Hann ; var valinn úr hópi 39 umsækjenda. ITilnefning í janúarhefti Classical CD er sagt frá því aö Sinfóníuhljómsveit íslands hefur verið tilnefnd til verðlauna í Cannes fyrir frum- flutning verka á geisladiski. Disk- urinn sem um ræðir hefur að geyma verk Jóns Leifs en stjóm- andi var Osmo Vánská. 45% launahækkun ÍKennarar viö Álftanesskóla sem flestir hölðu sagt upp störfum tóku í gær tilboði hreppsins um kjarabætur. Kennaramir fá 45% launahækkun en aðrir kennarar sömdu um 33% hækkun í haust. Tóbak, nei takk Tóbaksvarnanefnd og Krabba- meinsfélag Reykjavíkur veittu ný- verið 60 reyklausum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna ein- staklingsverðlaun. Verðlaunagrip- urinn var glæsilegt úr með áletrun- inni „Reyklaus framtíð" á skifu. Verðlaunaafhendingin er þáttur í verkefni sem ætlað er að forða ung- lingum frá því að byrja að reykja. Færir sig um set Séra Jón Dalbú Hróbjartsson er á fömm frá Laugarnesprestakalli en hann hefur verið skipaður prestur í Hall- grímspresta- kalli frá 1. febrúar nk. Staða sóknar- prests í Laug- amespresta- kalli hefur ver- ið auglýst laus til umsóknar. Launavísitalan hækkar Hagstofan hefúr reiknað launa- vísitölu miðað við meðallaun í desember 1997. Er vísitalan 160,7 j stig og hækkar um 0,6% frá fyrra ! mánuði. Samsvarandi launavísi- 4 3 tala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.516 stig í febrúar 1998. Þórir til Kuala Lumpur Þórir Guðmundsson, sem starfi f að hefur undanfarin tvö ár sem sendifulltrúi Al- þjóðasambands Rauöa krossins i Kasakstan og nágrannalönd- um þess, mun flytja sig um set ásamt fiöl- skyldu sinni til j Kuala Lumpur i Malasíu. Þórir í hefur verið ráðinn sem upplýs- Singafulltrúi fyrir Rauða krossinn fyrir fiölda Asíurikja næstu tvö I árin. Vísitala hækkar Hagstofan hefur reiknað vísi- I tölu byggingakostnaðar eftir verð- j: lagi um miðjan janúar 1998. Vísi- j talan var 229,8 stig og hækkaði I um 1,7% frá fyrra mánuði. Vísital- 1 an gildir fyrir febrúar þessa árs j! en samsvarandi vísitala miðuð | við eldri grunn er 735 stig. -aþ |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.