Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 ijV útlönd Umburöarlyndi í Evrópu vegna vanda Clintons: ítalir hlæja að öllum látunum stuttar fréttir Létust í snjóflóði Að minnsta kosti sex létust og allt að þrettán var saknað í gær- dag eftir að snjóflóð hreif með sér yfir 40 skíðamenn, flesta tán- inga, nálægt skíðastaðnum Les Orres í suðurhluta Frakklands. Björgunarmönnum tókst að grafa 22 upp úr snjónum á lífi. Rifbeinsbrotinn Karl Bretaprins riíheins- brotnaði þegar hann féll af hest- baki er hann var á veiðum í síðustu viku. Bresk dagblöð greindu frá slysinu í gær og talsmaður prinsins stað- festi fréttina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prinsinn slasast er hann dettur af baki. Hann handleggsbrotnaöi 1990 og meiddist á kinn 1996. Sprengjumenn létust Tveir meintir sprengjumenn létu lífið í Alsír í gær er sprengja sprakk sem þeir hugðust koma 1 fyrir í strætisvagni. Einn lést í sprengjuárás á markað. Tískukóngar Áfrýjunardómstóll í Mílanó hnekkti í gær dómi yfir tísku- kóngunum Gianfranco Ferre, Krizia og bróður Giannis Ver- saces, Santo, vegna spillingar. Þeir höfðu verið dæmdir fyrir að greiða skattalögreglunni mútur. Rak eiginkonuna Breskum þingmanni, Jimmy Wray, hefur verið gert að greiða eiginkonu sinni, Catherine, yfir 600 þúsund krónur i bætur . vegna brottreksturs úr ritara- starfi sem hún hafði hjá honum. Neitar fölsun Ozer Ciller, eiginmaður Tansu Ciller, fyrrum forsætis- ráðherra Tyrklands, neitaði fyr- ir rétti í gær áð hafa falsað skjöl sem hann afhenti þingnefnd. Nefndin rannsakar meint fjár- svik Cillerhjónanna. Biðst ekki afsökunar P.W. Botha, síðasti harðlínu- forseti hvítra í S-Afríku, kom fyrir rétt í gær fyrir að hafa neitað að mæta í yfir- heyrslu hjá Sannleiks- og sáttanefnd- inni. Botha kvaðst ekkert þurfa að afsaka frammi fyrir nefndinni. „Ég bið bara um fyrirgefningu synda minna frammi fyrir guði,“ sagði Botha, Fuglaflensa Yfirvöld í Hong Kong ætla að aflétta banni viö innflutningi á lifandi kjúklingum frá Kína 7. febrúar. Talin er lítil hætta á að fuglaflensufaraldur breiðist út. Reuter Danfoss semur um dreifingu Danska fyrirtækið Danfoss Videk hefur gert dreifingarsamning við bandarískt sölufyrirtæki, Micromet- ics Instrumentation Corporation, um einkasölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Einkasölusamningurinn nær til alls heimsins en sá böggull fylgir skammrifi að hinar dönsku fram- leiðsluvörur verða seldar undir nafni dreifingaraðilans. Vörurnar verða þó áfram framleiddar i verk- smiðjum Danfoss Videk í Hassela- ger, skammt frá Árósum á Jótlandi. Enn fremur verður öll þróunarvinna og hönnun sem og rannsóknir áfram í Danmörku. Aöeins 45 manns starfa við framleiðsluna. -SÁ Á meðan bandariskir fréttamenn veltu sér í gær upp úr kvennamál- um Bills Clintons Bandaríkjaforseta og líktu meintri tilraun hans til að fá starfsstúlku Hvíta hússins til að ljúga um samband þeirra við Wa- tergatehneykslið snemma á áttunda áratugnum gerðu ítalskir fjölmiðlar gys að öllum látunum. ítölum þykir fátt skemmtilegra en krassandi hneykslismál en þeir eru umburðarlyndir þegar um ástarmál er að ræða. Líklegra er að ítalskir stjórnmálamenn sæti rannsókn vegna spillingarmála heldur en framhjáhalds. Og það er ekki fjallað um kynlíf þeirra opinberlega. í blaðinu La Stampa er bent á að jafnvel þó að Clinton hafi logið sé of langt gengið að bera Watergate- hneykslið, sem leiddi til afsagnar Páfagarður tilkynnti í gær að páfa heföi tekist aö fá Kastró Kúbu- forseta til að lofa því að íhuga að láta lausa fanga. Fangarnir, sem um ræðir, höfðu sjálfir snúið sér til kaþólsku kirkjunnar í leit að hjálp. Samkvæmt frásögnum andófs- manna á Kúbu eru um 500 sam- viskufangar í fangelsum þar. Richards Nixons Bandaríkjaforseta 1974, saman við mál Clintons nú. „Það er eitt að ljúga eiðsvarinn til að leyna pólitískum glæp en annað að reyna að fela óleyfilegt sam- band,“ segir í forystugrein La Stampa. Blaðið L’Unita, sem er blað vinstrisinnaðra, telur að um pólitískt samsæri sé að ræða. Bend- ir blaðið á að saksóknarinn Kenn- eth Starr, sem rannsakar meint ást- arsamband Clintons og starfs- stúlkunnar Monicu Lewinsky, sé vinur repúblikanans Bobs Doles sem tapaði fyrir Clinton í forseta- kosningunum. Breska pressan lagði áherslu á það í gær að hvort sem Clinton væri sekur eða saklaus væri hann mikil- vægur fyrir heimsfriðinn. Hann Jóhannes Páll páfi gagnrýndi í gær harkalega viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu. Sagði páfi slíkar aðgerðir sorglegar. í bréfi tfl kúbskrar æsku, sem birt var við messu páfa í bænum Camaguey á Kúbu, sagði páfi: „Við- skiptabann... er alltaf sorglegt þar sem það kemur niður á þeim sem ætti ekki aö fara frá vegna þess að „rennilásinn hans hefði opnast auð- veldlega." Palestínumenn lýstu því yfir í gær að þeir hefðu áhyggjur af því að nýja kynlífshneykslið í Washington truflaði forsetann svo mikið að hann gæti ekki einbeitt sér að því að reyna að koma friðarviðræðum um Miðausturlönd í gang á ný. Sumir Palestínumenn, þar á með- al róttækir múslímar, líta jafnvel svo á að um samsæri af hálfu gyð- inga sé að ræða. Ýmsir írakar fógnuðu í gær yfir vandamálum Clintons og sögðu að hann ætti að fara frá. Aðrir skUdu ekki lætin. „Er þetta ekki eðlilegt? Hann er forsetinn. Hann getur gert það sem hann viU,“ sagði bUstjóri í Bagdad um Lewinskymálið. Reuter eru mest þurfi.“ Kúbumenn streymdu tU messu páfa í Camaguey í gær. Margir bæj- arbúa virtust fremur sækja mess- una, sem haldin var á Byltingar- torgi borgarinnar, af forvitni en trúrækni. Stundin var þó hátíðleg fyrir fjölda pílagríma frá Mexíkó og Kaliforníu. Reuter 14 þúsund konur myrtar af eiginmönnum Ráðgjafi Borís Jeltsíns Rúss- 1 landsforseta í málefnum kvenna, Jekaterína Lakhova, telur að um 14 þúsund konur í Rússlandi séu árlega myrtar af eiginmönnum sínum eða ættingjum. Engin op- í inber gögn eru þó tU yfir þann : fiöda kvenna sem verður fyrir 1 árás sambýlismanna eða er myrtur af þeim. Þetta kemur í fram í skýrslu mannréttinda- samtaka um niðurstöður rann- ii sókna í fimm stórum rússnesk- i um borgum. í skýrslunni segir að sam- kvæmt opinberum tölum hafi 11 þúsund rússneskum konum ver- ið nauðgað eða þær orðið fyrir nauðgunartilraun árið 1996. Samtök kvenna í Rússlandi segja i þessa tölu aðeins toppinn á ísjak- anum. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur telji það ár- ii angurslaust að kæra. Oft neiti lögreglan að taka á móti kærum auk þess sem lækn- Í ar, er rannsaka konurnar, hafi mestan áhuga á að vita hvort þær hafi verið hreinar meyjar i þegar ráðist var á þær. Fómar- lömbin séu einnig oft gerð tor- | tryggileg. 25 manns í tveimur svefn- herbergjum Lögreglan í Flórída leitar nú að stærra húsnæði handa Peter | Thomas, 22 börnum hans og i tveimur mæðra þeirra eftir að upp komst að þau búa öll í tveggja svefnherbergja húsi með | einni snyrtingu. Mæðurnar tvær eru reyndar | systur og heita Apríl og Rebekka. Báðar hafa þær tekið eftirnafn bamsfóður síns þó að hvomg þeirra sé gift honum. Apríl er móðir níu barna Peters 1 Thomas en Rebekka á fimm barna hans. Þriðja systirin, sem ekki býr lengur með Qölskyld- unni, á hin átta börnin. Börnin, tíu drengir og tólf stúlkur, em á aldrinum þriggja mánaða til sautján ára. Peter Thomas sagði í blaðavið- | tali að hann hefði hitt systurnar fyrir 20 árum í Arizona og hefði síðan búið með þeim í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Thomas segist vilja eiga stóra fiölskyldu af trúarlegum ástæðum. Hann er atvinnulaus en kveðst vilja :> vinna. Frakkar pirrað- ir á farsímum Frakkar eru búnir að fá upp í háls af farsímum sem trufla þá á opinberum stöðum. 57 prósent Frakka vUja lög sem takmarka notkun farsíma, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem ; birtar voru í gær. Blaðiö Le Parisien hafði það eftir háskólaprófessor að nýlega ■ hefði verið hringt 37 sinnum í farsíma nemenda hans á meðan : hann hélt klukkustundar langan | fyrirlestur. Pirraður veitingahússeigandi hefur gripið til þess bragðs að blása í flautu þegar gestir hans hætta að snæða tU að geta talað 1 í farsíma. . Þingmenn upp- teknir af tísku Þingmenn í Brasilíu eru nú fremur uppteknir af því hvernig þeir líta út heldur en mikUvæg- j um málefnum. Frá því á þriðju- | dag, er sjónvarpsútsendingar hófust frá þingfundum, hafa þingmenn birst í nýjum jakka- fötum, með ný bindi, axlapúða og nýjar greiðslur. í baráttunni um sviðsljósið hafa þingmenn einnig lengt ræður sínar. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis New York 1 London m Frankfurt m Tokyo m Hong Kong 8500 i 8000 7500 7000 7746,33 D J Sykur 400 300 200 100 0 $/t 0 SH JfiB 302 D J 5500 : FT-SE100 4000 , 5253,1 D J Kaffi -rnn mmtmmmmmm i 1500' 1UUU cnn DUU n V 1UU í/t I D N D J 60000 | 40000<^55=S5=»> 20000 :-' ’ ; 4220,25 Bensín 95 okt. Bensín 98 okt. 220 220 HaneSangBKSi 20000 15000 íoooo^^^s^j, 50000 8883,73 ó N D J Hráolía 25 20, 15 10 5 o $/ A 14.40 tunna 0 N D J Barnakór syngur hér fyrir utan dvalarstaö Jóhannesar Páls páfa í Havana á Kúbu. Símamynd Reuter Kastró íhugar lausn fanga eftir viðræður við páfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.