Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 ifyrirl5árum Siv E. Sæmundsdóttir á kafi í líkamsrækt fyrir 15 árum: Mitt annað heimili I þættinum Dægradvöl í DV fyrir 15 árum, nánar tiltekið fimmtudag- inn 6. janúar 1983, var líkamsrækt- aræði landsmanna tekið fyrir. Nokkrar líkamsræktarstöðvar voru heimsóttar og rætt við fólk sem þar stöðin var mitt annað heimili,“ sagði Siv þegar við heyrðum í henni í vikunni og fengum hana til að rifja upp gamla tíma. „Ég sótti þetta stíft, fór í ræktina sex daga vikunnar, klukkutíma í „FALLEGT AÐ HAFA STÆLT AN LÍKAMA” segir Sif Sæmundsdóttir Urklippa úr DV fimmtudaginn 6. janúar 1983 þar sem rætt var viö Siv E. Sæ- mundsdóttur á meöan hún púlaöi í tækjunum. púlaði og reyndi að ná af sér jóla- steikinni. Á meðal þeirra var Siv El- ísabet Sæmundsdóttir sem púlaði í æfingasal í Kjörgarði sem þá var og hét. „Fallegt aö hafa stœltan llkama, “ var haft eftir henni í fyrirsögn og í stuttu spjalli við Baldur Hermanns- son sagði hún m.a.: „ Við erum ansi mörg úr Hafskip sem œfum hérna. Ég taldi um fyrir karlmönnunum og var svolítiö aó skjóta á þá og þaö endaði meó því aö þeir drifu sig hingaö." í þessu spjalli var Siv titluð tölvu- ritari hjá Hafskip og sögð einhleyp. Hvar skyldi hún vera niðurkomin í dag? Með hjálp góðra manna komumst við fljótlega að því. Síð- ustu árin hefur hún verið búsett á sínum æskuslóðum á Vatnsleysu- strönd, nánar tiltekið bænum Stóru- Vatnsleysu. Hún er gift Sigurði H. Valtýssyni byggingatæknifræðingi og saman eiga þau þrjá drengi. „Mikið heilsuræktaræði var i gangi á þessum tíma. Líkamsræktar- senn. Margir hvöttu mig til að ganga lengra, styrkja mig meira og jafnvel keppa í vaxtarrækt. Þá datt mér ekki í hug að verða einhver sýning- argripur. Ég gerði þetta fyrst og fremst fyrir sjálfa mig. Síðan fór ég að eignast börn, sagði Siv. Þegar Siv eign- aðist sitt fyrsta barn hætti hún hjá Haf- skip og skömmu seinna lagði fyr- irtækið upp laupana eins og frægt er orðið. Hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli skal ósagt látið! Að loknu barnsburðarleyfi starf- aði Siv um hríð sem ritari hjá Land- mælingum íslands. Hún tók sig einnig til og nam svæðanudd, er í dag lærður nuddari og hefur starfað hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. „Ég hef alla tíð reynt að hugsa vel um lík- amann og hreyfa mig reglulega. Fólk verður samt að passa sig að ganga ekki langt, æfa undir góðri leiðsögn. Það skiptir öllu máli að menn hafi ánægju af hreyftngunni. Þá er síður hætta á að menn geflst upp. of Svo er líka mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat því annars verður engin orka né kraftur til líkamsræktar.“ Fann mann sem eldar! í lok umrædds spjalls í DV fyrir 15 árum var Siv spurð hvað hún ætlaði að taka til bragðs þegar hún eignaðist fjöl- skyldu, ynni úti fullan vinnudag og færi svo heim í eldamennsku. Hvort hún myndi hætta að æfa. Siv svaraði svo til: „Ég vildi nú helst halda áfram en þaö getur orðið erfitt. Ég get tœplega œft eins stíft og ég geri nú.“ - Kannski lœturöu bara manninn elda? „Já, þaó vœri ágœtt. Eóa viö bara skiptumst á um aö elda!" Siv hló þegar þetta var lesið fyrir hana. „Ég fann mann sem getur eldað. Ég elda í miðri viku og hann um helg- ar,“ sagði Siv og hló enn meir. -bjb/ÆMK Siv meö syni sína þrjá, Andra Rúnar, 7 ára, Frank Heiöar, 10 mánaöa og Ásgeir Daníel, 13 ára. DV-mynd ÆMK A mér enga uppáhaldsbók - segir Áslaug Friðriksdóttir bókaormur Fimm sögur í einu „Ég er með fimm sögur á borð- inu hjá mér þessa dagana, gef mér ekki nógu mikinn tíma til þess að lesa og . því er sami staflinn á Aslau9 Friöriksdottir borðinu í tvo mánuði er mlkl1 ahugamann- eða meira,“ segir Ás- eskia um æviminningar laug. Hún segist núna ,ólks °9 sö9ur bV99öar á t.d. vera að lesa bók Þeim- DV-mynd ÞOK „Mér þykir mjög gaman að lesa æviminningar og sögur byggðar á þeim. Ég hef aðallega lesið sögur listamanna, bækur eins og Kar- ólínu, Gerði og eins konur lista- manna, konu Halldórs Laxness og fleiri slíkar. Mér flnnst þessar bæk- ur tengja fólk saman á skemmtileg- an hátt,“ segir bókaormur DV að þessu sinni, Áslaug Friðriksdóttir, sem hefur áttað sig á því að hún á sér enga eina uppáhaldsbók. Áslaug segir lestrarhegðun sína hafa breyst í gegnum árin. Fyrst hafi hún tekið einn flokk fyrir í einu í einhvem tíma, spennusögur í nokkrar vikur, ævisögur í nokkrar vikur og svo framvegis. Núna er hún með margar sögur í takinu hverju sinni. sem heitir Diceman eða Teninga- maöurinn og er eftir bandaríska höfundinn Luke Rhinehart. Þetta er gömul bók sem fjallar um sálfræð- ing sem finnst lífið eitthvað lítið spennandi, þar sé ekki nógu margt spennandi að gerast. Hann býður sjálfum sér ákveðna valkosti og tek- ur svo upp á því að fara að kasta teningum til þess aö ákveða hvað skuli gera. Hann skellir síðan skuld- inni á teninginn. Fólk hefur tal- að um að bókin valdi straumhvörfum í lífi sínu og því bið- ur Áslaug spennt þessa dagana „Ég er líka að reyna að dusta rykið af dönsk- unni og er að lesa mjög skemmtilega bók sem heitir Upfindelser av ensom- hed sem gæti heitið Aó upp- götva einmanaleikann á ís- lensku. Bókin fjallar um mann sem missir fóður sinn en fer þá fyrst að kynnast honum. Bókin er frá árinu 1982 og er eftir Paul Auster.“ Líka fræðibækur Áslaug er með meistaragráðu í vinnusálfræði og segir fræðibækur í greininni jafnan á lestrarlistan- um. Þær bækur séu þær einu sem hún kaupi. Hún segist lítið lesa ís- lenska höfunda um þessar mundir. Þeir hafi jafnan verið í bunkanum hjá sér, aðallega Einar Már, Vigdís Grímsdóttir og Steinunn Sigurð- ardóttir. „Ég les ekki öllum stundum en þó nokkuð reglulega og eins oft og ég get,“ segir Áslaug Frið- riksdóttir. Hún skorar á Guð- mund Ragnar Guðmundsson að vera bókaormur næstu viku. -sv METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Helen Fielding: Bridget Jone’s Diary. 2. Mary Wesley: Part of The Furniture 3. Louls de Bernleres: Captain Corelli’s Mandolin. 4. Colin Forbes: The Cauldron. 5. Rlchard North Patterson: Silent Witness. 6. Sally Beaumann: Sextet. 7. Robert Goddard: Beyond Recall. 8. Jack Higgins: Drink With th Devil. 9. Arthur C. Clarke: 3001: The Final Odyssey. 10. Anne Michaels: Fugitive Pieces. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Paul Wllson: The Little Book of Calm. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 4. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 5. Grlff Rhys Jones: The Nation’s Favourite Poems. 6. Michael Drosnin: The Bible Code. 7. Scott Adams: The Dilbert Principle. 8. Ýmsir: The Little Book of Love. 9. Ýmsir: The Nation's Favourite Love Poems. 10. Bill Bryson: The Lost Continent. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Kathy Reichs: Déja Dead. 2. Colin Forbes: The Sisterhood. 3. Terry Pratchett: Jingo. 4. Arundhatl Roy: The God of Small Things. 5. lan McEwan: Enduring Love. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Frank Muir: A Kentish Lad. 2. Bill Bryson: A Walk in the Woods. 3. Andrew Morton: Diana: Her True Story in Her Own Words. 4. Clalre Tomalln: Jane Austen. 5. Dava Sobel: Longitude. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. John Grisham: The Partner. 2. Patrlcia Cornwell: Hornet's Nest. 3. David Baldacci: Total Control. 4. Greg lles: Mortal Fear. 5. Sue Grafton: M is for Malice. 6. Tom Clancy: Politika. 7. Kathleen E. Woodiwiss: Petals on the River. 8. James Petterson: Jack And Jill. 9. Nora Roberts: Sea Swept. 10. Kaye Glbbons: Virtous Woman. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Rlc Edelman: The Truth about Money. 3. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 4. Robert Atkln: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 5. James McBride: The Colour of Water 6. Ann Rule: In The Name of Love. 7. Ýmsir: Chicken Soup for the Teenage Soul. 8. Ýmslr: The World Almanac and Book of Facts 1998. 9. Jonathan Harr: Civil Action. 10. Ýmsir: Chicken Soup for the Woman's Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Charles Frazler: Cold Mountain. 2. Tony Morrison: Paradise. 3. David Baldaccl: The Winner. 4. James Patterson: Cat & Mouse. 5. P.D. James: A Certain Justice. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 2. Sarah Ban Breathnach: Simple Abund- ance. 3. Frank McCourt: Angela's Ashes. 4. James Patteison: Cat & Mouse. 5. P.D. James: A Certain Justice. (Byggt á Washlngton Post)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.