Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JL>V
Kristján Halldórsson þjálfar Larvík, sterkasta kvennaliðið í norska handboltanum:
Bara bestar
DV, Larvík:
Larvík? Larvík? Jú, jú, það stend-
ur þarna - L-A-R-V-I-K - svo þetta fer
ekki á milli mála. Ég er á réttum
stað. Og hér á hann Kristján Hall-
dórsson handboltaþjálfari að vera
þjóðhetja, eða svo segja blöðin að
minnsta kosti. Ekki ljúga þau, ekki
einu sinni norsk blöð.
Mig langar samt að prófa hvort
það er nokkur fótur fyrir frægð
Kristjáns í bænum. Gamli af-
greiðslumaðurinn í pylsusjoppunni
er fyrsta og eina tilraunadýrið.
Hann lítur út fyrir að hafa verið hér
lengi. Svona karlar eiga að vita
þetta.
„Ehem, haR du pölsuR í bRaud-
uR,“ segi ég með eins miklum ís-
lenskum áherslum og mér er mögu-
legt; ýki errin upp úr öllu valdi og
set svo -ur aftan við orðin. Þetta
halda allir Norðmenn að sé ís-
lenska.
„Nei, ertu íslendingur?" spyr sá
gamli og ljómar allur upp. „Þá hlýt-
ur þú að þekkja hann Kristján okk-
ar?“
Nei, ég þekki eiginlega ekki hann
Kristján þeirra.
En sá gamli lætur dæluna ganga.
„Stelpumar okkar voru góðar áður
en nú eru þær bara bestar," segir
hann. Tilraunin hefur tekist; það er
hér sem Kristján Halldórsson þjálf-
ar kvennaliðið í handbolta og hefur
gert það aö besta liði Noregs - næst-
besta handboltalandsins í heimin-
um.
Og pylsan i brauðinu? í Larvík
eru pylsur í brauði ókeypis fyrir ís-
lendinga.
Eftirsóttur þjálfari
En svo kemur Kristján. Hann lof-
aði að sækja mig á brautarstöðina
en er seinn. Óskaplega mikið að
gera og endalausir fundir um fram-
tíð handboltaliðsins og þjálfarans í
Larvík - ríkjandi Noregsmeistara í
kvennahandboltanum.
Já, það er verið að leggja drög
að framtíðinni - skipuleggja
næsta ár og skoða tilboð frá
stelpum sem vilja koma til
Larvikur og spila handbolta
og svo er þaö spurningin
hvort þjálfarinn verður
áfram. Það eru fleiri
Larvíkingar sem vilja hafa
hann.
Ekki vegna
peninganna
Kristján verður leynd-
ardómsfullur þegar hann
er spurður um tilboðin
sem hann hefur fengið.
„Þetta verður ákveðið í febr-
úar. Fjölskyldan ákveöur öll
hvað við gerum," segir
hann og kannast bara
við að hafa verið
boðinn þriggja
ára samningur
til viðbótar í
Larvík.
Annað er
óljóst og
líka
peningarnir sem eru í boði.
„Ég er ekki í þessu vegna pening-
anna,“ segir Kristján.
Larvík er atvinnumannafélag,
rekið eins og fyrirtæki og greiðir
leikmönnum sínum 250.000 íslensk-
ar krónur á mánuði. Stjörnumar fá
kannski meira og stelpur sem enn
eru í menntaskóla fá minna, en all-
ar fá laun. Kristján fær sjálfsagt
ekki minna en leikmennirnir.
„Þjálfarinn fær nóg fyrir sig og
sína,“ segir hann.
Meðal sex bestu
í heiminum
Við keyrum í gegnum bæinn. Ibú-
amir em um 40 þúsund og hér ein-
okar kvennahandboltinn iþróttirn-
ar. Noregsmeistaratitillinn vannst
auðveldlega i fyrra og í ár hafa
keppinautarnir lýst því yfir að
keppninni um meistaratitilinn sé í
reynd lokið þótt tímabilinu sé ólok-
ið. Næsta ár verður keppnin tekin
upp að nýju. Gamli maðurinn í pyls-
usjoppunni hafði á réttu að standa.
Stelpumar í Larvík em bara bestar.
„Larvík er eitt af sex bestu félags-
liðum í heimi,“ er kalt mat Krist-
jáns á stöðu liðsins.
Á skrifstofu félagsins er allt á
suðupunkti. Blaðamenn hringja og
vilja vita hvaða leikmenn verða
ráðnir fyrir næsta tímabil og hvort
þjálfarinn heldur áfram og svo hef-
ur sú saga farið á flot að Anja And-
ersen, skærasta stjarnan i heims-
meistaraliði Dana, vilji koma og
leika í Larvík.
Kristján svarar rólegur: „Ekkert
lið hefur efni á að hafna bestu hand-
boltakonu í heimi - og svo getur
hún örugglega lært eitthvað nýtt
hér.“
Framkvæmdastjórinn, Tor Odd-
var Moen, hlustar á og springur úr
hlátri.
„Hann er
frakkur þessi,“ segir hann og bend-
ir á Kristján.
Svo hefur heyrst frá þýskri lands-
liðskonu sem vill koma til Larvikur.
Venjulega fara allar þær bestu til
Þýskalands en þessi vill fara á móti
straumnum. Eða er það kannski svo
að straumurinn liggi til Larvíkur?
Hvers vegna?
Ný hugsun frá Islandi
„Það hefur spurst út hvemig and-
inn er héma í liðinu. Ég trúi því að
fólki verði að líða vel og það verður
að vera ánægt með tilveruna. Öðm-
vísi næst ekki toppárangur," segir
Kristján.
„Ég hef komið með nýja hugsun
ffá íslandi en byggi að öðra leyti á
leysa öll vandamál sem upp koma
strax og ekki að láta óánægju og
óleyst vandamál grafa um sig í lið-
inu,“ segir Kristján um handbolta-
heimspeki sína.
Ég er hættur við að verða þjálfari
og vil vita af hverju Larvík varð fyr-
ir valinu hjá Kristjáni, nú fyrir
hálfu öðru ári.
„Ég vildi vera í smábæ, ekki stór-
borg, og ég vildi vera þar sem fjöl-
skyldunni gæti liðið vel. Við sjáum
ekki eftir að hafa komið hingað,“
segir Kristján. Hann var landsliðs-
þjálfari kvenna á íslandi í tvö ár
áður en hann fór út og gat eftir þaö
valið úr nokkmm erlendum tilboð-
um.
Larvik er skammt suðvestan
Óslóar. Það tekur bara hálfan ann-
Kristján aö störfum á skrifstofu félagsins í Larvík.
því sem var fyrir héma. Það er af-
skaplega vitlaust fyrir nýjan þjálf-
ara að ætla sér að umturna öllu. Ég
reyni að þróa það áfram sem menn
voru að gera hér,“ segir Kristján
um brögðin sem hann beitir. Núna
langar mig nefnilega til að vera af-
reksþjálfari lika; vantar bara að
hann gefl mér uppskriftina.
En þetta er víst ekki svona ein-
falt. Og þótt ég bendi á útkrotaða
töflu á veggnum með pílum og örv-
um sem sýna hreyfmgar leikmanna
út og suður og boltann hér og þar
og úti um allt. Ég gæti lært þetta!
Ekki?
Leysa vandamálin
strax
„Þetta er spurningin um að fá lið-
ið til að vinna saman og það gerist
ekki bara á leikvellinum heldur
líka á undan og eftir leikj-
um. Það þarf að
an tíma að keyra til stórborgarinn-
ar. Og svo er Danmörk innan seil-
ingar. Ferjurnar til Danmerkur fara
frá Larvík.
Skógurinn
nær upp
að bæj-
ar-
mörkunum, skíðalöndin eru í
Kongsberg og sumarblíðan er í
gömlu virkisborginni Stavern. Allt
er innan seilingar í Larvík. Og það
nýtir fjölskyldan sér.
„Ég sagði þér að það eru ekki
peningarnir sem skipta mestu máli.
Fólki verður að líða vel þar sem það
er og okkur líður vel héma,“ segir
Kristján, sem hefur keypt hús í Lar-
vík þótt enn sé allt á huldu um
framtíðina þar.
„Ég ætlaði mér að vera þjálfari
lengi,“ segir Kristján sem nú er 39
ára gamall. 30 ár í viðbót? Það veit
hann ekki en hann segir: „Mér ligg-
ur ekkert á. Ég ætla mér að enda
ferilinn í karlahandboltanum,
kannski í Þýskalandi, en það liggur
ekkert á,“ segir hann.
Tímamót í febrúar
Vandinn er núna með nám bam-
anna. Þau eru 8 og 15 ára og það
þarf að ákveða hvar þau verða í
skóla. Og svo eru fjölskylda og vin-
ir á íslandi. „Við ákveðum okkur í
febrúar," segir Kristján.
Til þessa hefur hann mest fengist
við að þjálfa kvennalið í handbolt-
anum. Hann byrjaöi raunar sem
stofnandi og leikmaður hjá Gróttu
heima á íslandi og var svo lengi
með Breiðablik. Hann er kennari að
mennt og var sextán ár í kennslu,
leikmaður og þjálfari. Alltaf í tveim-
ur stöðum eins og venja er á íslandi.
„Heima hafði ég alltaf samvisku-
bit vegna fjölskyldunnar. Allur sól-
arhringurinn fór í að kenna og
þjálfa, eilíft stress. Hér er hugsunar-
hátturinn allt annar. Hér verja
menn tíma sínum með fjölskyld-
unni og mesti munurinn á íslandi
og Noregi er að hér er ekki þessi
hamagangur alla tíð,“ segir Kristján
og viðurkennir að það freisti hans
ekkert mjög mikið að fara heim aft-
ur.
Björt framtíð
á Islandi
Hann fylgist með handboltanum
heima og fær leiki senda á mynd-
böndum. Þorbjöm Jensson lands-
liðsþjálfari var í heimsókn á dögun-
um. Og Kristján óttast ekki um
framtíð íþróttarinnar heima þótt ís-
lendingar verði ekki með á næsta
heimsmeistaramóti.
„Eitt heimsmeistaramót skipt-
ir engu. Það eru margir efni-
legir ungir leikmenn að
koma fram þannig að
framtíðin er björt.
Efnilegustu leik-
mennirnir
fara auðvit-
að úr landi
en meðan
nýliðun-
in hjá fé-
lögun-
um er
góð
þarf
ekk-
Kristján og Eik Kristjánsdóttir hafa veriö í Larvík í háift annaö ár ásamt tveimur börnum sínum. Nú er komiö aö ákvöröuninni um hvort fjölskyldan eigi aö fara eöa vera.
DV-myndir Gísli Kristjánsson