Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Page 24
24 &enningarverðlaun DV LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 DV 4 Arnar Jonsson serrf danski hugsjóna- maðurinn og presturinn Kaj Munk, Leikgerö Kjartans Ragnarssonar af Ofvitanum eftir Þórberg Þóröarson vakti sérstaka athygli fyrir aö tveir leikarar léku aöalpersónuna, Emil Guömundsson lék Þórberg ungan og Jón Hjartarson Þórberg eldri. Bráðlega verða Menningarverð- laun DV veitt í 20. sinn. Þetta er merkur áfangi, einkum ef litið er til sögunnar og skoðað það uppistand sem oft hefur viljað fylgja öðrum verðlaunaveitingum til hinna ýmsu listgreina. Sú tilhögun hefur reynst vel að skipa dómnefndir hverju sinni og velja til verksins fólk sem er raun- verulega með fmgurinn á púlsi list- anna. Faglegt og listrænt mat án flokkadrátta eða hagsmunapots hef- ur verið tryggt og eins hitt, að ekki hefur komið neinn stofnanabragur á verðlaunaveitinguna. Ungir listamenn og aðrir marg- reyndir í lífsins ólgusjó standa hlið við hlið á listanum yfir þá sem verð- laun hafa hlotið og í nefndunum birtast ný andlit og ferskar skoðan- ir frá ári til árs. Þess vegna er einkar fróðlegt að lesa í línurnar þegar litið er yfir niðurstöðurnar, eins og ætlunin er að gera í þessu eftirfarandi spjalli um leiklistarverðlaunin. Spáð í sviðið Eitt er það sem fyrst kemur upp í hugann þegar rifjuð eru upp störf dómnefnda í leiklist en það er hversu skemmtilegt hefur reynst að líta í sameiningu til baka yfir árið og rifja upp - smátt sem stórt. Oft er það svo, að litlu atriöin, sem vega ekki þungt í byrjun, ná að vaxa og þroskast og verða með tímanum ennþá Ijúfari í minningunni en flugeldasýningarnar. í leikhúsinu mætast allar listgreinar og dómnefndirn- ar hafa alveg frjálsar hend- ur um það hvað er verð- launað hverju sinni. Leikstjórn hefur verið verðlaunuð fimm sinn- um (þar af þrisvar leikstjórn + handrit/leikgerð) og tvö leikskáld hafa fengið verðlaun fyrir ný leik- rit. Leikarar hafa hlotið verðlaunin fimm sinnum fyrir minnisstæða túlkun, eitt leikhús var verðlaunað fyrir starfsemi ársins, einn leik- myndahöfundur fyrir verk sitt og fimm uppfærslur í heild hafa hlotið verðlaun. Auk þess hafa tilnefningar, sem venjulega eru fimm, víkkað út svið- ið og beint athyglinni að ýmsu því sem fram úr hefur skarað. Að hljóta tilnefningu er líka mik- il viðurkenning í sjálfu sér. Línurnar í lagi? Það er hægt að skoöa niðurstöð- umar frá ýmsum sjónarhornum og spá í það hvort lesa megi einhverja línu eða vitneskju um þróun og stöðu leiklistarinnar út úr þeim. Ég læt öðmm eftir að fara í djúpköfun á þessum málum en það má velta upp ýmsum áhugaverð- um atriðum og skoða ákveðin mynstur út frá niðurstöðun- Konurnar þrjár sem takast á í leikriti Fassbinders, Beisk tár Petru von Kant. um. Ekki virðist til dæmis þörf á að örvænta um vönd- Guörún S. Gísiadóttir var nunnan unga, Agnes. hleypir margfoldum krafti í sköpun- argleði og listræna tjáningu þeirra sem að ferlinu koma. Eitt árið sáum við í dómnefndinni, þegar við vor- um búin að setja upp lista yfir það Úr Beöiö eftir Godot á Akureyri. vinnubrögð og frumleika þegar sett eru upp innlend verk því að verð- launin hafa ellefu sinnum tengst ís- lenskum verkum en átta sinnum er- lendum. í flestum tilvikum var um frumuppfærslu innlendu verkanna að ræða. Niðurstöðumar segja auð- vitað meira en mörg orð um það að slík ögrun sem frum- vinnsla leik- rits er Menningarverðlaun DV í leiklist 1979: Stefán Baldursson fyrir þrjár uppfærslur, Grænjaxla og Ösku- busku í Þjóðleikhúsinu og Póker í Sjónvarpi. 1980: Kjartan Ragnarsson fyrir handrit og leikstjórn á Ofvitanum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 1981: Oddur Björnsson fyrir leikstjórn á Beöiö eftir Godot hjá LA. 1982: Hjalti Rögnvaldsson fyrir túlkun á Ólafi Kárasyni í Húsi skálds- ins í Þjóðleikhúsinu. 1883: Bríet Héöinsdóttir fyrir leikgerð aö Jómfrú Ragnheiöi (LA). 1984: Stúdentaleikhúsiö fyrir framlag til leiklistar. 1985: Alþýöuleikhúsiö fyrir Beisk tár Petru von Kant. Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir. 1986: Guörún Gísladóttir fyrir túlkun í Agnes, barn Guös hjá LR og Reykjavíkursögum Ástu í Kjallaraleikhúsinu. 1987: íslenski dansflokkurinn fyrir Stööuga feröalanga. 1988: Arnar Jónsson fyrir túlkun á Kaj Munk hjá Leikhúsinu í kirkjunni. 1989: Róbert Arnfinnsson fyrir túlkun á Max í Heimkomunni hjá P-leikhópnum. 1990: Gretar Reynisson fyrir leikmynd aö Ljósi heimsins hjá LR. 1991: Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttlr fýrir leikritiö Ég er meistarinn (LR). 1992: Guöjón Pedersen, Hafliöi Arngrímsson og Gretar Reynisson fyrir uppsetningu á Rómeó og Júlíu í Þjóöleikhúsinu. 1993: Ólafur Haukur Símonarson fyrir leikritiö Hafiö (Þjóöleikhúsiö). 1994: Máfurlnn (sýningin í heild). Þjóöleikhúsiö. 1995: Viöar Eggertsson fyrir leikgerö og leikstjórn á Sönnum sögum úr sálarlífi systra í Þjóöleikhúsinu. 1996: Kristbjörg Kjeld fyrir túlkun á móöurinni í Taktu lagiö, Lóa í Þjóöleikhúsinu. 1997: Birtlngur (sýningin í heild). Hermóöur og Háövör. Menningarverðlaun DV í tuttugu ár: eikið af list

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.