Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Síða 26
26 unglingar___________________________________ Músíktilraunir 1998 fara að hefjast íTónabæ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JVÞ'%r Soöin fiöla sigraöi á síöasta ári. Stóra spurningin er; hver veröur þaö þetta áriö? DV-myndir Hilmar Þór hin hliðin Sigursveitir Músiktilrauna hafa oft náö langt. Maus er gott dæmi um þaö. Þú stendur uppi á sviði, með fullan sal af fólki fyrir framan þig. Hefur 20 minútur til að sanna þig fyrir öllu fólkinu og dómnefndinni sem er skip- uð sérfræðingum, hver á sínu sviði, fiölmiðlamönnum, tónlistarspeking- um og útgefendum. Þú „plöggar" gít- arinn, heldur fast um kjuðana og ræskir þig. Allt fer í gang og sveitin nær betur saman í kvöld en áður. Þú klárar prógrammið og færð rosalegt lófaklapp og dómnefndin brosir út í annað. Þér finnst þú vera sigurvegari kvöldsins og kannski ertu það. Já, góðir hálsar, enn og aftur er komið að stóru stundinni í lifi flestra bilskúrs- sveita sem eiga það sameiginlegt að ætla að sanna sig fyrir land- anum. Músíktil- raunir Tónabæj- ar 1998 eru á næsta leiti og 5 ættu allar þær hljómsveitir sem sitja á góðu efni að fara að setja sig í stellingar. Tónlistar- hátíðin sem hefur fleytt mörgum bil- skúrsböndum úr meðalmennskunni í íslenska heimsfrægð er að hefjast. Sveitir leggja mis- jafnlega mik- iö í sviös- framkomu. Oft má sjá skemmtileg tilþrif. Ólíkar sveitir Músíktilraunir eiga sér langa sögu. Hljómsveitir hafa eins og tíð- arandinn breyst ár frá ári. Við höf- um fengið að sjá þungarokksbönd líkt og Gypsy, stelpubönd eins og Dúkkulísurnar og Kolrassa krókríð- andi, sveitaballabönd eins og Grei- farnir, að ógleymdum nú síðast Soðinni flðlu. Allar eiga þessar sveitir það sameiginlegt að hafa sigrað í Músíktilraunum og undantekningalaust átt góð ár í bransanum. Aðalverðlaunin í keppninni eru að sjálfsögðu hljóðverstímar í lands- ins bestu hljóðverum. Nú er um að gera að setja í fyrsta gír og keyra í gegn prógrammið með sveitinni og að sjálfsögðu aö skrá sig í Tilraun- irnar áður en allt yfirfyllist. Skráning er hafin í Tónabæ og síminn þar er 553-6717. Það er aö hrökkva eða stökkva því enginn tapar á því að vera með. Hik er sama og tap. Hilmar Þór. Heitustu bönd eöa persónur hvers tíma eru jafnan fengnir til þess aö vera gestir á hverju kvöldi Músíktilrauna. Elvar Logi Hannesson í Morgunsjónvarpi barnanna: Mamma er fallegust „Ég lauk leikaranámi í Danmörku vorið 1997 og var svo heppinn að fá strax vinnu við að leikstýra Götu- leikhúsinu. Síðan hef ég aðallega starfað með Möguleikhúsinu, t.d. í nútímalegri uppfærslu á Búkollu. Þá var ég með félaga mínum í Kómedíu, ópus 1, er með trúöinn Tomma, sem skemmtir hér og þar, og ýmislegt annað,“ segir Elvar Logi Hannesson leikari. Hann sér um kynningu á Morgunsjónvarpi barnanna, „sótti bara um“ og hefur passað börn landsmanna um helgar síðan í liðn- um nóvembermánuði. Helgarblaðið forvitnaðist aðeins um leikarann. Fullt nafn: Elvar Logi Hannesson. Fæðingardagur og ár: 4. febrúar 1971. Maki: Marsibil G. Kristinsdóttir. Börn: Þórunn Sunnefa, 6 ára, og Heið- ur Embla, 2 ára. Bifreið: Mazda station 1981, fjólublár, gengur enn. Starf: Leikari og kynnir í Morgun- sjónvarpi bamanna. Laun:Þau eru ágæt. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Fékk einu sinni þtjá rétta. Það er langt síðan enda spila ég sjaldan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það sem ég er að fást við hveiju sinni. Hvaö finnst þér leiðinlegast að gera? Ég held ég verði að segja upp- vaskið. Uppáhaldsmatur: Lambalærið að hætti mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Maltið er best. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Vala Flosadóttir er frá Bíldudal eins og ég. Hún er að gera góða hluti. Uppáhaldstímarit: Böm og menn- ing er fróðlegt og skemmtilegt rit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð (fyrir utan maka)? Mamma, Helga Sveinbjörnsdóttir, fær mitt atkvæði. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Frekar hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Robin Wiiiiams og Rowan Atkinson. Uppáhaldsleikari: Charlie Chaplin. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Tanita Tik- aram. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson, fyrir húmorinn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Maggi mörgæs í myndasyrpunni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég verð að segja Morgunsjónvarp barnanna. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Hótel Borg og Lækjar- brekka, tveir mjög góðir staðir. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég veit ekki hvað hún heitir en það er ævisaga Busters Keatons. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gamla gufan er best. Uppáhaldsútvarpsmaður: Illugi Jökulsson. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Árni og Ingó eru góðir saman. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Ég fer lítið út og ætli ég skemmti mér ekki bara best heima hjá mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: íþrótta- félag Bflddælinga, ÍFB. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni bara að því að gera betur það sem ég er að gera og halda áfram að hafa gaman af því. Hvað ætlarðu að gera í sumarfrí- inu?Það er ekki ákveðið en mig langar til Parísar með fjölskylduna, a.m.k. eitthvað út fyrir landsteinana. -sv Elvar Logi er leikari aö mennt og byrjaöi í Morgunsjónvarpi barnanna í nóvember sl. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.