Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Qupperneq 34
42 fréttaljós
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1998 JjV
Monica Lewinsky, 24 ára yngismær, gerir allt vitlaust í Washington:
1
Eins og Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hafi nú ekki átt nóg meö
Paulu Jones, konuna sem hefur
kært hann fyrir kynferðislega
áreitni? Þá kemur allt í einu 24 ára
gömul stúlka fram á sjónarsviðið og
segist hafa átt í átján mánaða
ástarsambandi við for-
setann á meðan
hún var í starfs-
þjálfun i
Hvíta hús-
inu.
hvað þeim hefur farið í milli. Hann
vísar því hins vegar alfarið á bug að
hafa hvatt hana til að ljúga að lög-
fræðingum Paulu Jones. Þeir ætla
að nota vitnisburð hennar gegn for-
setanum í málinu sem Paula hefur
höfðað á hendur Clinton
fyrir kynferðislega
áreitni.
„Ég
hvatti
heldur ekki á móti því að þau hafi
talað saman.
Fréttirnir af meintu ástarævin-
týri Monicu og forsetans komu vin-
um hennar gjörsamlega í opna
skjöldu, bæði i Suður-Kaliforníu þar
sem hún ólst upp og norður í Or-
egon þar sem hún stundaði nám við
Lewis & Clark háskólann. Monica
er komin af auðugri fjölskyldu og
faðir hennar er virtur krabbameins-
læknir í Los Angeles.
„Hún hafði unun af börnum. Hún
var vön að passa börnin í hverfinu.
Allir kunnu vel við hana,“ sagði
vinkona hennar, Shirley Page, við
fréttamenn í Oregon.
Monica gekk í framhaldsskóla í
Beverly HiIIs en hætti þar árið
1990 þegar hún var 16 ára og inn-
ritaðist í fínan skóla, Bel Air
undirbúningsskólann, þar sem
ríka fólkið sendir börnin sín.
Eftir stúdentspróf fór hún fyrst
í háskólann í Santa Monica en
svo í Lewis & Clark þar sem
hún las sálfræði.
Fáir útvaldir
Monica Lewinsky ku hafa átt í átján mánaða ástarsambandi við Clinton Bandaríkjafor-
seta. Hann þvertekur fyrir þaö.
Monica Lewinsky heitir stúlkan,
nýbúin að missa vinnuna og kann
jafnvel að verða þess valdandi að
Clinton missi sína. Það er að segja
ef allar nýjustu ásakanirnar á hend-
ur forsetanum reynast á rökum
reistar, ásakanir um að hann og
golffélagi hans og vinur, Was-
hingtonlögfræðingurinn Vernon
Jordan, hafi fyrirskipaö stúlkunni
að ljúga til um sambandið við eið-
svamar yfírheyrslur. Svoleiöis heit-
ir að hindra framgang réttvísinnar.
Clinton neitar að lýsa sambandi
sínu við Monicu og skýra frá því
Við
svörum í símann
rukkum, hringjum, tökum
pantanir og tímapantanir
fyrir |jjxjJ
eínkaritararnir
þínir þegar
þér hentar
6ÍMAKJÓNU9TAN
Pella eímam»r
520 6123
ekki neinn til að segja neitt sem
ekki væri satt,“ sagði Clinton í við-
tali við bandaríska fréttamanninn
Jim Lehrer í fréttaþætti PBS-sjón-
varpsstöðvarinnar í vikunni.
Lögfræðingur Monicu, William
Ginsburg, hefur hvorki viljaö játa
því né neita að skjólstæðingur hans
hafi átt í ástarsambandi við forset-
ann. Hann sagöi fréttamönnum þó
undir vikulokin að hvernig sem
færi, sæti Monica eftir með sárt
ennið.
Á kaffivaktinni
En hver er þá þessi Monica
Lewinsky? Sú spurning hefur
brunnið á allra vörum síðustu daga.
Heimildarmenn Reuters frétta-
stofunnar innan stjórnkerfísins í
Washington sögðu að stúlkan hefði
komið í starfsþjálfun í Hvíta húsinu
árið 1995. Starfið var ólaunað. Hún
var þá aðeins 21 árs, nýskriðin út úr
háskóla með BA-próf í sálfræði.
Sömu heimildarmenn sögðu hana
hafa verið „með stjörnur í augun-
um“. Hún vann fyrir Leon Panetta,
þáverandi starfsmannastjóra Hvíta
hússins, og gat þess vegna hangið
öllum stundum í námunda við skrif-
stofu forsetans, hina svonefndu
sporöskjulaga skrifstofu.
Monica þótti afskaplega áhuga-
söm og vildi gera öllum til geðs, svo
mjög að ýmsum þótti nóg um. Hún
var alltaf að færa forsetanum gjafir
og bera kaffi í aðra starfsmenn, jafn-
vel þótt þeir hefðu ekki beðið um
það.
Skipst á gjöfum
Clinton hefur vísaö því alfarið á
bug að hann hafi átt í kynferðisleg-
um sambandi við Monicu. Hann
hefur hins vegar viðurkennt að þau
hafi skipst á gjöfum. Og hann ber
„Hún var indæl ung stúlka.
Hún hafði fallega söngrödd. Hún
var í kórnum okkar,“ sagði Rich
Makoff, skólastjóri Bel Air.
Monica útskrifaðist með BA-próf
í sálfræði frá Lewis & Clark í maí
1995. Þaðan fór hún beint í starfs-
þjálfunina í Hvíta húsinu, eftirsótt
starf sem þúsundir námsmanna
sækjast eftir að komast í en fæst-
ir fá.
Að starfsþjálfuninni lok-
inni, vorið 1996, hringdu
embættismenn í Hvíta
húsinu svo í varnarmála-
ráðuneytið, Pentagon, í
leit að vinnu fyrir stúlk-
una. Þeir létu það fylgja
Gáðar vinkonur
í Pentagon kynntist Monica
Lindu nokkurri Tripp sem hafði
unnið þar í nærri tvö ár en hafði áð-
ur verið starfsmaður Hvíta hússins,
eins og Monica. Þeim varð vel tO
vina, þótt Linda væri tvisvar sinn-
um eldri en nýliðinn.
I fyrstu voru þær bara vinkonur
sem áttu auðvelt með að blaöra
saman um allt milli himins og jarð-
ar. Fýrir nokkrum mánuðum
breyttist það allt þegar Linda tók að
hljóðrita samtöl þeirra á laun, með-
al annars frásagnir Monicu af ástar-
ævintýri hennar með forsetanum.
Fyrst í stað gerði Linda upp-
tökurnar upp á eigin spýt-
ur en siðar kom al-
ríkislögreglan FBI i
spilið. Upptökurnar
eru nú liður í rann-
sókn saksóknar-
arns Kenneths
Starrs á White-
water fasteigna-
hneykslinu sem for- '
setinn hefur verið
bendlaður við um
allnokkurt skeið.
Ekki er ljóst hvað konunum
gengur til og menn vita ekki alveg
hvort eigi að taka þær trúanlega.
Vinir þeirra og samstarfsmenn og
aðrir sem hafa haft samskipti við
þær á undanfómum árum hafa sagt
í viðtölum við fréttamenn að hvor-
ug kvennanna hafi látið í ljósi neina
sérstaka andúð á Clinton.
Tripp vildi ekkert ræða við frétta-
menn sem sátu um heimili hennar í
Columbia í Maryland, ekki langt frá
höfuðborginni Washington.
„Ég er vitni í alríkisrannsókn,“
var hið eina sem hún fékkst til að
segja.
með að hún væri „pínuskotin" í for-
setanum. Svo fór að Monica fékk
starf sem aðstoðarmaður aðaltals-
manns Pentagons fyrir um tvö
hundruð þúsund krónur á mánuði.
Hún hætti þar í desember síðast-
liðnum til að taka við starfi á upp-
lýsingaskrifstofu Revlon-snyrti-
vörufyrirtækisins. Áðurnefndur
Vernon Jordan, sem situr í stjórn
ReVlon, á að hafa beitt áhrifum sín-
um og útvegað henni starfið. Ekkert
verður þó af því, að því er talsmað-
ur Revlon skýröi frá, vegna alls um-
talsins.
Blaðrað um einkalífið
En þrátt fyrir allt sem fram kem-
ur í segulbandsupptökunum um
kynferðislegt samband þeirra Clint-
ons hefur Monica dregiö allt slíkt til
baka í eiðsvarinni yfirlýsingu, að
sögn heimildarmanns sem hefur séð
skjalið.
Nokkrir samstarfsmenn Monicu
segja að hún hafi lagt í vana sinn að
tala um einkalíf sitt, ekki bara við
Lindu, heldur aðra.
Ein samstarfskonan man eftir því
að Monica stöðvaði hana á göngun-
um í Pentagon og sagði frá því að
hún hefði átt ástarævintýri með
háttsettum embættismanni Penta-
gons, sem hún nafngreindi, í vinnu-
ferð til útlanda. Monica kunni vel
við manninn og var að leita ráða
þar sem hann var hættur að hringja
í hana.
Blaðamaður Washington Post
hafði samband við viðkomandi emb-
ættismann í vikunni. Sá sagðist
hins vegar ekki geta rætt málið eins
og ástatt væri.
Enginn áróður
Kenneth Bacon, fyrrum yfirmað-
ur Monicu í Pentagon, sagði við
fréttamann AP í Suður-Kóreu, þar
sem hann var á ferð með
William Cohen land-
varnaráðherra,
að hann hefði
ekki séð neitt í
fari stúlkunnar
sem benti til
þess að staðhæf-
ingarnar um ást-
arsamband
hennar og Clint-
ons væru sann-
ar.
Bacon sagði enn frem-
ur að Clinton hefði ekki beitt
neinum þrýstingi til að Monica yrði
ráðin til Pentagons.
„Hvíta húsið sendi lista með
nokkrum nöfnum og eitt þeirra var
Erlent
frettaljos
Linda Tripp hljóðritaði samtöl sín
við Monicu Lewinski þar sem hún
sagði frá sambandinu við Clinton.
nafn Monicu. Þeir voru ekkert að
reka áróður fyrir henni en nafn
hennar bar á góma. Ég tók íjóra í
viðtal vegna starfsins, þrjá frá
Pentagon og einn utanaðkomandi,
og réð Monicu," sagði Bacon.
Byggt á Reuter og Washington
Post
Bill Clinton Bandaríkja<orseti er hér með Vernon Jordan, virtum lögfræðingi
í Washington og golffélaga sínum. Þeir eru nú sakaðir um að hafa þrýst á
Monicu Lewinsky um að Ijúga til um samband hennar við forsetann.
Paula Jones hefur kært Bandaríkja-
forseta fyrir kynferðislega áreitni og
segist geta lýst kynfærum hans.