Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Page 36
i LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998 , Qilk Úttekt íThe Irish limes á íslandsæði breskra poppstjarna: allt Damon að kenna Nýlega birtist skemmtileg úttekt í blaðinu The Irish Times um ís- landsæði breskra poppstirna á borð við Damon Albarn í Blur, hljóm- sveitimar Prodigy, Skunk Anansie og söngvarann Jarvis Cocker í Pulp. Blaðamaðurinn Katharine Viner -> kemst að því, eftir heimsókn til ís- lands og viðtöl við nokkra valin- kunna einstaklinga, að hér sé „heit- asti“ blettur jarðar. Hér á eftir fer lausleg þýðing á greininni. Sumt orkar kannski tví- mælis hjá Katrínu hinni írsku en þetta eru skemmtilegar pælingar engu að síður. Millifyrirsagnir eru blaðsins. „ísland er geggjaðasti staður í heimi. En það er ekki allt Damon að kenna. Jarvis Cocker heimsækir margsinnis þessa stóru og dreifbýlu eyju. Líklega finnst honum gaman að veiða. Prodigy, Skunk Anansie og Lush koma einnig þangað og glanstímarit, allt frá Arena til Minx, r hafa skundað á svæðið til að segja frá villtu næturlífinu í Reykjavík og taka viðtöl við furðufyrirbæri ís- lenskrar popptónlistar á borð við Gus Gus, Botnleðju og Bong. Og ís- lendingar hafa í fyrsta sinn eignast stórstjörnu á heimsmælikvarða sem er hún Björk. En skyldi þetta vera allt? Við höfum haft Barcelona, Seattle og Leeds. Er ísland virkilega eins frábær staður og af er látið? Breskum popp- urum liður vel á íslandi því þar hef- ^ ur frægð enga merkingu, ef marka má orð Árna Matthíassonar rithöf- undar sem í átta ár vann um borð í togara. „Við erum svo fá að það þarf ekki mikið til að vera frægur á Is- landi,“ segir hann. Látið hann í friði íbúafjöldinn er í kringum 260 þús- und, u.þ.b. helmingur íbúa Brad- ford, og hver einstaklingur birtist að jafnaði 5-6 sinnum á sjónvarps- skjánum. „Damon röltir niður Laugaveginn án þess að nokkur segi orð. Roland Gift í Fine Young Cannibals var vanur að eyða hér nokkrum sumrum og enginn talaði við hann. Eric Clapton kom hingað 't til að jafna sig eftir fráfall sonar síns. Eina nóttina rakst ég á blind- fullan mann sem ráfaði um göturn- ar - ég leit upp og sá að þetta var sjálfur Jarvis Cocker!" segir hann. „Enginn tók eftir því, öllum var sama.“ Einn ljósmyndari segir: „Það var hringt í mig frá breskum tímaritum sem spurðu hvort ég ætti ekki myndir af Jarvis í Bláa lóninu, um- kringdum léttklæddum stelpum eft- ir nýárspartí hjá Björk. Ég sagði þeim bara að láta hann í friði." Stef- án Árni, meðlimur í Gus Gus, segir: „Við, íslendingar eigum ekki til það orð í orðabók sem nær yfir ofur- stjörnudýrkun. Við mismunum % fólki ekki meö þeim hætti - ennþá.“ Sár á hörundi jarðar Það sem breskum poppstjörnum líkar einnig er náttúran og lífið í landinu. Skáldið Simon Armitage talaði um ísland sem „sár á hörundi jarðar sem grær og rifnar upp aftur um leið og plánetan hnykklar vöðvana." Eða eins og Alex í Blur segir: „Það yndislega við ísland er að það er enn í mótun - jarðfræði- lega séð.“ Eldfjöll, goshverir, jöklar, svartar sandstrendur, landslag sem •v á tunglinu. Á sumrin er stöðug birta og lengstum myrkur á vetrum. En það er ekki kalt á íslandi, nokkuð sem er ekki í samræmi við hnatt- stöðu og heiti landsins. Golfstraum- urinn hlýi sér til þess og rigningar- veðrinu svipar til hálanda Skotlands. „Það er frábært að vera á íslandi," segir Damon. „Skýin yfir íslandi era svo björt, himininn svo tær og tunglið ætíð sjáanlegt." Hon- um líkar landið einnig af öðrum og mannlegri ástæðum: „Fólkið fer út á miðnætti, drekkur alla nóttina, dansar eins og brjálæðingar og ráfar um göturnar. Þetta er frá- bært,“ segir hann. „Kúltíverað" eftir bjdr- inn Næturbrölt í Reykjavík hefst á litlu kránni hans Damons, Kaffi- barnum. (Hann á aðeins 5 prósenta hlut i barnum sem þýðir líklega ekkert annað en að hann fái frítt að drekka.) Tónlistin sem heyrist er bresk - undarlegt - og staðurinn er fullur af skeggjuðum listamönnum, reykjandi svartar sígarettur og drekkandi snafsa. Kannski hafa heimamenn rétt fyrir aðeins alkóhól eða svefn geta lækn- að. Það er t.d. erfitt að hætta þegar sumarsólin brýst inn um glugga- tjöldin. íslendingar halda bara áfram að drekka. Samt er drykkjan hlutfallslega minni en annars stað- ar - þeir drekka bara á föstudags- og laugardagskvöldum. mannréttindum. Nýlega mátti stað- festa hjónaband samkynhneigðra og lauslæti er litið léttúðugum aug- um. „Það sama gildir um stráka og stúlkur sem fara út á lífið og þaðan upp í rúm að gera hitt,“ segir Edda. Enginn gerir veður út af þessu og er þetta þó einn mesti útkjálki allra landa - þar eru aðeins tvær sjón- varpsstöðvar starfræktar og allir era skráðir í símaskrána með for- nafni. Afstaða til kynþátta er hins vegar lítt rannsökuð. Hlutfall lit- aðra af íbúafjöldanum er u.þ.b. 0,03 prósent, einkum Víetnamar og Taí- lendingar sem reka veitingastaði í Reykjavík. „Við segjum gjarnan að hér ríki ekki andúð í garð annarra kynþátta en það er auðvelt að tala þannig þegar hér eru engir aðrir kynþættir,“ segir Árni Matthías- son. Heimamenn kalla Píanóbarinn gjarnan Hellinn þar sem þangað fari blökkumenn gjarn- an. „Hér ríkir örugglega kynþátta- hatur,“ segir Stefán Ólafsson. „Við erum lítil þjóð með okkar eigin menningu og tungumál og sterk til- finning er fyrir því að halda því þannig." I þessu sambandi má nefna að innflytjendur þurfa að taka sér íslensk nöfn. Þannig gæti Ho Chi Minh orðið að Halldóri Chi Minh. Arni Albarn? Ibúð Damons í Reykjavík er tíma- bundið heimili. Líkurnar eru því hverfandi á að hann þurfi að taka sér nafnið Árni Albarn. Hann gæti jafnvel þurft að finna sér annað at- hvarf, ef marka má orð kynningar- fulltrúa hans: „Hann vill ekki heyra lengur minnst á ísland, hann vill ekki að allir streymi þangað og spilli landinu." Hann er hræddur um að ísland verði að „nýrri Ibiza“. En á meðan bjórglas kostar 500 krónur og hákarlar, svartfuglar og lundar eru á matseðl- um og ekki trygg- ing fyrir sól- brúnku þá er ólík- legt að hjörðin spilli unaðsreit sínum á næst- unni. Damon Albarn kemur ítrekað viö sögu í grein blaðakonunnar Katharine Viner í The Irish Times um ísland og íslendinga. DV-mynd BG sér, sem ítrekað reyna að segja mér hvað næturlífið varð „kúltíverað" með lögleiðingu bjórsins árið 1989, hugsiði ykkur, 1989! Kannski að bjór í stað vodka hafi gert íslending- inn hneigðari fyrir rómantísk og ró- leg ástarsambönd. En þegar klukk- an slær á miðnætti verður Kaffibar- inn fyrir innrás frá æsilega klædd- um og fórðuðum ljóshærðum stúlk- um. Þær eru fyrirferðarmiklar og fara á barinn og panta - uhumm - vodka. Staðurinn troðfyllist og stelpumar koma mér í allan sann- leika um íslenska karlmenn. „Þeir eru svo óaðlaðandi. Þeir gera þó sitt besta“. Strákarnir segja mér að komast sjálf að hinu sanna í mál- inu. Kynlíf í hverju horni Næst er haldið á Skuggabarinn. Þar eru gestirnir að falla hver yfir annan af drykkju, blindfullir þar sem þeir eru búnir að vera að drekka heima hjá sér tO að spara peninga. Þetta er ekki ósvipað og á markaðnum í Newcastle, hellingur af holdi og kynlíf í hverju horni. Að lokum er farið á Kaffi Reykja- vík. Þangað kemur fólk vel klætt og pússað, helst fráskilið, og allir vilja sýna mér hið eina, sanna ísland. Skegglaus Norðmaður talar við mig á íslensku í heilar 10 mínútur án þess að uppgötva að ég skil ekki stakt orð í því sem hann segir. „Við kunnum sko að skemmta okkur ær- lega,“ segir ein ljóshærð stelpa sem heitir Andrea um leið og hún strunsar út í bjarta sumarnóttina með strák upp á arminn. Þá sér maður að líklega hefur hún rétt fýr- ir sér. Það er engin furða að íslend- ingar sletti úr klaufunum. Sumar- birtan leiðir til þeirrar vegvillu sem Hollensk könnun sýndi það að ísland væri bjartsýnasta þjóð í heimi og kann- anir Stefáns Ólafs- sonar, prófessors í félagsvísindum og forstöðumanns Fé- lagsvisindastofnun- ar, hafa ítrekað sýnt hve lífsgæði íslend- inga eru mikil og hvað þeir era lífs- glaðir. Ástæðan er einföld; efnahagsleg velmegun. Á íslandi eru engin gettó, eng- ir heimilislausir, lít- ið en þó stígandi at- vinnuleysi, fullnægj- andi heilbrigðiskerfi og glæpatíðni ein- hver sú lægsta í heimi; húsum er vel við haldið, götumar hreinar og fólk snyrtilega og vel klætt. Allir, ungir sem gamlir, virðast vera vel á sig komn- ir og í góðu formi. Atvinnuleysisbætur eru um 50 þúsund krónur á mánuði eða eins og Árni Matthí- asson segir, meira í gamni en alvöru: „Fátækt á íslandi er að eiga ekki gervi- hnattadisk." íslendingar státa sig af lýðræði og íslandsvinurinn Jarvis Cocker í Pulp hefur ráfað um götur borgarinnar án þess aö eftir því sé tekið sérstaklega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.