Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1998, Side 39
LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1998 iróttir Pele, hinn eini og sanni, óskar Sig- uröi Ragnari Eyj- ólfssyni til ham- ingju með útnefn- inguna. Siguröur Ragnar var á dög- unum valinn í úr- valslið bandarísku háskólanna. DV-myndir íris Eysteinsdóttir Sigurður Ragnar í bandarísku úrvalsliði: Gaman að Otsein íQKa Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélin sem völ er á í dag. Vinduhraði stillanlegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar VERSLUN FYRIR ALLA ! Vib Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 FMiniiiy hitta Pele - sem afhenti honum verðlaunin DV, Cinncinnati: Sigurður Ragnar Eyjólfsson, leik- maður ÍA í knattspyrnu, tók á dög- unum við viðurkenningu fyrir að komast í lið ársins í fyrstu deild bandarísku háskólaknattspymunn- ar (All-American). Hann leikur með Norður-Karólínu-háskóla í Greens- boro og er fyrsti leikmaður skólans til að hljóta þessa viðurkenningu. Einn mesti knattspyrnumaður alira tíma, hinn brasilíski Pele, afhenti Sigurði viðurkenninguna á um 6.000 manna þjálfararáðstefnu sem var haldin i Cincinnati í Ohio í Band- aríkjunum. Þjálfarasamtök Bandaríkjanna velja lið ársins, sem alls eru þrjú, A, B, og C-lið. í fyrra var Sigurður í B- liði ársins en bætti nú um betur og komst í A-liðið. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir mig og það var mjög gaman að hitta Pele i eigin persónu, enda hlýtur hann að vera átrúnað- argoð flestra sem eru í knatt- spyrnu,“ sagði Sigurður. Hann var sjötti markahæsti leik- maður deildarinnar ásamt því að eiga fjölda stoðsendinga. Hann stundar nú nám í íþróttasálfræði og á einn vetur eftir til að útskrifast. Sigurður kemur heim í maí og spil- ar með Skagamönnum i úrvalsdeild- inni í sumar. Knattspyrna er á mikilli uppleið í Bandarikjunum og er um þessar mundir sú íþróttagrein sem er mest stunduð meðal barna. Landsliðið er einnig komið í úrslitakeppni heims- meistaramótsins í Frakkiandi og at- vinnumannadeildin (MLS), sem var endurvakin fyrir tveimur árum, gengur mjög vel. Pele spilaði fyrir 21 ári í fyrrum atvinnumannadeild Bandaríkjanna með New York Cosmos. Á fyrr- nefndri ráðstefnu hrósaði hann Bandaríkjamönnum í hástert fyrir gott framtak í knattspyrnunni. Hann sagði að mikilvægt væri að þeir sem hættu keppni í greininni héldu áfram að gefa af sér til knatt- spymunnar. Hann ferðast um heim- inn og hvetur börn til að stunda knattspyrnu. Hann gaf ungum knattspyrnu- mönnum og konum gott ráð: „Æfið alltaf með það að markmiði að verða best en haldið aldrei að þið séuð best.“ -ÍE Síðasti skiladagur nýskráninga og/eða breytinga vegna símaskrár 1998 er Nánari upplýsingar veitir skráningadeild Landssímans í síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.