Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1998, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998 7 sandkorn Gólflistinn Á ísafirði eru enn eftirskjálftar vegna starfsmannamála á sjúkrahús- inu. Guðjón Brjánsson fram- kvæmdastjóri sagði upp starfsliöi eld- hússins í þvi skyni að ná fram sparnaði. Þessu átti að ná fram með því að starfs- stúlkurnar endur- réðu sig á kjörum sem innihéldu við- bótarvinnu á sviði ræstinga. Guðjón framkvæmdastj óri er mikill krati og hefur sýnt ótvíræðan vilja til að ná pólitískum metorðum. Pétur Sig- in-ðsson, forseti ASV, er sömuleiðis krati en hættur að mestu metorða- klifri. Hann hefur verið óspar á gagn- rýni á sparnaðaraðgerðir flokksbróð- ur síns sem hann segir ekki ná upp fyrir gólflista. Nú segja gárungar að Guðjón muni fara í sérframboð og listinn verði að sjálfsögðu „Gólflist- Kryddkarlinn Kostulegt viðtal við Fjölni Þor- geirsson kryddkarl í tímaritinu Heimsmynd er nánast endalaus upp- spretta skemmtilegheita. Eins og Sandkom skýrði frá í gær sýndi Fjölnir, sem er í tygjum við hina geðþekku Mel B, mömmu sinni rassinn hvar Mel- anie er komin til að vera í formi húðflúrs. Sjálfsálit Fjölnis er í góðu lagi ef marka má grein Heimsmyndar. Þannig segir hann frá þvi að smápíur hafi elt hann frávita af hrifningu æpandi „Mel B’s boy- friend“. Þá lýsir hann því yfir hvergi banginn að verði box leyft á íslandi muni hann glaður halda á ólympíu- leikana og sækja gullmedalíu! Hann er greinilega ekkert blávatn, krydd- karlinn ... Gælt við óskarinn Æðsti draumur flestra kvikmynda- leikstjóra er að hljóta gylltu styttuna sem kennd er við Óskar. Margir era tO kallaðir en fáir útvaldir þar. Einn þeirra sem greinilega hafa áhuga er leik- stjórinn Guðjón Pedersen. Hann er einn af vinsælustu leikhúsleikstjórum landsins. Á fóstu- daginn frumsýndi Þjóðleikhúsið Poppkorn undir leikstjórn Guðjóns, en verkið fjallar um Hollívúddleikstjóra sem hefur í myndum sínum hafið upp ímynd fjöldamorðingja en lendir síð- an sjálfur i að fá slíka ódáma yfir sig. í lok sýningarinnar steig Guðjón á svið og var hylltur. Meðferðis hafði hann óskarsverðlaunastyttu og til að undirstrika boðskap verksins lét hann vel að styttunni og sleikti hana. Það má því segja að Guðjón Pedersen gæli við óskarinn ... Með og á móti Eins og DV greindi ffá á mánudag hafa háskólastúdentar mismunandi skoðanir á skólagjöldum. Dæmi var nefnt um formann Vöku sem var á móti slíkum gjöldum innan einna samtaka en með þeim innan annarra. Samkvæmt heimildum Sand- korns hefur Röskva, undir for- sæti Haralds Guðna Eiðsson- ar, heldur ekki haft eina stefnu i málinu fremur en höfuðandstæðingarnir. Þannig munu þau samtök geta sætt sig við skólagjöld svo ffemi að þau renni til Stúdentaráðs í formi félagsgjalda. Þetta segja andstæðingar Röskvu benda til þess að Stúdentaráð sé ekki fyrir stúdenta heldur öfugt... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Afbrotamenn í Garðabæ: Fimm piltar dæmdir - fyrir líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og þjófnaöi Fimm piltar á aldrinum 16-22 ára voru í gær dæmdir til refsing- ar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og þjófnaði í Garðabæ á síðasta ári. Ingólfur Freyr Elmers, 18 ára, Sölvi Þór Birgisson, 18 ára, og Árni Yngvi Árnason, 17 ára, voru dæmdir i þriggja mánaða fangelsi. Birgir Rúnar Benediktsson, 16 ára, var dæmdur í 2ja mánaða fangelsi og til að greiða samtals 172 þúsund krónur í skaðabætur. Róbert Örn Rafnsson var dæmdur til að greiða 25 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. í dómsorðum segir að fullnustu refsinganna skuli frestað og þær falla niður að tveimur til þremur árum liðnum haldi ákærðu al- mennt skilorð 57. gr. hegningar- laga. Einn piltur til viðbótar var einnig ákærður en sýknaður fyrir dómi af kröfu ákæruvaldsins. Sakargiftir í 8 liöum Piltamir mættu ekki fyrir hér- aðsdóm í gær þegar Jón Finn- björnsson dómari kvað upp dómana. Sakargiftir á hendur pilt- unum voru í samtals 8 liðum í ákærunum. Helstu sakargiftir voru á hendur Birgi Rúnari, Sölva Þór og Árna Yngva fyrir húsbrot og líkamsárás í húsi í Háholti sunnudaginn 22. júní sl. Þá rudd- ust þeir heimildarlaust inn í húsið, réðust á íbúa og veittu honum áverka. Þá eru piltarnir dæmdir fyrir fjölmörg eignaspjöll í Garða- bæ, aðallega á Garðatorgi. Þá voru piltarnir dæmdir til að greiða málsvarnarlaun og annan sakarkostnað. -RR Krakkaklúbbur DV 03 Bíóstjarnan Húgó kynn HÚGÓ UTALEIKINN Litaðu teikninguna hér að neðan 03 þú getur unnið málsverð fyrir fjölskylduna á Hard Rock Cafe, bíómiða fyrir tvo á Bfóstjörnuna Húgó í Háskólabíói og Laugarás- bíói eða bókina um Húgó frá Skjaldborg. BÍÓSTJARNAN HÚGÓ ER FRUMSÝND 27. FEBRÚAR. Sendiö teikninguna litaða til: Krakkaklúbbur DV, Þverholti 11.105 Reykjavík, merkt Húgó, fyrir 3. Mars. Nöfn vinningshafa verða birt Föstudaginn 6. mars Heimili: Nafn: Sími: Aldun LAUGARÁ Bió .XIXZZIH HÁSKÓLABÍÓ Húgó fæst líka á bók frá |Skjakjborg^||p nissmmim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.