Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 28
28 %enn LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 DV. Madríd: Jordi Savall er frægasti fiytjandi barokk- og endurreisnartónlistar sem uppi er, fæddur í Katalóníu á Spáni 1941 og hefur verið virtur hljómlistarmaður síðan í upphafi áttunda áratugarins þótt orðstir hans yxi til muna 1992 þegar hann stjórnaði tónlistinni í frönsku kvikmyndinni Allir heimsins morgnar eftir Alain Corneau. Savall býr og starfar i Katalóníu en þeysist með tónlistarmönnum sinum um viða veröld til hljóm- leikahalds. Hann er meðal bestu knéfiðluleikara heims en jafn- framt rómaður stjórnandi hljóm- sveita og kóra. En síðast en ekki síst er hann fræðimaður sem grúskar og grefur upp forn og gleymd tónlistardjásn og gefur þeim önd og óð að nýju. Jordi Savall kemur nú til ís- lands í fyrsta skipti, á Listahátíð í Reykjavík, og heldur tónleika í Hallgrímskirkju á hvítasunnunni, 31. maí. Hann kemur fram með eiginkonu sinni, sópransöngkon- unni Montserrat Figueras, og Rolf Lislevand er leikur á bassalútu og gitar en þau þrjú eru kjarninn í sveitinni Hespérion XX sem þau hjón stofnuðu 1974. Savall stofnaði einnig einsöngvara- og einleikara- sveitina La Capella Reial de Cata- lunya 1987 og fornhljóðfærasveit- ina Le Concert des Nations 1989. Kristinn R. Ólafsson ræddi við Jordi Savall i Madríd á dögunum. Miðnæturmas Við Jordi Savall höfðum mælt okkur mót á munaðarhóteli í mið- borg Madrídar klukkan ellefu að kvöldi. Þar fann ég hann i and- dyrinu i hópi tónlistarmanna úr sveit sinni, klæddan í kjól og hvítt eins og þeir; allir að koma frá því að leika sextándualdartón- list fyrir Helenu Spánarprinsessu og fleira fyrirmenni en Spánverj- ar minnast nú fjögurhundruðustu ártiðar Filippusar annars Spánar- konungs og rifja meðal annars upp tónlist hans tíma. „Heyrið mig. Ég þarf rétt að skreppa upp á herbergi. Fimm mínútur bara," sagði Savall við mig þérandi þegar ég gaf mig fram við hann. Fimm mínúturnar urðu reyndar 35 enda tíminn stundum teygjanlegt fyrirbæri á Spáni; timi sem ég drap á hótel- barnum; drekkti honum í (litlu) bjórglasi og spjalli við Ijós- myndarann minn. En svo erum við Jordi Savall sestir út í horn í húsgarði hótels- ins sem reft er yfir og gler milli rafta. Meðan ég geri upptökutæk- ið klárt er myndasmiðurinn þeg- ar farinn að munda vélar en tón- listarmaðurinn, kominn úr lit- klæðum í önnur hvunndagslegri, kallar á þjón og biður hann um samloku og blávatn; menn eru Jordi Savall, frægasti forntónlistarflytjandi í heimi, á Listahátíð í Reykjavík: Að vekja þyrnirósir... hungraðir eftir hljómleikana enda komið undir miðnætti. Þetta er geðslegur maður, sýn- ist mér; Miðjarðarhafslegur í fasi, lágvaxinn, á sextugsaldri. Svart hár og alskegg er hvort tveggja ýrt gráum, finum pensilförum þess sem ég drap á barnum. Tvær djúpar hrukkur ganga eins og jarðlagasprungur eftir háu enni; dökk augu búa í tóftum undir brúnum og nefið er sitt. Hann tal- ar spænsku/kastilisku með hreim sem mér finnst sambland kata- lónsku og frönsku, og bregður fyr- ir setningaskipan úr þessum tungum i máli hans, eins og hann þýði stundum hugsanir úr þeim. Honum liggur lágt rómur, svo lágt að ég verð nánast að reka hljóð- nemann upp í hann til þess að orðin loði nú við segulbandið. Hann mælir linlega, líkt og feim- inn, er holulegur í fyrstu. Þó skríður hann upp úr holunni, út úr skelinni og sækir í sig veðrið þegar á líður; talar af meiri festu og ígrundun þótt ekki brýni hann raustina en skrafi enn líkt og í trúnaði, og verður inn á milli prestlega mærðarfullur í tali og tónfalli. Kímniglóð lifir þó undir sums staðar og snarkar i henni. Ég biðst leyfis að þúa hann. Hann veitir það og er feginn, finnst mér. Bókaormur tónlistarinnar Jordi Savall hlær kumrandi við þegar ég fullyrði fremur en spyr að hann sé eins konar þókaormur tón- listarinnar, hafi yndi af að grúska í skjalasöfnum í leit að fornri tónlist. „Mér finnst nú bókaormsheitið fullniðrandi og takmarkað. Fyrir mér er leitin í bókasami einungis litið upphaf; nauðsynlegt upphaf því að við verðum að fara og grafa upp þá tónlist sem sefur á bókasöfnum. Við verðum íið vekja hana, blása í hana lífi. Starf okkar felst í að velja úr allri þeirri tónlist sem til er þau verk sem eru þess virði að halda á loft, þau sem búa yfir þessu töfra- fulla andartaki, þessari eigind sem hefur þau í æðra veldi, gerir þau fremri tækifæristónlist. Og þegar við höfum valið, serjum við saman dagskrá, höldum tónleika og segjum við áheyrendur: „Hlustið á þessi verk, finnið hvað þau eru falleg; þau eiga skilið að lifa, eiga skilið að vera líka tónverk okkar tíma."" Prinsinn og þyrnirósirnar „En hvernig varð þessi prins til sem vekur þessar þyrnirósir?" spyr ég um leið og þjónninn kem- ur með blávatnsflösku og glas á bakka og leggur á hringborðið á milli okkar. „Þessi prins vaknaði líka sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.